Meiðsli Salah alvarlegri en áður var talið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. janúar 2024 17:46 Mohamed Salah verður líklega ekki meira með Egyptum á Afríkumótinu og hann gæti misst af allt að sex leikjum með Liverpool. MB Media/Getty Images Mohamed Salah, framherji Liverpool og egypska landsliðsins í knattspyrnu, missir að öllum líkindum af því sem eftir er af Afríkumótinu eftir að hafa orðið fyrir vöðvameiðslum í leik gegn Gana á dögunum. Salah þurfti að fara af velli í 2-2 jafntefli gegn Gana í riðlakeppni Afríkumótsins, en Egyptar vonuðust til þess að leikmaðurinn yrði klár í slaginn í undanúrslitum ef liðið kæmist svo langt. Nú er hins vegar orðið ljóst að Salah verður frá keppni í þrjár til fjórar vikur og getur hann því í allra besta falli náð úrslitaleik Afríkumótsins þann 11. febrúar ef liðsfélagar hans koma Egyptum alla leið. Salah flýgur til Englands á morgun til að ganga í gegnum endurhæfingu á æfingasvæði Liverpool og segir Pep Lijnders, aðstoðarþjálfari félagsins, að Egyptinn sé með „alvöru rifu í lærvöðva.“ „Við búumst við því að hann verði klár eftir þrjár til fjórar vikur ef allt gengur að óskum,“ sagði Lijnders. „Það mun allt ganga að óskum og þetta mun ganga vel af því að við höfum gert þetta áður,“ bætti Lijnders við. 🗣️ Liverpool assistant manager Pep Lijnders says Mo Salah has a "proper tear in his hamstring" and will be out for "three to four weeks if everything goes smooth." 🇪🇬 pic.twitter.com/qchC3G9ubT— Ben Jacobs (@JacobsBen) January 23, 2024 Fari hins vegar allt á versta veg og Salah verður frá í fjórar vikur mun hann ekki aðeins missa af restinni af Afríkumótinu með Egyptum, heldur mun hann einnig missa af næstu sex leikjum með Liverpool. Þar af mun hann missa af seinni undanúrslitaleik liðsins gegn Fulham í enska deildarbikarnum á morgun og leik gegn Norwich í FA-bikarnum um helgina. Þá gæti hann einnig misst af næstu fjórum deildarleikjum sem eru gegn Chelsea, Arsenal, Burnley og Arsenal. Enski boltinn Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Dagskráin í dag: Hákon Arnar á Anfield Sport Fleiri fréttir Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Sjá meira
Salah þurfti að fara af velli í 2-2 jafntefli gegn Gana í riðlakeppni Afríkumótsins, en Egyptar vonuðust til þess að leikmaðurinn yrði klár í slaginn í undanúrslitum ef liðið kæmist svo langt. Nú er hins vegar orðið ljóst að Salah verður frá keppni í þrjár til fjórar vikur og getur hann því í allra besta falli náð úrslitaleik Afríkumótsins þann 11. febrúar ef liðsfélagar hans koma Egyptum alla leið. Salah flýgur til Englands á morgun til að ganga í gegnum endurhæfingu á æfingasvæði Liverpool og segir Pep Lijnders, aðstoðarþjálfari félagsins, að Egyptinn sé með „alvöru rifu í lærvöðva.“ „Við búumst við því að hann verði klár eftir þrjár til fjórar vikur ef allt gengur að óskum,“ sagði Lijnders. „Það mun allt ganga að óskum og þetta mun ganga vel af því að við höfum gert þetta áður,“ bætti Lijnders við. 🗣️ Liverpool assistant manager Pep Lijnders says Mo Salah has a "proper tear in his hamstring" and will be out for "three to four weeks if everything goes smooth." 🇪🇬 pic.twitter.com/qchC3G9ubT— Ben Jacobs (@JacobsBen) January 23, 2024 Fari hins vegar allt á versta veg og Salah verður frá í fjórar vikur mun hann ekki aðeins missa af restinni af Afríkumótinu með Egyptum, heldur mun hann einnig missa af næstu sex leikjum með Liverpool. Þar af mun hann missa af seinni undanúrslitaleik liðsins gegn Fulham í enska deildarbikarnum á morgun og leik gegn Norwich í FA-bikarnum um helgina. Þá gæti hann einnig misst af næstu fjórum deildarleikjum sem eru gegn Chelsea, Arsenal, Burnley og Arsenal.
Enski boltinn Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Dagskráin í dag: Hákon Arnar á Anfield Sport Fleiri fréttir Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Sjá meira