Álftanes fær einn efnilegasta körfuboltamann landsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2024 17:27 Róbert Sean Birmingham mun klára tímabilið með Álftanesi og það eru margir spenntir að sjá hvað hann hefur bætt sig út í Bandaríkjunum. Álftanes Það er nóg af gleðitíðindum úr herbúðum nýliðana af Álftanesi. Í gær komst liðið í bikarúrslitin í Laugardalshöllinni með sigri á Grindavík og í dag tilkynnti félagið að einn efnilegasti körfuboltamaður Íslands væri á leiðinni til félagsins. Róbert Sean Birmingham hefur ákveðið að koma heim frá Bandaríkjunum og klára þetta tímabil með Álftanesliðinu í Subway deild karla í körfubolta. Hann kemur til liðsins um leið og tímabilinu lýkur hjá honum og liðsfélögum hans í Concorde Academy í miðskólaboltanum í Bandaríkjunum. Róbert hefur spilað með öllum yngri landsliðum Íslands en hann er uppalinn í Njarðvík. Róbert er 19 ára, 202 sentímetra vængmaður. Á sínum ferli hefur hann heillað margan þjálfarann, sem endurspeglaðist meðal annars í áhuga stórra háskólaliða á honum. Sá áhugi endaði með því að Róbert ákvað að ganga til liðs við skólalið Indiana State, en þekktasti leikmaður í sögu þess skóla er goðsögnin Larry Bird. Róbert mun fara til Indiana State eftir dvöl sína á Álftanesi. Áður en Róbert hóf að leika í bandaríska miðskólaboltanum var hann á Spáni. Þar var hann í tvö ár hjá akademíu spænska stórliðsins Baskonia. Hann hefur verið lykilmaður í yngri landsliðum Íslands og þykir mikið efni. Hann lék upp yngri flokkana með Njarðvík og hóf að leika með meistaraflokki félagsins 15 ára að aldri. Sem fyrr segir kemur hann á Nesið að tímabili sínu loknu í Bandaríkjunum og er væntanlegur til landsins einhverntímann í febrúarmánuði. „Við á Álftanesi hlökkum til að fá Róbert inn í liðið. Hann er mikið efni og ekki skemmir fyrir að hann kemur af einstaklega góðu fólki. Hann hefur átt frábæran yngri flokka feril, hvort sem það er hér á landi, á Spáni eða í Bandaríkjunum. Það er gaman fyrir okkur að vera hluti af hans vegferð og gaman fyrir hann að vera hluti af flottu liði og verða hluti af sterkri liðsheild sem myndast hefur á tímabilinu og undanfarin ár. Við erum afskaplega glöð með þessa niðurstöðu,“ segir Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftnesinga. „Ég hlakka til að koma aðeins heim til Íslands og spila í Subway deildinni. Ég er ótrúlega þakklátur Kjartani Atla og öllum í stjórninni hjá Álftanes að gefa mér þetta tækifæri. Kjartan Atli er einn af efnilegustu þjálfurum á landinu og það verða miklar fyrirmyndir með mér í liðinu“ segir Róbert Sean Birmingham. Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira
Róbert Sean Birmingham hefur ákveðið að koma heim frá Bandaríkjunum og klára þetta tímabil með Álftanesliðinu í Subway deild karla í körfubolta. Hann kemur til liðsins um leið og tímabilinu lýkur hjá honum og liðsfélögum hans í Concorde Academy í miðskólaboltanum í Bandaríkjunum. Róbert hefur spilað með öllum yngri landsliðum Íslands en hann er uppalinn í Njarðvík. Róbert er 19 ára, 202 sentímetra vængmaður. Á sínum ferli hefur hann heillað margan þjálfarann, sem endurspeglaðist meðal annars í áhuga stórra háskólaliða á honum. Sá áhugi endaði með því að Róbert ákvað að ganga til liðs við skólalið Indiana State, en þekktasti leikmaður í sögu þess skóla er goðsögnin Larry Bird. Róbert mun fara til Indiana State eftir dvöl sína á Álftanesi. Áður en Róbert hóf að leika í bandaríska miðskólaboltanum var hann á Spáni. Þar var hann í tvö ár hjá akademíu spænska stórliðsins Baskonia. Hann hefur verið lykilmaður í yngri landsliðum Íslands og þykir mikið efni. Hann lék upp yngri flokkana með Njarðvík og hóf að leika með meistaraflokki félagsins 15 ára að aldri. Sem fyrr segir kemur hann á Nesið að tímabili sínu loknu í Bandaríkjunum og er væntanlegur til landsins einhverntímann í febrúarmánuði. „Við á Álftanesi hlökkum til að fá Róbert inn í liðið. Hann er mikið efni og ekki skemmir fyrir að hann kemur af einstaklega góðu fólki. Hann hefur átt frábæran yngri flokka feril, hvort sem það er hér á landi, á Spáni eða í Bandaríkjunum. Það er gaman fyrir okkur að vera hluti af hans vegferð og gaman fyrir hann að vera hluti af flottu liði og verða hluti af sterkri liðsheild sem myndast hefur á tímabilinu og undanfarin ár. Við erum afskaplega glöð með þessa niðurstöðu,“ segir Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftnesinga. „Ég hlakka til að koma aðeins heim til Íslands og spila í Subway deildinni. Ég er ótrúlega þakklátur Kjartani Atla og öllum í stjórninni hjá Álftanes að gefa mér þetta tækifæri. Kjartan Atli er einn af efnilegustu þjálfurum á landinu og það verða miklar fyrirmyndir með mér í liðinu“ segir Róbert Sean Birmingham.
Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira