Grípum alla Grindvíkinga Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 21. janúar 2024 20:00 Við Íslendingar lifum á eyju elds og ísa. Við elskum okkar land og þekkjum þess gjafir og àskoranir. Nú á þessu ári fögnum nú 80 àra líðveldi Íslands og okkur fjölgar stöðugt, íbúafjöldinn er bráðum 400.000. Fimmtungur landsmanna eru með erlent ríkisfang en hafa kosið að setjast hér að og skipta miklu máli fyrir okkar samfélag. Sum þeirra hafa flúið erfiðar aðstæður og sjá fram á betra líf hér norður í Atlantshafi. Við reynum að taka vel á móti þeim og þeirra vinna og framlag skilar þjóðarbúinu miklu. Nú þegar eldgos og jarðhræringar á Reykjanesskaga ógna byggð hafa íbúar Grindavíkur þurft að flýja heimili sín og enginn veit hvenær eða hvort hægt verður að flytja þangað aftur. Það getur líklega enginn sett sig í spor þessa fólks sem hefur búið við jarðskjálfta í langan tíma og nú eldsumbrot þar sem jörðin springur og undirstöður bæjarins reynast það ótryggar að jörðin getur gleypt þann sem þar fer um. Þann 10. nóvember var bærinn rýmdur á örskömmum tíma og fólk flúði með nauðsynjar, ætlaði heim fyrir jól og allt yrði gott. Svo fór að gjósa í desember og aftur í janúar og þessum ósköpum er ekki lokið því land rís við Svartsengi og sprungurnar gliðna og hættan eykst. Yfir okkur öllum vofir ógn þess sem landið okkar er byggt á en hvar eða hvenær vitum við ekki. Íbúar Grindavíkur hafa á síðustu dögum talað um sína vanlíðan og aðstæður síðan þau flúðu í nóvember. Í eldgosinu nú í janúar þegar hús urðu hrauni að bráð og mannskaði varð þá fékk fólk nóg. Það vill svör og skýr svör. Við höfum hlustað á lýsingar fólks sem sefur á vindsæng, býr við óviðunandi aðstæður og veit ekki hvað verður. Þetta fólk syrgir sitt fallega samfélag sem greinilega hefur blómstrað í Grindavík. Þar sem gott var að ala upp börn og íþróttir og samkennd virðast hafa ráðið ríkjum, fjölskyldur og vinir hjálpast að. Þriðjungur íbúa Grindavíkur er af erlendu bergi brotinn, fólk sem hefur aðlagast samfélaginu vel, jafnvel svo vel að ráðamenn kannast ekki við að þau séu innflytjendur. Höfum við heyrt þeirra raddir í þessum eldsumbrotum ? Við megum ekki gleyma þessum hópi. Þetta fólk hefur ekkert bakland, flytur ekki inn til ættinga sinna þegar flýja þarf um nótt heldur sefur í fjöldahjàlparmiðstöð Rauða krossins. Nú þurfum við Íslendingar að standa saman og rétta fram hjálparhönd sem aldrei fyrr. Við verðum að gera Grindvíkingum fært að ráða þeirri uppbyggingar vegferð sem framundan er. Hlusta á þeirra óskir, ótta og væntingar. Gera þeim kleift að sjá birtuna í sortanum , því öll él birtir upp um síðir. Veita andlegan stuðning og gefa andrými fyrir þá sem það þurfa. Það virkar ekki það sama fyrir alla. En það sem skiptir öllu máli núna er að grípa alla á Grindvíkinga, líka þá sem hafa ekki íslensku að móðurmáli. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Við Íslendingar lifum á eyju elds og ísa. Við elskum okkar land og þekkjum þess gjafir og àskoranir. Nú á þessu ári fögnum nú 80 àra líðveldi Íslands og okkur fjölgar stöðugt, íbúafjöldinn er bráðum 400.000. Fimmtungur landsmanna eru með erlent ríkisfang en hafa kosið að setjast hér að og skipta miklu máli fyrir okkar samfélag. Sum þeirra hafa flúið erfiðar aðstæður og sjá fram á betra líf hér norður í Atlantshafi. Við reynum að taka vel á móti þeim og þeirra vinna og framlag skilar þjóðarbúinu miklu. Nú þegar eldgos og jarðhræringar á Reykjanesskaga ógna byggð hafa íbúar Grindavíkur þurft að flýja heimili sín og enginn veit hvenær eða hvort hægt verður að flytja þangað aftur. Það getur líklega enginn sett sig í spor þessa fólks sem hefur búið við jarðskjálfta í langan tíma og nú eldsumbrot þar sem jörðin springur og undirstöður bæjarins reynast það ótryggar að jörðin getur gleypt þann sem þar fer um. Þann 10. nóvember var bærinn rýmdur á örskömmum tíma og fólk flúði með nauðsynjar, ætlaði heim fyrir jól og allt yrði gott. Svo fór að gjósa í desember og aftur í janúar og þessum ósköpum er ekki lokið því land rís við Svartsengi og sprungurnar gliðna og hættan eykst. Yfir okkur öllum vofir ógn þess sem landið okkar er byggt á en hvar eða hvenær vitum við ekki. Íbúar Grindavíkur hafa á síðustu dögum talað um sína vanlíðan og aðstæður síðan þau flúðu í nóvember. Í eldgosinu nú í janúar þegar hús urðu hrauni að bráð og mannskaði varð þá fékk fólk nóg. Það vill svör og skýr svör. Við höfum hlustað á lýsingar fólks sem sefur á vindsæng, býr við óviðunandi aðstæður og veit ekki hvað verður. Þetta fólk syrgir sitt fallega samfélag sem greinilega hefur blómstrað í Grindavík. Þar sem gott var að ala upp börn og íþróttir og samkennd virðast hafa ráðið ríkjum, fjölskyldur og vinir hjálpast að. Þriðjungur íbúa Grindavíkur er af erlendu bergi brotinn, fólk sem hefur aðlagast samfélaginu vel, jafnvel svo vel að ráðamenn kannast ekki við að þau séu innflytjendur. Höfum við heyrt þeirra raddir í þessum eldsumbrotum ? Við megum ekki gleyma þessum hópi. Þetta fólk hefur ekkert bakland, flytur ekki inn til ættinga sinna þegar flýja þarf um nótt heldur sefur í fjöldahjàlparmiðstöð Rauða krossins. Nú þurfum við Íslendingar að standa saman og rétta fram hjálparhönd sem aldrei fyrr. Við verðum að gera Grindvíkingum fært að ráða þeirri uppbyggingar vegferð sem framundan er. Hlusta á þeirra óskir, ótta og væntingar. Gera þeim kleift að sjá birtuna í sortanum , því öll él birtir upp um síðir. Veita andlegan stuðning og gefa andrými fyrir þá sem það þurfa. Það virkar ekki það sama fyrir alla. En það sem skiptir öllu máli núna er að grípa alla á Grindvíkinga, líka þá sem hafa ekki íslensku að móðurmáli. Höfundur er læknir.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun