Kortrijk var fyrir leikinn á botni deildarinnar með aðeins tvo sigra í 20 leikjum og ljóst að Freyr þyrfti að draga allmargar kanínur úr hatti sínum til að halda liðinu í deild þeirra bestu.
Lærisveinar Freys ættu allavega að hafa aukna trú á verkefninu eftir sigur dagsins en hann kom þökk sé marki Felipe Avenatti undir lok fyrri hálfleiks. Lokatölur 0-1 og Kortrijk nú með 13 stig, átta frá öruggu sæti.
#STAKVK #AltijdEenKerel pic.twitter.com/tRPLzkwBT7
— KV Kortrijk (@kvkofficieel) January 20, 2024
Alls fara fjögur lið í umspil um hvaða lið fellur. Liðið sem endar efst í því fjögurra liða umspili heldur sæti sínu í deildinni. Liðið í 2. sæti fer í umspil við lið úr næstefstu deild en neðstu tvö liðin falla.