Maté: Við erum hálfu ári á eftir hinum eftir þetta helvítis rót á hópnum okkar Árni Jóhannsson skrifar 19. janúar 2024 21:15 Maté Dalmay fór ekki í grafgötur með óánægju sína í kvöld. Vísir / Anton Brink Haukar náðu ekki sigur í kvöld og varð fimmti tapleikur liðsins í röð að staðreynd þegar liðið tapaði fyrir Þór Þ. 91-81 í 14. umferð Subway deildar karla í kvöld. Maté Dalmay var ekki ánægður með margt í kvöld í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leik. „Auðvitað tók Lalli tvö eða þrjú leikhlé til að stoppa spretti hjá okkur en í raun og veru þurfti hann ekki að gera það því strax á eftir þá gerðum við einhverja þvælu“, sagði Maté Dalmay þjálfari Hauka var spurður útí gang leiksins og hvar tapið hafði myndast í kvöld. „Við vorum að ruglast í vörninni og góður skotmaður hjá þeim fékk galopið skot eða við erum of djúpt í litla rúllinu hjá Semple. Auðvitað settu þeir niður góð skot, mér fannst allt sem að Davíð eða Emil slepptu í loftið fara ofan í en mér fannst við gera þeim allt of auðvelt að stoppa sprettinn okkar. Við vorum við það að fá trú á þetta og þá gerum við einhverja tæknifeila og spretturinn raungerist ekki.“ David Okeke gerði vel og Haukar leituðu til hans en hefðu mátt gera meira af því. Það varð samt svo þröngt oft þannig að sóknarleikur Hauka var of stirður á löngum köflum. „Ég tók stórann kall í fyrra og gerði það aftur núna en ég ætla ekki að gera það aftur því þeir eru lamdir í klessu. Þetta er ekki hægt. Benni [Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur] kvartaði yfir þessu um daginn með Milka. Þessir menn skora ekki nema að fá villu að auki en ekkert er dæmt þannig að þetta var í síðasta sinn sem ég tek stórann kall.“ Það var sem ekki jafnvægi í leik Hauka því hittni heimamanna var ekki góð þannig að það var ekki hægt að opna teiginn mikið fyrir Okeke og fleiri í liði Hauka. „Við erum náttúrlega ekki með frábært „spacing“ fyrir hann og Parsons en það er samt ekki vandamálið því þeir þurfa bara að skora einn á einn. Við erum ekki að ná í tvöföldun frá Semple eða Tómasi.“ Hvernig fannst Maté Everage koma inn í leik Hauka? „Hann gaf okkur það að þegar kom sprettur á okkur þá hélt hann okkur inn í leiknum með góðu einstaklingsframtaki. Hann átti erfitt í seinni og þeir gerðu vel á hann. Þeir eru með Darwin, sem við þekkjum og Tómas Val, sem eru góðir varnarmenn við þriggja stiga línuna. Hann var góður í fyrri og það dró af honum í seinni.“ En miði er möguleiki ekki satt? „Eins og ég sagði fyrir leik þá er þetta staðan sem engum langar að vera í. Við erum í einskis manns landi. Það er alltaf að lengjast í liðin fyrir ofan og við náum ekki að slíta okkur frá botnbaráttunni. Einhvern tímann kemur sigur frá Blikum þar lið mætir ekki tilbúið og svo þurfum við að vinna Hamar í næstu umferð. Við erum hálfu ári á eftir hinum eftir þetta helvítis rót á hópnum okkar.“ Subway-deild karla Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Þór Þ. 81-91 | Tíu stiga sigur Þórs sem gerðu nóg í kvöld Þór frá Þorlákshöfn mætti í Ólafssal í Hafnarfirði í kvöld og sótti stigin tvö sem í boði voru. Þeir unnu Hauka 91-81 og jafna þar með Njarðvíkinga í öðru sæti Subway deildar karla í körfuknattleik. Leikurinn var ekki ris mikill en gæði Þórsara skinu í gegn þegar á þurfti að halda. 19. janúar 2024 18:31 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
„Auðvitað tók Lalli tvö eða þrjú leikhlé til að stoppa spretti hjá okkur en í raun og veru þurfti hann ekki að gera það því strax á eftir þá gerðum við einhverja þvælu“, sagði Maté Dalmay þjálfari Hauka var spurður útí gang leiksins og hvar tapið hafði myndast í kvöld. „Við vorum að ruglast í vörninni og góður skotmaður hjá þeim fékk galopið skot eða við erum of djúpt í litla rúllinu hjá Semple. Auðvitað settu þeir niður góð skot, mér fannst allt sem að Davíð eða Emil slepptu í loftið fara ofan í en mér fannst við gera þeim allt of auðvelt að stoppa sprettinn okkar. Við vorum við það að fá trú á þetta og þá gerum við einhverja tæknifeila og spretturinn raungerist ekki.“ David Okeke gerði vel og Haukar leituðu til hans en hefðu mátt gera meira af því. Það varð samt svo þröngt oft þannig að sóknarleikur Hauka var of stirður á löngum köflum. „Ég tók stórann kall í fyrra og gerði það aftur núna en ég ætla ekki að gera það aftur því þeir eru lamdir í klessu. Þetta er ekki hægt. Benni [Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur] kvartaði yfir þessu um daginn með Milka. Þessir menn skora ekki nema að fá villu að auki en ekkert er dæmt þannig að þetta var í síðasta sinn sem ég tek stórann kall.“ Það var sem ekki jafnvægi í leik Hauka því hittni heimamanna var ekki góð þannig að það var ekki hægt að opna teiginn mikið fyrir Okeke og fleiri í liði Hauka. „Við erum náttúrlega ekki með frábært „spacing“ fyrir hann og Parsons en það er samt ekki vandamálið því þeir þurfa bara að skora einn á einn. Við erum ekki að ná í tvöföldun frá Semple eða Tómasi.“ Hvernig fannst Maté Everage koma inn í leik Hauka? „Hann gaf okkur það að þegar kom sprettur á okkur þá hélt hann okkur inn í leiknum með góðu einstaklingsframtaki. Hann átti erfitt í seinni og þeir gerðu vel á hann. Þeir eru með Darwin, sem við þekkjum og Tómas Val, sem eru góðir varnarmenn við þriggja stiga línuna. Hann var góður í fyrri og það dró af honum í seinni.“ En miði er möguleiki ekki satt? „Eins og ég sagði fyrir leik þá er þetta staðan sem engum langar að vera í. Við erum í einskis manns landi. Það er alltaf að lengjast í liðin fyrir ofan og við náum ekki að slíta okkur frá botnbaráttunni. Einhvern tímann kemur sigur frá Blikum þar lið mætir ekki tilbúið og svo þurfum við að vinna Hamar í næstu umferð. Við erum hálfu ári á eftir hinum eftir þetta helvítis rót á hópnum okkar.“
Subway-deild karla Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Þór Þ. 81-91 | Tíu stiga sigur Þórs sem gerðu nóg í kvöld Þór frá Þorlákshöfn mætti í Ólafssal í Hafnarfirði í kvöld og sótti stigin tvö sem í boði voru. Þeir unnu Hauka 91-81 og jafna þar með Njarðvíkinga í öðru sæti Subway deildar karla í körfuknattleik. Leikurinn var ekki ris mikill en gæði Þórsara skinu í gegn þegar á þurfti að halda. 19. janúar 2024 18:31 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Þór Þ. 81-91 | Tíu stiga sigur Þórs sem gerðu nóg í kvöld Þór frá Þorlákshöfn mætti í Ólafssal í Hafnarfirði í kvöld og sótti stigin tvö sem í boði voru. Þeir unnu Hauka 91-81 og jafna þar með Njarðvíkinga í öðru sæti Subway deildar karla í körfuknattleik. Leikurinn var ekki ris mikill en gæði Þórsara skinu í gegn þegar á þurfti að halda. 19. janúar 2024 18:31
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum