Maté: Við erum hálfu ári á eftir hinum eftir þetta helvítis rót á hópnum okkar Árni Jóhannsson skrifar 19. janúar 2024 21:15 Maté Dalmay fór ekki í grafgötur með óánægju sína í kvöld. Vísir / Anton Brink Haukar náðu ekki sigur í kvöld og varð fimmti tapleikur liðsins í röð að staðreynd þegar liðið tapaði fyrir Þór Þ. 91-81 í 14. umferð Subway deildar karla í kvöld. Maté Dalmay var ekki ánægður með margt í kvöld í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leik. „Auðvitað tók Lalli tvö eða þrjú leikhlé til að stoppa spretti hjá okkur en í raun og veru þurfti hann ekki að gera það því strax á eftir þá gerðum við einhverja þvælu“, sagði Maté Dalmay þjálfari Hauka var spurður útí gang leiksins og hvar tapið hafði myndast í kvöld. „Við vorum að ruglast í vörninni og góður skotmaður hjá þeim fékk galopið skot eða við erum of djúpt í litla rúllinu hjá Semple. Auðvitað settu þeir niður góð skot, mér fannst allt sem að Davíð eða Emil slepptu í loftið fara ofan í en mér fannst við gera þeim allt of auðvelt að stoppa sprettinn okkar. Við vorum við það að fá trú á þetta og þá gerum við einhverja tæknifeila og spretturinn raungerist ekki.“ David Okeke gerði vel og Haukar leituðu til hans en hefðu mátt gera meira af því. Það varð samt svo þröngt oft þannig að sóknarleikur Hauka var of stirður á löngum köflum. „Ég tók stórann kall í fyrra og gerði það aftur núna en ég ætla ekki að gera það aftur því þeir eru lamdir í klessu. Þetta er ekki hægt. Benni [Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur] kvartaði yfir þessu um daginn með Milka. Þessir menn skora ekki nema að fá villu að auki en ekkert er dæmt þannig að þetta var í síðasta sinn sem ég tek stórann kall.“ Það var sem ekki jafnvægi í leik Hauka því hittni heimamanna var ekki góð þannig að það var ekki hægt að opna teiginn mikið fyrir Okeke og fleiri í liði Hauka. „Við erum náttúrlega ekki með frábært „spacing“ fyrir hann og Parsons en það er samt ekki vandamálið því þeir þurfa bara að skora einn á einn. Við erum ekki að ná í tvöföldun frá Semple eða Tómasi.“ Hvernig fannst Maté Everage koma inn í leik Hauka? „Hann gaf okkur það að þegar kom sprettur á okkur þá hélt hann okkur inn í leiknum með góðu einstaklingsframtaki. Hann átti erfitt í seinni og þeir gerðu vel á hann. Þeir eru með Darwin, sem við þekkjum og Tómas Val, sem eru góðir varnarmenn við þriggja stiga línuna. Hann var góður í fyrri og það dró af honum í seinni.“ En miði er möguleiki ekki satt? „Eins og ég sagði fyrir leik þá er þetta staðan sem engum langar að vera í. Við erum í einskis manns landi. Það er alltaf að lengjast í liðin fyrir ofan og við náum ekki að slíta okkur frá botnbaráttunni. Einhvern tímann kemur sigur frá Blikum þar lið mætir ekki tilbúið og svo þurfum við að vinna Hamar í næstu umferð. Við erum hálfu ári á eftir hinum eftir þetta helvítis rót á hópnum okkar.“ Subway-deild karla Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Þór Þ. 81-91 | Tíu stiga sigur Þórs sem gerðu nóg í kvöld Þór frá Þorlákshöfn mætti í Ólafssal í Hafnarfirði í kvöld og sótti stigin tvö sem í boði voru. Þeir unnu Hauka 91-81 og jafna þar með Njarðvíkinga í öðru sæti Subway deildar karla í körfuknattleik. Leikurinn var ekki ris mikill en gæði Þórsara skinu í gegn þegar á þurfti að halda. 19. janúar 2024 18:31 Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Sjá meira
„Auðvitað tók Lalli tvö eða þrjú leikhlé til að stoppa spretti hjá okkur en í raun og veru þurfti hann ekki að gera það því strax á eftir þá gerðum við einhverja þvælu“, sagði Maté Dalmay þjálfari Hauka var spurður útí gang leiksins og hvar tapið hafði myndast í kvöld. „Við vorum að ruglast í vörninni og góður skotmaður hjá þeim fékk galopið skot eða við erum of djúpt í litla rúllinu hjá Semple. Auðvitað settu þeir niður góð skot, mér fannst allt sem að Davíð eða Emil slepptu í loftið fara ofan í en mér fannst við gera þeim allt of auðvelt að stoppa sprettinn okkar. Við vorum við það að fá trú á þetta og þá gerum við einhverja tæknifeila og spretturinn raungerist ekki.“ David Okeke gerði vel og Haukar leituðu til hans en hefðu mátt gera meira af því. Það varð samt svo þröngt oft þannig að sóknarleikur Hauka var of stirður á löngum köflum. „Ég tók stórann kall í fyrra og gerði það aftur núna en ég ætla ekki að gera það aftur því þeir eru lamdir í klessu. Þetta er ekki hægt. Benni [Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur] kvartaði yfir þessu um daginn með Milka. Þessir menn skora ekki nema að fá villu að auki en ekkert er dæmt þannig að þetta var í síðasta sinn sem ég tek stórann kall.“ Það var sem ekki jafnvægi í leik Hauka því hittni heimamanna var ekki góð þannig að það var ekki hægt að opna teiginn mikið fyrir Okeke og fleiri í liði Hauka. „Við erum náttúrlega ekki með frábært „spacing“ fyrir hann og Parsons en það er samt ekki vandamálið því þeir þurfa bara að skora einn á einn. Við erum ekki að ná í tvöföldun frá Semple eða Tómasi.“ Hvernig fannst Maté Everage koma inn í leik Hauka? „Hann gaf okkur það að þegar kom sprettur á okkur þá hélt hann okkur inn í leiknum með góðu einstaklingsframtaki. Hann átti erfitt í seinni og þeir gerðu vel á hann. Þeir eru með Darwin, sem við þekkjum og Tómas Val, sem eru góðir varnarmenn við þriggja stiga línuna. Hann var góður í fyrri og það dró af honum í seinni.“ En miði er möguleiki ekki satt? „Eins og ég sagði fyrir leik þá er þetta staðan sem engum langar að vera í. Við erum í einskis manns landi. Það er alltaf að lengjast í liðin fyrir ofan og við náum ekki að slíta okkur frá botnbaráttunni. Einhvern tímann kemur sigur frá Blikum þar lið mætir ekki tilbúið og svo þurfum við að vinna Hamar í næstu umferð. Við erum hálfu ári á eftir hinum eftir þetta helvítis rót á hópnum okkar.“
Subway-deild karla Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Þór Þ. 81-91 | Tíu stiga sigur Þórs sem gerðu nóg í kvöld Þór frá Þorlákshöfn mætti í Ólafssal í Hafnarfirði í kvöld og sótti stigin tvö sem í boði voru. Þeir unnu Hauka 91-81 og jafna þar með Njarðvíkinga í öðru sæti Subway deildar karla í körfuknattleik. Leikurinn var ekki ris mikill en gæði Þórsara skinu í gegn þegar á þurfti að halda. 19. janúar 2024 18:31 Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Þór Þ. 81-91 | Tíu stiga sigur Þórs sem gerðu nóg í kvöld Þór frá Þorlákshöfn mætti í Ólafssal í Hafnarfirði í kvöld og sótti stigin tvö sem í boði voru. Þeir unnu Hauka 91-81 og jafna þar með Njarðvíkinga í öðru sæti Subway deildar karla í körfuknattleik. Leikurinn var ekki ris mikill en gæði Þórsara skinu í gegn þegar á þurfti að halda. 19. janúar 2024 18:31