Hækka enn tilboð sitt í Marel og reikna með um 20 milljarða kostnaðarsamlegð
Stjórn Marel hefur fallist á að hefja formlegar viðræður um samruna við John Bean Technologies, sem það telur „góð rök“ fyrir, eftir að bandaríska félagið kom með uppfært og hærra verðtilboð. Greinandi Citi telur líklegt að viðskiptin gangi eftir og hlutabréfaverð Marel, ásamt öðrum félögum á markaði, hefur rokið upp en stjórnendur JBT telja að sameining félaganna geti skilað sér í kostnaðarsamlegð upp á meira en 125 milljónir Bandaríkjdala.
Tengdar fréttir
Tilboð JBT kom hlutabréfamarkaðnum á flug
Hlutabréfamarkaðurinn, sem er góðri siglingu, þurfti afgerandi jákvæð skilaboð til að komast úr hjólförum sem hann var fastur í en umtalsverðar lækkanir höfðu einkennt gengisþróunina lengst af á árinu sem var að líða. Þau fékk hann með yfirtökutilboði frá JBT í Marel fyrir skemmstu og jákvæðum tóni í kjaraviðræðum. Frá þeim tíma hefur mikil stemning ríkt á markaðnum.
Sannfærður um „verulega“ samlegð af mögulegri sameiningu Marel og JBT
Uppfærð viljayfirlýsing um mögulegt tilboð John Bean Technologies (JBT) í allt hlutafé Marel, sem er hækkað um átta prósent frá fyrra boði, gerir ráð fyrir sambærilegu gengi og erlendir greinendur eru að verðmeta íslenska félagið á um þessar mundir. Forstjóri JBT segist sannfærður um að mögulegur samruni muni hafa í för með sér „verulega“ samlegð fyrir bæði félög sem hluthafar ættu að njóta góðs af en hlutabréfaverð Marels hefur rokið upp í fyrstu viðskiptum á markaði í morgun.
Yfirtaka á Marel gæti „heft“ uppfærslu á markaðnum hjá vísitölufyrirtækjum
Verði af yfirtöku bandaríska fyrirtækisins JBT á Marel er hætt við því að það myndi „hefta“ frekari hækkun á gæðaflokkun íslenska markaðarins hjá alþjóðlegum vísitölufyrirtækjum, að sögn forstjóra Kauphallarinnar, enda sé ólíklegt að þau myndu telja íslensku kauphöllina vera heimamarkað sameinaðs félags. Stjórnendur Kauphallarinnar hafa haft væntingar um að markaðurinn gæti fengið uppfærslu í flokk nýmarkaðsríkja hjá MSCI á árinu 2024.