„Er klárlega með breiðara bak í dag“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 20. janúar 2024 07:00 Jóhanna Helga Jensdóttir ræddi við blaðamann um lífið og tilveruna. Aðsend „Það er alltaf svolítið áhugavert þegar að fólk kemur upp að manni og segir: Vá, ég hélt að þú værir allt öðruvísi. Ég viðurkenni alveg að mér finnst það skrýtin athugasemd, manni líður eins og fólk sé að segja: Ég hélt að þú værir ótrúlega heimsk og vitlaus og þú ert það ekki,“ segir útvarps- og sjónvarpskonan Jóhanna Helga Jensdóttir. Jóhanna Helga starfar sem útvarpskona á FM957 og hefur gert tvær seríur af raunveruleikaþáttunum Samstarf ásamt bestu vinkonu sinni, Sunnevu Einarsdóttur. Hún er með tæplega 16 þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum Instagram en segist sjálf aldrei hafa titlað sig sem áhrifavald. Samhliða þessu kláraði Jóhanna Helga BS gráðu úr iðjuþjálfunarfræði í fyrra, tók síðan U-beygju og hóf diplómanám við blaða- og fréttamennsku. Jóhanna Helga Jensdóttir og Sunneva Einarsdóttir eru bestu vinkonur og hafa saman gert tvær seríur af raunveruleikasjónvarpinu Samstarf.Hulda Margrét/Vísir Óvægin viðbrögð við TikTok myndbandi Blaðamaður hitti Jóhönnu Helgu og ræddi við hana um lífið og tilveruna. Jóhanna er í sambúð með Geir Ulrich Skaftasyni og saman eiga þau dótturina Tinnu Maríu sem verður fjögurra ára á árinu. Hún hefur verið áberandi í íslensku samfélagi undanfarin ár og segist vernda geðheilsu sína með því að reyna að forðast kommentakerfin, sem hún segir geta verið ansi óvægin. Nefnir hún dæmi um frétt sem kom í kjölfar þess að kærasti hennar bauð henni á tónleika. „Geiri bauð mér á The Weeknd tónleika úti í London í útskrifargjöf þegar að ég kláraði BS gráðuna. Hann er uppáhalds tónlistarmaður okkar beggja og við skemmtum okkur ekkert smá vel.“ Jóhanna lýsir sér sem tilfinningaríkari týpu og gat hún ekki haldið aftur tárunum eftir tónleikana. „Við vorum búin að vera að fá okkur aðeins í glas og eiga mjög eftirminnilegt kvöld. Ég bað Geira um að taka myndband af mér því mig langaði að gera TikTok úr því. Ég var þarna grátandi að hafa húmor fyrir sjálfri mér og bað Geira að þurrka eitt tár hjá mér og taka það upp.“ @johannahelga9 heartbroken Save Your Tears - The Weeknd Hún segir að myndbandið hafi fengið mikið áhorf inni á samfélagsmiðlinum Tiktok. „Svo lendi ég heima eftir flugið og þá eru einhverjir miðlar búnir að skrifa frétt um þetta sem var ekkert neikvæð eða neitt en kommentakerfið fór algjörlega á flug, það bara sprakk. Ég sá fyrstu tíu kommentin og hugsaði vá það eru frekar margir að skrifa athugasemd um þetta. Svo las ég þau og það var eitthvað á borð við: Heimska ljóshærða drusla. Ég hugsaði bara okei við erum ekki að fara aftur inn á kommentakerfið við þessa frétt. Þetta endaði í rúmlega 130 kommentum og ég ákvað bara fyrir geðheilsuna mína að lesa þau ekki. Geiri sagði mér svo einhverju seinna að hann hefði lesið þau öll og hann var bara miður sín.“ Jóhanna Helga Jensdóttir og kærastinn hennar Geir Ulrich Skaftason. Hulda Margrét/Vísir Reynir að forðast kommentakerfin Jóhanna Helga og Sunneva Einarsdóttir eru sem áður segir bestu vinkonur og standa þétt saman. „Þegar ég upplifði að ég held fyrstu alvöru neikvæðu kommentahrununa sagði Sunneva við mig að ég yrði að geta fjarlægt mig frá þessu. Ég skildi ekki hvernig ég ætti bara að geta gert það. En hún sagði annað hvort ekki lesa þetta eða þá bara lestu þetta og hugsaðu hvað ætli sé í gangi hjá fólki að láta þetta bara út úr sér á netinu. Einhvern veginn síðan þá hef ég bæði reynt að forðast kommentin og ef ég les þau finnst mér þau ekki ná mér eins. Auðvitað er ekkert gaman að sjá að einhver skrifaði: Vá hvað hún er heimsk, en maður hugsar líka hver er leiðinlegur hérna? Er það ég sem er ekki að gera neinum neitt eða ert það þú sem fannst þú verða að lesa fréttina, horfa á myndbandið sem fylgdi og kommentar svo eitthvað ljótt. Fólk elskar líka auðvitað að gera lítið úr þessu orði áhrifavaldur, en einhver eru áhrifin fyrst fólk finnur sig knúið til að lesa um mann og birta athugasemd um það.“ Jóhanna Helga reynir eftir bestu getu að forðast það að lesa kommentakerfið. Aðsend Ekki yfirlýstur áhrifavaldur Talið berst þá að orðinu áhrifavaldur og hvernig fólk almennt túlkar það. „Ég held að enginn „áhrifavaldur“ hafi titlað sjálfan sig sem áhrifavald. Ég er útvarpskona því ég er í útvarpi en ég hef aldrei birt yfirlýsingu þar sem ég segi: Ég er áhrifavaldur. Ég er á samfélagsmiðlum og hef eflaust einhver áhrif, bara eins og við öll. Erum við ekki bara öll áhrifavaldar á ólíkum sviðum? Mér finnst margir klárlega leggja sig fram við að horfa neikvæðum augum á áhrifavalda.“ Aðspurð afhverju hún haldi að það sé segir Jóhanna: „Er það ekki bara af því að í svo mörgum tilfellum eru þetta skvísur sem birta skvísumyndir. Ég veit ekki hvort það sé afbrýðisemi, mér finnst athugasemdirnar oft á því plani en ég veit ekki afhverju fólki finnst þetta svona pirrandi. Svo eru það líka oftast konur sem eru titlaðar áhrifavaldar.“ Jóhanna Helga stundar nám við blaða-og fréttamennsku og er með útvarpsþátt á FM957. Sömuleiðis er hún með mikið fylgi á Instagram en segir að orðið áhrifavaldur sé almennt neikvætt hlaðið í skilningi fólks og að allir séu áhrifavaldar á sinn hátt.Aðsend Unnu saman á B5 áður en ástin kviknaði Jóhanna á gott samband við fjölskyldu sína og maka og segir Geir styðja við sig í einu og öllu. „Við Geiri erum búin að vera saman í bráðum sex ár. Við erum búin að þekkjast lengi, hann er alinn upp í Mosó og er tveimur árum eldri en ég,“ segir Jóhanna en hún sjálf flutti mikið sem barn og bjó lengi í Mosó. „Það eru tveir skólar í Mosó og hann var í hinum skólanum, en ég var að vinna í Snæland Video þegar að ég var yngri og hann var alltaf að koma með vinum sínum þangað. Við höfum einhvern veginn alltaf vitað af hvort öðru og hann sagði mér einhvern tíma að honum hafi alltaf fundist ég voða sæt,“ segir Jóhanna Helga og hlær. „Sem er mjög krúttlegt.“ View this post on Instagram A post shared by JO HANNA HELGA JENSDO TTIR (@johannahelga9) Leiðir þeirra lágu síðan aftur saman í framhaldsskóla. „Ég byrjaði í MS og skipti svo yfir í FMos þar sem hann var. Við unnum mörg verkefni saman og vorum alltaf kunningjar, saman í tímum. Síðan vorum við að vinna saman á B5, hættum í samböndum á svipuðum tíma og fundum hvort annað. Þetta byrjaði á því að við fórum að senda snöp á milli, ákváðum svo loksins að hittast og barni og tveimur íbúðum síðar erum við hér í dag.“ Hún segir lykilinn að þeirra sambandi vera góð samskipti. „Hann hefur svo góða nærveru og það er alltaf þægilegt að tala við hann. Hann er mjög róleg týpa, akkúrat öfugt við mig og hann heldur mér svolítið niður á jörðinni. Við erum mjög góðir vinir og getum talað saman um allt milli himins og jarðar. Uppáhalds kvöldin okkar eru við í sófanum kannski með rauðvínsglas í hendi að ræða tilveruna. Hann er einn af mínum bestu vinum bara. Samskipti og það að geta rætt allar hliðar lífsins, ég held að það sé svolítið lykillinn að sambandi sem á að virka.“ Jóhanna og Geir ásamt dóttur þeirra Tinnu Maríu.Aðsend „Hvetur mig til að vera besta útgáfan af sjálfri mér“ Hún segir fjölskyldu sína hvetja sig mikið áfram sem og vinkonur sínar. „Geiri hvetur mig í orðum og dóttir mín, Tinna María, hvetur mig til að vera besta útgáfan af sjálfri mér. Ég hef svolítið lært það síðustu ár að sækja það sem mig langar til að gera. Að prófa að sækjast eftir því og ef ég fæ nei þá er það bara svoleiðis. Það er ekkert verra sem gerist en að fá svarið: Nei ekki núna. Ég reyni að vera óhrædd við að kýla á hlutina. Mér finnst það oft alveg stressandi en ég reyni að vera dugleg að hugsa hvað er það versta sem getur gerst? Ég lærði það líka svolítið í sálfræðimeðferð, að hætta að ofhugsa og sjá hlutina í samhengi.“ Jóhanna átti erfitt með slíkan hugsunarhátt á sínum yngri árum og glímdi við mikinn kvíða sem fylgir henni enn í dag. „Ég er búin að læra betur að stjórna því með breyttum hugsunarhætti þó að ég eigi það alveg til að ofhugsa. Mér finnst ég fyrst og fremst hafa meiri trú á sjálfri mér núna en áður. Það skiptir mig máli að kunna að hugsa fallega til sín og setja ekki of miklar væntingar á sig en á sama tíma að geta gert ákveðnar kröfur til sín. Það er allt í lagi þó að eitthvað gangi ekki upp en ég má samt líka alveg setja kröfur á sjálfa mig og ég vil auðvitað standast þær. Það er líka hluti af því að trúa á sjálfa sig. Að vita að maður geti gert hlutina vel, án þess að brjóta sig niður ef eitthvað gengur ekki upp. Þetta er búið að vera svolítil vegferð hjá mér undanfarið.“ Man varla eftir lífinu áður en Tinna María fæddist Helsta fyrirmynd Jóhönnu er móðir hennar. „Mamma mín, Ásta Dís, hefur verið mjög mótandi aðili í mínu lífi. Foreldrar mínir hættu saman þegar ég var mjög ung. Við bjuggum tvær saman í kjallaraíbúð þegar ég var lítil og það hefur verið svo fallegt að fylgjast með henni blómstra í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Það er virkilega hvetjandi og það lætur mig vilja vera eins og hún.“ Það sem Jóhanna segir hafa mótað líf sitt hvað mest er að hafa eignast dóttur sína. „Ég man varla hvað ég var að gera áður en ég eignaðist hana. Mamma sagði alltaf við mig: Ég man ekki eftir lífinu án þín og ég bara skildi ekkert hvað hún var að meina eða hvernig það væri hægt. En í dag skil ég það svo vel. Auðvitað þekkir maður fullt af barnlausu fólki sem er að lifa sínu besta lífi og þetta er alltaf háð hverjum og einum. Fyrir mér var þetta rosaleg upplifun og afrek sem algjörlega breytti lífi mínu. Að fæða barn og vera uppalandi. Þetta er svo mótandi og maður breytist.“ Jóhanna segist hafa lært ótal margt á undanförnum árum og styrkt sambandið við sjálfa sig til muna. Hún sé klárlega með breiðara bak nú en nokkru sinni fyrr. Aðsend Hún segir að hún hafi öðlast meiri trú á sjálfri sér í kjölfar fæðingarinnar og sömuleiðis hvatningu til að vera óhrædd við að sækjast eftir því sem hana langaði að gera. „Með aðstoð sálfræðimeðferðar líka, við skulum ekkert draga úr því. Ég er með æðislegan sálfræðing.“ Þegar hún lítur í baksýnisspegilinn segist hún finna gríðarlega mikinn mun á sér í dag og fyrir nokkrum árum. „Mér finnst ég klárlega með breiðara bak í dag.“ Líður stundum eins og hún þurfi að sanna sig Jóhanna Helga hefur lært ýmislegt sem vinnur vel með henni í dag og reynir eftir bestu getu að láta álit annarra ekki ná til sín. Þó sé það ekki alltaf hægt. „Það er alltaf svolítið áhugavert þegar fólk kemur upp að manni og segir: Vá ég hélt að þú værir allt öðruvísi. Ég viðurkenni alveg að mér finnst það skrýtin athugasemd og manni líður eins og fólk sé að segja: Ég hélt að þú værir ótrúlega heimsk og vitlaus og þú ert það ekki. Ég ætti kannski að vera duglegri að biðja fólk að útskýra þetta betur þegar það spyr svona næst. Hvað varstu búinn að ákveða um mig? En já, maður er greinilega ekki jafn heimskur og fólki finnst maður líta út fyrir að vera,“ segir Jóhanna, hlær og bætir við: „Að einhverju leyti finnst mér ég hafa mikið til að sanna fyrir fólki. Þegar ég er sem dæmi að skapa efni á samfélagsmiðlum reyni ég eftir bestu getu að vanda vel hvernig ég kem efninu frá mér. Ég sletti mikið en ég er sterk í íslenskunni og stafsetningu. Ég reyni því að koma hlutunum vel frá mér en það er líka ástríða hjá mér. Ef ég er svo til dæmis að sækja um vinnu þá er ég meðvituð um að fólk hafi kannski skoðað samfélagsmiðla hjá mér, horft á Samstarf eða hlustað á mig í útvarpinu. Það er óhjákvæmilegt að hugsa: Er þessi manneskja búin að ákveða eitthvað um mig? Finnst henni ég kannski ekki eiga neitt erindi í þetta viðtal? Manni finnst maður þurfa að koma extra vel fyrir út á við, verða að vera rosa klár og með allt á hreinu, sem eru kannski frekar óraunhæfar kröfur því það er enginn alltaf með allt á hreinu.“ View this post on Instagram A post shared by JO HANNA HELGA JENSDO TTIR (@johannahelga9) Sárt að fá slíkar athugasemdir Slíkar hugsanir hafa einnig læðst að henni í náminu. „Þegar ég var í iðjuþjálfunarnáminu kynntist ég stelpu sem sagði mér að einhverjar vinkonur hennar hafi verið að spyrja hana: Er Jóhanna með þér í náminu? Er hún ekki geðveikt heimsk? Hún svaraði bara nei, hún er reyndar frekar klár. Það var alveg svolítið sárt af því þar er þetta bara fólk að tala sín á milli. Það er líka leiðinlegt að þurfa að minna á að maður geti verið margt í einu, þar á meðal klár. Það er ekki bannað að vera alls konar og líka klár. Það er líka alveg óraunhæft að svona athugasemdir hafi aldrei áhrif á mann þó að maður reyni. Það er líka bara mismunandi hvernig manni líður með þetta. Mér finnst svona athugasemdir til dæmis miklu verri en kommentakerfið.“ Útvarpsþáttur og endurkoma í handboltanum Jóhanna Helga heldur ótrauð áfram að elta drauma sína inn í framtíðina. Hún byrjaði í vetur með sunnudagsþátt á FM eftir að hún sóttist eftir því við yfirmenn útvarpsstöðvarinnar. „Ég bað um fund með þeim þar sem ég sagðist vera spennt að vinna bæði í útvarpi og við annars konar þáttagerð og úr varð þessi fasti sunnudagsþáttur. Það er ótrúlega skemmtilegt verkefni og ég er spennt að þróast enn meira innan fjölmiðla. Svo er vandræðalega mikill draumur hjá mér að verða einhvern tíma fréttakona í sjónvarpinu. Afi minn spurði mig hvort ég ætlaði ekki að vera næsta Edda Andrésdóttir og ég sagði að það væri ansi góð hugmynd hjá honum,“ segir Jóhanna og hlær. Hún segir afa sinn algjörlega hafa náð að planta þeim draumi hjá henni en sjálfur starfaði hann lengi í útvarpi. Jóhanna ásamt ömmu sinni og móður sinni. Aðsend „Amma og afi mega eiga það að þau hafa mikla trú á mér og sömuleiðis foreldrar mínir. Afi hvatti mig mikið áfram í handboltanum líka og vildi sjá mig í landsliðinu en systir mín fór í staðinn, þannig að hann fær eina Jensdóttur í liðið,“ segir Jóhanna en handboltinn átti hug hennar og hjarta í mörg ár. „Ég meiddist síðan í öxl, fór í tvær aðgerðir og þurfti að hætta eftir það. Það var mikið sjokk, þessi risastóri hluti af lífi þínu er allt í einu ekki lengur hluti af þér. En ég byrjaði aftur núna í haust í venslaliði sem er stofnað undir Víkingi en er samt sjálfstætt og heitir Berserkir. Við erum bara eins og er á botninum í deildinni og að lifa okkar allra besta lífi. Það er ótrúlega gaman, frábær félagsskapur og öxlin er búin að vera furðu góð. Pabbi er að þjálfa og hann var alltaf að hvetja mig til að koma, ég gaf loksins eftir og samþykkti að koma á eina æfingu, sem varð auðvitað að því að ég er búin að vera núna í nokkrar vikur og meira að segja búin að keppa leik,“ segir Jóhanna brosandi. View this post on Instagram A post shared by Berserkir mfl kvk (@berserkirmflkvk) Mamma stöðug hvatning Aðspurð að lokum hvort hún myndi gefa yngri sér eitthvað gott ráð segir Jóhanna: „Hættu að ofhugsa og hafðu trú á sjálfri þér. Það kjarnar líka svolítið þau ráð sem ég hef fengið í gegnum tíðina sem hafa haft mikil áhrif á mig. Að vera alltaf trú sjálfri þér og þínum gildum. Ekki vera sammála öllu bara af því að einhverjum öðrum finnst það. Maður finnur líka hvaða áhrif það getur haft á það hvernig manni líður með sjálfa sig, álit annarra fær ekki að stýra því. Við eigum öll okkar lægðir í lífinu og í lægðunum er maður jafnvel líklegri til þess að vera meðvirkur og fylgja því sem aðrir segja. Það skiptir máli að geta staðið upp fyrir sjálfri þér. Mamma hefur líka oft sagt við mig: Ekki láta aðra komast upp með eitthvað gagnvart þér sem þú vilt ekki. Hún lætur ekki vaða yfir sig og það hvetur mig til að láta ekki vaða yfir mig,“ segir Jóhanna að lokum. Helgarviðtal Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir „Við ætlum að sigra viðskiptaheiminn“ Ný þáttaröð af þáttunum Samstarf fer af stað á fimmtudag á Stöð 2. Í þáttunum fá áhorfendur að fylgjast með vinkonunum Sunnevu Einars og Jóhönnu Helgu tækla fjölbreytt verkefni á vinnumarkaði. 13. febrúar 2023 16:30 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Jóhanna Helga starfar sem útvarpskona á FM957 og hefur gert tvær seríur af raunveruleikaþáttunum Samstarf ásamt bestu vinkonu sinni, Sunnevu Einarsdóttur. Hún er með tæplega 16 þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum Instagram en segist sjálf aldrei hafa titlað sig sem áhrifavald. Samhliða þessu kláraði Jóhanna Helga BS gráðu úr iðjuþjálfunarfræði í fyrra, tók síðan U-beygju og hóf diplómanám við blaða- og fréttamennsku. Jóhanna Helga Jensdóttir og Sunneva Einarsdóttir eru bestu vinkonur og hafa saman gert tvær seríur af raunveruleikasjónvarpinu Samstarf.Hulda Margrét/Vísir Óvægin viðbrögð við TikTok myndbandi Blaðamaður hitti Jóhönnu Helgu og ræddi við hana um lífið og tilveruna. Jóhanna er í sambúð með Geir Ulrich Skaftasyni og saman eiga þau dótturina Tinnu Maríu sem verður fjögurra ára á árinu. Hún hefur verið áberandi í íslensku samfélagi undanfarin ár og segist vernda geðheilsu sína með því að reyna að forðast kommentakerfin, sem hún segir geta verið ansi óvægin. Nefnir hún dæmi um frétt sem kom í kjölfar þess að kærasti hennar bauð henni á tónleika. „Geiri bauð mér á The Weeknd tónleika úti í London í útskrifargjöf þegar að ég kláraði BS gráðuna. Hann er uppáhalds tónlistarmaður okkar beggja og við skemmtum okkur ekkert smá vel.“ Jóhanna lýsir sér sem tilfinningaríkari týpu og gat hún ekki haldið aftur tárunum eftir tónleikana. „Við vorum búin að vera að fá okkur aðeins í glas og eiga mjög eftirminnilegt kvöld. Ég bað Geira um að taka myndband af mér því mig langaði að gera TikTok úr því. Ég var þarna grátandi að hafa húmor fyrir sjálfri mér og bað Geira að þurrka eitt tár hjá mér og taka það upp.“ @johannahelga9 heartbroken Save Your Tears - The Weeknd Hún segir að myndbandið hafi fengið mikið áhorf inni á samfélagsmiðlinum Tiktok. „Svo lendi ég heima eftir flugið og þá eru einhverjir miðlar búnir að skrifa frétt um þetta sem var ekkert neikvæð eða neitt en kommentakerfið fór algjörlega á flug, það bara sprakk. Ég sá fyrstu tíu kommentin og hugsaði vá það eru frekar margir að skrifa athugasemd um þetta. Svo las ég þau og það var eitthvað á borð við: Heimska ljóshærða drusla. Ég hugsaði bara okei við erum ekki að fara aftur inn á kommentakerfið við þessa frétt. Þetta endaði í rúmlega 130 kommentum og ég ákvað bara fyrir geðheilsuna mína að lesa þau ekki. Geiri sagði mér svo einhverju seinna að hann hefði lesið þau öll og hann var bara miður sín.“ Jóhanna Helga Jensdóttir og kærastinn hennar Geir Ulrich Skaftason. Hulda Margrét/Vísir Reynir að forðast kommentakerfin Jóhanna Helga og Sunneva Einarsdóttir eru sem áður segir bestu vinkonur og standa þétt saman. „Þegar ég upplifði að ég held fyrstu alvöru neikvæðu kommentahrununa sagði Sunneva við mig að ég yrði að geta fjarlægt mig frá þessu. Ég skildi ekki hvernig ég ætti bara að geta gert það. En hún sagði annað hvort ekki lesa þetta eða þá bara lestu þetta og hugsaðu hvað ætli sé í gangi hjá fólki að láta þetta bara út úr sér á netinu. Einhvern veginn síðan þá hef ég bæði reynt að forðast kommentin og ef ég les þau finnst mér þau ekki ná mér eins. Auðvitað er ekkert gaman að sjá að einhver skrifaði: Vá hvað hún er heimsk, en maður hugsar líka hver er leiðinlegur hérna? Er það ég sem er ekki að gera neinum neitt eða ert það þú sem fannst þú verða að lesa fréttina, horfa á myndbandið sem fylgdi og kommentar svo eitthvað ljótt. Fólk elskar líka auðvitað að gera lítið úr þessu orði áhrifavaldur, en einhver eru áhrifin fyrst fólk finnur sig knúið til að lesa um mann og birta athugasemd um það.“ Jóhanna Helga reynir eftir bestu getu að forðast það að lesa kommentakerfið. Aðsend Ekki yfirlýstur áhrifavaldur Talið berst þá að orðinu áhrifavaldur og hvernig fólk almennt túlkar það. „Ég held að enginn „áhrifavaldur“ hafi titlað sjálfan sig sem áhrifavald. Ég er útvarpskona því ég er í útvarpi en ég hef aldrei birt yfirlýsingu þar sem ég segi: Ég er áhrifavaldur. Ég er á samfélagsmiðlum og hef eflaust einhver áhrif, bara eins og við öll. Erum við ekki bara öll áhrifavaldar á ólíkum sviðum? Mér finnst margir klárlega leggja sig fram við að horfa neikvæðum augum á áhrifavalda.“ Aðspurð afhverju hún haldi að það sé segir Jóhanna: „Er það ekki bara af því að í svo mörgum tilfellum eru þetta skvísur sem birta skvísumyndir. Ég veit ekki hvort það sé afbrýðisemi, mér finnst athugasemdirnar oft á því plani en ég veit ekki afhverju fólki finnst þetta svona pirrandi. Svo eru það líka oftast konur sem eru titlaðar áhrifavaldar.“ Jóhanna Helga stundar nám við blaða-og fréttamennsku og er með útvarpsþátt á FM957. Sömuleiðis er hún með mikið fylgi á Instagram en segir að orðið áhrifavaldur sé almennt neikvætt hlaðið í skilningi fólks og að allir séu áhrifavaldar á sinn hátt.Aðsend Unnu saman á B5 áður en ástin kviknaði Jóhanna á gott samband við fjölskyldu sína og maka og segir Geir styðja við sig í einu og öllu. „Við Geiri erum búin að vera saman í bráðum sex ár. Við erum búin að þekkjast lengi, hann er alinn upp í Mosó og er tveimur árum eldri en ég,“ segir Jóhanna en hún sjálf flutti mikið sem barn og bjó lengi í Mosó. „Það eru tveir skólar í Mosó og hann var í hinum skólanum, en ég var að vinna í Snæland Video þegar að ég var yngri og hann var alltaf að koma með vinum sínum þangað. Við höfum einhvern veginn alltaf vitað af hvort öðru og hann sagði mér einhvern tíma að honum hafi alltaf fundist ég voða sæt,“ segir Jóhanna Helga og hlær. „Sem er mjög krúttlegt.“ View this post on Instagram A post shared by JO HANNA HELGA JENSDO TTIR (@johannahelga9) Leiðir þeirra lágu síðan aftur saman í framhaldsskóla. „Ég byrjaði í MS og skipti svo yfir í FMos þar sem hann var. Við unnum mörg verkefni saman og vorum alltaf kunningjar, saman í tímum. Síðan vorum við að vinna saman á B5, hættum í samböndum á svipuðum tíma og fundum hvort annað. Þetta byrjaði á því að við fórum að senda snöp á milli, ákváðum svo loksins að hittast og barni og tveimur íbúðum síðar erum við hér í dag.“ Hún segir lykilinn að þeirra sambandi vera góð samskipti. „Hann hefur svo góða nærveru og það er alltaf þægilegt að tala við hann. Hann er mjög róleg týpa, akkúrat öfugt við mig og hann heldur mér svolítið niður á jörðinni. Við erum mjög góðir vinir og getum talað saman um allt milli himins og jarðar. Uppáhalds kvöldin okkar eru við í sófanum kannski með rauðvínsglas í hendi að ræða tilveruna. Hann er einn af mínum bestu vinum bara. Samskipti og það að geta rætt allar hliðar lífsins, ég held að það sé svolítið lykillinn að sambandi sem á að virka.“ Jóhanna og Geir ásamt dóttur þeirra Tinnu Maríu.Aðsend „Hvetur mig til að vera besta útgáfan af sjálfri mér“ Hún segir fjölskyldu sína hvetja sig mikið áfram sem og vinkonur sínar. „Geiri hvetur mig í orðum og dóttir mín, Tinna María, hvetur mig til að vera besta útgáfan af sjálfri mér. Ég hef svolítið lært það síðustu ár að sækja það sem mig langar til að gera. Að prófa að sækjast eftir því og ef ég fæ nei þá er það bara svoleiðis. Það er ekkert verra sem gerist en að fá svarið: Nei ekki núna. Ég reyni að vera óhrædd við að kýla á hlutina. Mér finnst það oft alveg stressandi en ég reyni að vera dugleg að hugsa hvað er það versta sem getur gerst? Ég lærði það líka svolítið í sálfræðimeðferð, að hætta að ofhugsa og sjá hlutina í samhengi.“ Jóhanna átti erfitt með slíkan hugsunarhátt á sínum yngri árum og glímdi við mikinn kvíða sem fylgir henni enn í dag. „Ég er búin að læra betur að stjórna því með breyttum hugsunarhætti þó að ég eigi það alveg til að ofhugsa. Mér finnst ég fyrst og fremst hafa meiri trú á sjálfri mér núna en áður. Það skiptir mig máli að kunna að hugsa fallega til sín og setja ekki of miklar væntingar á sig en á sama tíma að geta gert ákveðnar kröfur til sín. Það er allt í lagi þó að eitthvað gangi ekki upp en ég má samt líka alveg setja kröfur á sjálfa mig og ég vil auðvitað standast þær. Það er líka hluti af því að trúa á sjálfa sig. Að vita að maður geti gert hlutina vel, án þess að brjóta sig niður ef eitthvað gengur ekki upp. Þetta er búið að vera svolítil vegferð hjá mér undanfarið.“ Man varla eftir lífinu áður en Tinna María fæddist Helsta fyrirmynd Jóhönnu er móðir hennar. „Mamma mín, Ásta Dís, hefur verið mjög mótandi aðili í mínu lífi. Foreldrar mínir hættu saman þegar ég var mjög ung. Við bjuggum tvær saman í kjallaraíbúð þegar ég var lítil og það hefur verið svo fallegt að fylgjast með henni blómstra í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Það er virkilega hvetjandi og það lætur mig vilja vera eins og hún.“ Það sem Jóhanna segir hafa mótað líf sitt hvað mest er að hafa eignast dóttur sína. „Ég man varla hvað ég var að gera áður en ég eignaðist hana. Mamma sagði alltaf við mig: Ég man ekki eftir lífinu án þín og ég bara skildi ekkert hvað hún var að meina eða hvernig það væri hægt. En í dag skil ég það svo vel. Auðvitað þekkir maður fullt af barnlausu fólki sem er að lifa sínu besta lífi og þetta er alltaf háð hverjum og einum. Fyrir mér var þetta rosaleg upplifun og afrek sem algjörlega breytti lífi mínu. Að fæða barn og vera uppalandi. Þetta er svo mótandi og maður breytist.“ Jóhanna segist hafa lært ótal margt á undanförnum árum og styrkt sambandið við sjálfa sig til muna. Hún sé klárlega með breiðara bak nú en nokkru sinni fyrr. Aðsend Hún segir að hún hafi öðlast meiri trú á sjálfri sér í kjölfar fæðingarinnar og sömuleiðis hvatningu til að vera óhrædd við að sækjast eftir því sem hana langaði að gera. „Með aðstoð sálfræðimeðferðar líka, við skulum ekkert draga úr því. Ég er með æðislegan sálfræðing.“ Þegar hún lítur í baksýnisspegilinn segist hún finna gríðarlega mikinn mun á sér í dag og fyrir nokkrum árum. „Mér finnst ég klárlega með breiðara bak í dag.“ Líður stundum eins og hún þurfi að sanna sig Jóhanna Helga hefur lært ýmislegt sem vinnur vel með henni í dag og reynir eftir bestu getu að láta álit annarra ekki ná til sín. Þó sé það ekki alltaf hægt. „Það er alltaf svolítið áhugavert þegar fólk kemur upp að manni og segir: Vá ég hélt að þú værir allt öðruvísi. Ég viðurkenni alveg að mér finnst það skrýtin athugasemd og manni líður eins og fólk sé að segja: Ég hélt að þú værir ótrúlega heimsk og vitlaus og þú ert það ekki. Ég ætti kannski að vera duglegri að biðja fólk að útskýra þetta betur þegar það spyr svona næst. Hvað varstu búinn að ákveða um mig? En já, maður er greinilega ekki jafn heimskur og fólki finnst maður líta út fyrir að vera,“ segir Jóhanna, hlær og bætir við: „Að einhverju leyti finnst mér ég hafa mikið til að sanna fyrir fólki. Þegar ég er sem dæmi að skapa efni á samfélagsmiðlum reyni ég eftir bestu getu að vanda vel hvernig ég kem efninu frá mér. Ég sletti mikið en ég er sterk í íslenskunni og stafsetningu. Ég reyni því að koma hlutunum vel frá mér en það er líka ástríða hjá mér. Ef ég er svo til dæmis að sækja um vinnu þá er ég meðvituð um að fólk hafi kannski skoðað samfélagsmiðla hjá mér, horft á Samstarf eða hlustað á mig í útvarpinu. Það er óhjákvæmilegt að hugsa: Er þessi manneskja búin að ákveða eitthvað um mig? Finnst henni ég kannski ekki eiga neitt erindi í þetta viðtal? Manni finnst maður þurfa að koma extra vel fyrir út á við, verða að vera rosa klár og með allt á hreinu, sem eru kannski frekar óraunhæfar kröfur því það er enginn alltaf með allt á hreinu.“ View this post on Instagram A post shared by JO HANNA HELGA JENSDO TTIR (@johannahelga9) Sárt að fá slíkar athugasemdir Slíkar hugsanir hafa einnig læðst að henni í náminu. „Þegar ég var í iðjuþjálfunarnáminu kynntist ég stelpu sem sagði mér að einhverjar vinkonur hennar hafi verið að spyrja hana: Er Jóhanna með þér í náminu? Er hún ekki geðveikt heimsk? Hún svaraði bara nei, hún er reyndar frekar klár. Það var alveg svolítið sárt af því þar er þetta bara fólk að tala sín á milli. Það er líka leiðinlegt að þurfa að minna á að maður geti verið margt í einu, þar á meðal klár. Það er ekki bannað að vera alls konar og líka klár. Það er líka alveg óraunhæft að svona athugasemdir hafi aldrei áhrif á mann þó að maður reyni. Það er líka bara mismunandi hvernig manni líður með þetta. Mér finnst svona athugasemdir til dæmis miklu verri en kommentakerfið.“ Útvarpsþáttur og endurkoma í handboltanum Jóhanna Helga heldur ótrauð áfram að elta drauma sína inn í framtíðina. Hún byrjaði í vetur með sunnudagsþátt á FM eftir að hún sóttist eftir því við yfirmenn útvarpsstöðvarinnar. „Ég bað um fund með þeim þar sem ég sagðist vera spennt að vinna bæði í útvarpi og við annars konar þáttagerð og úr varð þessi fasti sunnudagsþáttur. Það er ótrúlega skemmtilegt verkefni og ég er spennt að þróast enn meira innan fjölmiðla. Svo er vandræðalega mikill draumur hjá mér að verða einhvern tíma fréttakona í sjónvarpinu. Afi minn spurði mig hvort ég ætlaði ekki að vera næsta Edda Andrésdóttir og ég sagði að það væri ansi góð hugmynd hjá honum,“ segir Jóhanna og hlær. Hún segir afa sinn algjörlega hafa náð að planta þeim draumi hjá henni en sjálfur starfaði hann lengi í útvarpi. Jóhanna ásamt ömmu sinni og móður sinni. Aðsend „Amma og afi mega eiga það að þau hafa mikla trú á mér og sömuleiðis foreldrar mínir. Afi hvatti mig mikið áfram í handboltanum líka og vildi sjá mig í landsliðinu en systir mín fór í staðinn, þannig að hann fær eina Jensdóttur í liðið,“ segir Jóhanna en handboltinn átti hug hennar og hjarta í mörg ár. „Ég meiddist síðan í öxl, fór í tvær aðgerðir og þurfti að hætta eftir það. Það var mikið sjokk, þessi risastóri hluti af lífi þínu er allt í einu ekki lengur hluti af þér. En ég byrjaði aftur núna í haust í venslaliði sem er stofnað undir Víkingi en er samt sjálfstætt og heitir Berserkir. Við erum bara eins og er á botninum í deildinni og að lifa okkar allra besta lífi. Það er ótrúlega gaman, frábær félagsskapur og öxlin er búin að vera furðu góð. Pabbi er að þjálfa og hann var alltaf að hvetja mig til að koma, ég gaf loksins eftir og samþykkti að koma á eina æfingu, sem varð auðvitað að því að ég er búin að vera núna í nokkrar vikur og meira að segja búin að keppa leik,“ segir Jóhanna brosandi. View this post on Instagram A post shared by Berserkir mfl kvk (@berserkirmflkvk) Mamma stöðug hvatning Aðspurð að lokum hvort hún myndi gefa yngri sér eitthvað gott ráð segir Jóhanna: „Hættu að ofhugsa og hafðu trú á sjálfri þér. Það kjarnar líka svolítið þau ráð sem ég hef fengið í gegnum tíðina sem hafa haft mikil áhrif á mig. Að vera alltaf trú sjálfri þér og þínum gildum. Ekki vera sammála öllu bara af því að einhverjum öðrum finnst það. Maður finnur líka hvaða áhrif það getur haft á það hvernig manni líður með sjálfa sig, álit annarra fær ekki að stýra því. Við eigum öll okkar lægðir í lífinu og í lægðunum er maður jafnvel líklegri til þess að vera meðvirkur og fylgja því sem aðrir segja. Það skiptir máli að geta staðið upp fyrir sjálfri þér. Mamma hefur líka oft sagt við mig: Ekki láta aðra komast upp með eitthvað gagnvart þér sem þú vilt ekki. Hún lætur ekki vaða yfir sig og það hvetur mig til að láta ekki vaða yfir mig,“ segir Jóhanna að lokum.
Helgarviðtal Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir „Við ætlum að sigra viðskiptaheiminn“ Ný þáttaröð af þáttunum Samstarf fer af stað á fimmtudag á Stöð 2. Í þáttunum fá áhorfendur að fylgjast með vinkonunum Sunnevu Einars og Jóhönnu Helgu tækla fjölbreytt verkefni á vinnumarkaði. 13. febrúar 2023 16:30 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
„Við ætlum að sigra viðskiptaheiminn“ Ný þáttaröð af þáttunum Samstarf fer af stað á fimmtudag á Stöð 2. Í þáttunum fá áhorfendur að fylgjast með vinkonunum Sunnevu Einars og Jóhönnu Helgu tækla fjölbreytt verkefni á vinnumarkaði. 13. febrúar 2023 16:30