Hödd hætt hjá Sigríði Hrund forsetaframbjóðanda Jakob Bjarnar skrifar 18. janúar 2024 10:59 Þær Sigríður Hrund og Hödd náðu ekki sama takti í baráttunni og því ákvað Hödd að segja gott komið, með góðum fyrirvara svo að nýr fjölmiðlafulltrúi geti komið sér fyrir í starfi. vísir/dúi/Saga Sig Hödd Vilhjálmsdóttir hefur látið af störfum sem fjölmiðla- og samskiptastjóri forsetaframboðs Sigríðar Hrundar Pétursdóttur. „Nei, alls ekki,“ segir Hödd aðspurð hvort þetta hætt hennar hafi borið brátt að og verið í leiðindum? En Hödd er búin að fjarlæga allar myndir af sér og frambjóðandanum af Facebook-síðu sinni. „Við sáum þetta bara ekki sömu augum. Ég hef trú á því að einhver annar geti unnið þetta betur með henni. Þetta er topp kona og ég óska henni velfarnaðar.“ Hödd segist hafa viljað fara frá borði fyrr en seinna svo nýr fjölmiðlafulltrúi gæti sett sig inn í starfið með góðum fyrirvara. Hödd hafði verið að vinna fyrir fyrirtæki Sigríðar Hrundar, Vinnupalla, en Sigríður Hrund leitaði svo til hennar fyrir nokkrum mánuðum með að taka að sér þetta starf. Sem segir okkur að hún hefur, líkt og hún sagði sjálf á Stöð 2, verið lengi að undirbúa framboðið. Fjölmiðlafulltrúinn og forsetaframbjóðandinn ekki í takti „Ég sá fram á að við myndum ekki ná sama takti,“ segir Hödd og vísar til þess að Sigríður Hrund hafi ekki alltaf farið eftir óskum hennar eða tilmælum. Óhætt er að segja að framboð Sigríðar Hrundar hafi vakið athygli og hefur hún farið ótroðnar slóðir. Eitt fyrsta verkefni Haddar var að taka á því þegar efnt var til flugeldasýningar bæði til að fagna framboðinu og afmæli Sigríðar Hrundar. Ekki voru leyfi til staðar fyrir flugeldunum og vöktu lætin meðal annars barn. Hödd sagði þá að uppákoman hafi verið hugmynd Baldurs Ingvarssonar eiginmanns Sigríðar Hrundar. Frumleg eftirmæli um sjálfa sig Sigríður Hrund hefur farið frumlegar leiðir við að vekja athygli á sér. Og hún á til að tala óháð tíma og rúmi. Þegar hún tilkynnti um framboð sitt í beinni útsendingu á Stöð 2 talaði hún um sig sem hún væri orðin forseti. Þá vakti grein sem birtist í Morgunblaðinu athygli og kom hún ýmsum spánskt fyrir sjónir þar á meðal háðfuglunum á X. Nýjasta forsetaefni Íslands ákvað bara að skutla í eina grein um sjálfa sig í Morgunblaðið en uppistaða greinarinnar er einhverskonar ímynduð eftirmæli eða minning um hana sjálfa sem manneskju.Og ég sem hélt að ég væri sjálfhverfur... pic.twitter.com/H3PAaLecQz— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) January 14, 2024 Um er að ræða einskonar viðtal sem slær svo út í að verða drög að minningargrein; „… get ég staðfest að mín eftirmæli, þegar ég flýg 95 ára, verða svohljóðandi: Óhrædd, mild, sterk, djöf, næm, ljúf, breysk, mennsk. Vegferðin var farin með gleði og kærleika að leiðarljósi í sífellu. Það er aðeins eitt kyn – mannkyn og Sigríður Hrund iðkaði mennskuna til fulls á sínu æviskeiði.“ Sigríður Hrund Pétursdóttir sendi yfirlýsingu vegna greinarinnar. Þar segir: „Hödd Vilhjálmsdóttir er framúrskarandi ráðgjafi í fjölmiðlun. Hún reyndist mér óbilandi stoð og styrkur allan þann tíma sem við unnum saman. Hennar ákvörðun að stíga frá ráðgjöf mér til handa var fyrirvaralaus en lýsir heilindum því þetta er rétti tímapunkturinn í hennar hjarta til að taka þá ákvörðun. Okkar á milli verður aldrei annað en kærleikur því hann ríkir. Ég er stolt og þakklát fyrir okkar vegferð saman og hlakka til að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér." Forsetakosningar 2024 Vistaskipti Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Sigríður Hrund býður sig fram til forseta Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands. 12. janúar 2024 18:42 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fleiri fréttir Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Sjá meira
„Nei, alls ekki,“ segir Hödd aðspurð hvort þetta hætt hennar hafi borið brátt að og verið í leiðindum? En Hödd er búin að fjarlæga allar myndir af sér og frambjóðandanum af Facebook-síðu sinni. „Við sáum þetta bara ekki sömu augum. Ég hef trú á því að einhver annar geti unnið þetta betur með henni. Þetta er topp kona og ég óska henni velfarnaðar.“ Hödd segist hafa viljað fara frá borði fyrr en seinna svo nýr fjölmiðlafulltrúi gæti sett sig inn í starfið með góðum fyrirvara. Hödd hafði verið að vinna fyrir fyrirtæki Sigríðar Hrundar, Vinnupalla, en Sigríður Hrund leitaði svo til hennar fyrir nokkrum mánuðum með að taka að sér þetta starf. Sem segir okkur að hún hefur, líkt og hún sagði sjálf á Stöð 2, verið lengi að undirbúa framboðið. Fjölmiðlafulltrúinn og forsetaframbjóðandinn ekki í takti „Ég sá fram á að við myndum ekki ná sama takti,“ segir Hödd og vísar til þess að Sigríður Hrund hafi ekki alltaf farið eftir óskum hennar eða tilmælum. Óhætt er að segja að framboð Sigríðar Hrundar hafi vakið athygli og hefur hún farið ótroðnar slóðir. Eitt fyrsta verkefni Haddar var að taka á því þegar efnt var til flugeldasýningar bæði til að fagna framboðinu og afmæli Sigríðar Hrundar. Ekki voru leyfi til staðar fyrir flugeldunum og vöktu lætin meðal annars barn. Hödd sagði þá að uppákoman hafi verið hugmynd Baldurs Ingvarssonar eiginmanns Sigríðar Hrundar. Frumleg eftirmæli um sjálfa sig Sigríður Hrund hefur farið frumlegar leiðir við að vekja athygli á sér. Og hún á til að tala óháð tíma og rúmi. Þegar hún tilkynnti um framboð sitt í beinni útsendingu á Stöð 2 talaði hún um sig sem hún væri orðin forseti. Þá vakti grein sem birtist í Morgunblaðinu athygli og kom hún ýmsum spánskt fyrir sjónir þar á meðal háðfuglunum á X. Nýjasta forsetaefni Íslands ákvað bara að skutla í eina grein um sjálfa sig í Morgunblaðið en uppistaða greinarinnar er einhverskonar ímynduð eftirmæli eða minning um hana sjálfa sem manneskju.Og ég sem hélt að ég væri sjálfhverfur... pic.twitter.com/H3PAaLecQz— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) January 14, 2024 Um er að ræða einskonar viðtal sem slær svo út í að verða drög að minningargrein; „… get ég staðfest að mín eftirmæli, þegar ég flýg 95 ára, verða svohljóðandi: Óhrædd, mild, sterk, djöf, næm, ljúf, breysk, mennsk. Vegferðin var farin með gleði og kærleika að leiðarljósi í sífellu. Það er aðeins eitt kyn – mannkyn og Sigríður Hrund iðkaði mennskuna til fulls á sínu æviskeiði.“ Sigríður Hrund Pétursdóttir sendi yfirlýsingu vegna greinarinnar. Þar segir: „Hödd Vilhjálmsdóttir er framúrskarandi ráðgjafi í fjölmiðlun. Hún reyndist mér óbilandi stoð og styrkur allan þann tíma sem við unnum saman. Hennar ákvörðun að stíga frá ráðgjöf mér til handa var fyrirvaralaus en lýsir heilindum því þetta er rétti tímapunkturinn í hennar hjarta til að taka þá ákvörðun. Okkar á milli verður aldrei annað en kærleikur því hann ríkir. Ég er stolt og þakklát fyrir okkar vegferð saman og hlakka til að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér."
Forsetakosningar 2024 Vistaskipti Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Sigríður Hrund býður sig fram til forseta Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands. 12. janúar 2024 18:42 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fleiri fréttir Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Sjá meira
Sigríður Hrund býður sig fram til forseta Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands. 12. janúar 2024 18:42