Åge Hareide : Við þurfum að venja okkur á það að vinna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2024 07:20 Åge Hareide var sáttur með leikina í þessari ferð en næst á dagskrá er umspil um sæti á EM í mars. Vísir/Hulda Margrét Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide var sáttur eftir velheppnaða æfingaferð til Bandaríkjanna þar sem íslenska liðið vann báða leiki sína á móti Gvatemala og Hondúras og fékk ekki á sig mark. „Ég er mjög ánægður með hugarfar leikmanna því þeir vildu spila þótt þeir væru ekki í sinu besta formi á þessum árstíma. Þeir gerðu það besta sem þeir gátu, fylgdu fyrirmælum og fóru eftir leikplaninu. Það skiptir öllu máli og ekki síst á móti liðum eins og þessu,“ sagði Åge Hareide við KSÍ TV eftir leikinn. „Strákarnir gerðu vel, lögðu mikið á sig í báðum leikjunum. Við þurfum að venja okkur á það að vinna leikina okkar. Við þurfum líka að hætta að fá á okkur mörk sem er eitthvað sem Íslendingar hafa náð áður. Við þurfum líka að nýta færin okkar þegar við fáum þau. Að ná sigri í þessum tveimur leikjum gefur öllum sjálfstraust og við þurfum það þegar við förum í marsleikina,“ sagði Åge. „Það var líka mikilvægt að fá tækifæri til að skoða fleiri leikmenn sem geta spilað fyrir okkur. Við getum lent í meiðslum og ég hef áhyggjur af slíku því breiddin okkar er ekki það mikil. Í dag voru margir ungir leikmenn inn á vellinum, leikmenn sem hafa staðið sig vel með 21 árs landsliðinu. Þessir strákar hafa farið í gegnum góðan skóla hjá þjálfurunum á Íslandi og hjá Davíð (Snorra Jónassyni) í 21 árs landsliðinu,“ sagði Åge. „Við bjóðum þessa ungu stráka velkomna í landsliðið og fögnum því að þeir hafi fengið tækifæri til að spila. Sumir af þessum strákum munu koma til greina í mars en það er líka mikilvægt að átta sig á því að það er mikill munur á leikjum með 21 árs landsliðinu og alvöru landsleikjum með A-liðinu,“ sagði Åge. „Í þeim leikjum þarftu á reynslu að halda. Þessir leikir gáfu þessum strákum alþjóðlega reynslu og hæfileikarnir eru þarna. Þeir eiga bjarta framtíð,“ sagði Åge. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira
„Ég er mjög ánægður með hugarfar leikmanna því þeir vildu spila þótt þeir væru ekki í sinu besta formi á þessum árstíma. Þeir gerðu það besta sem þeir gátu, fylgdu fyrirmælum og fóru eftir leikplaninu. Það skiptir öllu máli og ekki síst á móti liðum eins og þessu,“ sagði Åge Hareide við KSÍ TV eftir leikinn. „Strákarnir gerðu vel, lögðu mikið á sig í báðum leikjunum. Við þurfum að venja okkur á það að vinna leikina okkar. Við þurfum líka að hætta að fá á okkur mörk sem er eitthvað sem Íslendingar hafa náð áður. Við þurfum líka að nýta færin okkar þegar við fáum þau. Að ná sigri í þessum tveimur leikjum gefur öllum sjálfstraust og við þurfum það þegar við förum í marsleikina,“ sagði Åge. „Það var líka mikilvægt að fá tækifæri til að skoða fleiri leikmenn sem geta spilað fyrir okkur. Við getum lent í meiðslum og ég hef áhyggjur af slíku því breiddin okkar er ekki það mikil. Í dag voru margir ungir leikmenn inn á vellinum, leikmenn sem hafa staðið sig vel með 21 árs landsliðinu. Þessir strákar hafa farið í gegnum góðan skóla hjá þjálfurunum á Íslandi og hjá Davíð (Snorra Jónassyni) í 21 árs landsliðinu,“ sagði Åge. „Við bjóðum þessa ungu stráka velkomna í landsliðið og fögnum því að þeir hafi fengið tækifæri til að spila. Sumir af þessum strákum munu koma til greina í mars en það er líka mikilvægt að átta sig á því að það er mikill munur á leikjum með 21 árs landsliðinu og alvöru landsleikjum með A-liðinu,“ sagði Åge. „Í þeim leikjum þarftu á reynslu að halda. Þessir leikir gáfu þessum strákum alþjóðlega reynslu og hæfileikarnir eru þarna. Þeir eiga bjarta framtíð,“ sagði Åge.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira