Kindurnar fegnar að sjá Sigrúnu Jakob Bjarnar skrifar 16. janúar 2024 16:35 Kindurnar voru fegnar að sjá Sigrúnu eiganda sinn en þær eru nú komnar í hesthús í Keflavík hjá góðum manni. Þar væsir ekki um þær. vísir/sigrún Sigrún Eggertsdóttir frístundabóndi fór í dag til Grindavíkur og sótti fé sitt, þrjátíu kindur alls. Þær voru fengnar að sjá Sigrúnu. Neyðarrýming í kjölfar gossins í og við Grindavík setti strik í reikninginn. Fjölmargir frístundabændur eru með fé á húsum „Nei, þetta var ekkert vesen. Við fengum símtal í gær. Þeir komu bara og sögðu, nú megið þið koma inn fyrir. Það fylgdi okkur björgunarsveitarmaður að kofanum,“ segir Sigrún. Kindurnar slógust um að fá klapp frá eiganda sínum Hún segist vera með 30 kindur alls með hrútum og kindum. Sigrún segir að þær hafi ekki verið orðnar vatnslausar. „Við erum með stóra bala inni og þeir eru alltaf fullir af vatni. Það náði enn niður og þær hafa ekkert verið vatnslausar. Svo fór björgunarsveitarmaður og vitjaði þeirra í gær, þannig að þær voru bara í góðu standi.“ Sigrún segir marga frístundabændur í Grindavík og spyr hvort það séu ekki allir frístundabændur á Íslandi? „Við erum í það minnsta ekki í þessu fyrir neitt nema hafa gaman að þessu.“ Og kindurnar voru ánægðar að sjá eiganda sinn. „Já,já. Þær eru nú yfirleitt fegnar að sjá hvern sem er. Hrúguðust í kringum mig þegar ég kom í hópinn. Og slógust um að fá klappið.“ Kindurnar komnar í hesthús í Keflavík Sigrún segir kindurnar vita sínu viti, þær séu ekki skynlausar skepnur. „Ég held líka að það ahfi gengið eitthvað á þarna inní kofa, einhverjar spýtur lágu þarna á gólfinu, þannig að þær hafa fundið eitthvað á sér.“ Sigrún segist sjálf búa í Kópavogi en hún er úr Grindavík og þar er fjölskylda hennar þannig að hún fer mikið til Grindavíkur. Hún segir að fólk hafi, þegar rýmt var, ekki haft nein tök á að taka féð með. Og hún var örlítið óörugg þegar hún fór þarna um. „Það var búið að tala um svo mikla gliðnun en það var ekkert þarna niðri við fjöruna. Mestu lætin voru þarna fyrir ofan,“ segir Sigrún. En fjárhús hennar eru nánast í fjöruborðinu, við Sjávarbraut við Stóru-Bót. „En við sóttum kindurnar og fengum inni fyrir þær í hesthúsi í Keflavík hjá góðum manni. Það er landris í Grindavík núna og ekkert hægt að segja til um hvað verður.“ Dýr Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Neyðarrýming í kjölfar gossins í og við Grindavík setti strik í reikninginn. Fjölmargir frístundabændur eru með fé á húsum „Nei, þetta var ekkert vesen. Við fengum símtal í gær. Þeir komu bara og sögðu, nú megið þið koma inn fyrir. Það fylgdi okkur björgunarsveitarmaður að kofanum,“ segir Sigrún. Kindurnar slógust um að fá klapp frá eiganda sínum Hún segist vera með 30 kindur alls með hrútum og kindum. Sigrún segir að þær hafi ekki verið orðnar vatnslausar. „Við erum með stóra bala inni og þeir eru alltaf fullir af vatni. Það náði enn niður og þær hafa ekkert verið vatnslausar. Svo fór björgunarsveitarmaður og vitjaði þeirra í gær, þannig að þær voru bara í góðu standi.“ Sigrún segir marga frístundabændur í Grindavík og spyr hvort það séu ekki allir frístundabændur á Íslandi? „Við erum í það minnsta ekki í þessu fyrir neitt nema hafa gaman að þessu.“ Og kindurnar voru ánægðar að sjá eiganda sinn. „Já,já. Þær eru nú yfirleitt fegnar að sjá hvern sem er. Hrúguðust í kringum mig þegar ég kom í hópinn. Og slógust um að fá klappið.“ Kindurnar komnar í hesthús í Keflavík Sigrún segir kindurnar vita sínu viti, þær séu ekki skynlausar skepnur. „Ég held líka að það ahfi gengið eitthvað á þarna inní kofa, einhverjar spýtur lágu þarna á gólfinu, þannig að þær hafa fundið eitthvað á sér.“ Sigrún segist sjálf búa í Kópavogi en hún er úr Grindavík og þar er fjölskylda hennar þannig að hún fer mikið til Grindavíkur. Hún segir að fólk hafi, þegar rýmt var, ekki haft nein tök á að taka féð með. Og hún var örlítið óörugg þegar hún fór þarna um. „Það var búið að tala um svo mikla gliðnun en það var ekkert þarna niðri við fjöruna. Mestu lætin voru þarna fyrir ofan,“ segir Sigrún. En fjárhús hennar eru nánast í fjöruborðinu, við Sjávarbraut við Stóru-Bót. „En við sóttum kindurnar og fengum inni fyrir þær í hesthúsi í Keflavík hjá góðum manni. Það er landris í Grindavík núna og ekkert hægt að segja til um hvað verður.“
Dýr Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira