Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Fjölnir 85-74 | Sjötti sigurinn í röð staðreynd og grænar á toppinn Stefán Marteinn skrifar 16. janúar 2024 20:50 Njarðvík er komið á topp Subway-deildar kvenna. vísir/bára dröfn Njarðvík lagði Fjölni af velli 85-74 þegar liðin mættust í 14.umferð Subway deildar kvenna í kvöld. Njarðvíkingar byrjuðu leikinn á að sækja fyrstu stig leiksins af vítalínunni þar sem Emilie Sofie var örugg af línunni og setti niður bæði skotin til þess að koma Njarðvík yfir í leiknum. Njarðvík virkuðu grimmari og voru að rífa niður hvert frákastið á fætur öðru en áttu þó í smá basli með að nýta sér fráköstin til fulls og Fjölnir náðu að nýta sér það komst í þriggja stiga forystu [4-7] sem lifði þó stutt og Njarðvíkingar tóku öll völd þegar líða tók á leikhlutann og leiddu sannfærandi 23-17 þegar fyrsta leikhluta lauk. Annar leikhluti var áfram eign Njarðvíkur sem hertu tökin og náðu að slíta sig örlítið frekar frá gestunum sem áttu í basli með Njarðvíkingana. Alltaf þegar Fjölnir gerðu sig líklega til að komast á gott áhlaup svaraði Njarðvík í áhlaupi hinu megin og juku við forskotið. Njarðvík komust í fimmtán stiga forskot en gestirnir náðu að klóra sig aðeins tilbaka undir lok leikhlutans og minnka muninn niður í ellefu stig fyrir hlé, 45-34. Raquel Laneiro var drjúg fyrir gestina og var stigahæst eftir fyrri hálfleikinn með fimmtán stig. Njarðvíkingar settu niður fyrsta stig þriðja leikhluta og leit lengi vel út fyrir að Njarðvíkingar væru að fara hlaupa með leikinn. Allt kom þó fyrir ekki og Fjölnir fengu smá blóð á tennurnar um miðbik leikhlutans og náðu að saxa forskotið niður í sjö stig og mómentið virtist ætla að vera með gestunum. Rúnar Ingi tók þá leikhlé og fór yfir málin með sínu liði sem mættu ógnarsterkar tilbaka og tóku yfir leikinn á ný og leiddu með ellefu stigum fyrir síðasta leikhluta 65-54. Fjölnir reyndu hvað þær gátu í fjórða leikhluta að koma tilbaka en Njarðvíkurliðið gaf fá færi á sér og sigldi á endaum öruggum ellefu stiga heimasigri í hús 85-74. Af hverju vann Njarðvík? Njarðvíkurliðið sýndu meiri gæði en Fjölnir þegar uppi var staðið. Settu niður þrettán þrista og þetta féll þægilegra fyrir heimaliðið en gestina. Hverjar stóðu upp úr? Jana Falsdóttir fannst mér öflug á báðum endum vallarins fyrir heimaliðið. Skoraði 24 stig og var gríðarlega öflug í vörninni líka. Ena Viso var líka virkilega öflug í liði Njarðvíkur og setti niður 18 stig og tók sex fráköst. Raquel Laneiro og Korinne Campbell báru uppi sóknarleik Fjölnis og skoruðu samtals 50 af 74 stigum Fjölnis í kvöld. Hvað gekk illa? Raquel Laneiro og Korinne Campbell hefðu mátt fá meiri hjálp frá sínu liði. Á meðan níu leikmenn skiluðu í púkkið fyrir Njarðvík voru bara fimm í liði Fjölnis sem komust á blað Hvað gerist næst? Njarðvík heimsækir Snæfell í næstu umferð og Fjölnir heimsækja Hauka en þó ekki fyrr en eftir tvær vikur. „Margir leikmenn stigið upp og það er það sem við viljum að einkenni okkur“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var að vonum sáttur með sigurinn.Vísir/Vilhelm „Ánægður með fullt, við erum núna ekki búnar að spila í tíu daga og mér fannst ég sjá alveg muninn. Mér fannst við vera töluvert ferskari og sharp í því sem við vorum að gera í þessum fyrstu tveim leikjum eftir jólafrí og svona aðeins fókus leysi á köflum sem kemur stundum eftir smá pásu en við gerðum mjög vel á löngum köflum en ennþá fullt til að bæta.“ Þegar uppi var staðið vildi Rúnar Ingi meina að Njarðvíkurliðið væri einfaldlega betra körfuboltalið heldur en Fjölnir en hrósaði þó Hallgrími þjálfara Fjölnis. „Bara betra körfuboltalið. Þær eru vel þjálfaðar, Haddi er að gera geggjaða hluti og þær eru bara níu á skýrslu í kvöld en eru að koma sínum lykil leikmönnum í góð action þar sem þær eru alltaf hættulegar og ég gef honum kredit fyrir það og þær voru bara á fullu, þetta var mjög physical leikur en það sem skilaði þessu myndi ég segja er að við erum heilt yfir bara betra lið og gæðin á löngum köflum voru okkar meginn.“ Njarðvíkurliðið sýndi frábæra breidd í leiknum þar sem margir leikmenn komust á blað og skiluðu stigum á töfluna. „Það eru níu sem setja stig í dag og Anna sem er vanalega hríðskotabyssa, 90% þriggja stiga skytta í opnum skotum, hún fær fullt af opnum en það bara datt ekki í dag en það er lúxusinn fyrir mig að ég er með gott lið og það er það sem við viljum vera að fá ekki alltaf stiga skorið úr sömu átt, það geta margir leikmenn stigið upp og það er það sem við viljum láta einkenna okkur og viljum byggja á að það séu margar að leggja í púkkið.“ Fjölnir komust á gott áhlaup í þriðja leikhluta þegar þær náðu að minnka muninn niður í sjö stig en þá tók Rúnar Ingi leikhlé og fór yfir málin með sínu liði sem snéri mómentinu og Njarðvík tók leikinn aftur yfir en Rúnar Ingi vildi þó ekki meina að það væru neinar töfralausnir sem fóru þarna fram. „Engar töfralausnir sko, bara aðeins að bregðast við hvernig við værum að fara yfir bolta screen með Laneiro, hún er frábær skotmaður og einn af þeim bestu í deildinni þannig bara aðeins að skerpa á því. Við vildum ýta boltanum í aðrar hendur og við náðum því á köflum og vorum að elta hana allan leikinn sem gerði það að verkum að það sást í fjórða leikhluta að hún var farin að spila meira af boltanum því hún var smá þreytt og það var líka okkar markmið. Við vildum svo vera áfram skynsamar sóknarlega, við erum að fara mikið upp að körfunni eins og Hesseldal, hún er alltaf í contact og hún fiskar tvær villur í leiknum. Það er oft þannig að sterkari leikmenn þurfa aðeins að þola meira og hún þarf aðeins að venjast því en það voru engar töfralausnir og bara halda áfram að framkvæma leikplan og það gekk upp.“ Rúnar Ingi er þó alls ekki á því að þrátt fyrir sjötta sigurinn í röð að það sé kominn sú trú á að þær séu ósigrandi og bendir á að þær eigi enn eftir að vinna Keflavík á tímabilinu. „Alls ekki, nei. Við erum að gera vel en við erum ennþá ekki búnar að vinna Keflavík og þær eru í fyrsta sæti þannig ég þarf að bíða fram í febrúar til þess að fá tækifæri á að gera það en við erum langt frá því að vera ósigrandi en við erum að gera góða hluti og þurfum bara að halda áfram. Þetta er mjög gott á köflum en svo koma leikkaflar inn á milli bæði varnar og sóknarlega sem ég er ekki nógu ánægður með útaf því mér finnst við vera betri en við ætlum okkur alla leið og þetta er eitt af þeim skrefum sem þú þarft að fara í þá átt.“ „Rúnar Ingi er nátturlega guðsgjöf til Íslensk körfubolta“ Hallgrímur Brynjólfsson þjálfari Fjölnis var að vonum svekktur að tapa fyrir Njarðvík í kvöld en tók þó fram að hann væri stoltur af sínum leikmönnum.Vísir/Vilhelm „Smá fúll að tapa þessu en við vorum svo sem að elta allan leikinn. Þetta er ótrúlega vel mannað lið og allar sem koma inná sem skila einhverju hjá þeim. Ég er mjög stoltur af mínu liði, enn einn leikurinn þar sem við erum að spila gegn topp liði og við erum bara í leik fram eftir öllu en við fáum engin stig fyrir að vera með flottan leik þannig við þurfum að fara tengja þetta saman og klára svo það er kannski næsta lærdóms skref hjá okkur.“ Hallgrímur sá margt í leik Fjölnis sem hann gat tekið með sér úr þessum leik. „Fyrirmyndar barátta og við spilum vörnina mjög vel finnst mér þó það sé kannski furðulegt að segja það þegar við fáum á okkur 85 stig en mér fannst við alveg láta þær hafa vel fyrir hlutunum. Þær hittu svínslega vel úr þriggja stiga skotum svo ég er bara þokkalega sáttur með varnarleikinn hjá okkur. Sóknarlega vorum við að fá fín skot þegar við vorum með gott spil og bolta flæðið fínt, bara þetta gamla góða að við erum alveg jafn góð og hin liðin, við þurfum bara að byrja að trúa.“ Fjölnir komust í fínt áhlaup í þriðja leikhluta og mómentið virtist vera með liðinu þar til Rúnar Ingi þjálfari Njarðvíkur tekur leikhlé og var Hallgrímur á því að þessi leikhlé Rúnars væru guðsgjöf fyrir Íslenskan körfubolta. „Já það var svekkandi en Rúnar Ingi er nátturlega guðsgjöf til Íslensk körfubolta og erfitt að skáka honum þegar hann tekur leikhlé og hann kom bara með gott svar á móti og peppaði sínar stelpur vel í þetta og þær náðu góðu mótsvari.“ Hallgrímur segir næstu skref hjá sínu liði verði bara að sleikja sárin og halda áfram að reyna sækja sigra. „Næstu skref verður bara að sleikja sárin í smá stund og mæta á æfingu og byrjum að undirbúa okkur fyrir leikinn 30.janúar sem er á móti Haukum og það er bara áfram sama markmiðið að ná í sigur og það eru bara næstu skref hjá okkur.“ Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Fjölnir
Njarðvík lagði Fjölni af velli 85-74 þegar liðin mættust í 14.umferð Subway deildar kvenna í kvöld. Njarðvíkingar byrjuðu leikinn á að sækja fyrstu stig leiksins af vítalínunni þar sem Emilie Sofie var örugg af línunni og setti niður bæði skotin til þess að koma Njarðvík yfir í leiknum. Njarðvík virkuðu grimmari og voru að rífa niður hvert frákastið á fætur öðru en áttu þó í smá basli með að nýta sér fráköstin til fulls og Fjölnir náðu að nýta sér það komst í þriggja stiga forystu [4-7] sem lifði þó stutt og Njarðvíkingar tóku öll völd þegar líða tók á leikhlutann og leiddu sannfærandi 23-17 þegar fyrsta leikhluta lauk. Annar leikhluti var áfram eign Njarðvíkur sem hertu tökin og náðu að slíta sig örlítið frekar frá gestunum sem áttu í basli með Njarðvíkingana. Alltaf þegar Fjölnir gerðu sig líklega til að komast á gott áhlaup svaraði Njarðvík í áhlaupi hinu megin og juku við forskotið. Njarðvík komust í fimmtán stiga forskot en gestirnir náðu að klóra sig aðeins tilbaka undir lok leikhlutans og minnka muninn niður í ellefu stig fyrir hlé, 45-34. Raquel Laneiro var drjúg fyrir gestina og var stigahæst eftir fyrri hálfleikinn með fimmtán stig. Njarðvíkingar settu niður fyrsta stig þriðja leikhluta og leit lengi vel út fyrir að Njarðvíkingar væru að fara hlaupa með leikinn. Allt kom þó fyrir ekki og Fjölnir fengu smá blóð á tennurnar um miðbik leikhlutans og náðu að saxa forskotið niður í sjö stig og mómentið virtist ætla að vera með gestunum. Rúnar Ingi tók þá leikhlé og fór yfir málin með sínu liði sem mættu ógnarsterkar tilbaka og tóku yfir leikinn á ný og leiddu með ellefu stigum fyrir síðasta leikhluta 65-54. Fjölnir reyndu hvað þær gátu í fjórða leikhluta að koma tilbaka en Njarðvíkurliðið gaf fá færi á sér og sigldi á endaum öruggum ellefu stiga heimasigri í hús 85-74. Af hverju vann Njarðvík? Njarðvíkurliðið sýndu meiri gæði en Fjölnir þegar uppi var staðið. Settu niður þrettán þrista og þetta féll þægilegra fyrir heimaliðið en gestina. Hverjar stóðu upp úr? Jana Falsdóttir fannst mér öflug á báðum endum vallarins fyrir heimaliðið. Skoraði 24 stig og var gríðarlega öflug í vörninni líka. Ena Viso var líka virkilega öflug í liði Njarðvíkur og setti niður 18 stig og tók sex fráköst. Raquel Laneiro og Korinne Campbell báru uppi sóknarleik Fjölnis og skoruðu samtals 50 af 74 stigum Fjölnis í kvöld. Hvað gekk illa? Raquel Laneiro og Korinne Campbell hefðu mátt fá meiri hjálp frá sínu liði. Á meðan níu leikmenn skiluðu í púkkið fyrir Njarðvík voru bara fimm í liði Fjölnis sem komust á blað Hvað gerist næst? Njarðvík heimsækir Snæfell í næstu umferð og Fjölnir heimsækja Hauka en þó ekki fyrr en eftir tvær vikur. „Margir leikmenn stigið upp og það er það sem við viljum að einkenni okkur“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var að vonum sáttur með sigurinn.Vísir/Vilhelm „Ánægður með fullt, við erum núna ekki búnar að spila í tíu daga og mér fannst ég sjá alveg muninn. Mér fannst við vera töluvert ferskari og sharp í því sem við vorum að gera í þessum fyrstu tveim leikjum eftir jólafrí og svona aðeins fókus leysi á köflum sem kemur stundum eftir smá pásu en við gerðum mjög vel á löngum köflum en ennþá fullt til að bæta.“ Þegar uppi var staðið vildi Rúnar Ingi meina að Njarðvíkurliðið væri einfaldlega betra körfuboltalið heldur en Fjölnir en hrósaði þó Hallgrími þjálfara Fjölnis. „Bara betra körfuboltalið. Þær eru vel þjálfaðar, Haddi er að gera geggjaða hluti og þær eru bara níu á skýrslu í kvöld en eru að koma sínum lykil leikmönnum í góð action þar sem þær eru alltaf hættulegar og ég gef honum kredit fyrir það og þær voru bara á fullu, þetta var mjög physical leikur en það sem skilaði þessu myndi ég segja er að við erum heilt yfir bara betra lið og gæðin á löngum köflum voru okkar meginn.“ Njarðvíkurliðið sýndi frábæra breidd í leiknum þar sem margir leikmenn komust á blað og skiluðu stigum á töfluna. „Það eru níu sem setja stig í dag og Anna sem er vanalega hríðskotabyssa, 90% þriggja stiga skytta í opnum skotum, hún fær fullt af opnum en það bara datt ekki í dag en það er lúxusinn fyrir mig að ég er með gott lið og það er það sem við viljum vera að fá ekki alltaf stiga skorið úr sömu átt, það geta margir leikmenn stigið upp og það er það sem við viljum láta einkenna okkur og viljum byggja á að það séu margar að leggja í púkkið.“ Fjölnir komust á gott áhlaup í þriðja leikhluta þegar þær náðu að minnka muninn niður í sjö stig en þá tók Rúnar Ingi leikhlé og fór yfir málin með sínu liði sem snéri mómentinu og Njarðvík tók leikinn aftur yfir en Rúnar Ingi vildi þó ekki meina að það væru neinar töfralausnir sem fóru þarna fram. „Engar töfralausnir sko, bara aðeins að bregðast við hvernig við værum að fara yfir bolta screen með Laneiro, hún er frábær skotmaður og einn af þeim bestu í deildinni þannig bara aðeins að skerpa á því. Við vildum ýta boltanum í aðrar hendur og við náðum því á köflum og vorum að elta hana allan leikinn sem gerði það að verkum að það sást í fjórða leikhluta að hún var farin að spila meira af boltanum því hún var smá þreytt og það var líka okkar markmið. Við vildum svo vera áfram skynsamar sóknarlega, við erum að fara mikið upp að körfunni eins og Hesseldal, hún er alltaf í contact og hún fiskar tvær villur í leiknum. Það er oft þannig að sterkari leikmenn þurfa aðeins að þola meira og hún þarf aðeins að venjast því en það voru engar töfralausnir og bara halda áfram að framkvæma leikplan og það gekk upp.“ Rúnar Ingi er þó alls ekki á því að þrátt fyrir sjötta sigurinn í röð að það sé kominn sú trú á að þær séu ósigrandi og bendir á að þær eigi enn eftir að vinna Keflavík á tímabilinu. „Alls ekki, nei. Við erum að gera vel en við erum ennþá ekki búnar að vinna Keflavík og þær eru í fyrsta sæti þannig ég þarf að bíða fram í febrúar til þess að fá tækifæri á að gera það en við erum langt frá því að vera ósigrandi en við erum að gera góða hluti og þurfum bara að halda áfram. Þetta er mjög gott á köflum en svo koma leikkaflar inn á milli bæði varnar og sóknarlega sem ég er ekki nógu ánægður með útaf því mér finnst við vera betri en við ætlum okkur alla leið og þetta er eitt af þeim skrefum sem þú þarft að fara í þá átt.“ „Rúnar Ingi er nátturlega guðsgjöf til Íslensk körfubolta“ Hallgrímur Brynjólfsson þjálfari Fjölnis var að vonum svekktur að tapa fyrir Njarðvík í kvöld en tók þó fram að hann væri stoltur af sínum leikmönnum.Vísir/Vilhelm „Smá fúll að tapa þessu en við vorum svo sem að elta allan leikinn. Þetta er ótrúlega vel mannað lið og allar sem koma inná sem skila einhverju hjá þeim. Ég er mjög stoltur af mínu liði, enn einn leikurinn þar sem við erum að spila gegn topp liði og við erum bara í leik fram eftir öllu en við fáum engin stig fyrir að vera með flottan leik þannig við þurfum að fara tengja þetta saman og klára svo það er kannski næsta lærdóms skref hjá okkur.“ Hallgrímur sá margt í leik Fjölnis sem hann gat tekið með sér úr þessum leik. „Fyrirmyndar barátta og við spilum vörnina mjög vel finnst mér þó það sé kannski furðulegt að segja það þegar við fáum á okkur 85 stig en mér fannst við alveg láta þær hafa vel fyrir hlutunum. Þær hittu svínslega vel úr þriggja stiga skotum svo ég er bara þokkalega sáttur með varnarleikinn hjá okkur. Sóknarlega vorum við að fá fín skot þegar við vorum með gott spil og bolta flæðið fínt, bara þetta gamla góða að við erum alveg jafn góð og hin liðin, við þurfum bara að byrja að trúa.“ Fjölnir komust í fínt áhlaup í þriðja leikhluta og mómentið virtist vera með liðinu þar til Rúnar Ingi þjálfari Njarðvíkur tekur leikhlé og var Hallgrímur á því að þessi leikhlé Rúnars væru guðsgjöf fyrir Íslenskan körfubolta. „Já það var svekkandi en Rúnar Ingi er nátturlega guðsgjöf til Íslensk körfubolta og erfitt að skáka honum þegar hann tekur leikhlé og hann kom bara með gott svar á móti og peppaði sínar stelpur vel í þetta og þær náðu góðu mótsvari.“ Hallgrímur segir næstu skref hjá sínu liði verði bara að sleikja sárin og halda áfram að reyna sækja sigra. „Næstu skref verður bara að sleikja sárin í smá stund og mæta á æfingu og byrjum að undirbúa okkur fyrir leikinn 30.janúar sem er á móti Haukum og það er bara áfram sama markmiðið að ná í sigur og það eru bara næstu skref hjá okkur.“
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti