Ást er: Segja fjölmiðla minna þau á aldursmuninn Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 22. janúar 2024 20:01 Ástin kviknaði á milli Birgittu Lífar og Enoks á Bankastræti Club fyrir tveimur árum síðan. Ína María Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World Class og raunveruleikastjarna LXS, og sambýlismaður hennar, Enok Jónsson, kynntust fyrir um tveimur árum síðan á skemmtistaðnum Bankastræti Club. Enok hélt upp á tvítugsafmæli sitt á staðnum, sem var á þeim tíma í eigu Birgittu. Ástin kviknaði á milli þeirra nokkrum vikum síðar og hafa verið saman allar götur síðan. Parið á von á sínu fyrsta barni á næstu vikum en Birgitta er gengin 37 vikur á leið með ófæddan son þeirra. Að sögn Birgittu segir hún þau fullkomna hvort annað líkt og yin og yang. Ína María Birgitta Líf situr fyrir svörum í liðnum Ást er. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Fara saman í brunch eða út að borða og enda kvöldið á ísbíltúr og fara svo saman í pottinn eða horfa á þátt. Fyrsti kossinn okkar: Á Bankastræti Club, og hefur ekki slitnað á milli okkar síðan þá. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Ég er ekki mikið fyrir að horfa á sömu myndir aftur svo það er engin beint í uppáhaldi. Er líka ekki mikið í rómantískum myndum en horfði einum of oft á Cinderella Story þegar ég var yngri ef hún fellur í þann flokk. Uppáhalds break up ballaðan mín er: Eitthvað með Justin Bieber Lagið okkar: Og hvað - með Ízleifur. Það er óútgefið en kemur út á næstu mánuðum. Við hlustuðum mikið á það þegar við vorum að byrja að hittast og aðallínan í lagi, og hvað, sem er svolítið lýsandi fyrir hvað okkur fannst um gagnrýnisraddirnar í samfélaginu. Maturinn okkar: Heimabökuð pizza úr pizzaofninum á svölunum eða góður indverskur. Fyrsta gjöfin sem ég gaf kærastanum mínum: Playstation 5 í afmælisgjöf. Fyrsta gjöfin sem kærastinn minn gaf mér: Fyrsta gjöfin var þrítugsafmælisgjöfin til mín svo það var smá pressa. Honum tókst að finna hina fullkomnu gjöf fyrir mig sem ég vissi ekki að mig vantaði en það er Gucci x Oura hringur sem mælir allt sem hægt er að mæla. Svefn, skref, blóðþrýsting, stress, hjartslátt, æfingar, tíðahring o.s.frv. Ég ætti erfitt með að vera án hans í dag. Kærastinn minn er: One of a kind. Ína María Rómantískasti staður á landinu: Potturinn á svölunum er extra rómantískur en Þingvellir eiga líka hjarta mitt. Hvað gerið þið til að gera ykkur dagamun: Förum saman í brunch, bíó eða spa. Það þarf ekki að vera neitt flókið. Hvernig myndir þú lýsa sambandinu ykkar? Yin og yang sem fullkomna hvort annað. Finnið þið einhvern tímann fyrir aldursmuninum? Vitum ekki af honum nema þegar fjölmiðlar minna okkur á hann. Lýstu kærastanum þínum í þremur orðum: Hugulsamur, fyndinn og einstakur. Hvar sérðu ykkur eftir tíu ár: Að njóta lífsins með hundunum okkar og ófædda syninum. Hundarnir Bella og Bossi eignast lítinn bróður innan skamms.Ína María Ást er ... að eignast besta vin til lífstíðar sem maður getur notið hversdagsleikans með og aðstoða hvort annað að verða enn betri manneskjur. Ína María Ást er... Ástin og lífið Barnalán Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Föðurland: „Finnst alltaf jafn ömurlegt þegar þeir fara“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Ég er móðir og já, ég er líka þessi klámstjarna Makamál Nekt, örvandi nudd og hugleiðsla í Wild Love Tantra Iceland Makamál Einhleypa vikunnar: Ragna Sigurðardóttir Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Ástin kviknaði á milli þeirra nokkrum vikum síðar og hafa verið saman allar götur síðan. Parið á von á sínu fyrsta barni á næstu vikum en Birgitta er gengin 37 vikur á leið með ófæddan son þeirra. Að sögn Birgittu segir hún þau fullkomna hvort annað líkt og yin og yang. Ína María Birgitta Líf situr fyrir svörum í liðnum Ást er. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Fara saman í brunch eða út að borða og enda kvöldið á ísbíltúr og fara svo saman í pottinn eða horfa á þátt. Fyrsti kossinn okkar: Á Bankastræti Club, og hefur ekki slitnað á milli okkar síðan þá. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Ég er ekki mikið fyrir að horfa á sömu myndir aftur svo það er engin beint í uppáhaldi. Er líka ekki mikið í rómantískum myndum en horfði einum of oft á Cinderella Story þegar ég var yngri ef hún fellur í þann flokk. Uppáhalds break up ballaðan mín er: Eitthvað með Justin Bieber Lagið okkar: Og hvað - með Ízleifur. Það er óútgefið en kemur út á næstu mánuðum. Við hlustuðum mikið á það þegar við vorum að byrja að hittast og aðallínan í lagi, og hvað, sem er svolítið lýsandi fyrir hvað okkur fannst um gagnrýnisraddirnar í samfélaginu. Maturinn okkar: Heimabökuð pizza úr pizzaofninum á svölunum eða góður indverskur. Fyrsta gjöfin sem ég gaf kærastanum mínum: Playstation 5 í afmælisgjöf. Fyrsta gjöfin sem kærastinn minn gaf mér: Fyrsta gjöfin var þrítugsafmælisgjöfin til mín svo það var smá pressa. Honum tókst að finna hina fullkomnu gjöf fyrir mig sem ég vissi ekki að mig vantaði en það er Gucci x Oura hringur sem mælir allt sem hægt er að mæla. Svefn, skref, blóðþrýsting, stress, hjartslátt, æfingar, tíðahring o.s.frv. Ég ætti erfitt með að vera án hans í dag. Kærastinn minn er: One of a kind. Ína María Rómantískasti staður á landinu: Potturinn á svölunum er extra rómantískur en Þingvellir eiga líka hjarta mitt. Hvað gerið þið til að gera ykkur dagamun: Förum saman í brunch, bíó eða spa. Það þarf ekki að vera neitt flókið. Hvernig myndir þú lýsa sambandinu ykkar? Yin og yang sem fullkomna hvort annað. Finnið þið einhvern tímann fyrir aldursmuninum? Vitum ekki af honum nema þegar fjölmiðlar minna okkur á hann. Lýstu kærastanum þínum í þremur orðum: Hugulsamur, fyndinn og einstakur. Hvar sérðu ykkur eftir tíu ár: Að njóta lífsins með hundunum okkar og ófædda syninum. Hundarnir Bella og Bossi eignast lítinn bróður innan skamms.Ína María Ást er ... að eignast besta vin til lífstíðar sem maður getur notið hversdagsleikans með og aðstoða hvort annað að verða enn betri manneskjur. Ína María
Ást er... Ástin og lífið Barnalán Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Föðurland: „Finnst alltaf jafn ömurlegt þegar þeir fara“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Ég er móðir og já, ég er líka þessi klámstjarna Makamál Nekt, örvandi nudd og hugleiðsla í Wild Love Tantra Iceland Makamál Einhleypa vikunnar: Ragna Sigurðardóttir Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira