Succession, Beef og The Bear sópuðu til sín verðlaunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. janúar 2024 06:36 Meðal sigurvegara kvöldsins. Vísir/Getty Segja má að Succession, Beef og The Bear hafi verið sigursælustu sjónvarpsþættir gærkvöldsins á Emmy verðlaunahátíðinni. Sarah Snook, Kieran Culkin og Matthew Macfadyen fengu öll verðlaun fyrir leik sinn í margverðlaunuðu dramaþáttunum Succession. Serían er nú einnig sú dramaþáttasería sem fengið hefur flest verðlaun nokkurn tíma. Fjórða og síðasta þáttaröðin kom út í fyrra vor og var meðal annars sýnd Stöð 2. Hún, eins og fyrri þáttaraðirnar, vakti mikla lukku. Höfundur þáttanna, Jesse Armstrong, sagði í viðtali á Rauða dreglinum í gær að hann væri sorgmæddur að þættirnir hefðu runnið sitt skeið en hann hafi notið þessa mjög. Leikararnir í Succession voru ekki einur um að fá verðlaun. Þættirnir sjálfir voru verðlaunaðir sem bestu drama þættirnir og sömuleiðis fyrir handrit og leikstjórn. Snook og Culkin voru valin bestu aðalleikararnir og Macfadyen besti aukaleikarinn. Tónlistarmaðurinn Elton John fékk sín fyrstu Emmy-verðlaun fyrir Elton Live: Farewell From Dodger Stadium. Elton var þó ekki á staðnum til að taka á móti verðlaununum en með þessu er hann orðinn EGOT-hafi, það er að segja, hann hefur unnið til Emmy, Grammy, Óskars og Tony verðlauna. Jeremy Allen White var verðlaunaður sem besti grínleikarinn fyrir hlutverk sitt í The Bear. Ayo Edebiri, samstarfskona hans, fékk verðlaunin sem besta grínleikonan og Ebon Moss-Bachrach sömuleiðis fyrir leik sinn í þáttunum. Þættirnir sjálfir fengu þrenn verðlaun til viðbótar, fyrir bestu handritsskrifin, leikstjórnina og þættirnir voru valdir bestu grínþættirnir. Beef fékk fimm verðlaun í flokki stakra þáttaraða, fyrir aðalleikara og -leikkonu, seríuna í heild, handritið og leikstjórn. Jennifer Coolidge hlaut verðlaun fyrir leik sinn í þáttunum The White Lotis og Paul Walter Houser fyrir leik sinn í Black Bird. Hér má finna heildarlista verðlaunahafa gærkvöldsins. Bíó og sjónvarp Hollywood Emmy-verðlaunin Bandaríkin Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Sarah Snook, Kieran Culkin og Matthew Macfadyen fengu öll verðlaun fyrir leik sinn í margverðlaunuðu dramaþáttunum Succession. Serían er nú einnig sú dramaþáttasería sem fengið hefur flest verðlaun nokkurn tíma. Fjórða og síðasta þáttaröðin kom út í fyrra vor og var meðal annars sýnd Stöð 2. Hún, eins og fyrri þáttaraðirnar, vakti mikla lukku. Höfundur þáttanna, Jesse Armstrong, sagði í viðtali á Rauða dreglinum í gær að hann væri sorgmæddur að þættirnir hefðu runnið sitt skeið en hann hafi notið þessa mjög. Leikararnir í Succession voru ekki einur um að fá verðlaun. Þættirnir sjálfir voru verðlaunaðir sem bestu drama þættirnir og sömuleiðis fyrir handrit og leikstjórn. Snook og Culkin voru valin bestu aðalleikararnir og Macfadyen besti aukaleikarinn. Tónlistarmaðurinn Elton John fékk sín fyrstu Emmy-verðlaun fyrir Elton Live: Farewell From Dodger Stadium. Elton var þó ekki á staðnum til að taka á móti verðlaununum en með þessu er hann orðinn EGOT-hafi, það er að segja, hann hefur unnið til Emmy, Grammy, Óskars og Tony verðlauna. Jeremy Allen White var verðlaunaður sem besti grínleikarinn fyrir hlutverk sitt í The Bear. Ayo Edebiri, samstarfskona hans, fékk verðlaunin sem besta grínleikonan og Ebon Moss-Bachrach sömuleiðis fyrir leik sinn í þáttunum. Þættirnir sjálfir fengu þrenn verðlaun til viðbótar, fyrir bestu handritsskrifin, leikstjórnina og þættirnir voru valdir bestu grínþættirnir. Beef fékk fimm verðlaun í flokki stakra þáttaraða, fyrir aðalleikara og -leikkonu, seríuna í heild, handritið og leikstjórn. Jennifer Coolidge hlaut verðlaun fyrir leik sinn í þáttunum The White Lotis og Paul Walter Houser fyrir leik sinn í Black Bird. Hér má finna heildarlista verðlaunahafa gærkvöldsins.
Bíó og sjónvarp Hollywood Emmy-verðlaunin Bandaríkin Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira