Er einhver fullorðinn á svæðinu? Guðjón Idir skrifar 15. janúar 2024 07:30 Sjáum fyrir okkur skólabekk. Það er enginn fullorðinn á svæðinu (kannski fullorðinn í aldri). Það eru einn eða tveir krakkar sem leggja skotmörkin sem þeim finnast auðveldust í einelti. Allir í bekknum leyfa því að viðgangast. Flestir taka stöku sinnum þátt, bæði til að velja „rétt lið” og þannig kaupa sér vinsældir, en líka til að fyrirbyggja að þau sjálf verði skotmörk síðar meir. Þessi uppdregna mynd lýsir heiminum og samskiptum þjóða, það er að segja, samskiptum þeirra sem fara með völd ríkra og vopnvæddra þjóða gagnvart íbúum þjóða sem á marga vegu standa verr. Og Ísland er þarna klappstýra eineltisseggjanna sem undiroka þá sem síst geta varist. Meðhlæjandi í skólastofunni. Þetta er alvarlegt í skólastofum en þegar þetta er heimurinn allur þá er nærtækast að kalla þetta kollektífa siðblindu. Það er enginn fullorðinn á svæðinu. Ég hef skrifað þingheimi öllum til að ýta á eftir að stjórnmálasambandi við Ísrael - sem er að fremja þjóðarmorð á palestínsku þjóðinni - sé slitið. Ég hef spurt hvort þau ætli sér í alvöru að sitja hjá. Hvort þau ætli sér ekki að beita sér á alþjóðavettvangi. En engin svör fengið. Það er enn tækifæri til að styðja málsókn Suður Afríku á hendur Ísrael hjá Alþjóðadómstólnum, og vera þar með fyrsta Vestræna ríkið til að sýna lágmarks sómakennd, heiðarlega samvisku og manndóm. Þá spurði ég hvort frami og efnahagslegir hagsmunir vægu þyngra en heiðarleg samviska. Það hefur líklega alltaf átt við. Íslensk stjórnvöld hafa sjaldan tekið einhvers konar áhættur til að fylgja sannfæringu þess sem þekkir muninn á réttu og röngu, þegar það er í óþökk ríkja sem mestu ítökin hafa og ógeðslegustu sögusporin. Ég kalla enn og aftur eftir því að þjóðarmorð Ísraels sé harðlega fordæmt af íslenskum stjórnvöldum, að stjórnmálasambandi sé tafarlaust slitið, og að sjálfsögðu að stjórnvöld beiti sér raunverulega fyrir því að sameina fjölskyldur þeirra palestínubúa sem hingað eru komnir til að bjarga þeim sem hægt er að bjarga frá morðóðum ísraelsher. Hvað ætlið þið að horfa upp á mörg börn myrt? Hvað ætlið þið að horfa upp á marga lækna, hjúkrunarfræðinga, og sjúkraliða myrta? Hvað á að sætta sig að mörg börn þurfi skurðaðgerðir án deyfingar? Hversu marga má horfa upp á farast úr hungri eða ofkælingu? Án þess að segja múkk! Er einhver fullorðinn á svæðinu? Höfundur er heimspekingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Sjáum fyrir okkur skólabekk. Það er enginn fullorðinn á svæðinu (kannski fullorðinn í aldri). Það eru einn eða tveir krakkar sem leggja skotmörkin sem þeim finnast auðveldust í einelti. Allir í bekknum leyfa því að viðgangast. Flestir taka stöku sinnum þátt, bæði til að velja „rétt lið” og þannig kaupa sér vinsældir, en líka til að fyrirbyggja að þau sjálf verði skotmörk síðar meir. Þessi uppdregna mynd lýsir heiminum og samskiptum þjóða, það er að segja, samskiptum þeirra sem fara með völd ríkra og vopnvæddra þjóða gagnvart íbúum þjóða sem á marga vegu standa verr. Og Ísland er þarna klappstýra eineltisseggjanna sem undiroka þá sem síst geta varist. Meðhlæjandi í skólastofunni. Þetta er alvarlegt í skólastofum en þegar þetta er heimurinn allur þá er nærtækast að kalla þetta kollektífa siðblindu. Það er enginn fullorðinn á svæðinu. Ég hef skrifað þingheimi öllum til að ýta á eftir að stjórnmálasambandi við Ísrael - sem er að fremja þjóðarmorð á palestínsku þjóðinni - sé slitið. Ég hef spurt hvort þau ætli sér í alvöru að sitja hjá. Hvort þau ætli sér ekki að beita sér á alþjóðavettvangi. En engin svör fengið. Það er enn tækifæri til að styðja málsókn Suður Afríku á hendur Ísrael hjá Alþjóðadómstólnum, og vera þar með fyrsta Vestræna ríkið til að sýna lágmarks sómakennd, heiðarlega samvisku og manndóm. Þá spurði ég hvort frami og efnahagslegir hagsmunir vægu þyngra en heiðarleg samviska. Það hefur líklega alltaf átt við. Íslensk stjórnvöld hafa sjaldan tekið einhvers konar áhættur til að fylgja sannfæringu þess sem þekkir muninn á réttu og röngu, þegar það er í óþökk ríkja sem mestu ítökin hafa og ógeðslegustu sögusporin. Ég kalla enn og aftur eftir því að þjóðarmorð Ísraels sé harðlega fordæmt af íslenskum stjórnvöldum, að stjórnmálasambandi sé tafarlaust slitið, og að sjálfsögðu að stjórnvöld beiti sér raunverulega fyrir því að sameina fjölskyldur þeirra palestínubúa sem hingað eru komnir til að bjarga þeim sem hægt er að bjarga frá morðóðum ísraelsher. Hvað ætlið þið að horfa upp á mörg börn myrt? Hvað ætlið þið að horfa upp á marga lækna, hjúkrunarfræðinga, og sjúkraliða myrta? Hvað á að sætta sig að mörg börn þurfi skurðaðgerðir án deyfingar? Hversu marga má horfa upp á farast úr hungri eða ofkælingu? Án þess að segja múkk! Er einhver fullorðinn á svæðinu? Höfundur er heimspekingur.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun