Hareide: Þurfum að sjá hvað við getum gert betur taktískt Smári Jökull Jónsson skrifar 14. janúar 2024 12:30 Åge Hareide er landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu. Skjáskot Åge Hareide landsliðsþjálfari Íslands var ánægður með sigur liðsins á Gvatemala í nótt. Hann sagði að með meiri nákvæmni hefði Ísland getað skorað fleiri mörk. „Þetta er týpískur leikur í janúar, þetta er mjög snemma fyrir marga leikmenn. Mér fannst þeir leggja hart að sér og vinna vel sem lið. Þeir urðu auðvitað þreyttir því þetta er svona snemma á tímabilinu. Það er eitt af því sem þarf að hafa í huga þegar leikið er á þessum tíma árs,“ sagði Åge Hareide í viðtali sem birtist á Facebooksíðu Knattspyrnusambands Íslands eftir leikinn í nótt. Ísland skoraði eina mark leiksins seint í síðari hálfleik og undir lokin settu leikmenn Gvatemala mikla pressu á íslensku vörnina og voru nálægt því að jafna. „Ég er ánægður með það sem við lögðum í leikinn. Gvatemala setti pressu á okkur undir lokin til að jafna en við vörðumst vel. Ísak skoraði frábært mark og í heildina er gott að ná sigrinum. Sigur er sigur. Hann er mikilvægur fyrir okkur að taka með. Á margan hátt er þetta góð byrjun fyrir okkur,“ sagði Åge og bætti við að vissulega hefði Gvatemala getað skorað undir lokin. „Algjörlega. Þeir opnuðu okkur aðeins of mikið og við litum út fyrir að vera óskipulagðir. Það er eðlilegt því við vorum búnir að gera margar skiptingar. Við vorum stöðugir í fyrri hálfleik og þá sköpuðu þeir ekki neitt. Með aðeins meiri nákvæmni af okkar hálfu hefðum við eflaust getað skorað meira.“ Ísak Snær Þorvaldsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í leiknum þegar hann kláraði frábærlega í teignum eftir að Jason Daði Svanþórsson hafði lagt boltann vel fyrir hann. Klippa: Mark Ísak Snæs gegn Gvatemala „Markið var frábært. Ísak gerði þetta frábærlega og Jason lagði boltann frábærlega fyrir hann. Það lögðu allir mikið í leikinn og nú þurfum við að skoða hann og sjá hvað við getum gert betur taktískt. Það er eðlilegt.“ Hann ýjaði að því að breytingar yrðu gerðar á liðinu fyrir leikinn gegn Hondúras aðfaranótt fimmtudags. „Það þurfa sem flestir að spila. Þetta er snemma á tímabilinu og margir leikmenn hafa verið að glíma við meiðsli. Við þurfum að fara varlega því við viljum ekki senda þá meidda til baka til félaganna.“ Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Sjá meira
„Þetta er týpískur leikur í janúar, þetta er mjög snemma fyrir marga leikmenn. Mér fannst þeir leggja hart að sér og vinna vel sem lið. Þeir urðu auðvitað þreyttir því þetta er svona snemma á tímabilinu. Það er eitt af því sem þarf að hafa í huga þegar leikið er á þessum tíma árs,“ sagði Åge Hareide í viðtali sem birtist á Facebooksíðu Knattspyrnusambands Íslands eftir leikinn í nótt. Ísland skoraði eina mark leiksins seint í síðari hálfleik og undir lokin settu leikmenn Gvatemala mikla pressu á íslensku vörnina og voru nálægt því að jafna. „Ég er ánægður með það sem við lögðum í leikinn. Gvatemala setti pressu á okkur undir lokin til að jafna en við vörðumst vel. Ísak skoraði frábært mark og í heildina er gott að ná sigrinum. Sigur er sigur. Hann er mikilvægur fyrir okkur að taka með. Á margan hátt er þetta góð byrjun fyrir okkur,“ sagði Åge og bætti við að vissulega hefði Gvatemala getað skorað undir lokin. „Algjörlega. Þeir opnuðu okkur aðeins of mikið og við litum út fyrir að vera óskipulagðir. Það er eðlilegt því við vorum búnir að gera margar skiptingar. Við vorum stöðugir í fyrri hálfleik og þá sköpuðu þeir ekki neitt. Með aðeins meiri nákvæmni af okkar hálfu hefðum við eflaust getað skorað meira.“ Ísak Snær Þorvaldsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í leiknum þegar hann kláraði frábærlega í teignum eftir að Jason Daði Svanþórsson hafði lagt boltann vel fyrir hann. Klippa: Mark Ísak Snæs gegn Gvatemala „Markið var frábært. Ísak gerði þetta frábærlega og Jason lagði boltann frábærlega fyrir hann. Það lögðu allir mikið í leikinn og nú þurfum við að skoða hann og sjá hvað við getum gert betur taktískt. Það er eðlilegt.“ Hann ýjaði að því að breytingar yrðu gerðar á liðinu fyrir leikinn gegn Hondúras aðfaranótt fimmtudags. „Það þurfa sem flestir að spila. Þetta er snemma á tímabilinu og margir leikmenn hafa verið að glíma við meiðsli. Við þurfum að fara varlega því við viljum ekki senda þá meidda til baka til félaganna.“
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Sjá meira