Hareide: Þurfum að sjá hvað við getum gert betur taktískt Smári Jökull Jónsson skrifar 14. janúar 2024 12:30 Åge Hareide er landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu. Skjáskot Åge Hareide landsliðsþjálfari Íslands var ánægður með sigur liðsins á Gvatemala í nótt. Hann sagði að með meiri nákvæmni hefði Ísland getað skorað fleiri mörk. „Þetta er týpískur leikur í janúar, þetta er mjög snemma fyrir marga leikmenn. Mér fannst þeir leggja hart að sér og vinna vel sem lið. Þeir urðu auðvitað þreyttir því þetta er svona snemma á tímabilinu. Það er eitt af því sem þarf að hafa í huga þegar leikið er á þessum tíma árs,“ sagði Åge Hareide í viðtali sem birtist á Facebooksíðu Knattspyrnusambands Íslands eftir leikinn í nótt. Ísland skoraði eina mark leiksins seint í síðari hálfleik og undir lokin settu leikmenn Gvatemala mikla pressu á íslensku vörnina og voru nálægt því að jafna. „Ég er ánægður með það sem við lögðum í leikinn. Gvatemala setti pressu á okkur undir lokin til að jafna en við vörðumst vel. Ísak skoraði frábært mark og í heildina er gott að ná sigrinum. Sigur er sigur. Hann er mikilvægur fyrir okkur að taka með. Á margan hátt er þetta góð byrjun fyrir okkur,“ sagði Åge og bætti við að vissulega hefði Gvatemala getað skorað undir lokin. „Algjörlega. Þeir opnuðu okkur aðeins of mikið og við litum út fyrir að vera óskipulagðir. Það er eðlilegt því við vorum búnir að gera margar skiptingar. Við vorum stöðugir í fyrri hálfleik og þá sköpuðu þeir ekki neitt. Með aðeins meiri nákvæmni af okkar hálfu hefðum við eflaust getað skorað meira.“ Ísak Snær Þorvaldsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í leiknum þegar hann kláraði frábærlega í teignum eftir að Jason Daði Svanþórsson hafði lagt boltann vel fyrir hann. Klippa: Mark Ísak Snæs gegn Gvatemala „Markið var frábært. Ísak gerði þetta frábærlega og Jason lagði boltann frábærlega fyrir hann. Það lögðu allir mikið í leikinn og nú þurfum við að skoða hann og sjá hvað við getum gert betur taktískt. Það er eðlilegt.“ Hann ýjaði að því að breytingar yrðu gerðar á liðinu fyrir leikinn gegn Hondúras aðfaranótt fimmtudags. „Það þurfa sem flestir að spila. Þetta er snemma á tímabilinu og margir leikmenn hafa verið að glíma við meiðsli. Við þurfum að fara varlega því við viljum ekki senda þá meidda til baka til félaganna.“ Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Cristiano Ronaldo fær að hitta Donald Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Sjá meira
„Þetta er týpískur leikur í janúar, þetta er mjög snemma fyrir marga leikmenn. Mér fannst þeir leggja hart að sér og vinna vel sem lið. Þeir urðu auðvitað þreyttir því þetta er svona snemma á tímabilinu. Það er eitt af því sem þarf að hafa í huga þegar leikið er á þessum tíma árs,“ sagði Åge Hareide í viðtali sem birtist á Facebooksíðu Knattspyrnusambands Íslands eftir leikinn í nótt. Ísland skoraði eina mark leiksins seint í síðari hálfleik og undir lokin settu leikmenn Gvatemala mikla pressu á íslensku vörnina og voru nálægt því að jafna. „Ég er ánægður með það sem við lögðum í leikinn. Gvatemala setti pressu á okkur undir lokin til að jafna en við vörðumst vel. Ísak skoraði frábært mark og í heildina er gott að ná sigrinum. Sigur er sigur. Hann er mikilvægur fyrir okkur að taka með. Á margan hátt er þetta góð byrjun fyrir okkur,“ sagði Åge og bætti við að vissulega hefði Gvatemala getað skorað undir lokin. „Algjörlega. Þeir opnuðu okkur aðeins of mikið og við litum út fyrir að vera óskipulagðir. Það er eðlilegt því við vorum búnir að gera margar skiptingar. Við vorum stöðugir í fyrri hálfleik og þá sköpuðu þeir ekki neitt. Með aðeins meiri nákvæmni af okkar hálfu hefðum við eflaust getað skorað meira.“ Ísak Snær Þorvaldsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í leiknum þegar hann kláraði frábærlega í teignum eftir að Jason Daði Svanþórsson hafði lagt boltann vel fyrir hann. Klippa: Mark Ísak Snæs gegn Gvatemala „Markið var frábært. Ísak gerði þetta frábærlega og Jason lagði boltann frábærlega fyrir hann. Það lögðu allir mikið í leikinn og nú þurfum við að skoða hann og sjá hvað við getum gert betur taktískt. Það er eðlilegt.“ Hann ýjaði að því að breytingar yrðu gerðar á liðinu fyrir leikinn gegn Hondúras aðfaranótt fimmtudags. „Það þurfa sem flestir að spila. Þetta er snemma á tímabilinu og margir leikmenn hafa verið að glíma við meiðsli. Við þurfum að fara varlega því við viljum ekki senda þá meidda til baka til félaganna.“
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Cristiano Ronaldo fær að hitta Donald Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Sjá meira