Allir sammála um að Raggi Nat eigi ekki að fara í bann Siggeir Ævarsson skrifar 13. janúar 2024 22:58 Ragnar grípur boltann með tilþrifum. Vísir/Hulda Margrét Ummæli Ragnars Nathanaelsson um dómara í leik Keflavíkur og Hamars virðast ætla að draga dilk á eftir sér. Halldór Garðar Hermannsson var með upptökubúnað á sér í leiknum og samtal hans og Ragnars hefur nú ratað inn á borð aganefndar KKÍ. Forsaga málsins er sú að Ragnar talaði við Halldór í hálfleik og segir við hann: „Ertu í upptöku? Þannig að það heyrist þegar ég kalla aumingja, nei dómarana, þvílíka aumingja? Ertu að grínast?“ Af upptökunni að dæma eru þeir félagar Ragnar og Halldór að slá á létta strengi og Halldór endar á að segja: „Ekki vera reiður Raggi, það fer þér ekki að vera reiður!“ - og hlær. Þessi ummæli eru nú komin inn á borð aganefndar KKÍ og baðst Stefán Árni Pálsson, stjórnandi körfuboltakvölds, innilega afsökunar á þessu máli enda hafi alltaf verið lagt upp með að ekkert yrði sett í loftið sem myndi láta leikmenn líta illa út. Sérfræðingar þáttarins og Stefán voru allir sammála því að um grín hefði verið að ræða, þó vissulega mætti deila um hversu gott grínið hefði verið. „Ég bara trúi ekki að þetta sé komið á borð aganefndar og hann gæti mögulega farið í leikbann en það er staðan. Við þurfum kannski bara að skerpa á okkar verkreglum í þessu,“ - bætti Stefán við. „Eftir á að hyggja hefðum við ekki átt að sýna þetta en ég bara hló og mér fannst þetta bara gaman.“ „Þetta er bara misheppnaður brandari“, sagði Teitur Örlygsson. „Mér þykir svo leiðinlegt, Ragga vegna, að hann skuli af öllum mönnum vera að lenda í þessu. Þetta er ekkert mjög gáfulegt hjá Ragga, við verðum bara að viðurkenna það. Það er bara eins og það er. Þannig að vonandi verður þetta bara slegið á puttana, áminning. Þetta var klaufalegt, aldrei leikbann.“ Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, tók í svipaðan streng í viðtali eftir leik gegn Þórsurum í gær en hann hafði þá fengið veður af mögulegu banni. Innslagið í heild ásamt ummælum Arnars má sjá hér að neðan. Körfubolti Subway-deild karla Hamar Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Ragnar talaði við Halldór í hálfleik og segir við hann: „Ertu í upptöku? Þannig að það heyrist þegar ég kalla aumingja, nei dómarana, þvílíka aumingja? Ertu að grínast?“ Af upptökunni að dæma eru þeir félagar Ragnar og Halldór að slá á létta strengi og Halldór endar á að segja: „Ekki vera reiður Raggi, það fer þér ekki að vera reiður!“ - og hlær. Þessi ummæli eru nú komin inn á borð aganefndar KKÍ og baðst Stefán Árni Pálsson, stjórnandi körfuboltakvölds, innilega afsökunar á þessu máli enda hafi alltaf verið lagt upp með að ekkert yrði sett í loftið sem myndi láta leikmenn líta illa út. Sérfræðingar þáttarins og Stefán voru allir sammála því að um grín hefði verið að ræða, þó vissulega mætti deila um hversu gott grínið hefði verið. „Ég bara trúi ekki að þetta sé komið á borð aganefndar og hann gæti mögulega farið í leikbann en það er staðan. Við þurfum kannski bara að skerpa á okkar verkreglum í þessu,“ - bætti Stefán við. „Eftir á að hyggja hefðum við ekki átt að sýna þetta en ég bara hló og mér fannst þetta bara gaman.“ „Þetta er bara misheppnaður brandari“, sagði Teitur Örlygsson. „Mér þykir svo leiðinlegt, Ragga vegna, að hann skuli af öllum mönnum vera að lenda í þessu. Þetta er ekkert mjög gáfulegt hjá Ragga, við verðum bara að viðurkenna það. Það er bara eins og það er. Þannig að vonandi verður þetta bara slegið á puttana, áminning. Þetta var klaufalegt, aldrei leikbann.“ Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, tók í svipaðan streng í viðtali eftir leik gegn Þórsurum í gær en hann hafði þá fengið veður af mögulegu banni. Innslagið í heild ásamt ummælum Arnars má sjá hér að neðan.
Körfubolti Subway-deild karla Hamar Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum