Norðlingaskóla breytt í Hogwarts: „Þau blómstra“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. janúar 2024 20:00 Gríðarlegur metnaður er í búningum og skreytingum eins og sést. Þessi mynd er tekin á heimavist Gryffindor. Vísir/Arnar Norðlingaskóli er nánast óþekkjanlegur en honum hefur verið breytt í einn frægasta galdraskóla heims, Hogwarts þar sem nemendurnir keppa í þrautum og leysa námsverkefni á óhefðbundinn hátt. Kennararnir segja að það mætti gera meira af því að kenna börnum í gegnum leik enda blómstra börnin. Líkt og í galdraskólanum hefur nemendum á unglingastigi í Norðlingaskóla verði skipt á heimavistirnar: Gryffindor, Hufflepuff, Ravenclaw og Slytherin. Hver og ein heimavist er skreytt á metnaðarfullan hátt og keppa þær í ýmsum þrautum, undirbúa hópatriði og leysa námsverkefni - allt með áherslu á samstöðu og hópefli. Galdraseyði og Quidditch „Þau eru búin að vera að búa til galdraseyði og hafa gera fréttir í spámannstíðindum,“ sagði Fanney Snorradóttir, kennari við skólann. „Við vorum að skreyta stofurnar, svo eru alls konar vistaverkefni sem maður á að gera til að fá stig. Við vorum að enda við að keppa í Quidditch þar sem Slytherinn, sem er mitt lið vann. Það er mjög virt keppni,“ sagði Ingvi Þór Freysson, 14 ára nemandi. „Þau fá svolítið frelsi. Þau fara ein eiginlega án okkar kennaranna og eru að búa til sitt atriði svo sýna þau okkur þau og breytingarnar hér inni,“ sagði Hafdís Helgadóttir, stærðfræðikennari. Þjálfi félagsfærni Nemendurnir eru hrifnir. „Þetta er skemmtilegt og það er gaman að hóparnir vinna allir saman og læra,“ sagði Eydís Dröfn Fannarsdóttir, 15 ára nemandi við skólann. „Það sem er svo skemmtilegt og áhugavert við þetta í skólastarfinu er hvað þetta hefur gríðarlega jákvæð áhrif á félagsfærni og alla jákvæðni á skólabraginn, sagði Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri sem í dag var klædd sem Dumbledore, skólastjóri Hogwarts. Nemendurnir hafa meðal annars lært að gera galdraseyði eins og sönnum galdramönnum sæmir.stöð 2/skjáskot Læri helling „Við förum í tíma, þrjá tíma á dag og þá erum við að læra alls konar tengdu Harry Potter með stærfræðiívafi eða íslenskuívafi. Þannig við erum að læra fullt á meðan við erum að skemmta okkur,“ bætir Ingvi Þór við. Og búningarnir eru sérlega metnaðarfullir. Eiga allir kennarar skólans svona búninga í skápnum? „Fólk fer og leitar til vina, setur saman sjálft og hjálpar hvor öðru,“ segir skólastjórinn. „Systir mín er kjólaklæðskeri. Hún saumaði þetta á mig. Gera það ekki allir?“ spyr Fanney. Hvaða búningur er flottastur? „Okkar, ljónið,“ segir Hinrik Örn Óskarsson, 15 ára. Nemendur blómstri sem aldrei fyrr Krakkarnir segja vikuna hafa slegið í gegn og vilja meira. „Þetta er annað hvert ár, það væri ekki leiðinlegt að hafa þetta hvert einasta ár.“ Aðspurðar segja kennararnir algjörlega tilefni til að gera meira af því að kenna nemendum í gegnum leik, enda sjá þær nemendur skríða út úr skelinni og blómstra á þemadögunum. „Bara hundrað prósent, maður sér leiðtogahæfni, listamennina. Þau springa út og blómstra,“ segir Hafdís. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Líkt og í galdraskólanum hefur nemendum á unglingastigi í Norðlingaskóla verði skipt á heimavistirnar: Gryffindor, Hufflepuff, Ravenclaw og Slytherin. Hver og ein heimavist er skreytt á metnaðarfullan hátt og keppa þær í ýmsum þrautum, undirbúa hópatriði og leysa námsverkefni - allt með áherslu á samstöðu og hópefli. Galdraseyði og Quidditch „Þau eru búin að vera að búa til galdraseyði og hafa gera fréttir í spámannstíðindum,“ sagði Fanney Snorradóttir, kennari við skólann. „Við vorum að skreyta stofurnar, svo eru alls konar vistaverkefni sem maður á að gera til að fá stig. Við vorum að enda við að keppa í Quidditch þar sem Slytherinn, sem er mitt lið vann. Það er mjög virt keppni,“ sagði Ingvi Þór Freysson, 14 ára nemandi. „Þau fá svolítið frelsi. Þau fara ein eiginlega án okkar kennaranna og eru að búa til sitt atriði svo sýna þau okkur þau og breytingarnar hér inni,“ sagði Hafdís Helgadóttir, stærðfræðikennari. Þjálfi félagsfærni Nemendurnir eru hrifnir. „Þetta er skemmtilegt og það er gaman að hóparnir vinna allir saman og læra,“ sagði Eydís Dröfn Fannarsdóttir, 15 ára nemandi við skólann. „Það sem er svo skemmtilegt og áhugavert við þetta í skólastarfinu er hvað þetta hefur gríðarlega jákvæð áhrif á félagsfærni og alla jákvæðni á skólabraginn, sagði Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri sem í dag var klædd sem Dumbledore, skólastjóri Hogwarts. Nemendurnir hafa meðal annars lært að gera galdraseyði eins og sönnum galdramönnum sæmir.stöð 2/skjáskot Læri helling „Við förum í tíma, þrjá tíma á dag og þá erum við að læra alls konar tengdu Harry Potter með stærfræðiívafi eða íslenskuívafi. Þannig við erum að læra fullt á meðan við erum að skemmta okkur,“ bætir Ingvi Þór við. Og búningarnir eru sérlega metnaðarfullir. Eiga allir kennarar skólans svona búninga í skápnum? „Fólk fer og leitar til vina, setur saman sjálft og hjálpar hvor öðru,“ segir skólastjórinn. „Systir mín er kjólaklæðskeri. Hún saumaði þetta á mig. Gera það ekki allir?“ spyr Fanney. Hvaða búningur er flottastur? „Okkar, ljónið,“ segir Hinrik Örn Óskarsson, 15 ára. Nemendur blómstri sem aldrei fyrr Krakkarnir segja vikuna hafa slegið í gegn og vilja meira. „Þetta er annað hvert ár, það væri ekki leiðinlegt að hafa þetta hvert einasta ár.“ Aðspurðar segja kennararnir algjörlega tilefni til að gera meira af því að kenna nemendum í gegnum leik, enda sjá þær nemendur skríða út úr skelinni og blómstra á þemadögunum. „Bara hundrað prósent, maður sér leiðtogahæfni, listamennina. Þau springa út og blómstra,“ segir Hafdís.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira