„Hún var eins og sprengja inn á vellinum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2024 16:30 Elísabet Thelma Róbertsdóttir (númer tólf) fagnar sigri með liðsfélögum sínum í gær. Vísir/Diego Elísabet Thelma Róbertsdóttir átti frábæra innkomu í Íslandsmeistaralið Vals í Subway deild kvenna í körfubolta í gær þegar liðið kom til baka með frábærum lokaleikhluta og vann langþráðan sigur. Elísabet skoraði fimm stig í leiknum en það var ekki síst barátta hennar og varnarleikur sem gerði gæfumuninn. Það sást vel á plús og mínus en Valur vann með fimmtán stigum þær átján mínútur sem hún spilaði. Körfuboltakvöld þótt líka ástæða til að taka fyrir frammistöðu Valskonunnar. Valur var níu stigum undir fyrir lokaleikhlutann en vann leikinn með fimm stiga mun, 80-75. Íslandsmeistararnir enduðu þar með fjögurra leikja taphrinu sína. „Elísabet Róbertsdóttir er stelpa fædd árið 2002 og búin að vera í Val lengi. Hún hefur aldrei fengið almennilega tækifærið. Hún kemur inn á í fjórða leikhluta og breytir leiknum eins og Hjalti (Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals) talað sjálfur um,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds kvenna. „Við höfðum orð á því þegar við vorum að horfa á leikinn hérna að þegar hún fær tækifærið þá finnst mér hún alltaf koma inn af krafti. Hún var ekkert að setja boltann í körfuna en hún gjörsamlega slökkti á henni Rachel og var allt í öllu,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, annar sérfræðingur þáttarins. Raquel Laneiro var búin að fara mikinn í leiknum en aðeins 5 af 26 stigum hennar komu í fjórða leikhlutanum. „Hún var eins og sprengja inn á vellinum og þetta smitar svo út frá sér. Þú ert með einhvern sem er tilbúin að gera allt hundrað prósent og þá koma hinar með. Þetta var flott hjá henni,“ sagði Ólöf Helga. „Það er ótrúlega gaman að sjá. Nú er liðið án Hildar (Bjargar Kjartansdóttur) og án Söru (Líf Boama) sem er búin að vera mikilvægur varnarmaður í Valsliðinu. Beta (Elísabet) nýtir þessar mínútur sem hún er að fá ótrúlega vel,“ sagði Berglind Gunnarsdóttir, annar sérfræðingur þáttarins. „Hún berst eins og ljón og er á fullu allan tímann,“ sagði Berglind. „Hún ætlaði ekki að tapa þessu,“ skaut Ólöf inn í. „Það er gaman að sjá hvað hún er búin að bæta sig og líka það að hún sé að fá þetta tækifæri og traust,“ sagði Berglind. Það má sjá alla umfjöllunina um Elísabetu hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Innkoma Elísabetu Subway-deild kvenna Valur Fjölnir Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Handbolti Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira
Elísabet skoraði fimm stig í leiknum en það var ekki síst barátta hennar og varnarleikur sem gerði gæfumuninn. Það sást vel á plús og mínus en Valur vann með fimmtán stigum þær átján mínútur sem hún spilaði. Körfuboltakvöld þótt líka ástæða til að taka fyrir frammistöðu Valskonunnar. Valur var níu stigum undir fyrir lokaleikhlutann en vann leikinn með fimm stiga mun, 80-75. Íslandsmeistararnir enduðu þar með fjögurra leikja taphrinu sína. „Elísabet Róbertsdóttir er stelpa fædd árið 2002 og búin að vera í Val lengi. Hún hefur aldrei fengið almennilega tækifærið. Hún kemur inn á í fjórða leikhluta og breytir leiknum eins og Hjalti (Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals) talað sjálfur um,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds kvenna. „Við höfðum orð á því þegar við vorum að horfa á leikinn hérna að þegar hún fær tækifærið þá finnst mér hún alltaf koma inn af krafti. Hún var ekkert að setja boltann í körfuna en hún gjörsamlega slökkti á henni Rachel og var allt í öllu,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, annar sérfræðingur þáttarins. Raquel Laneiro var búin að fara mikinn í leiknum en aðeins 5 af 26 stigum hennar komu í fjórða leikhlutanum. „Hún var eins og sprengja inn á vellinum og þetta smitar svo út frá sér. Þú ert með einhvern sem er tilbúin að gera allt hundrað prósent og þá koma hinar með. Þetta var flott hjá henni,“ sagði Ólöf Helga. „Það er ótrúlega gaman að sjá. Nú er liðið án Hildar (Bjargar Kjartansdóttur) og án Söru (Líf Boama) sem er búin að vera mikilvægur varnarmaður í Valsliðinu. Beta (Elísabet) nýtir þessar mínútur sem hún er að fá ótrúlega vel,“ sagði Berglind Gunnarsdóttir, annar sérfræðingur þáttarins. „Hún berst eins og ljón og er á fullu allan tímann,“ sagði Berglind. „Hún ætlaði ekki að tapa þessu,“ skaut Ólöf inn í. „Það er gaman að sjá hvað hún er búin að bæta sig og líka það að hún sé að fá þetta tækifæri og traust,“ sagði Berglind. Það má sjá alla umfjöllunina um Elísabetu hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Innkoma Elísabetu
Subway-deild kvenna Valur Fjölnir Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Handbolti Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira