Þrjú snilldarráð fyrir góð samskipti Rakel Sveinsdóttir skrifar 12. janúar 2024 07:00 Það getur hjálpað öðru fólki að skilja okkur betur ef við náum að vanda okkur betur í samskiptum, hvort heldur sem er í einkalífinu eða vinnunni. Í dag lærum við þrjú einföld ráð sem geta hjálpað okkur í að þjálfa okkur sjálf. Vísir/Getty Góð samskipti eru alltaf lykilatriði. Hvort heldur sem er í leik eða starfi. Við viljum öll standa okkur sem best í góðum samskiptum en eigum það mögulega til að gleyma okkur. Svörum fólki annars hugar. Hlustum bara með öðru eyranu. Vöndum okkur ekki nóg þegar við erum að tala. Eða tölum umhugsunarlaust. Segjum Ha, sko, hmmm, jaaaa, þú skilur ….. alls kyns orð sem eru óþörf. Endurtökum okkur. Greinahöfundur á FastCompany gefur góð ráð sem hjálpa okkur að vera betur vakandi yfir þessu. Þetta eru þrjú ráð sem viðkomandi segir að svínvirki. Hugsaðu um öndunina þína þegar þú talar. Hvers vegna? Jú, það sem gerist er að ósjálfrátt sleppum við þá frekar þessum óþarfa orðum sem of oft slæðast með hjá okkur þegar að við tölum. Þessi sko og þú skilur…… Það sem gerist líka er að við róum taugakerfið með önduninni og erum því líklegri til að standa okkur betur í samskiptum. Margir segja að öndun ofan í maga sé lykillinn og á Youtube er hægt að finna efni og æfingar fyrir góða öndun. Íslenska orðatiltækið segir reyndar ,,andaðu með nefinu“ en það á betur við þegar við erum að hlusta og viljum vera yfirveguð þegar við svörum. Til að æfa okkur getum við prófað að hugsa um öndunina okkar þegar við erum á fundum, þó þannig að við séum virk í hlustun. Eins þegar við sjálf tölum, hvort sem er við vinnufélaga eða fjölskyldu og vini. Með því að vera dugleg að æfa okkur, kemst þetta upp í vana og það er til dæmis sagt að okkur geti gengið betur að segja hvað okkur finnst þegar við verðum góð í þessu, því að fólk á einfaldlega auðveldara með að skilja okkur. Við verðum skýrari í tali. Næst er að skoða hvernig við tjáum okkur með líkamanum og hreyfingum. Til að æfa okkur er ágætt að fylgjast svolítið með öðru fólki, hvaða fólk er það sem okkur finnst framúrskarandi gott í samskiptum, meðal annars hvernig það beitir sér í líkamstjáningu, augnsambandi og svo framvegis. Besta æfingin felst samt í að rýna í það hvernig við erum sjálf. Horfum við í augu á fólki, erum við róleg, notum við hendurnar, erum við á iði? Æfing getur til dæmis falist í því að þegar við erum að tala við fólk í síma að vera fyrir framan spegil eða reyna að sjá okkur speglast í gleri þegar það er hægt. Fara sjónrænt í gegnum það í huganum hvernig við vorum í samtali fyrr í dag og svo framvegis. 1,2 og 3….. Þá er það að hægja á okkur. Því það sem við gerum flest ósjálfrátt er að svara og fara að tala án þess að hugsa. Best er að temja okkur alltaf augnabliksþögn áður en við tölum. Þannig að hugsunin komist að áður en samskiptin fara af stað. Við eigum það líka til að grípa fram í fyrir öðru fólki. Til að hjálpa okkur að hægja á er gott að sameina þetta tvennt sem búið er að nefna: Að hugsa um öndunina okkar og hvernig líkamstjáningin okkar er. Þetta getum við gert með því að draga andan djúpt, telja upp á þremur áður en við svörum, ná augnsambandi áður en við förum að tala, anda með nefinu á meðan aðrir eru að tala. Finna leið sem virkar best fyrir okkur. Góðu ráðin Tengdar fréttir Að líka illa við yfirmanninn sinn Yfirmenn hafa mikið um það að segja hver starfsánægja fólks er í vinnunni. Á hvorn veginn sem það síðan virkar: Upp eða niður á við. 18. desember 2023 07:00 Gervigreindin gefur ráð: Svona færðu draumastarfið þitt Að sjálfsögðu leitar Atvinnulífið í AI Chat þegar það á við og auðvitað klárum við ekki árið nema að athuga hvað gervigreindin segir okkur með starfsframann og draumastarfið. 15. desember 2023 07:01 Að takast á við leiðinlegustu samstarfsfélagana Þrátt fyrir orðatiltækið „við getum valið okkur vini en ekki vandamenn,“ er ekkert sambærilegt orðatiltæki til yfir leiðinlega samstarfsfélaga. 6. nóvember 2023 07:01 Óstundvísi: Alltaf sama fólkið og stuðar alla í kring Það er einn hundleiðinlegur vani sem því miður sumir hafa: Þeir eru alltaf of seinir. Mæta aðeins of seint til vinnu. Eru aðeins lengur í hádegismat, mætir síðast á alla fundi og svo framvegis. 20. október 2023 07:00 Sjálfið okkar: Að takast á við höfnun í kjölfar atvinnuviðtala Það myndu allir vinir og vandamenn segja það sama við þig ef þú færir í atvinnuviðtal sem síðan kæmi í ljós að hefði ekki gengið eftir sem skyldi: 15. september 2023 07:01 Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Sjá meira
Svörum fólki annars hugar. Hlustum bara með öðru eyranu. Vöndum okkur ekki nóg þegar við erum að tala. Eða tölum umhugsunarlaust. Segjum Ha, sko, hmmm, jaaaa, þú skilur ….. alls kyns orð sem eru óþörf. Endurtökum okkur. Greinahöfundur á FastCompany gefur góð ráð sem hjálpa okkur að vera betur vakandi yfir þessu. Þetta eru þrjú ráð sem viðkomandi segir að svínvirki. Hugsaðu um öndunina þína þegar þú talar. Hvers vegna? Jú, það sem gerist er að ósjálfrátt sleppum við þá frekar þessum óþarfa orðum sem of oft slæðast með hjá okkur þegar að við tölum. Þessi sko og þú skilur…… Það sem gerist líka er að við róum taugakerfið með önduninni og erum því líklegri til að standa okkur betur í samskiptum. Margir segja að öndun ofan í maga sé lykillinn og á Youtube er hægt að finna efni og æfingar fyrir góða öndun. Íslenska orðatiltækið segir reyndar ,,andaðu með nefinu“ en það á betur við þegar við erum að hlusta og viljum vera yfirveguð þegar við svörum. Til að æfa okkur getum við prófað að hugsa um öndunina okkar þegar við erum á fundum, þó þannig að við séum virk í hlustun. Eins þegar við sjálf tölum, hvort sem er við vinnufélaga eða fjölskyldu og vini. Með því að vera dugleg að æfa okkur, kemst þetta upp í vana og það er til dæmis sagt að okkur geti gengið betur að segja hvað okkur finnst þegar við verðum góð í þessu, því að fólk á einfaldlega auðveldara með að skilja okkur. Við verðum skýrari í tali. Næst er að skoða hvernig við tjáum okkur með líkamanum og hreyfingum. Til að æfa okkur er ágætt að fylgjast svolítið með öðru fólki, hvaða fólk er það sem okkur finnst framúrskarandi gott í samskiptum, meðal annars hvernig það beitir sér í líkamstjáningu, augnsambandi og svo framvegis. Besta æfingin felst samt í að rýna í það hvernig við erum sjálf. Horfum við í augu á fólki, erum við róleg, notum við hendurnar, erum við á iði? Æfing getur til dæmis falist í því að þegar við erum að tala við fólk í síma að vera fyrir framan spegil eða reyna að sjá okkur speglast í gleri þegar það er hægt. Fara sjónrænt í gegnum það í huganum hvernig við vorum í samtali fyrr í dag og svo framvegis. 1,2 og 3….. Þá er það að hægja á okkur. Því það sem við gerum flest ósjálfrátt er að svara og fara að tala án þess að hugsa. Best er að temja okkur alltaf augnabliksþögn áður en við tölum. Þannig að hugsunin komist að áður en samskiptin fara af stað. Við eigum það líka til að grípa fram í fyrir öðru fólki. Til að hjálpa okkur að hægja á er gott að sameina þetta tvennt sem búið er að nefna: Að hugsa um öndunina okkar og hvernig líkamstjáningin okkar er. Þetta getum við gert með því að draga andan djúpt, telja upp á þremur áður en við svörum, ná augnsambandi áður en við förum að tala, anda með nefinu á meðan aðrir eru að tala. Finna leið sem virkar best fyrir okkur.
Góðu ráðin Tengdar fréttir Að líka illa við yfirmanninn sinn Yfirmenn hafa mikið um það að segja hver starfsánægja fólks er í vinnunni. Á hvorn veginn sem það síðan virkar: Upp eða niður á við. 18. desember 2023 07:00 Gervigreindin gefur ráð: Svona færðu draumastarfið þitt Að sjálfsögðu leitar Atvinnulífið í AI Chat þegar það á við og auðvitað klárum við ekki árið nema að athuga hvað gervigreindin segir okkur með starfsframann og draumastarfið. 15. desember 2023 07:01 Að takast á við leiðinlegustu samstarfsfélagana Þrátt fyrir orðatiltækið „við getum valið okkur vini en ekki vandamenn,“ er ekkert sambærilegt orðatiltæki til yfir leiðinlega samstarfsfélaga. 6. nóvember 2023 07:01 Óstundvísi: Alltaf sama fólkið og stuðar alla í kring Það er einn hundleiðinlegur vani sem því miður sumir hafa: Þeir eru alltaf of seinir. Mæta aðeins of seint til vinnu. Eru aðeins lengur í hádegismat, mætir síðast á alla fundi og svo framvegis. 20. október 2023 07:00 Sjálfið okkar: Að takast á við höfnun í kjölfar atvinnuviðtala Það myndu allir vinir og vandamenn segja það sama við þig ef þú færir í atvinnuviðtal sem síðan kæmi í ljós að hefði ekki gengið eftir sem skyldi: 15. september 2023 07:01 Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Sjá meira
Að líka illa við yfirmanninn sinn Yfirmenn hafa mikið um það að segja hver starfsánægja fólks er í vinnunni. Á hvorn veginn sem það síðan virkar: Upp eða niður á við. 18. desember 2023 07:00
Gervigreindin gefur ráð: Svona færðu draumastarfið þitt Að sjálfsögðu leitar Atvinnulífið í AI Chat þegar það á við og auðvitað klárum við ekki árið nema að athuga hvað gervigreindin segir okkur með starfsframann og draumastarfið. 15. desember 2023 07:01
Að takast á við leiðinlegustu samstarfsfélagana Þrátt fyrir orðatiltækið „við getum valið okkur vini en ekki vandamenn,“ er ekkert sambærilegt orðatiltæki til yfir leiðinlega samstarfsfélaga. 6. nóvember 2023 07:01
Óstundvísi: Alltaf sama fólkið og stuðar alla í kring Það er einn hundleiðinlegur vani sem því miður sumir hafa: Þeir eru alltaf of seinir. Mæta aðeins of seint til vinnu. Eru aðeins lengur í hádegismat, mætir síðast á alla fundi og svo framvegis. 20. október 2023 07:00
Sjálfið okkar: Að takast á við höfnun í kjölfar atvinnuviðtala Það myndu allir vinir og vandamenn segja það sama við þig ef þú færir í atvinnuviðtal sem síðan kæmi í ljós að hefði ekki gengið eftir sem skyldi: 15. september 2023 07:01