Suðurlandið heldur uppi merki Íslands á Wodapalooza mótinu í Miami Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2024 14:01 Íslenski hópurinn á Wodapalooza. Talið frá vinstri: Breki Þórðarson, Tindur Eliasen, Guðbjörg Valdimarsdóttir, Björgvin Karl Guðmundsson. Bergrós Björnsdóttir og Eggert Ólafsson þjálfari. @brekibjola Ísland á þrjá flotta keppendur í meistaraflokki á Wodapalooza CrossFit stórmótinu í ár, einn í einstaklingskeppninni og tvo í liðakeppni og þeir eiga eitt sameiginlegt. Að auki keppa síðan tveir aðrir Íslendingar á mótinu. Wodapalooza mótið hefst í Miami á Flórída í dag og stendur yfir til sunnudags. Þetta er eitt stærsta CrossFit mót ársins. Hin unga Bergrós Björnsdóttir er sú eina sem keppnir í einstaklingskeppni mótsins en hún fékk boð um að færa sig úr unglingaflokki yfir í meistaraflokk kvenna. Bergrós vann brons í unglingaflokki á síðustu heimsleikum og er ríkjandi Íslandsmeistari kvenna í CrossFit. Hún var aðeins sextán ára þegar hún varð Íslandsmeistari og setti með því met. Hvergerðingarnir Björgvin Karl Guðmundsson og Guðbjörg Valdimarsdóttir keppa bæði í liðakeppninni en eru þó ekki í sama liðinu. Björgvin Karl, okkar öflugasti CrossFit maður í meira en áratug, er í liði með Patrick Vellner frá Kanada og Travis Mayer frá Bandaríkjunum. Liðið ber nafnið Tres Leches. Guðbjörg, sem varð Íslandsmeistari kvenna í CrossFit árið 2022 og öðru sæti á síðasta Íslandsmeistaramóti, er í liði með Nicole Crouch frá Bretlandi og Katie Brock frá Nýja-Sjálandi. Liðið ber nafnið NGH. Fyrir utan keppni í meistaraflokkunum þá eiga Íslendingar einnig tvo aðra keppendur á mótinu. Breki Þórðarson keppir í flokki fatlaðra en hann var með á heimsleikunum í fyrra. Breki fæddist með sjaldgæfan fæðingargalla og er einhentur en lætur það ekki stoppa sig. Tindur Eliasen keppir síðan í unglingaflokknum en hann komst í gegnum undankeppnina eins og Bergrós. Tindur hefur oftar en einu sinni orðið Íslandsmeisari í CrossFit í sínum aldursflokki. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) CrossFit Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Wodapalooza mótið hefst í Miami á Flórída í dag og stendur yfir til sunnudags. Þetta er eitt stærsta CrossFit mót ársins. Hin unga Bergrós Björnsdóttir er sú eina sem keppnir í einstaklingskeppni mótsins en hún fékk boð um að færa sig úr unglingaflokki yfir í meistaraflokk kvenna. Bergrós vann brons í unglingaflokki á síðustu heimsleikum og er ríkjandi Íslandsmeistari kvenna í CrossFit. Hún var aðeins sextán ára þegar hún varð Íslandsmeistari og setti með því met. Hvergerðingarnir Björgvin Karl Guðmundsson og Guðbjörg Valdimarsdóttir keppa bæði í liðakeppninni en eru þó ekki í sama liðinu. Björgvin Karl, okkar öflugasti CrossFit maður í meira en áratug, er í liði með Patrick Vellner frá Kanada og Travis Mayer frá Bandaríkjunum. Liðið ber nafnið Tres Leches. Guðbjörg, sem varð Íslandsmeistari kvenna í CrossFit árið 2022 og öðru sæti á síðasta Íslandsmeistaramóti, er í liði með Nicole Crouch frá Bretlandi og Katie Brock frá Nýja-Sjálandi. Liðið ber nafnið NGH. Fyrir utan keppni í meistaraflokkunum þá eiga Íslendingar einnig tvo aðra keppendur á mótinu. Breki Þórðarson keppir í flokki fatlaðra en hann var með á heimsleikunum í fyrra. Breki fæddist með sjaldgæfan fæðingargalla og er einhentur en lætur það ekki stoppa sig. Tindur Eliasen keppir síðan í unglingaflokknum en hann komst í gegnum undankeppnina eins og Bergrós. Tindur hefur oftar en einu sinni orðið Íslandsmeisari í CrossFit í sínum aldursflokki. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza)
CrossFit Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira