Þrjú rauð spjöld og skotblysaslagur í ítalska bikarnum Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. janúar 2024 19:09 Hér sjást aðdáendur AS Roma munda skotblys og reyksprengjur fyrir leik gegn erkifjendum sínum, Lazio. Ivan Romano/Getty Images Nágrannaliðin Lazio og AS Roma áttust við í 8-liða úrslitum ítalska bikarsins í kvöld. Leiknum lauk með 1-0 sigri Lazio, Mattia Zaccagni skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu, þrír leikmenn fengu svo að líta rautt spjald á lokamínútunum. Mikil eftirvænting var meðal áhorfenda eins og alltaf þegar þessir tveir erkifjendur mætast. Fyrir leik mátti sjá tvo hópa beina skotblysum að hvorum öðrum, við litla hrifningu öryggisvarða og lögreglu. Oh it’s happening #LazioRoma 🧨 pic.twitter.com/mxyJF4h7Ta— Wayne Girard (@WayneinRome) January 10, 2024 Annars dró lítið til tíðinda í fyrri hálfleiknum. Paulo Dybala fór meiddur af velli í hálfleik, alvarleiki meiðslanna liggur ekki enn fyrir. Í upphafi seinni hálfleiks stöðvaði aðstoðardómari í VAR herberginu leikinn og dæmdi vítaspyrnu, Lazio í vil. Mattia Zaccagni fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Mikill hiti var innan sem utan vallar á leiknum í kvöld, í kjölfar vítaspyrnudómsins var töluvert um ágreining og orðaskipti milli leikmanna. Fjórir fengu að líta guld spjald, tveir úr hvoru liði. Það ætlaði svo allt um koll að keyra á lokamínútum leiksins, Rómverjar reyndu að sækja jöfnunarmarkið og Lazio liðið reyndi að hægja á leiknum og tefja hann eins mikið og mögulegt var. Luca Pellegrini og Pedro, leikmenn Lazio, fengu báðir gult fyrir leiktöf, sá síðarnefndi fékk svo rautt spjald fyrir að mótmæla gula spjaldinu sínu. Rómverjar voru þrátt fyrir það ekki sáttir með dómara leiksins, Sardar Azmoun og Gianluca Mancini fengu báðir beint rautt spjald fyrir orðaskipti við dómarann. Allt kom það fyrir ekkert, engin fleiri mörk litu dagsins ljós og Lazio heldur áfram í undanúrslit bikarsins. Ítalski boltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira
Mikil eftirvænting var meðal áhorfenda eins og alltaf þegar þessir tveir erkifjendur mætast. Fyrir leik mátti sjá tvo hópa beina skotblysum að hvorum öðrum, við litla hrifningu öryggisvarða og lögreglu. Oh it’s happening #LazioRoma 🧨 pic.twitter.com/mxyJF4h7Ta— Wayne Girard (@WayneinRome) January 10, 2024 Annars dró lítið til tíðinda í fyrri hálfleiknum. Paulo Dybala fór meiddur af velli í hálfleik, alvarleiki meiðslanna liggur ekki enn fyrir. Í upphafi seinni hálfleiks stöðvaði aðstoðardómari í VAR herberginu leikinn og dæmdi vítaspyrnu, Lazio í vil. Mattia Zaccagni fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Mikill hiti var innan sem utan vallar á leiknum í kvöld, í kjölfar vítaspyrnudómsins var töluvert um ágreining og orðaskipti milli leikmanna. Fjórir fengu að líta guld spjald, tveir úr hvoru liði. Það ætlaði svo allt um koll að keyra á lokamínútum leiksins, Rómverjar reyndu að sækja jöfnunarmarkið og Lazio liðið reyndi að hægja á leiknum og tefja hann eins mikið og mögulegt var. Luca Pellegrini og Pedro, leikmenn Lazio, fengu báðir gult fyrir leiktöf, sá síðarnefndi fékk svo rautt spjald fyrir að mótmæla gula spjaldinu sínu. Rómverjar voru þrátt fyrir það ekki sáttir með dómara leiksins, Sardar Azmoun og Gianluca Mancini fengu báðir beint rautt spjald fyrir orðaskipti við dómarann. Allt kom það fyrir ekkert, engin fleiri mörk litu dagsins ljós og Lazio heldur áfram í undanúrslit bikarsins.
Ítalski boltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira