Guðrún Jónsdóttir er látin Jón Þór Stefánsson skrifar 10. janúar 2024 18:26 Guðrún Jónsdóttir. Baráttukonan Guðrún Jónsdóttir er látin 91 árs að aldri. Hún fæddist þann sextánda júní 1931 og lætur eftir sig eina dóttur, Ragnheiði Thorlacius, fyrrverandi héraðsdómara. Hún lést í gær á hjúkrunarheimilinu Móbergi á Selfossi. Guðrún átti mikinn þátt í stofnun Stígamóta árið 1990 og var oddviti Kvennaframboðsins og sat í borgarstjórn Reykjavíkur árið 1982 til 1986. Hún kom einnig að stofnun Kvennaathvarfs og Samtaka kvenna á vinnumarkaði. Heimildin greinir frá andláti Guðrúnar. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri miðilsins, skrifar fréttina, en hún gaf út ævisögu Guðrúnar um síðustu jól, Ég verð aldrei ungfrú meðfærileg. „Þegar ég hef séð eitthvað og fundist að eitthvað þurfi að gera í því, þá legg ég það ógjarnan til hliðar, fyrr enn ég er búinn að vinna það í gegn. Það er bæði kostur og löstur,“ sagði Guðrún aðspurð um hvað hafi drifið sig áfram í söfnunarþætti fyrir Stígamót árið 2016 sem var sýndur á Stöð 2. „Ég held að ég hafi alltaf gert mér grein fyrir því að það yrði á brattan að sækja, og það var það svo sannarlega. Því fólk vildi ekki vita um þessa andstyggilegu hluti. Þetta var alltof mikið ógn við samfélagið.“ Málþing til heiðurs Guðrúnar var haldið í lok nóvember á þessu ári. „Hún er snillingur í að virkja grasrótina, óhrædd, eldklár, skrifaði doktorsritgerðina sína um kynferðisofbeldi þannig að það var ákaflega vel vandað til verka við tilurð Stígamóta. Mig langar bara að segja að ég er svo þakklát fyrir að sagan hennar sé komin á bók vegna þess að mér finnst að sagan hennar Guðrúnar sé saga okkar allra,“ sagði Guðrún Jónsdóttir yngri, fyrrverandi talskona Stígamóta, við fréttastofu vegna málþingsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Andlát Tengdar fréttir Hann var grípandi um brjóstin á mér eða rassinn Dr. Guðrún Jónsdóttir stígur fram og lýsir kynferðislegri áreitni sem hún varð fyrir í borgarstjórn. 25. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Guðrún átti mikinn þátt í stofnun Stígamóta árið 1990 og var oddviti Kvennaframboðsins og sat í borgarstjórn Reykjavíkur árið 1982 til 1986. Hún kom einnig að stofnun Kvennaathvarfs og Samtaka kvenna á vinnumarkaði. Heimildin greinir frá andláti Guðrúnar. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri miðilsins, skrifar fréttina, en hún gaf út ævisögu Guðrúnar um síðustu jól, Ég verð aldrei ungfrú meðfærileg. „Þegar ég hef séð eitthvað og fundist að eitthvað þurfi að gera í því, þá legg ég það ógjarnan til hliðar, fyrr enn ég er búinn að vinna það í gegn. Það er bæði kostur og löstur,“ sagði Guðrún aðspurð um hvað hafi drifið sig áfram í söfnunarþætti fyrir Stígamót árið 2016 sem var sýndur á Stöð 2. „Ég held að ég hafi alltaf gert mér grein fyrir því að það yrði á brattan að sækja, og það var það svo sannarlega. Því fólk vildi ekki vita um þessa andstyggilegu hluti. Þetta var alltof mikið ógn við samfélagið.“ Málþing til heiðurs Guðrúnar var haldið í lok nóvember á þessu ári. „Hún er snillingur í að virkja grasrótina, óhrædd, eldklár, skrifaði doktorsritgerðina sína um kynferðisofbeldi þannig að það var ákaflega vel vandað til verka við tilurð Stígamóta. Mig langar bara að segja að ég er svo þakklát fyrir að sagan hennar sé komin á bók vegna þess að mér finnst að sagan hennar Guðrúnar sé saga okkar allra,“ sagði Guðrún Jónsdóttir yngri, fyrrverandi talskona Stígamóta, við fréttastofu vegna málþingsins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Andlát Tengdar fréttir Hann var grípandi um brjóstin á mér eða rassinn Dr. Guðrún Jónsdóttir stígur fram og lýsir kynferðislegri áreitni sem hún varð fyrir í borgarstjórn. 25. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Hann var grípandi um brjóstin á mér eða rassinn Dr. Guðrún Jónsdóttir stígur fram og lýsir kynferðislegri áreitni sem hún varð fyrir í borgarstjórn. 25. nóvember 2017 09:00