„Við megum ekki sitja eftir“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2024 13:30 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir spilaði 102 A-landsleiki fyrir Ísland og alls 109 leiki fyrir öll landslið. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Knattspyrnusamband Íslands ætlar að hagnýta knattspyrnuvísindin í afreksstarfi sínu og hefur sett á laggirnar nýtt verkefni sem er fjármagnað að fullu af Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA. Verkefnið heyrir undir knattspyrnusvið KSÍ og er ætlað að efla afreksstarf sambandsins enn frekar. Þetta verkefni er fjármagnað að fullu af FIFA í gegnum FIFA TDS (Talent Development Scheme), sem var stofnað til að styðja við og stuðla að samkeppnishæfni knattspyrnusambanda og landsliða víðs vegar um heiminn. Knattspyrnusamband Íslands segir frá verkefninu á heimsíðu sinni. Gunnhildur Yrsa styrktar- og þolþjálfari landsliða Þrír starfsmenn mun vinna við þetta verkefni en það eru þau Grímur Gunnarsson, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Tom Goodall. Grímur Gunnarsson, sem hefur starfað sem sálfræðingur KSÍ undanfarin tvö ár og unnið náið með kvennalandsliði Íslands og yngri landsliðunum, mun leiða sviðið ásamt því að halda áfram sem sálfræðingur landsliða. Hann mun sinna verkefnum tengdum andlegri heilsu og sálfræðilegri færni ásamt því að koma á auknu samstarfi við háskólasamfélagið og félögin á þeim sviðum. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, sem leikið hefur 102 leiki fyrir A-landslið kvenna, mun hafa yfirumsjón með þol- og styrktarþjálfun hjá yngri landsliðum karla og kvenna ásamt því að vera styrktar- og þolþjálfari A-landsliðs kvenna. Tom Goodall, sem starfað hefur við leikgreiningu hjá A-landsliðum karla og kvenna síðustu ár og hefur mikla reynslu á því sviði, mun stýra vinnu tengdri leikgreiningu hjá landsliðum Íslands. Verðum að fjárfesta í afreksstarfinu „Við megum ekki sitja eftir og verðum að fjárfesta í afreksstarfinu, í bættum árangri, afreksverkefnum með tengslum við tækni, rannsóknir og vísindalega vinnu, eins og svo mörg knattspyrnusambönd í Evrópu eru að gera,“ sagði Jörundur Áki Sveinsson, sviðsstjóri knattspyrnusviðs KSÍ, í frétt á heimasíðu sambandsins. „Við höfum lagt grunn að þessu verkefni undanfarin ár með aukningu í fræðslu og stuðningi við leikmenn landsliðanna, leikgreiningu og umgjörð í kringum landsliðin okkar, erum að hagnýta það sem má kalla knattspyrnuvísindi – þekkingu sem verður til í gegnum gagnasöfnun og greiningar,“ sagði Jörundur Betri leikmenn frá félögunum skila sér í betri landsliðum „Með þessu skrefi tökum við í raun stökk í að gera gott betra ásamt því að deila meira því sem við erum að gera með félögunum í landinu, enda koma leikmenn landsliðanna frá félögunum og við viljum gerum allt sem við getum til að styðja við þau. Betri leikmenn frá félögunum skila sér í betri landsliðum, og betri landslið skila betri árangri til félaganna,“ sagði Jörundur. KSÍ Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Verkefnið heyrir undir knattspyrnusvið KSÍ og er ætlað að efla afreksstarf sambandsins enn frekar. Þetta verkefni er fjármagnað að fullu af FIFA í gegnum FIFA TDS (Talent Development Scheme), sem var stofnað til að styðja við og stuðla að samkeppnishæfni knattspyrnusambanda og landsliða víðs vegar um heiminn. Knattspyrnusamband Íslands segir frá verkefninu á heimsíðu sinni. Gunnhildur Yrsa styrktar- og þolþjálfari landsliða Þrír starfsmenn mun vinna við þetta verkefni en það eru þau Grímur Gunnarsson, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Tom Goodall. Grímur Gunnarsson, sem hefur starfað sem sálfræðingur KSÍ undanfarin tvö ár og unnið náið með kvennalandsliði Íslands og yngri landsliðunum, mun leiða sviðið ásamt því að halda áfram sem sálfræðingur landsliða. Hann mun sinna verkefnum tengdum andlegri heilsu og sálfræðilegri færni ásamt því að koma á auknu samstarfi við háskólasamfélagið og félögin á þeim sviðum. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, sem leikið hefur 102 leiki fyrir A-landslið kvenna, mun hafa yfirumsjón með þol- og styrktarþjálfun hjá yngri landsliðum karla og kvenna ásamt því að vera styrktar- og þolþjálfari A-landsliðs kvenna. Tom Goodall, sem starfað hefur við leikgreiningu hjá A-landsliðum karla og kvenna síðustu ár og hefur mikla reynslu á því sviði, mun stýra vinnu tengdri leikgreiningu hjá landsliðum Íslands. Verðum að fjárfesta í afreksstarfinu „Við megum ekki sitja eftir og verðum að fjárfesta í afreksstarfinu, í bættum árangri, afreksverkefnum með tengslum við tækni, rannsóknir og vísindalega vinnu, eins og svo mörg knattspyrnusambönd í Evrópu eru að gera,“ sagði Jörundur Áki Sveinsson, sviðsstjóri knattspyrnusviðs KSÍ, í frétt á heimasíðu sambandsins. „Við höfum lagt grunn að þessu verkefni undanfarin ár með aukningu í fræðslu og stuðningi við leikmenn landsliðanna, leikgreiningu og umgjörð í kringum landsliðin okkar, erum að hagnýta það sem má kalla knattspyrnuvísindi – þekkingu sem verður til í gegnum gagnasöfnun og greiningar,“ sagði Jörundur Betri leikmenn frá félögunum skila sér í betri landsliðum „Með þessu skrefi tökum við í raun stökk í að gera gott betra ásamt því að deila meira því sem við erum að gera með félögunum í landinu, enda koma leikmenn landsliðanna frá félögunum og við viljum gerum allt sem við getum til að styðja við þau. Betri leikmenn frá félögunum skila sér í betri landsliðum, og betri landslið skila betri árangri til félaganna,“ sagði Jörundur.
KSÍ Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira