Ívar: Everage er ekki óánægður og ekki á förum frá Blikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2024 12:32 Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með fréttina um leikmanninn sinn á Vísi í morgun. Vísir/Hulda Margrét Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, er ekki sáttur við umræðu um leikmann hans Everage Richardson í Körfuboltakvöldi Extra í gær og í framhaldinu síðan frétt um þá umræðu inn á Vísi í dag. Í Körfuboltakvöldi Extra í gær kom fram að Everage vildi fara frá Breiðabliki til Hauka en Ívar segir að það sé ekki rétt. „Í fyrsta lagi hefur Everage ekki verið óánægður hjá okkur. Hann hefur aldrei beðið um að fara,“ sagði Ívar Ásgrímsson. „Það er birt fyrirsögn um að hann sé óánægður. Ég næ þessu ekki,“ sagði Ívar sem var ekki sáttur við fréttina á Vísi sem var það fyrsta sem hann frétti af þessari umræðu því Ívar segist ekki horfa á Körfuboltakvöld. „Hann er á samningi hjá Breiðabliki. Haukarnir ræddu við hann og buðu honum hærri laun. Þeir ræddu við samningsbundinn leikmann og reyndu að koma upp óánægju hjá honum með því að reyna að bjóða honum meiri pening,“ sagði Ívar. „Það er þeirra leið til þess að falla ekki. Ekki að gera liðið sitt betra. Þeir treysta hvorki sínum leikmönnum né þjálfara í þessa baráttu sem framundan er,“ sagði Ívar. Haukar og Breiðablik munu berjast um það að falla ekki úr Subway deildinni í vor. „Það er hundrað prósent öruggt. Það er bara barátta á milli þessara tveggja liða. Það var líka ljóst að við myndum falla ef við hefðum tapað á móti Haukum,“ sagði Ívar um mikilvæga leikinn í síðustu umferð. Everage var frábær þegar Blikarnir unnu Hauka og héldu sér á lífi í fallbaráttunni. Ívar segir að Breiðablik hafi staðið við allt sitt gagnvart leikmanninum. „Everage er atvinnumaður og hann leggur sig fram. Ég held að það hafi allir séð það í leiknum. Hann hefur alltaf fengið greitt ,“ sagði Ívar. „Þetta er bara leið Hauka að veikja okkur. Þeir sjá að við erum á uppleið en þeir á niðurleið,“ sagði Ívar. „Ég vildi að ég væri að reyna að fella eitthvað annað lið en Hauka. Ég vil ekki að Haukar fari niður en ég er þjálfari Breiðabliks og geri allt til þess að mitt lið verði uppi,“ sagði Ívar. Ívar veit ekki hvað Breiðablik geti gert í þessu máli. „Þeir segja að Everage hafi haft samband við þá í sumar og það sé þeirra afsökun. Það er allt annað hvort menn skipti á sumri eða skipti í febrúar þegar þeir eru í baráttu við okkur,“ sagði Ívar. „Þarna er verið að ræða við mann sem er á samning. Þarna er lið í órétti að það er ljóst að það er mikill skjálfti á Ásvöllum,“ sagði Ívar. Subway-deild karla Breiðablik Haukar Tengdar fréttir Everage Richardson sagður vilja komast frá Breiðabliki til Hauka Framtíð körfuboltamannsins Everage Lee Richardson var til umræðu í gær í þættinum Subway Körfuboltakvöldi Extra en heimildarmenn þáttarins segja að þessi öflugi leikmaður vilji losna úr Smáranum. 10. janúar 2024 09:31 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Breiðablik 86-95 | Mikilvægur sigur gestanna Breiðablik vann afar mikilvægan níu stiga sigur er liðið heimsótti Hauka í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 86-95. 4. janúar 2024 21:04 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Fleiri fréttir Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Sjá meira
Í Körfuboltakvöldi Extra í gær kom fram að Everage vildi fara frá Breiðabliki til Hauka en Ívar segir að það sé ekki rétt. „Í fyrsta lagi hefur Everage ekki verið óánægður hjá okkur. Hann hefur aldrei beðið um að fara,“ sagði Ívar Ásgrímsson. „Það er birt fyrirsögn um að hann sé óánægður. Ég næ þessu ekki,“ sagði Ívar sem var ekki sáttur við fréttina á Vísi sem var það fyrsta sem hann frétti af þessari umræðu því Ívar segist ekki horfa á Körfuboltakvöld. „Hann er á samningi hjá Breiðabliki. Haukarnir ræddu við hann og buðu honum hærri laun. Þeir ræddu við samningsbundinn leikmann og reyndu að koma upp óánægju hjá honum með því að reyna að bjóða honum meiri pening,“ sagði Ívar. „Það er þeirra leið til þess að falla ekki. Ekki að gera liðið sitt betra. Þeir treysta hvorki sínum leikmönnum né þjálfara í þessa baráttu sem framundan er,“ sagði Ívar. Haukar og Breiðablik munu berjast um það að falla ekki úr Subway deildinni í vor. „Það er hundrað prósent öruggt. Það er bara barátta á milli þessara tveggja liða. Það var líka ljóst að við myndum falla ef við hefðum tapað á móti Haukum,“ sagði Ívar um mikilvæga leikinn í síðustu umferð. Everage var frábær þegar Blikarnir unnu Hauka og héldu sér á lífi í fallbaráttunni. Ívar segir að Breiðablik hafi staðið við allt sitt gagnvart leikmanninum. „Everage er atvinnumaður og hann leggur sig fram. Ég held að það hafi allir séð það í leiknum. Hann hefur alltaf fengið greitt ,“ sagði Ívar. „Þetta er bara leið Hauka að veikja okkur. Þeir sjá að við erum á uppleið en þeir á niðurleið,“ sagði Ívar. „Ég vildi að ég væri að reyna að fella eitthvað annað lið en Hauka. Ég vil ekki að Haukar fari niður en ég er þjálfari Breiðabliks og geri allt til þess að mitt lið verði uppi,“ sagði Ívar. Ívar veit ekki hvað Breiðablik geti gert í þessu máli. „Þeir segja að Everage hafi haft samband við þá í sumar og það sé þeirra afsökun. Það er allt annað hvort menn skipti á sumri eða skipti í febrúar þegar þeir eru í baráttu við okkur,“ sagði Ívar. „Þarna er verið að ræða við mann sem er á samning. Þarna er lið í órétti að það er ljóst að það er mikill skjálfti á Ásvöllum,“ sagði Ívar.
Subway-deild karla Breiðablik Haukar Tengdar fréttir Everage Richardson sagður vilja komast frá Breiðabliki til Hauka Framtíð körfuboltamannsins Everage Lee Richardson var til umræðu í gær í þættinum Subway Körfuboltakvöldi Extra en heimildarmenn þáttarins segja að þessi öflugi leikmaður vilji losna úr Smáranum. 10. janúar 2024 09:31 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Breiðablik 86-95 | Mikilvægur sigur gestanna Breiðablik vann afar mikilvægan níu stiga sigur er liðið heimsótti Hauka í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 86-95. 4. janúar 2024 21:04 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Fleiri fréttir Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Sjá meira
Everage Richardson sagður vilja komast frá Breiðabliki til Hauka Framtíð körfuboltamannsins Everage Lee Richardson var til umræðu í gær í þættinum Subway Körfuboltakvöldi Extra en heimildarmenn þáttarins segja að þessi öflugi leikmaður vilji losna úr Smáranum. 10. janúar 2024 09:31
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Breiðablik 86-95 | Mikilvægur sigur gestanna Breiðablik vann afar mikilvægan níu stiga sigur er liðið heimsótti Hauka í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 86-95. 4. janúar 2024 21:04