Hjálmar lætur af störfum eftir ágreining við stjórn BÍ Jakob Bjarnar skrifar 10. janúar 2024 12:08 Hjálmar Jónsson er fyrrverandi formaður Blaðamannafélags Íslands og þá framkvæmdastjóri. Honum hefur verið sagt upp störfum og er talað um trúnaðarbrest milli hans og stjórnar. vísir/vilhelm Hjálmar Jónsson hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands. Honum bauðst að skrifa undir starfslokasamning en hann hafnaði. Hjálmar hefur starfað í rúm tuttugu ár hjá félaginu, sem framkvæmdastjóri frá árinu 2003, en einnig sem formaður á árunum 2010-2021. Hjálmar verður 68 ára eftir fáeina mánuði og mun því, eins og staðan er í dag, hætta og njóta uppsagnarákvæða samkvæmt kjarasamningi. Ekki náðist í Sigríði Dögg Auðunsdóttur formann BÍ til að tjá sig um málið. Hjálmar er hins vegar ómyrkur í máli í frétt mbl.is af málinu en þar vandar hann Sigríði Dögg ekki kveðjurnar. „Ég tel formanninn ekki starfi sínu vaxinn og ég tel heldur ekki að fólk sem hefur ekki hreinan skjöld í fjármálum og gefur ekki skýringar í þeim efnum eigi að vera í forsvari fyrir félag eins og Blaðamannafélag Íslands sem stendur fyrir gildi opinnar og lýðræðislegrar umræðu,” segir Hjálmar í samtali við mbl. Í tilkynningu BÍ er greint frá starfslokum Hjálmars og honum eru þökkuð fyrri störf í þágu félagsins. En þar kemur fram að á undanförnum misserum hafi starfsemi BÍ breyst og hefur stjórn unnið að endurskipulagningu á skrifstofu BÍ sem endurspeglar þessar breytingar. „Hluti af fyrirhuguðum breytingum er ráðning nýs framkvæmdastjóra. Samhliða henni vildi stjórn bjóða núverandi framkvæmdastjóra nýtt starf innan félagsins.“ Sigríður Dögg er núverandi framkvæmdastjóri BÍ en samkvæmt heimildum Vísis hefur samstarf milli hennar og Hjálmars verið afar erfitt undanfarna mánuði.vísir/vilhelm Því hafnaði hins vegar Hjálmar og er talað um trúnaðarbrest, að vantraust ríki milli Hjálmars og stjórnar. Það vekur athygli að frétt birtist á mbl nánast áður en gengið hafði verið frá uppsögninni. En stjórnin stóð einhuga að henni. „Í því ferli hefur hins vegar orðið trúnaðarbrestur á milli stjórnar og framkvæmdastjóra sem stjórn telur að ekki verði leyst úr. Var það niðurstaða stjórnar að ekki væri lengra komist í samstarfi stjórnar og fráfarandi framkvæmdastjóra og að nauðsynlegt væri að hann hætti störfum svo tryggja mætti viðunandi starfsskilyrði á skrifstofu félagsins. Þá geti stjórn ekki unnið áfram þau verkefni sem hún hefur sett sér í starfsáætlun við óbreyttar aðstæður,“ segir í tilkynningu á press.is Fjölmiðlar Vistaskipti Stéttarfélög Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Hjálmar hefur starfað í rúm tuttugu ár hjá félaginu, sem framkvæmdastjóri frá árinu 2003, en einnig sem formaður á árunum 2010-2021. Hjálmar verður 68 ára eftir fáeina mánuði og mun því, eins og staðan er í dag, hætta og njóta uppsagnarákvæða samkvæmt kjarasamningi. Ekki náðist í Sigríði Dögg Auðunsdóttur formann BÍ til að tjá sig um málið. Hjálmar er hins vegar ómyrkur í máli í frétt mbl.is af málinu en þar vandar hann Sigríði Dögg ekki kveðjurnar. „Ég tel formanninn ekki starfi sínu vaxinn og ég tel heldur ekki að fólk sem hefur ekki hreinan skjöld í fjármálum og gefur ekki skýringar í þeim efnum eigi að vera í forsvari fyrir félag eins og Blaðamannafélag Íslands sem stendur fyrir gildi opinnar og lýðræðislegrar umræðu,” segir Hjálmar í samtali við mbl. Í tilkynningu BÍ er greint frá starfslokum Hjálmars og honum eru þökkuð fyrri störf í þágu félagsins. En þar kemur fram að á undanförnum misserum hafi starfsemi BÍ breyst og hefur stjórn unnið að endurskipulagningu á skrifstofu BÍ sem endurspeglar þessar breytingar. „Hluti af fyrirhuguðum breytingum er ráðning nýs framkvæmdastjóra. Samhliða henni vildi stjórn bjóða núverandi framkvæmdastjóra nýtt starf innan félagsins.“ Sigríður Dögg er núverandi framkvæmdastjóri BÍ en samkvæmt heimildum Vísis hefur samstarf milli hennar og Hjálmars verið afar erfitt undanfarna mánuði.vísir/vilhelm Því hafnaði hins vegar Hjálmar og er talað um trúnaðarbrest, að vantraust ríki milli Hjálmars og stjórnar. Það vekur athygli að frétt birtist á mbl nánast áður en gengið hafði verið frá uppsögninni. En stjórnin stóð einhuga að henni. „Í því ferli hefur hins vegar orðið trúnaðarbrestur á milli stjórnar og framkvæmdastjóra sem stjórn telur að ekki verði leyst úr. Var það niðurstaða stjórnar að ekki væri lengra komist í samstarfi stjórnar og fráfarandi framkvæmdastjóra og að nauðsynlegt væri að hann hætti störfum svo tryggja mætti viðunandi starfsskilyrði á skrifstofu félagsins. Þá geti stjórn ekki unnið áfram þau verkefni sem hún hefur sett sér í starfsáætlun við óbreyttar aðstæður,“ segir í tilkynningu á press.is
Fjölmiðlar Vistaskipti Stéttarfélög Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira