Hjálmar lætur af störfum eftir ágreining við stjórn BÍ Jakob Bjarnar skrifar 10. janúar 2024 12:08 Hjálmar Jónsson er fyrrverandi formaður Blaðamannafélags Íslands og þá framkvæmdastjóri. Honum hefur verið sagt upp störfum og er talað um trúnaðarbrest milli hans og stjórnar. vísir/vilhelm Hjálmar Jónsson hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands. Honum bauðst að skrifa undir starfslokasamning en hann hafnaði. Hjálmar hefur starfað í rúm tuttugu ár hjá félaginu, sem framkvæmdastjóri frá árinu 2003, en einnig sem formaður á árunum 2010-2021. Hjálmar verður 68 ára eftir fáeina mánuði og mun því, eins og staðan er í dag, hætta og njóta uppsagnarákvæða samkvæmt kjarasamningi. Ekki náðist í Sigríði Dögg Auðunsdóttur formann BÍ til að tjá sig um málið. Hjálmar er hins vegar ómyrkur í máli í frétt mbl.is af málinu en þar vandar hann Sigríði Dögg ekki kveðjurnar. „Ég tel formanninn ekki starfi sínu vaxinn og ég tel heldur ekki að fólk sem hefur ekki hreinan skjöld í fjármálum og gefur ekki skýringar í þeim efnum eigi að vera í forsvari fyrir félag eins og Blaðamannafélag Íslands sem stendur fyrir gildi opinnar og lýðræðislegrar umræðu,” segir Hjálmar í samtali við mbl. Í tilkynningu BÍ er greint frá starfslokum Hjálmars og honum eru þökkuð fyrri störf í þágu félagsins. En þar kemur fram að á undanförnum misserum hafi starfsemi BÍ breyst og hefur stjórn unnið að endurskipulagningu á skrifstofu BÍ sem endurspeglar þessar breytingar. „Hluti af fyrirhuguðum breytingum er ráðning nýs framkvæmdastjóra. Samhliða henni vildi stjórn bjóða núverandi framkvæmdastjóra nýtt starf innan félagsins.“ Sigríður Dögg er núverandi framkvæmdastjóri BÍ en samkvæmt heimildum Vísis hefur samstarf milli hennar og Hjálmars verið afar erfitt undanfarna mánuði.vísir/vilhelm Því hafnaði hins vegar Hjálmar og er talað um trúnaðarbrest, að vantraust ríki milli Hjálmars og stjórnar. Það vekur athygli að frétt birtist á mbl nánast áður en gengið hafði verið frá uppsögninni. En stjórnin stóð einhuga að henni. „Í því ferli hefur hins vegar orðið trúnaðarbrestur á milli stjórnar og framkvæmdastjóra sem stjórn telur að ekki verði leyst úr. Var það niðurstaða stjórnar að ekki væri lengra komist í samstarfi stjórnar og fráfarandi framkvæmdastjóra og að nauðsynlegt væri að hann hætti störfum svo tryggja mætti viðunandi starfsskilyrði á skrifstofu félagsins. Þá geti stjórn ekki unnið áfram þau verkefni sem hún hefur sett sér í starfsáætlun við óbreyttar aðstæður,“ segir í tilkynningu á press.is Fjölmiðlar Vistaskipti Stéttarfélög Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Sjá meira
Hjálmar hefur starfað í rúm tuttugu ár hjá félaginu, sem framkvæmdastjóri frá árinu 2003, en einnig sem formaður á árunum 2010-2021. Hjálmar verður 68 ára eftir fáeina mánuði og mun því, eins og staðan er í dag, hætta og njóta uppsagnarákvæða samkvæmt kjarasamningi. Ekki náðist í Sigríði Dögg Auðunsdóttur formann BÍ til að tjá sig um málið. Hjálmar er hins vegar ómyrkur í máli í frétt mbl.is af málinu en þar vandar hann Sigríði Dögg ekki kveðjurnar. „Ég tel formanninn ekki starfi sínu vaxinn og ég tel heldur ekki að fólk sem hefur ekki hreinan skjöld í fjármálum og gefur ekki skýringar í þeim efnum eigi að vera í forsvari fyrir félag eins og Blaðamannafélag Íslands sem stendur fyrir gildi opinnar og lýðræðislegrar umræðu,” segir Hjálmar í samtali við mbl. Í tilkynningu BÍ er greint frá starfslokum Hjálmars og honum eru þökkuð fyrri störf í þágu félagsins. En þar kemur fram að á undanförnum misserum hafi starfsemi BÍ breyst og hefur stjórn unnið að endurskipulagningu á skrifstofu BÍ sem endurspeglar þessar breytingar. „Hluti af fyrirhuguðum breytingum er ráðning nýs framkvæmdastjóra. Samhliða henni vildi stjórn bjóða núverandi framkvæmdastjóra nýtt starf innan félagsins.“ Sigríður Dögg er núverandi framkvæmdastjóri BÍ en samkvæmt heimildum Vísis hefur samstarf milli hennar og Hjálmars verið afar erfitt undanfarna mánuði.vísir/vilhelm Því hafnaði hins vegar Hjálmar og er talað um trúnaðarbrest, að vantraust ríki milli Hjálmars og stjórnar. Það vekur athygli að frétt birtist á mbl nánast áður en gengið hafði verið frá uppsögninni. En stjórnin stóð einhuga að henni. „Í því ferli hefur hins vegar orðið trúnaðarbrestur á milli stjórnar og framkvæmdastjóra sem stjórn telur að ekki verði leyst úr. Var það niðurstaða stjórnar að ekki væri lengra komist í samstarfi stjórnar og fráfarandi framkvæmdastjóra og að nauðsynlegt væri að hann hætti störfum svo tryggja mætti viðunandi starfsskilyrði á skrifstofu félagsins. Þá geti stjórn ekki unnið áfram þau verkefni sem hún hefur sett sér í starfsáætlun við óbreyttar aðstæður,“ segir í tilkynningu á press.is
Fjölmiðlar Vistaskipti Stéttarfélög Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Sjá meira