Hvað þarf fólk að vita áður en það hyggur á hugbirtandi ferðalag? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar 9. janúar 2024 12:30 Í starfi mínu sem sálfræðingur fæ ég reglulega til mín fólk sem hyggur á að nota hugbirtandi efni, eða hafa nú þegar gert það og vilja fagaðstoð til að vinna úr þeirri reynslu sem þau áttu í ferðalaginu. Efnin eru enn sem komið er ólögleg og því er enginn gæðastaðall til staðar né klínískar leiðbeiningar fyrir það fólk sem heldur utan um téð ferðalög. Fólk í þeirri stöðu sem ég lýsi hér að ofan rennir því oft blint í sjóinn þegar það leggur í þessa vegferð. Nokkurs misskilnings virðist gæta varðandi hvernig efnin virka og hvers er hægt að vænta svo hér eru nokkrir hlutir sem öll þau sem hyggja á slíka vegferð ættu að vita áður en af stað er farið. Ekki halda að öll vanlíðan sé vegna einhverra stórra áfalla sem þið þurfið bara að grafa upp. Vanlíðan í núinu getur stafað af mörgum orsökum. Það að þér líði illa og vitir ekki af hverju þarf ekki að þýða að í fortíð þinni leynist eitthvað hræðilegt sem þurfi bara að grafa upp. Þumalputtareglan er sú að ekki er gott að vera að grafa í fortíðinni nema hún sé að trufla nútíðina. Vissulega eru dæmi um að fólk muni á fullorðinsárum eftir einhverju sem fyrir það kom á barnsaldri, og sem getur í kjölfarið gefið skýringar á ýmsum einkennum sem það hefur burðast með í gegnum lífið. Minni okkar er hins vegar gífurlega fallvalt, og mjög auðvelt fyrir fólk að búa til minningar, sérstaklega ef það býst við að finna eitthvað hræðilegt eða er leitt á þá braut af annarri manneskju. Staðreyndin er sú að við höfum flest alveg nógu góða ástæðu til að líða illa í nútíðinni, án þess að hafa gengið í gegnum áfall á barnsaldri, nú þegar samfélagsstrúktúrinn er að hruni kominn og flest okkar erum föst í veruleika sem er ekki hannaður fyrir þarfir okkar. Ekki taka sýnunum bókstaflega Það að reynslan undir áhrifum efnanna geti virkað mjög raunveruleg þýðir ekki að sýnunum sem eiga sér stað eigi að taka bókstaflega. Hin hugbirtandi reynsla er innlit inn í þinn eigin hugarheim, rétt eins og draumar eru. Og rétt eins og gerist í draumheimum, þá notar heilinn þinn oft abstrakt mynd- og hljóðmál til að túlka þá virkni sem er í gangi í það og það skiptið. Þetta er mikilvægt að muna ef manneskja upplifir eitthvað sem gæti verið minning frá barnsaldri. Það er ekki víst að þú sért að muna hlutina eins og þeir gerðust, heldur gæti heilinn í þér verið að túlka eitthvað á þennan hátt, rétt eins og myndi gerast í draumi. Ekki síður er það mikilvægt að átta sig á að þínar fyrri reynslur, viðhorf, skoðanir, hugsanaskekkjur, draumar og þrár eru striginn sem heilinn þinn hefur til að mála reynsluna á. Þau skilaboð sem þú færð í gegnum reynsluna eru mun líklegri til að vera skilaboð frá þínum eigin heila heldur en hlutlægur sannleikur um hvernig veröldin er. Ekki halda að ferðalag breyti öllu. Ég sé þann misskilning aftur og aftur að hin hugbirtandi reynsla sé meðferðin. Því miður þá eru engar töfrapillur til, sama hvað orðið á götunni segir. Það fólk sem virkilega nær að nýta sér hugbirtandi reynslur í sinni sjálfsvinnu er fólkið sem áttar sig á því að sú innsýn sem það fær í gegnum ferðalagið er eldsneyti í þá sjálfsvinnu sem það þarf að vinna í sínu daglega lífi. Reynslan getur með öðrum orðum sýnt fólki HVAR það þarf að vinna, en svo þarf það að fara út í hverdaginn sinn og VINNA vinnuna. Bati felst ekki í einum eða tveimur stórum atvikum. Bati kemur í litlum skrefum. Bati felst í öllum litlu augnablikunum sem lífið er ofið úr. Og í hvert sinn sem þú heldur að þú sért komin eitthvert, kemur bara annað lag sem þú þarft að fara að fletta ofan af. Sjálfsvinna er erfið og leiðinleg, mikinn hluta tímans. Jafnvel með stærstu hjálpartækjunum þá eru það tengsl og samskipti við annað fólk sem er hið raunverulega meðal. Að rekast á aðra, vera triggeruð, skoða sjálf okkur í auðmýkt, taka eftir mynstrum í eigin viðbrögðum, hafa hugrekkið til að taka ábyrgð í samskiptum, hugsa um sig og fólkið sitt. Horfa heiðarlega í spegil og taka ábyrgð á sér og eigin geðheilsu, hvern einasta dag. Engin ein pilla eða reynsla gefur þér þetta. Það gerir einungis samfélag, auðmýkt, og þrautseigja til að halda áfram þrátt fyrir að þetta sé erfitt og sársaukafullt ferli. Eru hugbirtandi efni fyrir mig? Reglulega fæ ég til mín fólk sem ég hefði sterklega ráðið frá því að nota efnin og þar sem notkun efnanna hefur flækt bataferlið fremur en að flýta því, nokkuð sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir væru efnin undir regluverki og krafa væri að skima fyrir undirliggjandi áhættuþáttum. Hér eru nokkur atriði sem gott er að skoða áður en ákvörðun er tekin um að nota efnin. Hef ég eða einhver í minni fjölskyldu sögu um geðrof eða geðrofssjúkdóma? Dæmi eru um að hugbirtandi reynsla geti útleyst geðrof hjá fólki sem hefur undirliggjandi veikleika fyrir slíku. Af þeim orsökum útiloka allar klínískar rannsóknir og klínískir meðferðaraðilar sem vinna með efnin þar sem þau eru lögleg, fólk með sögu um geðrof eða sem eiga fyrstu gráðu ættingja (foreldra eða systkini) með sögu um geðrof eða geðrofssjúkdóma. Hef ég unnið einhverja sjálfsvinnu í gegnum tíðina? Hinni hugbirtandi reynslu mætti líkja við skrifstofupartý. Ímyndaðu þér heilann þinn eins og risastórt fyrirtæki með mörgum deildum sem sjá hver um sinn þátt fyrirtækjarekstursins. Starfsmenn tala saman sín á milli um það sem viðkemur daglegri starfsemi fyrirtækisins en utan þess eru lítil samskipti. Svo er árshátíð og starfsmenn úr öllum deildum blandast saman í húllumhæ og tala saman af hjartans lyst. Á mánudeginum eftir partýið eru starfsmenn ýmsu vitrari, ekki bara um fyrirtækjareksturinn heldur líka um einkahagi samstarfsfólks síns. Öll hin nýja vitneskja sem þau hafa öðlast, kemur hins vegar frá einhverjum innan fyrirtækisins sem bjó yfir upplýsingunum fyrir árshátíðina. Það sama gildir um heilann á þér. Þær uppgötvanir sem þú munt gera í ferðalaginu eru í beinu samhengi við þær upplýsingar sem þú hefur nú þegar öðlast og býrð yfir einhvers staðar í hugarfylgsnum þínum. Rétt eins og gerist í draumsvefni tengir heilinn fyrri vitneskju saman, oft á mjög abstrakt hátt, og niðurstaðan verður sú að þú öðlast nýtt sjónarhorn á hlutina eða áttar þig á einhverju sem áður var þér hulið úr meðvitund þinni. En til þess að þú getir gert þessar tengingar, þá þarftu að hafa öðlast vitneskjuna til að byrja með. Fyrri sjálfsvinna er því mikilvæg auðlind fyrir hugbirtandi reynslu í sjálfshjálparskyni. Önnur ástæða er sú að stærsta forspárbreyta fyrir því að geta nýtt sér hugbirtandi ferðalag er tilfinningalegur þroski. Þroski gerist ekki í þægindum, og auðvelt er að hliðra sér hjá nokkrum tilfinningalegum þroska með því að sitja hjá í lífinu og taka ekki ábyrgð á eigin hegðun og tilfinningalífi. Það eykur strax líkurnar á því að manneskja nái að nýta sér eiginleika hugbirtandi efna sér til hagsbóta ef hún hefur áður sýnt viðleitni til að taka ábyrgð á eigin hegðun og líðan. Það skal þó tekið fram að það að “sjálfsvinna” er óskilgreint hugtak og því skal ekki taka þessu sem meira en grófum viðmiðum. Er ég tilbúin til þess að horfast í augu við sjálfa mig og gera þær breytingar sem nauðsynlegar eru í lífi mínu? Rétt eins og ég nefndi í fyrri pistil mínum þá virka hugbirtandi efni oftast þannig að þau sýna þér hvar þú þarft að vinna vinnuna. Svo þarftu að fara út í lífið þitt og gera þær breytingar sem nauðsynlegar eru til að þú þrífist í eigin lífi. Ef þú ert að vonast til að geta tekið inn efni sem breyta þér sem manneskju muntu verða fyrir vonbrigðum. Er ég í góðu utanumhaldi hjá fagmanneskju? Það sem oft gleymist að taka fram þegar rætt er um góðan rannsóknarárangur meðferðar með aðstoð hugbirtandi lyfja er að oft liggja 30-60 meðferðartímar með sérþjálfuðum aðilum að baki þessum góða árangri, samhliða inntöku efnanna. Það sem verið er að rannsaka er meðferð með aðstoð hugbirtandi efna, en ekki hugbirtandi efni. Til að geta gert þær breytingar sem nauðsynlegar eru til að þrífast í eigin lífi þurfum við flest aðstoð, og mörg okkar fagaðstoð. Eftirvinnsla, eða integration eins og hún kallast á ensku, er lykillinn að góðum árangri. Eða eins og einn rannsakandinn orðaði það: “án eftirvinnslu fórstu bara á tripp.” Er ég á SSRI eða SNRI lyfjum? Hin klassísku hugbirtandi efni verka á serótónín viðtaka heilans, líkt og SSRI og sum SNRI lyf gera. Áhrifin af því að taka hugbirtandi efni á sama tíma og þú ert á þessum lyfjum eru oftast sú að þú finnur lítil áhrif af efnunum. Undantekningin er ef frumskógarlyfsins ayahuasca er neytt, en það lyf inniheldur svokallaða MAO-hamlara sem getur leitt til svokallaðs serótónín heilkennis ef þess er neytt með SSRI/SNRI lyfjum. Heilkennið getur í verstu tilfellunum leitt til dauða. Er ég með ómeðhöndlaða hjarta- og æðasjúkdóma? Sum lyfjanna hækka blóðþrýsting tímabundið, þar á meðal ketamín og MDMA. Þar sem lyfin eru regluvædd og notkun þeirra í lækningaskyni leyfileg er alltaf læknir viðstaddur, ef svo færi að hans yrði þörf. Hef ég verkfærin til að takast á við það ef lyfin setja mig enn frekar úr jafnvægi en ég er nú þegar? Ef ekki er rétt staðið að ferðalaginu, undirbúningi hefur ekki verið sinnt nægilega vel, eða eitthvað fer úrskeiðis, getur hugbirtandi reynsla sett fólk enn meira úr jafnvægi en það áður var. Hér fer fyrri sjálfsvinna og fagstuðningur aftur að skipta máli. Er ég reiðubúin til þess að sambönd mín við fólkið mitt fari úr jafnvægi? Við erum öll hluti af hópum, þar sem við gegnum ákveðnum hlutverkum, til hins betra eða til hins verra. Þegar ein manneskja í hópi gengur í gegnum stórar breytingar, hvort sem þær breytingar eru í eðli sínu jákvæðar eða neikvæðar, er viðbúið að það hafi áhrif á samskipti við fólkið í kringum hana. Í sumum tilfellum getur komið mikill titringur, vinslit eða tengslarof innan fjölskyldu- eða vinahóps, þegar ein manneskja byrjar að feta aðrar leiðir en hinir í hópnum. Geri ég mér grein fyrir að efnin sjálf eru ekki að fara að laga neitt í mínu lífi? Þennan punkt fjallaði ég um hér að ofan en tel nauðsynlegt að hafa hann með í upptalningunni. Get ég séð lífið fyrir mér án veikinda minna? Allur bati veltur á því að við getum séð hverju við viljum stefna að. Því samofnari sem sjálfsmynd þín er veikindum þínum, því meiri bratta er á að sækja fyrir þig. Það skiptir öllu máli að undirbúa sig vel undir ferðalag. Við þurfum að nesta okkur vel, kaupa okkur viðeigandi hlífðarfatnað, þjálfa upp þol og styrk, kynna okkur svæðið og ráða okkur leiðsögumann. Þetta gildir ekki síður um ferðalög um eigin hugarfylgsni. Ég hvet fólk sem hefur í hyggju að nota efnin, til að verða sér út um upplýsingar og undirbúa sig vel áður en af stað er farið. Höfundur er sálfræðingur, hefur lokið námi í hugbirtandi fræðum frá Integrative Psychiatry Institute og heldur úti skaðaminnkandi fræðslu- og stuðningsnámskeiðum fyrir fólk sem hyggur á notkun þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Sif Þorsteinsdóttir Hugvíkkandi efni Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Í starfi mínu sem sálfræðingur fæ ég reglulega til mín fólk sem hyggur á að nota hugbirtandi efni, eða hafa nú þegar gert það og vilja fagaðstoð til að vinna úr þeirri reynslu sem þau áttu í ferðalaginu. Efnin eru enn sem komið er ólögleg og því er enginn gæðastaðall til staðar né klínískar leiðbeiningar fyrir það fólk sem heldur utan um téð ferðalög. Fólk í þeirri stöðu sem ég lýsi hér að ofan rennir því oft blint í sjóinn þegar það leggur í þessa vegferð. Nokkurs misskilnings virðist gæta varðandi hvernig efnin virka og hvers er hægt að vænta svo hér eru nokkrir hlutir sem öll þau sem hyggja á slíka vegferð ættu að vita áður en af stað er farið. Ekki halda að öll vanlíðan sé vegna einhverra stórra áfalla sem þið þurfið bara að grafa upp. Vanlíðan í núinu getur stafað af mörgum orsökum. Það að þér líði illa og vitir ekki af hverju þarf ekki að þýða að í fortíð þinni leynist eitthvað hræðilegt sem þurfi bara að grafa upp. Þumalputtareglan er sú að ekki er gott að vera að grafa í fortíðinni nema hún sé að trufla nútíðina. Vissulega eru dæmi um að fólk muni á fullorðinsárum eftir einhverju sem fyrir það kom á barnsaldri, og sem getur í kjölfarið gefið skýringar á ýmsum einkennum sem það hefur burðast með í gegnum lífið. Minni okkar er hins vegar gífurlega fallvalt, og mjög auðvelt fyrir fólk að búa til minningar, sérstaklega ef það býst við að finna eitthvað hræðilegt eða er leitt á þá braut af annarri manneskju. Staðreyndin er sú að við höfum flest alveg nógu góða ástæðu til að líða illa í nútíðinni, án þess að hafa gengið í gegnum áfall á barnsaldri, nú þegar samfélagsstrúktúrinn er að hruni kominn og flest okkar erum föst í veruleika sem er ekki hannaður fyrir þarfir okkar. Ekki taka sýnunum bókstaflega Það að reynslan undir áhrifum efnanna geti virkað mjög raunveruleg þýðir ekki að sýnunum sem eiga sér stað eigi að taka bókstaflega. Hin hugbirtandi reynsla er innlit inn í þinn eigin hugarheim, rétt eins og draumar eru. Og rétt eins og gerist í draumheimum, þá notar heilinn þinn oft abstrakt mynd- og hljóðmál til að túlka þá virkni sem er í gangi í það og það skiptið. Þetta er mikilvægt að muna ef manneskja upplifir eitthvað sem gæti verið minning frá barnsaldri. Það er ekki víst að þú sért að muna hlutina eins og þeir gerðust, heldur gæti heilinn í þér verið að túlka eitthvað á þennan hátt, rétt eins og myndi gerast í draumi. Ekki síður er það mikilvægt að átta sig á að þínar fyrri reynslur, viðhorf, skoðanir, hugsanaskekkjur, draumar og þrár eru striginn sem heilinn þinn hefur til að mála reynsluna á. Þau skilaboð sem þú færð í gegnum reynsluna eru mun líklegri til að vera skilaboð frá þínum eigin heila heldur en hlutlægur sannleikur um hvernig veröldin er. Ekki halda að ferðalag breyti öllu. Ég sé þann misskilning aftur og aftur að hin hugbirtandi reynsla sé meðferðin. Því miður þá eru engar töfrapillur til, sama hvað orðið á götunni segir. Það fólk sem virkilega nær að nýta sér hugbirtandi reynslur í sinni sjálfsvinnu er fólkið sem áttar sig á því að sú innsýn sem það fær í gegnum ferðalagið er eldsneyti í þá sjálfsvinnu sem það þarf að vinna í sínu daglega lífi. Reynslan getur með öðrum orðum sýnt fólki HVAR það þarf að vinna, en svo þarf það að fara út í hverdaginn sinn og VINNA vinnuna. Bati felst ekki í einum eða tveimur stórum atvikum. Bati kemur í litlum skrefum. Bati felst í öllum litlu augnablikunum sem lífið er ofið úr. Og í hvert sinn sem þú heldur að þú sért komin eitthvert, kemur bara annað lag sem þú þarft að fara að fletta ofan af. Sjálfsvinna er erfið og leiðinleg, mikinn hluta tímans. Jafnvel með stærstu hjálpartækjunum þá eru það tengsl og samskipti við annað fólk sem er hið raunverulega meðal. Að rekast á aðra, vera triggeruð, skoða sjálf okkur í auðmýkt, taka eftir mynstrum í eigin viðbrögðum, hafa hugrekkið til að taka ábyrgð í samskiptum, hugsa um sig og fólkið sitt. Horfa heiðarlega í spegil og taka ábyrgð á sér og eigin geðheilsu, hvern einasta dag. Engin ein pilla eða reynsla gefur þér þetta. Það gerir einungis samfélag, auðmýkt, og þrautseigja til að halda áfram þrátt fyrir að þetta sé erfitt og sársaukafullt ferli. Eru hugbirtandi efni fyrir mig? Reglulega fæ ég til mín fólk sem ég hefði sterklega ráðið frá því að nota efnin og þar sem notkun efnanna hefur flækt bataferlið fremur en að flýta því, nokkuð sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir væru efnin undir regluverki og krafa væri að skima fyrir undirliggjandi áhættuþáttum. Hér eru nokkur atriði sem gott er að skoða áður en ákvörðun er tekin um að nota efnin. Hef ég eða einhver í minni fjölskyldu sögu um geðrof eða geðrofssjúkdóma? Dæmi eru um að hugbirtandi reynsla geti útleyst geðrof hjá fólki sem hefur undirliggjandi veikleika fyrir slíku. Af þeim orsökum útiloka allar klínískar rannsóknir og klínískir meðferðaraðilar sem vinna með efnin þar sem þau eru lögleg, fólk með sögu um geðrof eða sem eiga fyrstu gráðu ættingja (foreldra eða systkini) með sögu um geðrof eða geðrofssjúkdóma. Hef ég unnið einhverja sjálfsvinnu í gegnum tíðina? Hinni hugbirtandi reynslu mætti líkja við skrifstofupartý. Ímyndaðu þér heilann þinn eins og risastórt fyrirtæki með mörgum deildum sem sjá hver um sinn þátt fyrirtækjarekstursins. Starfsmenn tala saman sín á milli um það sem viðkemur daglegri starfsemi fyrirtækisins en utan þess eru lítil samskipti. Svo er árshátíð og starfsmenn úr öllum deildum blandast saman í húllumhæ og tala saman af hjartans lyst. Á mánudeginum eftir partýið eru starfsmenn ýmsu vitrari, ekki bara um fyrirtækjareksturinn heldur líka um einkahagi samstarfsfólks síns. Öll hin nýja vitneskja sem þau hafa öðlast, kemur hins vegar frá einhverjum innan fyrirtækisins sem bjó yfir upplýsingunum fyrir árshátíðina. Það sama gildir um heilann á þér. Þær uppgötvanir sem þú munt gera í ferðalaginu eru í beinu samhengi við þær upplýsingar sem þú hefur nú þegar öðlast og býrð yfir einhvers staðar í hugarfylgsnum þínum. Rétt eins og gerist í draumsvefni tengir heilinn fyrri vitneskju saman, oft á mjög abstrakt hátt, og niðurstaðan verður sú að þú öðlast nýtt sjónarhorn á hlutina eða áttar þig á einhverju sem áður var þér hulið úr meðvitund þinni. En til þess að þú getir gert þessar tengingar, þá þarftu að hafa öðlast vitneskjuna til að byrja með. Fyrri sjálfsvinna er því mikilvæg auðlind fyrir hugbirtandi reynslu í sjálfshjálparskyni. Önnur ástæða er sú að stærsta forspárbreyta fyrir því að geta nýtt sér hugbirtandi ferðalag er tilfinningalegur þroski. Þroski gerist ekki í þægindum, og auðvelt er að hliðra sér hjá nokkrum tilfinningalegum þroska með því að sitja hjá í lífinu og taka ekki ábyrgð á eigin hegðun og tilfinningalífi. Það eykur strax líkurnar á því að manneskja nái að nýta sér eiginleika hugbirtandi efna sér til hagsbóta ef hún hefur áður sýnt viðleitni til að taka ábyrgð á eigin hegðun og líðan. Það skal þó tekið fram að það að “sjálfsvinna” er óskilgreint hugtak og því skal ekki taka þessu sem meira en grófum viðmiðum. Er ég tilbúin til þess að horfast í augu við sjálfa mig og gera þær breytingar sem nauðsynlegar eru í lífi mínu? Rétt eins og ég nefndi í fyrri pistil mínum þá virka hugbirtandi efni oftast þannig að þau sýna þér hvar þú þarft að vinna vinnuna. Svo þarftu að fara út í lífið þitt og gera þær breytingar sem nauðsynlegar eru til að þú þrífist í eigin lífi. Ef þú ert að vonast til að geta tekið inn efni sem breyta þér sem manneskju muntu verða fyrir vonbrigðum. Er ég í góðu utanumhaldi hjá fagmanneskju? Það sem oft gleymist að taka fram þegar rætt er um góðan rannsóknarárangur meðferðar með aðstoð hugbirtandi lyfja er að oft liggja 30-60 meðferðartímar með sérþjálfuðum aðilum að baki þessum góða árangri, samhliða inntöku efnanna. Það sem verið er að rannsaka er meðferð með aðstoð hugbirtandi efna, en ekki hugbirtandi efni. Til að geta gert þær breytingar sem nauðsynlegar eru til að þrífast í eigin lífi þurfum við flest aðstoð, og mörg okkar fagaðstoð. Eftirvinnsla, eða integration eins og hún kallast á ensku, er lykillinn að góðum árangri. Eða eins og einn rannsakandinn orðaði það: “án eftirvinnslu fórstu bara á tripp.” Er ég á SSRI eða SNRI lyfjum? Hin klassísku hugbirtandi efni verka á serótónín viðtaka heilans, líkt og SSRI og sum SNRI lyf gera. Áhrifin af því að taka hugbirtandi efni á sama tíma og þú ert á þessum lyfjum eru oftast sú að þú finnur lítil áhrif af efnunum. Undantekningin er ef frumskógarlyfsins ayahuasca er neytt, en það lyf inniheldur svokallaða MAO-hamlara sem getur leitt til svokallaðs serótónín heilkennis ef þess er neytt með SSRI/SNRI lyfjum. Heilkennið getur í verstu tilfellunum leitt til dauða. Er ég með ómeðhöndlaða hjarta- og æðasjúkdóma? Sum lyfjanna hækka blóðþrýsting tímabundið, þar á meðal ketamín og MDMA. Þar sem lyfin eru regluvædd og notkun þeirra í lækningaskyni leyfileg er alltaf læknir viðstaddur, ef svo færi að hans yrði þörf. Hef ég verkfærin til að takast á við það ef lyfin setja mig enn frekar úr jafnvægi en ég er nú þegar? Ef ekki er rétt staðið að ferðalaginu, undirbúningi hefur ekki verið sinnt nægilega vel, eða eitthvað fer úrskeiðis, getur hugbirtandi reynsla sett fólk enn meira úr jafnvægi en það áður var. Hér fer fyrri sjálfsvinna og fagstuðningur aftur að skipta máli. Er ég reiðubúin til þess að sambönd mín við fólkið mitt fari úr jafnvægi? Við erum öll hluti af hópum, þar sem við gegnum ákveðnum hlutverkum, til hins betra eða til hins verra. Þegar ein manneskja í hópi gengur í gegnum stórar breytingar, hvort sem þær breytingar eru í eðli sínu jákvæðar eða neikvæðar, er viðbúið að það hafi áhrif á samskipti við fólkið í kringum hana. Í sumum tilfellum getur komið mikill titringur, vinslit eða tengslarof innan fjölskyldu- eða vinahóps, þegar ein manneskja byrjar að feta aðrar leiðir en hinir í hópnum. Geri ég mér grein fyrir að efnin sjálf eru ekki að fara að laga neitt í mínu lífi? Þennan punkt fjallaði ég um hér að ofan en tel nauðsynlegt að hafa hann með í upptalningunni. Get ég séð lífið fyrir mér án veikinda minna? Allur bati veltur á því að við getum séð hverju við viljum stefna að. Því samofnari sem sjálfsmynd þín er veikindum þínum, því meiri bratta er á að sækja fyrir þig. Það skiptir öllu máli að undirbúa sig vel undir ferðalag. Við þurfum að nesta okkur vel, kaupa okkur viðeigandi hlífðarfatnað, þjálfa upp þol og styrk, kynna okkur svæðið og ráða okkur leiðsögumann. Þetta gildir ekki síður um ferðalög um eigin hugarfylgsni. Ég hvet fólk sem hefur í hyggju að nota efnin, til að verða sér út um upplýsingar og undirbúa sig vel áður en af stað er farið. Höfundur er sálfræðingur, hefur lokið námi í hugbirtandi fræðum frá Integrative Psychiatry Institute og heldur úti skaðaminnkandi fræðslu- og stuðningsnámskeiðum fyrir fólk sem hyggur á notkun þeirra.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun