Rétturinn til að hvílast Sandra B. Franks skrifar 9. janúar 2024 08:00 Ein af mikilvægustu réttindum vinnuréttarins er hvíldartími starfsfólks. Verkalýðshreyfingin hafði mikið fyrir því að tryggja þennan grundvallarrétt. Þá hefur Evrópusambandið sett sérstaka vinnuréttartilskipun sem gildir einnig hér á landi. Markmið tilskipunarinnar er að setja lágmarkskröfur að umbótum, einkum því sem varðar starfsumhverfi, meðal annars til að tryggja öryggi og heilsuvernd launafólks. Vísbendingar eru um að íslensk stjórnvöld og einstaka stofnanir uppfylli ekki umrædda tilskipun. Í nýlegu áliti eftirlitsstofnunar EFTA frá 7. desember 2022, er athygli íslenskra stjórnvalda vakin á því að ekki hafi verið staðið rétt að málum við innleiðingu á vinnutímatilskipuninni og í því sambandi vísað til dómsniðurstöðu Evrópudómstólsins nr. C-55/18. Í dómnum er fjallað um skyldu atvinnurekanda um að virða reglur tilskipunarinnar. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að vinnuveitendum er skylt að hafa skráningarkerfi fyrir vinnutíma starfsfólks. Þessi skylda endurspeglast síðan meðal annars í lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Þar er fjallað um skyldu atvinnurekenda til að skipuleggja vinnu þannig að ákvæði laga og kjarasamninga um hvíldartíma séu virt. Kjarninn í þessu framangreinda áliti eftirlitsstofnunar EFTA og í dómi Evrópudómstólsins er að hvíldartími eru grundvallarréttindi í vinnurétti. Það eru því ríkar skyldur lagðar á vinnuveitanda að tryggja að þessi réttur og þar með talinn frítökuréttur, sé virtur. Jafnframt hvílir sú skylda á vinnuveitanda að halda utan um og upplýsa starfsfólk um áunninn en ótekinn frítökurétt á hverjum tíma. Ábyrgð vinnuveitanda Við hjá Sjúkraliðafélagi Íslands fáum ítrekað til okkar mál þar sem heilbrigðisstofnanir halda illa utan um frítökurétt sjúkraliða og hafna jafnvel réttindum þeirra um frítöku. Þegar gengið er á eftir þessum grundvallar réttindum er bent á að sjúkraliði hefði ekki átt að mæta til vinnu í samræmi við fyrirliggjandi vaktskrá þar sem tilskyldum lágmarkshvíldartíma milli vakta var ekki náð. Ljóst er að starfsumhverfi sjúkraliða byggir á vaktavinnu. Skipulag vinnutíma er í samræmi við þarfir og sérstakar óskir stofnunarinnar sem sett er fram í vaktaskýrslu. Til að skipuleggja starfsemina þarf að tryggja mönnun fagfólks í heilbrigðisþjónustunni sem mætir til starfa í samræmi við vaktaskýrslu sem stofnunin hefur sett fram. Í samræmi við ákvæði kjarasamninga er vaktaskýrslan, sem er í raun sérstök beiðni vinnuveitenda eftir vinnuframlagi, lögð fram með eins mánaðar fyrirvara. Sjúkraliðar eru vinnusamir og mæta iðulega í samræmi við fyrirliggjandi vaktaskýrslu þar sem gert er ráð fyrir þeim til vinnu þrátt fyrir skerta hvíld. Ef sjúkraliði mætir ekki í samræmi við fyrirliggjandi vaktaskýrslu þar sem gert er ráð fyrir honum, þá er það vinnustaðarins að tryggja að annar komi í hans stað. Staðreyndin er hins vegar sú að slíkt verklag er ekki viðhaft í heilbrigðisþjónustunni, heldur er undantekningarlaust gert ráð fyrir að sjúkraliði mæti í samræmi við fyrirliggjandi vaktaskýrslu. Þó heimilt sé að stytta samfelldan hvíldartíma í allt að átta klukkustundir þegar eðli starfseminnar eða sérstakar aðstæður koma upp á. Þá er stenst það ekki að móta reglu sem gengur framar lögbundnum rétti sjúkraliða að „fá samsvarandi hvíldatíma síðar“. Rétturinn til frítöku er til staðar burtséð frá því, enda er vaktaskipulag á vinnutíma alltaf á ábyrgð vinnuveitanda. Höfundur er lögfræðingur og formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ein af mikilvægustu réttindum vinnuréttarins er hvíldartími starfsfólks. Verkalýðshreyfingin hafði mikið fyrir því að tryggja þennan grundvallarrétt. Þá hefur Evrópusambandið sett sérstaka vinnuréttartilskipun sem gildir einnig hér á landi. Markmið tilskipunarinnar er að setja lágmarkskröfur að umbótum, einkum því sem varðar starfsumhverfi, meðal annars til að tryggja öryggi og heilsuvernd launafólks. Vísbendingar eru um að íslensk stjórnvöld og einstaka stofnanir uppfylli ekki umrædda tilskipun. Í nýlegu áliti eftirlitsstofnunar EFTA frá 7. desember 2022, er athygli íslenskra stjórnvalda vakin á því að ekki hafi verið staðið rétt að málum við innleiðingu á vinnutímatilskipuninni og í því sambandi vísað til dómsniðurstöðu Evrópudómstólsins nr. C-55/18. Í dómnum er fjallað um skyldu atvinnurekanda um að virða reglur tilskipunarinnar. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að vinnuveitendum er skylt að hafa skráningarkerfi fyrir vinnutíma starfsfólks. Þessi skylda endurspeglast síðan meðal annars í lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Þar er fjallað um skyldu atvinnurekenda til að skipuleggja vinnu þannig að ákvæði laga og kjarasamninga um hvíldartíma séu virt. Kjarninn í þessu framangreinda áliti eftirlitsstofnunar EFTA og í dómi Evrópudómstólsins er að hvíldartími eru grundvallarréttindi í vinnurétti. Það eru því ríkar skyldur lagðar á vinnuveitanda að tryggja að þessi réttur og þar með talinn frítökuréttur, sé virtur. Jafnframt hvílir sú skylda á vinnuveitanda að halda utan um og upplýsa starfsfólk um áunninn en ótekinn frítökurétt á hverjum tíma. Ábyrgð vinnuveitanda Við hjá Sjúkraliðafélagi Íslands fáum ítrekað til okkar mál þar sem heilbrigðisstofnanir halda illa utan um frítökurétt sjúkraliða og hafna jafnvel réttindum þeirra um frítöku. Þegar gengið er á eftir þessum grundvallar réttindum er bent á að sjúkraliði hefði ekki átt að mæta til vinnu í samræmi við fyrirliggjandi vaktskrá þar sem tilskyldum lágmarkshvíldartíma milli vakta var ekki náð. Ljóst er að starfsumhverfi sjúkraliða byggir á vaktavinnu. Skipulag vinnutíma er í samræmi við þarfir og sérstakar óskir stofnunarinnar sem sett er fram í vaktaskýrslu. Til að skipuleggja starfsemina þarf að tryggja mönnun fagfólks í heilbrigðisþjónustunni sem mætir til starfa í samræmi við vaktaskýrslu sem stofnunin hefur sett fram. Í samræmi við ákvæði kjarasamninga er vaktaskýrslan, sem er í raun sérstök beiðni vinnuveitenda eftir vinnuframlagi, lögð fram með eins mánaðar fyrirvara. Sjúkraliðar eru vinnusamir og mæta iðulega í samræmi við fyrirliggjandi vaktaskýrslu þar sem gert er ráð fyrir þeim til vinnu þrátt fyrir skerta hvíld. Ef sjúkraliði mætir ekki í samræmi við fyrirliggjandi vaktaskýrslu þar sem gert er ráð fyrir honum, þá er það vinnustaðarins að tryggja að annar komi í hans stað. Staðreyndin er hins vegar sú að slíkt verklag er ekki viðhaft í heilbrigðisþjónustunni, heldur er undantekningarlaust gert ráð fyrir að sjúkraliði mæti í samræmi við fyrirliggjandi vaktaskýrslu. Þó heimilt sé að stytta samfelldan hvíldartíma í allt að átta klukkustundir þegar eðli starfseminnar eða sérstakar aðstæður koma upp á. Þá er stenst það ekki að móta reglu sem gengur framar lögbundnum rétti sjúkraliða að „fá samsvarandi hvíldatíma síðar“. Rétturinn til frítöku er til staðar burtséð frá því, enda er vaktaskipulag á vinnutíma alltaf á ábyrgð vinnuveitanda. Höfundur er lögfræðingur og formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun