Ísland gegn þjóðarmorði Lea María Lemarquis og Ingólfur Gíslason skrifa 9. janúar 2024 06:00 Opið bréf til Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, og Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Þann 29. desember síðastliðinn hóf Suður Afríka málaferli gegn Ísraelsríki við Alþjóðadómstólinn í Haag fyrir brot á sáttmála Sameinuðu þjóðanna um ráðstafanir gegn og refsingar fyrir hópmorð. Hópmorð er lagalegt hugtak sem er samheiti orðsins þjóðarmorð. Efni málsóknarinnar Í málsókn Suður Afríku má finna ótal tilvísanir í gögn sem sýna fram á ásetning stjórnar Ísraelsríkis til að fremja þjóðarmorð. Þar má nefna opinberar yfirlýsingar af hálfu forsætisráðherrans, Benjamin Netanyahu, forsetans, Isaac Herzog, og annarra háttsettra stjórnmálamanna, embættismanna og talsfólks hersins í Ísrael. Í málsókninni er einnig að finna ítarlegar lýsingar á hryllilegum glæpum Ísraelshers á Gaza og mat stofnanna á borð við Barnahjálp SÞ (UNICEF), Mannúðarskrifstofu SÞ, Friðaráætlun SÞ (UNRWA), Matvælaáætlun SÞ (WFP), Mannréttindastofnun SÞ (OHCHR), Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO), sérstaka skýrslugjafa SÞ (special rapporteurs) og rannsóknarsendinefndir SÞ (fact-finding missions) á ástandinu á Gaza og framferði Ísraelsríkis þar. Niðurstöður þessara stofnanna leiða allar að sömu ályktun. Þær benda í stuttu máli til þess að Ísraelsríki sé ekki eingöngu að drepa Palestínumenn í stórum stíl, þar á meðal börn, og valda þeim alvarlegum líkamlegum og andlegum skaða, heldur einnig að þröngva Palestínumönnum af ásetningi til þess að búa við lífsskilyrði sem miða að eyðingu þeirra. Með öðrum orðum að fremja hópmorð í skilningi alþjóðalaga. Málsókn Suður Afríku hefur verið birt í 84 blaðsíðna skjali sem er skýrt og skiljanlegt fyrir enskumælandi lesendur. Það er að finna hér. Rétt er að benda á að málið snýst ekki um að dæma Ísrael fyrir þjóðarmorð að svo stöddu heldur fyrst og fremst að vernda Palestínumenn frá yfirvofandi og óbætanlegu tjóni. Í málaskjalinu bendir Suður Afríka á að það sé skylda allra ríkja að grípa til allra raunhæfra aðgerða sem eru á þeirra valdi til þess að stöðva þjóðarmorð. Alþjóðadómstóllinn í Haag tekur bindandi ákvarðanir um skyldur ríkja og niðurstaðan getur haft gríðarleg áhrif og virkað sem eins konar lögbann á yfirstandandi aðgerðum Ísraelshers. Það mun svo taka lengri tíma að skera endanlega úr um brot Ísraels á sáttmála um ráðstafanir gegn og refsingar fyrir hópmorð. Stefna og aðgerðir Íslands Í áramótaávarpi ræddi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, um “skelfilegar árásir ísraelska hersins á Gaza” og við tökum undir orð hennar um að “örlög fólks á stríðssvæðum heimsins skipta okkur máli, fólk sem býr við hungur, sjúkdóma og er hrakið frá heimili sínum kemur okkur við og okkur ber að styðja við og hjálpa þar sem við getum lagt gott til.” Með því að taka undir málsókn Suður Afríku myndum við leggja gott til. Fjárframlög til mannúðaraðstoðar hafa vissulega verið aukin en auknar fjárhæðir til neyðaraðstoðar duga skammt þegar drápin halda áfram og innflutningur á nauðsynjavörum er vísvitandi stöðvaður. Árásirnar á Gaza koma einnig við sögu í grein utanríkisráðherra, Bjarna Benediktssonar, sem birtist í Morgunblaðinu þann 31. desember. Þar er fullyrt að Ísland hafi frá upphafi beitt sér af krafti á alþjóðlegum vettvangi (þó svo að Ísland hafi setið hjá í fyrstu atkvæðagreiðslu SÞ um vopnahlé). „Ákallið er skýrt um vopnahlé, óheft aðgengi neyðaraðstoðar, tafarlausa lausn gísla Hamas og virðingu við alþjóðalög.“ Í ljósi vilja ríkisstjórnarinnar til þess að vernda stríðshrjáða íbúa Gaza og koma á vopnahléi og í ljósi skyldu ríkja að beita öllum tiltækum ráðum til að koma í veg fyrir hópmorð krefjumst við þess að íslensk stjórnvöld leggi stuðning sinn við málsókn Suður Afríku gegn Ísrael við Alþjóðadómstólinn. Nú þegar hafa Malasía, Tyrkland og Jórdanía stutt málsóknina opinberlega. Samtök um íslamska samvinnu, OIC, sem telja 57 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hafa gefið út yfirlýsingu þar sem henni er fagnað. Réttarhöld hefjast á fimmtudaginn 11. janúar í Haag og verður streymt á vefsíðu Alþjóðadómstólsins. Íslendingar eru friðelskandi þjóð og við viljum reka utanríkisstefnu með frið og mannúð að leiðarljósi. Þessi sögulegu réttarhöld gætu haft veruleg áhrif til að stöðva þá óbærilegu glæpi sem lýst er í málsókninni og bjargað lífi þeirra sem enn lifa í yfirstandandi þjóðarmorði. Við skorum á forsætisráðherra og utanríkisráðherra að sjá til þess að Ísland styðji málsókn Suður Afríku. Lea María er eðlisfræðikennari og Ingólfur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, og Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Þann 29. desember síðastliðinn hóf Suður Afríka málaferli gegn Ísraelsríki við Alþjóðadómstólinn í Haag fyrir brot á sáttmála Sameinuðu þjóðanna um ráðstafanir gegn og refsingar fyrir hópmorð. Hópmorð er lagalegt hugtak sem er samheiti orðsins þjóðarmorð. Efni málsóknarinnar Í málsókn Suður Afríku má finna ótal tilvísanir í gögn sem sýna fram á ásetning stjórnar Ísraelsríkis til að fremja þjóðarmorð. Þar má nefna opinberar yfirlýsingar af hálfu forsætisráðherrans, Benjamin Netanyahu, forsetans, Isaac Herzog, og annarra háttsettra stjórnmálamanna, embættismanna og talsfólks hersins í Ísrael. Í málsókninni er einnig að finna ítarlegar lýsingar á hryllilegum glæpum Ísraelshers á Gaza og mat stofnanna á borð við Barnahjálp SÞ (UNICEF), Mannúðarskrifstofu SÞ, Friðaráætlun SÞ (UNRWA), Matvælaáætlun SÞ (WFP), Mannréttindastofnun SÞ (OHCHR), Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO), sérstaka skýrslugjafa SÞ (special rapporteurs) og rannsóknarsendinefndir SÞ (fact-finding missions) á ástandinu á Gaza og framferði Ísraelsríkis þar. Niðurstöður þessara stofnanna leiða allar að sömu ályktun. Þær benda í stuttu máli til þess að Ísraelsríki sé ekki eingöngu að drepa Palestínumenn í stórum stíl, þar á meðal börn, og valda þeim alvarlegum líkamlegum og andlegum skaða, heldur einnig að þröngva Palestínumönnum af ásetningi til þess að búa við lífsskilyrði sem miða að eyðingu þeirra. Með öðrum orðum að fremja hópmorð í skilningi alþjóðalaga. Málsókn Suður Afríku hefur verið birt í 84 blaðsíðna skjali sem er skýrt og skiljanlegt fyrir enskumælandi lesendur. Það er að finna hér. Rétt er að benda á að málið snýst ekki um að dæma Ísrael fyrir þjóðarmorð að svo stöddu heldur fyrst og fremst að vernda Palestínumenn frá yfirvofandi og óbætanlegu tjóni. Í málaskjalinu bendir Suður Afríka á að það sé skylda allra ríkja að grípa til allra raunhæfra aðgerða sem eru á þeirra valdi til þess að stöðva þjóðarmorð. Alþjóðadómstóllinn í Haag tekur bindandi ákvarðanir um skyldur ríkja og niðurstaðan getur haft gríðarleg áhrif og virkað sem eins konar lögbann á yfirstandandi aðgerðum Ísraelshers. Það mun svo taka lengri tíma að skera endanlega úr um brot Ísraels á sáttmála um ráðstafanir gegn og refsingar fyrir hópmorð. Stefna og aðgerðir Íslands Í áramótaávarpi ræddi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, um “skelfilegar árásir ísraelska hersins á Gaza” og við tökum undir orð hennar um að “örlög fólks á stríðssvæðum heimsins skipta okkur máli, fólk sem býr við hungur, sjúkdóma og er hrakið frá heimili sínum kemur okkur við og okkur ber að styðja við og hjálpa þar sem við getum lagt gott til.” Með því að taka undir málsókn Suður Afríku myndum við leggja gott til. Fjárframlög til mannúðaraðstoðar hafa vissulega verið aukin en auknar fjárhæðir til neyðaraðstoðar duga skammt þegar drápin halda áfram og innflutningur á nauðsynjavörum er vísvitandi stöðvaður. Árásirnar á Gaza koma einnig við sögu í grein utanríkisráðherra, Bjarna Benediktssonar, sem birtist í Morgunblaðinu þann 31. desember. Þar er fullyrt að Ísland hafi frá upphafi beitt sér af krafti á alþjóðlegum vettvangi (þó svo að Ísland hafi setið hjá í fyrstu atkvæðagreiðslu SÞ um vopnahlé). „Ákallið er skýrt um vopnahlé, óheft aðgengi neyðaraðstoðar, tafarlausa lausn gísla Hamas og virðingu við alþjóðalög.“ Í ljósi vilja ríkisstjórnarinnar til þess að vernda stríðshrjáða íbúa Gaza og koma á vopnahléi og í ljósi skyldu ríkja að beita öllum tiltækum ráðum til að koma í veg fyrir hópmorð krefjumst við þess að íslensk stjórnvöld leggi stuðning sinn við málsókn Suður Afríku gegn Ísrael við Alþjóðadómstólinn. Nú þegar hafa Malasía, Tyrkland og Jórdanía stutt málsóknina opinberlega. Samtök um íslamska samvinnu, OIC, sem telja 57 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hafa gefið út yfirlýsingu þar sem henni er fagnað. Réttarhöld hefjast á fimmtudaginn 11. janúar í Haag og verður streymt á vefsíðu Alþjóðadómstólsins. Íslendingar eru friðelskandi þjóð og við viljum reka utanríkisstefnu með frið og mannúð að leiðarljósi. Þessi sögulegu réttarhöld gætu haft veruleg áhrif til að stöðva þá óbærilegu glæpi sem lýst er í málsókninni og bjargað lífi þeirra sem enn lifa í yfirstandandi þjóðarmorði. Við skorum á forsætisráðherra og utanríkisráðherra að sjá til þess að Ísland styðji málsókn Suður Afríku. Lea María er eðlisfræðikennari og Ingólfur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun