Ísland gegn þjóðarmorði Lea María Lemarquis og Ingólfur Gíslason skrifa 9. janúar 2024 06:00 Opið bréf til Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, og Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Þann 29. desember síðastliðinn hóf Suður Afríka málaferli gegn Ísraelsríki við Alþjóðadómstólinn í Haag fyrir brot á sáttmála Sameinuðu þjóðanna um ráðstafanir gegn og refsingar fyrir hópmorð. Hópmorð er lagalegt hugtak sem er samheiti orðsins þjóðarmorð. Efni málsóknarinnar Í málsókn Suður Afríku má finna ótal tilvísanir í gögn sem sýna fram á ásetning stjórnar Ísraelsríkis til að fremja þjóðarmorð. Þar má nefna opinberar yfirlýsingar af hálfu forsætisráðherrans, Benjamin Netanyahu, forsetans, Isaac Herzog, og annarra háttsettra stjórnmálamanna, embættismanna og talsfólks hersins í Ísrael. Í málsókninni er einnig að finna ítarlegar lýsingar á hryllilegum glæpum Ísraelshers á Gaza og mat stofnanna á borð við Barnahjálp SÞ (UNICEF), Mannúðarskrifstofu SÞ, Friðaráætlun SÞ (UNRWA), Matvælaáætlun SÞ (WFP), Mannréttindastofnun SÞ (OHCHR), Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO), sérstaka skýrslugjafa SÞ (special rapporteurs) og rannsóknarsendinefndir SÞ (fact-finding missions) á ástandinu á Gaza og framferði Ísraelsríkis þar. Niðurstöður þessara stofnanna leiða allar að sömu ályktun. Þær benda í stuttu máli til þess að Ísraelsríki sé ekki eingöngu að drepa Palestínumenn í stórum stíl, þar á meðal börn, og valda þeim alvarlegum líkamlegum og andlegum skaða, heldur einnig að þröngva Palestínumönnum af ásetningi til þess að búa við lífsskilyrði sem miða að eyðingu þeirra. Með öðrum orðum að fremja hópmorð í skilningi alþjóðalaga. Málsókn Suður Afríku hefur verið birt í 84 blaðsíðna skjali sem er skýrt og skiljanlegt fyrir enskumælandi lesendur. Það er að finna hér. Rétt er að benda á að málið snýst ekki um að dæma Ísrael fyrir þjóðarmorð að svo stöddu heldur fyrst og fremst að vernda Palestínumenn frá yfirvofandi og óbætanlegu tjóni. Í málaskjalinu bendir Suður Afríka á að það sé skylda allra ríkja að grípa til allra raunhæfra aðgerða sem eru á þeirra valdi til þess að stöðva þjóðarmorð. Alþjóðadómstóllinn í Haag tekur bindandi ákvarðanir um skyldur ríkja og niðurstaðan getur haft gríðarleg áhrif og virkað sem eins konar lögbann á yfirstandandi aðgerðum Ísraelshers. Það mun svo taka lengri tíma að skera endanlega úr um brot Ísraels á sáttmála um ráðstafanir gegn og refsingar fyrir hópmorð. Stefna og aðgerðir Íslands Í áramótaávarpi ræddi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, um “skelfilegar árásir ísraelska hersins á Gaza” og við tökum undir orð hennar um að “örlög fólks á stríðssvæðum heimsins skipta okkur máli, fólk sem býr við hungur, sjúkdóma og er hrakið frá heimili sínum kemur okkur við og okkur ber að styðja við og hjálpa þar sem við getum lagt gott til.” Með því að taka undir málsókn Suður Afríku myndum við leggja gott til. Fjárframlög til mannúðaraðstoðar hafa vissulega verið aukin en auknar fjárhæðir til neyðaraðstoðar duga skammt þegar drápin halda áfram og innflutningur á nauðsynjavörum er vísvitandi stöðvaður. Árásirnar á Gaza koma einnig við sögu í grein utanríkisráðherra, Bjarna Benediktssonar, sem birtist í Morgunblaðinu þann 31. desember. Þar er fullyrt að Ísland hafi frá upphafi beitt sér af krafti á alþjóðlegum vettvangi (þó svo að Ísland hafi setið hjá í fyrstu atkvæðagreiðslu SÞ um vopnahlé). „Ákallið er skýrt um vopnahlé, óheft aðgengi neyðaraðstoðar, tafarlausa lausn gísla Hamas og virðingu við alþjóðalög.“ Í ljósi vilja ríkisstjórnarinnar til þess að vernda stríðshrjáða íbúa Gaza og koma á vopnahléi og í ljósi skyldu ríkja að beita öllum tiltækum ráðum til að koma í veg fyrir hópmorð krefjumst við þess að íslensk stjórnvöld leggi stuðning sinn við málsókn Suður Afríku gegn Ísrael við Alþjóðadómstólinn. Nú þegar hafa Malasía, Tyrkland og Jórdanía stutt málsóknina opinberlega. Samtök um íslamska samvinnu, OIC, sem telja 57 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hafa gefið út yfirlýsingu þar sem henni er fagnað. Réttarhöld hefjast á fimmtudaginn 11. janúar í Haag og verður streymt á vefsíðu Alþjóðadómstólsins. Íslendingar eru friðelskandi þjóð og við viljum reka utanríkisstefnu með frið og mannúð að leiðarljósi. Þessi sögulegu réttarhöld gætu haft veruleg áhrif til að stöðva þá óbærilegu glæpi sem lýst er í málsókninni og bjargað lífi þeirra sem enn lifa í yfirstandandi þjóðarmorði. Við skorum á forsætisráðherra og utanríkisráðherra að sjá til þess að Ísland styðji málsókn Suður Afríku. Lea María er eðlisfræðikennari og Ingólfur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, og Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Þann 29. desember síðastliðinn hóf Suður Afríka málaferli gegn Ísraelsríki við Alþjóðadómstólinn í Haag fyrir brot á sáttmála Sameinuðu þjóðanna um ráðstafanir gegn og refsingar fyrir hópmorð. Hópmorð er lagalegt hugtak sem er samheiti orðsins þjóðarmorð. Efni málsóknarinnar Í málsókn Suður Afríku má finna ótal tilvísanir í gögn sem sýna fram á ásetning stjórnar Ísraelsríkis til að fremja þjóðarmorð. Þar má nefna opinberar yfirlýsingar af hálfu forsætisráðherrans, Benjamin Netanyahu, forsetans, Isaac Herzog, og annarra háttsettra stjórnmálamanna, embættismanna og talsfólks hersins í Ísrael. Í málsókninni er einnig að finna ítarlegar lýsingar á hryllilegum glæpum Ísraelshers á Gaza og mat stofnanna á borð við Barnahjálp SÞ (UNICEF), Mannúðarskrifstofu SÞ, Friðaráætlun SÞ (UNRWA), Matvælaáætlun SÞ (WFP), Mannréttindastofnun SÞ (OHCHR), Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO), sérstaka skýrslugjafa SÞ (special rapporteurs) og rannsóknarsendinefndir SÞ (fact-finding missions) á ástandinu á Gaza og framferði Ísraelsríkis þar. Niðurstöður þessara stofnanna leiða allar að sömu ályktun. Þær benda í stuttu máli til þess að Ísraelsríki sé ekki eingöngu að drepa Palestínumenn í stórum stíl, þar á meðal börn, og valda þeim alvarlegum líkamlegum og andlegum skaða, heldur einnig að þröngva Palestínumönnum af ásetningi til þess að búa við lífsskilyrði sem miða að eyðingu þeirra. Með öðrum orðum að fremja hópmorð í skilningi alþjóðalaga. Málsókn Suður Afríku hefur verið birt í 84 blaðsíðna skjali sem er skýrt og skiljanlegt fyrir enskumælandi lesendur. Það er að finna hér. Rétt er að benda á að málið snýst ekki um að dæma Ísrael fyrir þjóðarmorð að svo stöddu heldur fyrst og fremst að vernda Palestínumenn frá yfirvofandi og óbætanlegu tjóni. Í málaskjalinu bendir Suður Afríka á að það sé skylda allra ríkja að grípa til allra raunhæfra aðgerða sem eru á þeirra valdi til þess að stöðva þjóðarmorð. Alþjóðadómstóllinn í Haag tekur bindandi ákvarðanir um skyldur ríkja og niðurstaðan getur haft gríðarleg áhrif og virkað sem eins konar lögbann á yfirstandandi aðgerðum Ísraelshers. Það mun svo taka lengri tíma að skera endanlega úr um brot Ísraels á sáttmála um ráðstafanir gegn og refsingar fyrir hópmorð. Stefna og aðgerðir Íslands Í áramótaávarpi ræddi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, um “skelfilegar árásir ísraelska hersins á Gaza” og við tökum undir orð hennar um að “örlög fólks á stríðssvæðum heimsins skipta okkur máli, fólk sem býr við hungur, sjúkdóma og er hrakið frá heimili sínum kemur okkur við og okkur ber að styðja við og hjálpa þar sem við getum lagt gott til.” Með því að taka undir málsókn Suður Afríku myndum við leggja gott til. Fjárframlög til mannúðaraðstoðar hafa vissulega verið aukin en auknar fjárhæðir til neyðaraðstoðar duga skammt þegar drápin halda áfram og innflutningur á nauðsynjavörum er vísvitandi stöðvaður. Árásirnar á Gaza koma einnig við sögu í grein utanríkisráðherra, Bjarna Benediktssonar, sem birtist í Morgunblaðinu þann 31. desember. Þar er fullyrt að Ísland hafi frá upphafi beitt sér af krafti á alþjóðlegum vettvangi (þó svo að Ísland hafi setið hjá í fyrstu atkvæðagreiðslu SÞ um vopnahlé). „Ákallið er skýrt um vopnahlé, óheft aðgengi neyðaraðstoðar, tafarlausa lausn gísla Hamas og virðingu við alþjóðalög.“ Í ljósi vilja ríkisstjórnarinnar til þess að vernda stríðshrjáða íbúa Gaza og koma á vopnahléi og í ljósi skyldu ríkja að beita öllum tiltækum ráðum til að koma í veg fyrir hópmorð krefjumst við þess að íslensk stjórnvöld leggi stuðning sinn við málsókn Suður Afríku gegn Ísrael við Alþjóðadómstólinn. Nú þegar hafa Malasía, Tyrkland og Jórdanía stutt málsóknina opinberlega. Samtök um íslamska samvinnu, OIC, sem telja 57 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hafa gefið út yfirlýsingu þar sem henni er fagnað. Réttarhöld hefjast á fimmtudaginn 11. janúar í Haag og verður streymt á vefsíðu Alþjóðadómstólsins. Íslendingar eru friðelskandi þjóð og við viljum reka utanríkisstefnu með frið og mannúð að leiðarljósi. Þessi sögulegu réttarhöld gætu haft veruleg áhrif til að stöðva þá óbærilegu glæpi sem lýst er í málsókninni og bjargað lífi þeirra sem enn lifa í yfirstandandi þjóðarmorði. Við skorum á forsætisráðherra og utanríkisráðherra að sjá til þess að Ísland styðji málsókn Suður Afríku. Lea María er eðlisfræðikennari og Ingólfur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar