Framlengja aftur við Söru Lind Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. janúar 2024 18:32 Sara Lind Guðbergsdóttir er settur forstjóri Ríkiskaupa. Vísir/Vilhelm Setningartími Söru Lindar Guðbergsdóttur sem settur forstjóri Ríkiskaupa hefur verið framlengdur til 1. mars. Þetta er í annað skiptið á innan við hálfu ári sem tímabundinn setningartími hennar er framlengdur. Sara Lind var sett sem forstjóri stofnunarinnar í apríl síðastliðnum eftir að Björgvin Víkingsson ákvað að láta af störfum til að taka við stöðu innkaupastjóra Bónuss. Björgvin tók svo um áramótin við starfi framkvæmdastjóra Bónuss af Guðmundi Marteinssyni. Setningartími Söru Lindar var til loka ágústmánaðar en var þá framlgendur til áramóta. Í svörum ráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu í apríl kom fram að staðan yrði auglýst „innan skamms“. Staða forstjóra hefur þó enn ekki verið auglýst. Í svörum ráðuneytisins í september kom fram að yfir standi skoðun á framtíðarfyrirkomulagi umgjarðar innkaupamála hjá ríkinu þar sem meðal annars sé „lagt mat á hvort hagkvæmt sé að sameina stofnunina öðrum einingum í samræmi við áherslur um einföldun stofnanakerfisins.“ Sá tími sem forstjóri Ríkiskaupa sé settur í embætti hafi verið framlengdur til áramóta, á meðan sú skoðun stendur yfir. Nú hefur sá tími verið framlengdur út febrúar samkvæmt svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis. Sara Lind starfaði sem sérfræðingur í kjara- og mannauðssýslu ríkisins hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og sat í samninganefnd ríkisins í kjarasamningsviðræðum. Sumarið 2021 var hún færð til Ríkiskaupa þar sem hún tók við stöðu sviðsstjóra stjórnunar og umbóta á sama tíma og þrír aðrir nýir sviðsstjórar tóku til starfa. Henni var þá falið að stýra stefnumótun og áætlanagerð stofnunarinnar ásamt forstjóra, auk þess að hún var gerð að staðgengli forstjóra. Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Fleiri fréttir „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Sjá meira
Sara Lind var sett sem forstjóri stofnunarinnar í apríl síðastliðnum eftir að Björgvin Víkingsson ákvað að láta af störfum til að taka við stöðu innkaupastjóra Bónuss. Björgvin tók svo um áramótin við starfi framkvæmdastjóra Bónuss af Guðmundi Marteinssyni. Setningartími Söru Lindar var til loka ágústmánaðar en var þá framlgendur til áramóta. Í svörum ráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu í apríl kom fram að staðan yrði auglýst „innan skamms“. Staða forstjóra hefur þó enn ekki verið auglýst. Í svörum ráðuneytisins í september kom fram að yfir standi skoðun á framtíðarfyrirkomulagi umgjarðar innkaupamála hjá ríkinu þar sem meðal annars sé „lagt mat á hvort hagkvæmt sé að sameina stofnunina öðrum einingum í samræmi við áherslur um einföldun stofnanakerfisins.“ Sá tími sem forstjóri Ríkiskaupa sé settur í embætti hafi verið framlengdur til áramóta, á meðan sú skoðun stendur yfir. Nú hefur sá tími verið framlengdur út febrúar samkvæmt svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis. Sara Lind starfaði sem sérfræðingur í kjara- og mannauðssýslu ríkisins hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og sat í samninganefnd ríkisins í kjarasamningsviðræðum. Sumarið 2021 var hún færð til Ríkiskaupa þar sem hún tók við stöðu sviðsstjóra stjórnunar og umbóta á sama tíma og þrír aðrir nýir sviðsstjórar tóku til starfa. Henni var þá falið að stýra stefnumótun og áætlanagerð stofnunarinnar ásamt forstjóra, auk þess að hún var gerð að staðgengli forstjóra.
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Fleiri fréttir „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Sjá meira