Missti hálfa fjölskylduna í loftárás en er nú mætt til Íslands Bjarki Sigurðsson skrifar 5. janúar 2024 18:39 Asil Al Masri er komin til Íslands. Vísir/Arnar Sautján ára stelpa sem kom hingað til lands frá Palestínu í dag segist himinlifandi og hlakkar til að læra tungumálið. Hluti fjölskyldu hennar lét lífið í sprengjuárás Ísraela fyrir þremur mánuðum. Sjálf missti hún fót í árásinni. Hin sautján ára Asil Al Masri er komin til Íslands eftir að hafa verið veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Hún er frá Palestínu og missti næstum því alla fjölskyldu sína í loftárás Ísraelshers í október á síðasta ári. Báðir foreldrar hennar létust sem og systir hennar. Asil komst af á lífi ásamt tveimur yngri frændsystkinum sínum sem dvelja nú í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Sjálf missti Asil vinstri fótinn í árásinni. Asil er ein þeirra tuttugu sem Alþingi veitti ríkisborgararétt viku fyrir jól. Suleiman, bróðir hennar, hafði barist fyrir komu hennar um nokkurt skeið. Hann hefur sjálfur á Íslandi síðan árið 2020 en hann flúði Palestínu árið 2017. Systkinin höfðu ekki séð hvort annað í sex ár þegar hann sótti Asil í Belgíu. „Hún var svo lítil áður en nú er hún ung stúlka. Ég er svo glaður. Sex ár eru liðin. Allt er gott núna. Við erum svo heppin að fá Asil hingað til Íslands og við erum þakklát íslensku þjóðinni,“ segir Suleiman. Asil segist vera himinlifandi að vera komin til Íslands. Síðustu mánuðir hafi reynst henni afar erfiðir. „Ég er himinlifandi. Ég er afar þakklát öllu fólkinu sem hjálpaði mér að komast hingað og við að öðlast ríkisborgararéttinn. Ég þakka öllu fólkinu sem sagði sögu mína um allt Ísland,“ segir Asil. Hún hlakkar mest til þess að læra íslensku. „Ég ætla að læra tungumálið og vera í tengslum við samfélagið hér því ég mun eignast marga vini. Ég ætla að halda áfram í læknismeðferðinni, fara í skóla og halda áfram menntun minni. Síðan vonast ég til að fá framtíðarstarf,“ segir Asil. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Hin sautján ára Asil Al Masri er komin til Íslands eftir að hafa verið veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Hún er frá Palestínu og missti næstum því alla fjölskyldu sína í loftárás Ísraelshers í október á síðasta ári. Báðir foreldrar hennar létust sem og systir hennar. Asil komst af á lífi ásamt tveimur yngri frændsystkinum sínum sem dvelja nú í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Sjálf missti Asil vinstri fótinn í árásinni. Asil er ein þeirra tuttugu sem Alþingi veitti ríkisborgararétt viku fyrir jól. Suleiman, bróðir hennar, hafði barist fyrir komu hennar um nokkurt skeið. Hann hefur sjálfur á Íslandi síðan árið 2020 en hann flúði Palestínu árið 2017. Systkinin höfðu ekki séð hvort annað í sex ár þegar hann sótti Asil í Belgíu. „Hún var svo lítil áður en nú er hún ung stúlka. Ég er svo glaður. Sex ár eru liðin. Allt er gott núna. Við erum svo heppin að fá Asil hingað til Íslands og við erum þakklát íslensku þjóðinni,“ segir Suleiman. Asil segist vera himinlifandi að vera komin til Íslands. Síðustu mánuðir hafi reynst henni afar erfiðir. „Ég er himinlifandi. Ég er afar þakklát öllu fólkinu sem hjálpaði mér að komast hingað og við að öðlast ríkisborgararéttinn. Ég þakka öllu fólkinu sem sagði sögu mína um allt Ísland,“ segir Asil. Hún hlakkar mest til þess að læra íslensku. „Ég ætla að læra tungumálið og vera í tengslum við samfélagið hér því ég mun eignast marga vini. Ég ætla að halda áfram í læknismeðferðinni, fara í skóla og halda áfram menntun minni. Síðan vonast ég til að fá framtíðarstarf,“ segir Asil.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira