Félagslækningar og frelsi til bata Elsa Kristín Sigurðardóttir skrifar 5. janúar 2024 17:30 Umræðan um skaðaminnkandi lyfjameðferðir síðustu vikur hefur litast mikið af hinu læknisfræðilega módeli. Að horfa bara á líkamlegu hlið sjúkdóma kemur okkur ekki langt í heilsueflingu. Það er misjafnt hve mikil áhrif veikindi hafa á umhverfi okkar og það er mjög misjafnt hve vel samfélagið sýnir hinum mismunandi áskorunum veikinda skilning og stuðning. Skaðinn sem fíknivandi veldur er sjaldnast bara líkamlegur. Ef svo væri myndu mínir skjólstæðingar og þeirra fjölskyldur líklega ná bata mun fyrr. Fíknisjúkdómurinn tekur yfir líf fólks og öll samskipti þess. Þessi sjúkdómur umturnar öllum fjölskyldum og skilur eftir sig heldjúp sár þar sem erfitt er að finna vonina. Oftast þurfa margir þættir að koma saman þegar einstaklingur veikist af fíknisjúkdómi og að sama skapi er bataferlið flókið. Það krefst þess að margir þættir virki saman og á réttum tíma. Þetta hefur verið starf mitt síðustu ár – að berjast fyrir réttum stuðningi á réttum tíma en umfram allt að finna og halda í vonina. Það eru ýmsar meðferðir í boði, en þær henta ekki öllum. Þetta vitum við sem störfum á vettvangi. Leiðin sem Árni Tómas læknir hefur boðið upp á fyrir þá sem að hafa marg- og fullreynt allar aðrar leiðir hefur veitt fólki með fjölþættan og alvarlegan vímuefnavanda frelsi til að ná andanum og byrja að vinna í sínum bata. Oft eru fyrstu og stærstu skrefin í þeim bata félagsleg og það að ná stjórn á aðstæðum sínum. Þetta eru ekki nákvæmlega sömu lyf og flestar aðrar stofnanir bjóða upp á en þetta eru allt keimlík efni. Stóri munurinn er að meðferðin sem Árni veitir bíður skjólstæðingnum upp á að stýra sinni meðferð að einhverju leyti sjálfum, velja lyf sem henta þeim best og taka á þeim tíma sem gagnast best. Þetta er frelsi sem flestir telja sjálfsagt, en því miður virðist forræðishyggjan í samfélaginu enn vera yfirsterkari þegar kemur að þeim sem glíma við þennan sjúkdóm. Ótti samfélagsins og þörfin til að stjórna má ekki hefta frelsi einstaklinga til að leita sér bata. Þó til séu meðferðarúrræði sem gefið hafa góða raun þá er ekki þar með sagt að þau hjálpi og henti öllum og ættu þau ekki að útiloka önnur úrræði. Heilbrigði þýðir ekki að vera laus við sjúkdóma. Margir sjúkdómar krefjast þess að við lærum að lifa með þeim. Við finnum leiðir til þess að veikindin hafi sem minnst áhrif svo við sjálf fáum tímann og plássið í lífum okkar. Þetta gerum við ekki meðan við erum einangruð eða jaðarsett. Þetta gerum við í tengslum við okkar nánustu, virk og sjáanleg í samfélaginu og með stuðningi heilbrigðiskerfisins. Þannig næst raunverulegt heilbrigði og aukning lífsgæða. Mín von er sú að hlustað verði á þá sem þekkja til – einstaklingana sem hafa reynslu af meðferðinni og þverfaglegu vettvangsstarfsmennina sem sjá árangurinn, frelsið og lífsgæðabætinguna hjá fólki sem glímir við fíknivanda. Höfundur er vettvangs-hjúkrunarfræðingur með M.Sc. í hnattrænni heilsu og félagslegu réttlæti frá King's College London. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Lyf Mest lesið Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um skaðaminnkandi lyfjameðferðir síðustu vikur hefur litast mikið af hinu læknisfræðilega módeli. Að horfa bara á líkamlegu hlið sjúkdóma kemur okkur ekki langt í heilsueflingu. Það er misjafnt hve mikil áhrif veikindi hafa á umhverfi okkar og það er mjög misjafnt hve vel samfélagið sýnir hinum mismunandi áskorunum veikinda skilning og stuðning. Skaðinn sem fíknivandi veldur er sjaldnast bara líkamlegur. Ef svo væri myndu mínir skjólstæðingar og þeirra fjölskyldur líklega ná bata mun fyrr. Fíknisjúkdómurinn tekur yfir líf fólks og öll samskipti þess. Þessi sjúkdómur umturnar öllum fjölskyldum og skilur eftir sig heldjúp sár þar sem erfitt er að finna vonina. Oftast þurfa margir þættir að koma saman þegar einstaklingur veikist af fíknisjúkdómi og að sama skapi er bataferlið flókið. Það krefst þess að margir þættir virki saman og á réttum tíma. Þetta hefur verið starf mitt síðustu ár – að berjast fyrir réttum stuðningi á réttum tíma en umfram allt að finna og halda í vonina. Það eru ýmsar meðferðir í boði, en þær henta ekki öllum. Þetta vitum við sem störfum á vettvangi. Leiðin sem Árni Tómas læknir hefur boðið upp á fyrir þá sem að hafa marg- og fullreynt allar aðrar leiðir hefur veitt fólki með fjölþættan og alvarlegan vímuefnavanda frelsi til að ná andanum og byrja að vinna í sínum bata. Oft eru fyrstu og stærstu skrefin í þeim bata félagsleg og það að ná stjórn á aðstæðum sínum. Þetta eru ekki nákvæmlega sömu lyf og flestar aðrar stofnanir bjóða upp á en þetta eru allt keimlík efni. Stóri munurinn er að meðferðin sem Árni veitir bíður skjólstæðingnum upp á að stýra sinni meðferð að einhverju leyti sjálfum, velja lyf sem henta þeim best og taka á þeim tíma sem gagnast best. Þetta er frelsi sem flestir telja sjálfsagt, en því miður virðist forræðishyggjan í samfélaginu enn vera yfirsterkari þegar kemur að þeim sem glíma við þennan sjúkdóm. Ótti samfélagsins og þörfin til að stjórna má ekki hefta frelsi einstaklinga til að leita sér bata. Þó til séu meðferðarúrræði sem gefið hafa góða raun þá er ekki þar með sagt að þau hjálpi og henti öllum og ættu þau ekki að útiloka önnur úrræði. Heilbrigði þýðir ekki að vera laus við sjúkdóma. Margir sjúkdómar krefjast þess að við lærum að lifa með þeim. Við finnum leiðir til þess að veikindin hafi sem minnst áhrif svo við sjálf fáum tímann og plássið í lífum okkar. Þetta gerum við ekki meðan við erum einangruð eða jaðarsett. Þetta gerum við í tengslum við okkar nánustu, virk og sjáanleg í samfélaginu og með stuðningi heilbrigðiskerfisins. Þannig næst raunverulegt heilbrigði og aukning lífsgæða. Mín von er sú að hlustað verði á þá sem þekkja til – einstaklingana sem hafa reynslu af meðferðinni og þverfaglegu vettvangsstarfsmennina sem sjá árangurinn, frelsið og lífsgæðabætinguna hjá fólki sem glímir við fíknivanda. Höfundur er vettvangs-hjúkrunarfræðingur með M.Sc. í hnattrænni heilsu og félagslegu réttlæti frá King's College London.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun