Neyðist til að hætta vegna hjartasjúkdóms Sindri Sverrisson skrifar 5. janúar 2024 14:31 Rikke Sevecke lék á fimmta tug A-landsleikja fyrir Danmörku, og einnig fyrir yngri landslið, en þarf nú að hætta. Getty/Aitor Alcalde Danska landsliðskonan Rikke Sevecke hefur neyðst til að leggja knattspyrnuskóna á hilluna, 27 ára gömul, vegna hjartasjúkdóms. Sevecke greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni. Hún á að baki 44 A-landsleiki fyrir Danmörku og sá fyrsti var einmitt gegn Íslandi í Algarve-bikarnum árið 2016. „Síðustu mánuði hef ég verið í rannsóknum og niðurstöðurnar úr þeim sýna að ég er með hjartasjúkdóm. Það þýðir að ég get ekki spilað fótbolta áfram sem atvinnumaður, og þess vegna lýkur fótboltaferli mínum nú þegar,“ skrifar Sevecke sem í haust gekk í raðir bandaríska félagsins Portland Thorns en náði aldrei að spila fyrir það. View this post on Instagram A post shared by æ s (@sevecke) „Það er óhemju erfitt að geta ekki tekið þessa ákvörðun sjálf á þeim tímapunkti sem ég hefði kosið. Ég hlakkaði til svo margra ævintýra. Eitt af þeim var að leika fyrir Portland Thorns og geta spilað með svo góðum leikmönnum í einni bestu deild heims. Ég get heldur ekki haldið áfram að vera hluti af landsliðinu og fulltrúi Danmerkur næstu árin. Það að klæðast rauðu og hvítu treyjunni, fara út á völl og syngja þjóðsönginn er það stærsta. Það er eitthvað sem ég er óhemju stolt af að hafa náð, og mun ávallt hugsa til baka með bros á vör. Ég er þakklát fyrir allt fólkið sem ég hef kynnst á minni leið, og þá vini sem ég hef eignast fyrir lífstíð,“ skrifar Sevecke. Tak for indsatsen, Rikke! Rikke Sevecke stopper sin fodboldkarriere på grund af en hjertesygdom: Jeg er desværre nødt til at stoppe min fodboldkarriere. Jeg er rigtig ked af ikke at kunne fortsætte mit eventyr med Kvindelandsholdet, hvor jeg har uforglemmelige minder pic.twitter.com/TuX5Ba5LbW— Fodboldlandsholdene (@dbulandshold) January 5, 2024 Sevecke, sem var varnarmaður, hóf ferilinn í Danmörku en lék svo með franska liðinu FC Fleury 91 tímabilið 2019-2020 áður en hún fór til enska félagsins Everton þar sem hún var í þrjú ár. Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Fleiri fréttir Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Sjá meira
Sevecke greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni. Hún á að baki 44 A-landsleiki fyrir Danmörku og sá fyrsti var einmitt gegn Íslandi í Algarve-bikarnum árið 2016. „Síðustu mánuði hef ég verið í rannsóknum og niðurstöðurnar úr þeim sýna að ég er með hjartasjúkdóm. Það þýðir að ég get ekki spilað fótbolta áfram sem atvinnumaður, og þess vegna lýkur fótboltaferli mínum nú þegar,“ skrifar Sevecke sem í haust gekk í raðir bandaríska félagsins Portland Thorns en náði aldrei að spila fyrir það. View this post on Instagram A post shared by æ s (@sevecke) „Það er óhemju erfitt að geta ekki tekið þessa ákvörðun sjálf á þeim tímapunkti sem ég hefði kosið. Ég hlakkaði til svo margra ævintýra. Eitt af þeim var að leika fyrir Portland Thorns og geta spilað með svo góðum leikmönnum í einni bestu deild heims. Ég get heldur ekki haldið áfram að vera hluti af landsliðinu og fulltrúi Danmerkur næstu árin. Það að klæðast rauðu og hvítu treyjunni, fara út á völl og syngja þjóðsönginn er það stærsta. Það er eitthvað sem ég er óhemju stolt af að hafa náð, og mun ávallt hugsa til baka með bros á vör. Ég er þakklát fyrir allt fólkið sem ég hef kynnst á minni leið, og þá vini sem ég hef eignast fyrir lífstíð,“ skrifar Sevecke. Tak for indsatsen, Rikke! Rikke Sevecke stopper sin fodboldkarriere på grund af en hjertesygdom: Jeg er desværre nødt til at stoppe min fodboldkarriere. Jeg er rigtig ked af ikke at kunne fortsætte mit eventyr med Kvindelandsholdet, hvor jeg har uforglemmelige minder pic.twitter.com/TuX5Ba5LbW— Fodboldlandsholdene (@dbulandshold) January 5, 2024 Sevecke, sem var varnarmaður, hóf ferilinn í Danmörku en lék svo með franska liðinu FC Fleury 91 tímabilið 2019-2020 áður en hún fór til enska félagsins Everton þar sem hún var í þrjú ár.
Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Fleiri fréttir Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Sjá meira