Sevecke greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni. Hún á að baki 44 A-landsleiki fyrir Danmörku og sá fyrsti var einmitt gegn Íslandi í Algarve-bikarnum árið 2016.
„Síðustu mánuði hef ég verið í rannsóknum og niðurstöðurnar úr þeim sýna að ég er með hjartasjúkdóm. Það þýðir að ég get ekki spilað fótbolta áfram sem atvinnumaður, og þess vegna lýkur fótboltaferli mínum nú þegar,“ skrifar Sevecke sem í haust gekk í raðir bandaríska félagsins Portland Thorns en náði aldrei að spila fyrir það.
„Það er óhemju erfitt að geta ekki tekið þessa ákvörðun sjálf á þeim tímapunkti sem ég hefði kosið. Ég hlakkaði til svo margra ævintýra. Eitt af þeim var að leika fyrir Portland Thorns og geta spilað með svo góðum leikmönnum í einni bestu deild heims.
Ég get heldur ekki haldið áfram að vera hluti af landsliðinu og fulltrúi Danmerkur næstu árin. Það að klæðast rauðu og hvítu treyjunni, fara út á völl og syngja þjóðsönginn er það stærsta. Það er eitthvað sem ég er óhemju stolt af að hafa náð, og mun ávallt hugsa til baka með bros á vör. Ég er þakklát fyrir allt fólkið sem ég hef kynnst á minni leið, og þá vini sem ég hef eignast fyrir lífstíð,“ skrifar Sevecke.
Tak for indsatsen, Rikke!
— Fodboldlandsholdene (@dbulandshold) January 5, 2024
Rikke Sevecke stopper sin fodboldkarriere på grund af en hjertesygdom:
Jeg er desværre nødt til at stoppe min fodboldkarriere. Jeg er rigtig ked af ikke at kunne fortsætte mit eventyr med Kvindelandsholdet, hvor jeg har uforglemmelige minder pic.twitter.com/TuX5Ba5LbW
Sevecke, sem var varnarmaður, hóf ferilinn í Danmörku en lék svo með franska liðinu FC Fleury 91 tímabilið 2019-2020 áður en hún fór til enska félagsins Everton þar sem hún var í þrjú ár.