Ósjálfbær iðnaður vill skjól í gloppóttum lögum Elvar Örn Friðriksson skrifar 3. janúar 2024 07:01 Ný drög frumvarps Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að lögum um lagareldi taka nokkur nauðsynleg skref í viðleitni til að hemja þann faraldur sem opið sjókvíaeldi er orðið fyrir íslenska náttúru og samfélag. Þar er víða um framfarir að ræða sem miða þó fyrst og fremst að því að herða eftirlit með iðnaði sem hefur ítrekað misnotað veikt stofnanaumhverfi og barist í þau fáu skipti sem regluverkinu er beitt. Verndarsjóður villtra laxastofna (North Atlantic Salmon Fund (NASF)) hefur hins vegar miklar áhyggjur af því að ekki séu tekin skref sem tryggi tilvist villta laxastofnsins um ókomna tíð. Á þeim fáu dögum frá því að drögin litu dagsins ljós höfum við enn og aftur fengið staðfest að sjókvíaeldisiðnaðinum er slétt sama um náttúruna. Fyrirtækin telja sig ekki þurfa að upplýsa um öll göt sem finnast á kvíum og Í augum iðnaðarins hefur það enga þýðingu að nýlega er búið að banna Arnarlaxi að lýsa iðnaðinum sem sjálfbærum enda getur hann ekki annað en skaðað villta laxastofninn og náttúruna, eðli máls samkvæmt. Svo þegar ímyndarmálin eru komin í þrot er bara reynt að henda peningum í vandamálið, líkt og þegar Arnarlax styrkti nýlega handboltalandsliðið. En svona er viðhorf iðnaðarins, hann ver sig með kjafti og klóm enda má leiða líkur að því að iðnaðinum gangi einfaldlega mun betur að stækka í friði ef ekki þyrfti að glíma við þá sem vilja vernda villta laxinn og náttúruna. Afsláttur af viðurlögum eykur arðránið Það er mikið áhyggjuefni að mörg atriði frumvarpsins gagnast ekki villta laxastofninum né náttúrunni. Áramótaskaupið 2023 gæti hreinlega reynst sannspátt um að 35 ár héðan í frá hafi enn ekki tekist að uppræta norska eldislaxinn í íslenskri náttúru ef ekki verður gengið nægilega langt núna . Á þingi fyrir jól mátti strax sjá þingmenn vilja gefa svikulum iðnaðinum sem mestan afslátt. Það er auðvitað ekki hægt að túlka það á neinn annan hátt en að viðkomandi þingmenn reikni ekki með að sjókvíaeldis iðnaðurinn geti starfað innan ramma laganna. Í nefndaráliti frá þingmönnum meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar virðist ekki vilji til iðnaðurinn greiði gjald fyrir þann skaða sem hann veldur náttúrunni né þeim sem hana nýta með sjálfbærum hætti. NASF telur markmið frumvarpsins ekki duga til að taka á núverandi ógn villta laxastofnsins og náttúrunnar og telur að eftirfarandi atriðum (sem eru þó langt frá því að vera tæmandi listi) sé verulega ábótavant: ·Í frumvarpinu er lagt til að afföll eldislaxa verða komin undir 10% fyrir árið 2028, en innan frumvarps er raunin sú að 10-20% afföll eru talin ásættanleg. Það er ekki ásættanlegt vegna dýravelferðar, þegar eru afföllin hærri á Íslandi en meðal afföll í Noregi. ·Þess heldur er að lagt til að fyrirtæki sem stunda sjókvíaeldi þurfi að minnka framleiðslu um 100-500 laxa fyrir hvern strokeldislax sem veiðist í íslenskum ám. Með þeirri tillögu má áætla að ráðherra gerir sér ekki grein fyrir þeirri ógn sem villta laxastofninum og náttúrunni stafar af opnu sjókvíaeldi. Þessar tölur eru dropi í hafið hjá þessum fyrirtækjunum, þar sem u.þ.b. 25 milljónir eldislaxa eru í sjókvíum á Íslandi. ·Ráðherra leggur sérstaka áherslu á innra eftirlit, þrátt fyrir stórauknar fjárveitingar til opinberra eftirlitsaðila. NASF telur að það hafi ítrekað sýnt sig að slíkt gengur ekki upp. Eldisfyrirtækin hafa hafnað því að þeim beri að fara að lögum. Ef það á að koma á regluverki sem annað hvort verðlaunar eða refsar eftir frammistöðu fyrirtækja, er fráleitt að láta fyrirtækin meta eigin frammistöðu. ·Í frumvarpinu tekur ráðherra ekki fram lausnir til að merkja eldislaxa sérstaklega, þannig að það sé hægt að þekkja þá í sundur frá villta laxastofninum ef umhverfisslys eins og slysasleppingar eiga sér stað. ·Í frumvarpinu er það lagt til að áhættumat erfðablöndunar verði einungis ráðgefandi fyrir ráðherra. Þar af leiðandi er lagt til að það magn frjórra norskra eldislaxa sem ala má í sjókvíum við Ísland, sé pólitísk ákvörðun. 70% íslensku þjóðarinnar er mótfallin sjókvíaeldi og þeim umhverfisslysum sem fylgja iðnaðnum, en einungis 10% eru fylgjandi iðnaðinum. Það er kaldhæðnislegt að ósjálfbær iðnaðurinn vilji að lögin séu jafn götótt og sjókvíarnar sem iðnaðurinn ógnar villta laxastofninum með. Það er nefnilega ólíkt sem almenningur aðhefst og þessi iðnaður. Flest myndum við nefnilega gera okkur grein fyrir mikilvægi þess að net haldi. Í sjókvíaeldi er hreinlega gert ráð fyrir því að net haldi ekki, líkt og lögin sem iðnaðinum er ætlað að starfa eftir, ef marka má málflutning forsvars- og talsmanna sjókvíaeldisins. NASF hvetur aðila sem annt er um villta laxastofninn og náttúru Íslands að skila inn athugasemdum í samráðsgátt stjórnvalda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Elvar Örn Friðriksson Fiskeldi Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ný drög frumvarps Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að lögum um lagareldi taka nokkur nauðsynleg skref í viðleitni til að hemja þann faraldur sem opið sjókvíaeldi er orðið fyrir íslenska náttúru og samfélag. Þar er víða um framfarir að ræða sem miða þó fyrst og fremst að því að herða eftirlit með iðnaði sem hefur ítrekað misnotað veikt stofnanaumhverfi og barist í þau fáu skipti sem regluverkinu er beitt. Verndarsjóður villtra laxastofna (North Atlantic Salmon Fund (NASF)) hefur hins vegar miklar áhyggjur af því að ekki séu tekin skref sem tryggi tilvist villta laxastofnsins um ókomna tíð. Á þeim fáu dögum frá því að drögin litu dagsins ljós höfum við enn og aftur fengið staðfest að sjókvíaeldisiðnaðinum er slétt sama um náttúruna. Fyrirtækin telja sig ekki þurfa að upplýsa um öll göt sem finnast á kvíum og Í augum iðnaðarins hefur það enga þýðingu að nýlega er búið að banna Arnarlaxi að lýsa iðnaðinum sem sjálfbærum enda getur hann ekki annað en skaðað villta laxastofninn og náttúruna, eðli máls samkvæmt. Svo þegar ímyndarmálin eru komin í þrot er bara reynt að henda peningum í vandamálið, líkt og þegar Arnarlax styrkti nýlega handboltalandsliðið. En svona er viðhorf iðnaðarins, hann ver sig með kjafti og klóm enda má leiða líkur að því að iðnaðinum gangi einfaldlega mun betur að stækka í friði ef ekki þyrfti að glíma við þá sem vilja vernda villta laxinn og náttúruna. Afsláttur af viðurlögum eykur arðránið Það er mikið áhyggjuefni að mörg atriði frumvarpsins gagnast ekki villta laxastofninum né náttúrunni. Áramótaskaupið 2023 gæti hreinlega reynst sannspátt um að 35 ár héðan í frá hafi enn ekki tekist að uppræta norska eldislaxinn í íslenskri náttúru ef ekki verður gengið nægilega langt núna . Á þingi fyrir jól mátti strax sjá þingmenn vilja gefa svikulum iðnaðinum sem mestan afslátt. Það er auðvitað ekki hægt að túlka það á neinn annan hátt en að viðkomandi þingmenn reikni ekki með að sjókvíaeldis iðnaðurinn geti starfað innan ramma laganna. Í nefndaráliti frá þingmönnum meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar virðist ekki vilji til iðnaðurinn greiði gjald fyrir þann skaða sem hann veldur náttúrunni né þeim sem hana nýta með sjálfbærum hætti. NASF telur markmið frumvarpsins ekki duga til að taka á núverandi ógn villta laxastofnsins og náttúrunnar og telur að eftirfarandi atriðum (sem eru þó langt frá því að vera tæmandi listi) sé verulega ábótavant: ·Í frumvarpinu er lagt til að afföll eldislaxa verða komin undir 10% fyrir árið 2028, en innan frumvarps er raunin sú að 10-20% afföll eru talin ásættanleg. Það er ekki ásættanlegt vegna dýravelferðar, þegar eru afföllin hærri á Íslandi en meðal afföll í Noregi. ·Þess heldur er að lagt til að fyrirtæki sem stunda sjókvíaeldi þurfi að minnka framleiðslu um 100-500 laxa fyrir hvern strokeldislax sem veiðist í íslenskum ám. Með þeirri tillögu má áætla að ráðherra gerir sér ekki grein fyrir þeirri ógn sem villta laxastofninum og náttúrunni stafar af opnu sjókvíaeldi. Þessar tölur eru dropi í hafið hjá þessum fyrirtækjunum, þar sem u.þ.b. 25 milljónir eldislaxa eru í sjókvíum á Íslandi. ·Ráðherra leggur sérstaka áherslu á innra eftirlit, þrátt fyrir stórauknar fjárveitingar til opinberra eftirlitsaðila. NASF telur að það hafi ítrekað sýnt sig að slíkt gengur ekki upp. Eldisfyrirtækin hafa hafnað því að þeim beri að fara að lögum. Ef það á að koma á regluverki sem annað hvort verðlaunar eða refsar eftir frammistöðu fyrirtækja, er fráleitt að láta fyrirtækin meta eigin frammistöðu. ·Í frumvarpinu tekur ráðherra ekki fram lausnir til að merkja eldislaxa sérstaklega, þannig að það sé hægt að þekkja þá í sundur frá villta laxastofninum ef umhverfisslys eins og slysasleppingar eiga sér stað. ·Í frumvarpinu er það lagt til að áhættumat erfðablöndunar verði einungis ráðgefandi fyrir ráðherra. Þar af leiðandi er lagt til að það magn frjórra norskra eldislaxa sem ala má í sjókvíum við Ísland, sé pólitísk ákvörðun. 70% íslensku þjóðarinnar er mótfallin sjókvíaeldi og þeim umhverfisslysum sem fylgja iðnaðnum, en einungis 10% eru fylgjandi iðnaðinum. Það er kaldhæðnislegt að ósjálfbær iðnaðurinn vilji að lögin séu jafn götótt og sjókvíarnar sem iðnaðurinn ógnar villta laxastofninum með. Það er nefnilega ólíkt sem almenningur aðhefst og þessi iðnaður. Flest myndum við nefnilega gera okkur grein fyrir mikilvægi þess að net haldi. Í sjókvíaeldi er hreinlega gert ráð fyrir því að net haldi ekki, líkt og lögin sem iðnaðinum er ætlað að starfa eftir, ef marka má málflutning forsvars- og talsmanna sjókvíaeldisins. NASF hvetur aðila sem annt er um villta laxastofninn og náttúru Íslands að skila inn athugasemdum í samráðsgátt stjórnvalda.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun