Heitustu trendin fyrir 2024 Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 8. janúar 2024 07:01 Lífið á Vísi fékk til sín fjölbreyttan hóp álitsgjafa til að spá fyrir um heitustu trendin fyrir árið 2024. SAMSETT Nýtt ár er gengið í garð og með nýju ári koma hinar ýmsu tískubylgjur fram á margvíslegum sviðum. Lífið á Vísi fékk til sín fjölbreyttan hóp álitsgjafa úr ólíkum áttum til að spá fyrir um heitustu trendin fyrir 2024. Matur Sindri Guðbrandur Sigurðsson, Kokkur ársins 2023: Sindri Guðbrandur Sigurðsson hreppti titilinn Kokkur ársins 2023.Mummi lú „Heitasta trendið í matargerð verður að nota hráefni úr nærumhverfi. „Beint frà býli“ verður enn vinsælla og bændur á Íslandi eru að gera það mjög vel með því að framleiða hágæða mat sem við eigum að kaupa. Mitt uppáhald hefur lengi verið wasabi og pok choy. Það eru hráefni sem framleidd eru á Íslandi og eru mun betri en í flestum löndum. Svo held ég að það muni trenda enn meira að versla við smáframleiðendur og hætta að flytja svona mikið inn.“ View this post on Instagram A post shared by Nordic Wasabi (@nordicwasabi) Kristjana Steingrímsdóttir, Jana, kokkur, uppskriftahöfundur, jógakennari og heildrænn þjálfari: Kristjana Steingrímsdóttir, Jana, deilir uppskrift að gulrótar- og engiferssúpu.Aðsend „Ég elska nýtt ár, það er svo frábært að gera sér ný markmið og nýja siði. Ég hef voðalega gaman að lesa um stefnur og áherslur í næringu og heilsu. Ég elska mest að elda með alls konar grænmeti, fræjum og hnetum og prófa mig áfram með ýmsa rétti. Mér finnst svo margir í kringum mig vera farnir að spá mikið í heilsunni og hvað þeir geti gert til að bæta hana og hvernig. Ég er mikið fyrir að segja fólki að fylla diskinn sinn af litskrúðugum mat og nota mikið grænmeti, sprettur, ferskar kryddjurtir og neyta sem mest úr plönturíkinu. Mér finnst mjög mikilvægt að elda sem mest heima og nota hreinar afurðir. Einnig er það meltingarheilsa og þarmaflóran okkar sem er svo mikilvæg. Mér finnst mikil vakning í þá átt að fólk er meðvitaðari um meltinguna og leitar sér leiða við að hlúa að heilbriðgði þarmaflórunnar með góðgerlaríkum mat, eins og sýrðum mat og kefir. Það sem ég hvað spenntust yfir er Gull kryddblandan mín sem ég vann í samstarfi við Kryddhusid. Hún inniheldur bragðgóð krydd og er ætluð í heilsudrykkinn Gull mjólk sem er rík af andoxunarefnum. Ég reyndar nota þessa kryddblöndu í nánast allt og mæli með að prófa sig áfram með að nota í ýmsa rétti, súpur, dressingar og smoothie-a. Mér finnst alltaf gaman að koma með áskoranir fyrir mig og aðra og núna í janúar var ég að byrja með súpuáskorun sem allir geta verið með í. Ég gef tvær næringarríkar súpuuppskriftir á viku sem ég pósta á Instagram reikningnum mínum. Allir geta prófað sig áfram og fundið sína uppáhaldssúpu. Súpur eru náttúrulega bara dásamleg fæða, svo næringarríkar og auðmeltanlegar. Góðar fyrir budduna og líkamann. Fátt betra í þessum kulda að eiga til súpu sem tekur enga stund að hita upp og gæða sér á.“ Gulrótar- og engifersúpa Jönu er í miklu uppáhaldi hjá henni.Aðsend Uppskrift fyrir gulrótar- og engifer súpu: 1 msk ólífuolía 2 skallotlaukar saxaðir 1 sellerí stöngull saxaður 1 msk collagen duft (má sleppa) 1/2 tsk sjávarsalt 3 hvítlauksrif 500 gr gulrætur, gróft saxaðar Góður bútur af engifer saxað gróft (fer eftir hversu spæsí þú vilt hafa súpuna) 1 msk sítrónusafi eða eplaedik 750 ml grænmetissoð 1 tsk Gullkryddblanda frá Kryddhúsinu Nýmalaður svartur pipar 1 tsk akasíu hunang (valfrjálst) Skreytið með til dæmis kóríander/ kryddjurtum, goiji berjum og nýmöluðum pipar Setjið olíu í meðalstóran pott og hitið. Bætið svo öllu í pottinn og fáið suðuna upp. Lækkið svo aðeins hitann og leyfið að malla í um 25-30 mínútur, hrærið af og til í. Slökkvið undir súpunni og lofið að kólna áður en þið færið hana yfir í góðan blandara og blandið súpuna vel, það má líka nota töfrasprota við að mauka súpuna. Ef súpan er of þykk skaltu bæta við hana smá meira vatni. Hitið súpuna og hellið í diska - skemmtilegt að toppa hana svo með: ferskum kryddjurtum, goiji berjum og svörtum pipar Hér má finna fleiri uppskriftir á heimasíðu Jönu. Tíska og hönnun Sverrir Ingibergsson, fatahönnunarnemi og einn af best klæddu Íslendingum 2023 samkvæmt álitsgjöfum Lífsins: Sverrir Ingibergsson spáir fyrir um tískutrend ársins 2024.Instagram @sverriringibergss „Það er flókið að benda á eina tískubylgju og segja að þetta muni trenda á nýju ári. Það er of mikið af hlutum, stílum og fjölbreyttri menningu að ekki er hægt að benda á einn hlut og segja að hann springi út í vinsældum. Það er ekkert trendy, því það er allt trendy. En þrátt fyrir að allt sé í tísku núna þá tel ég að það verði smá endurfæðing á gömlum hlutum sem voru vinsælir fyrir nokkrum árum. Má þar nefna tískustefnu sem var mjög vinsæl á forritinu Tumblr og tískudrottningar tímans voru Olsen tvíburarnir, Chloë Sevigny, Kate Moss og fleiri. Stefnan The indie sleaze var mjög vinsæl í kringum 2010. Þessi „út um allt en mjög smart“ partý skvísu stíll. Klíndur augnblýantur, glimmer augnskuggi, kögur, tónlistarhátíðartíska, sokkabuxur, doppur, pelsar og sérstaklega hléparðapelsar.“ Olsen tvíburarnir árið 2010.Eamonn McCormack/WireImage „Hlébarðamunstur er nú þegar orðið áberandi en ég tel að á næsta árinu muni þetta mynstur hoppa frá pelsum og fara yfir á allt annað og sömuleiðis önnur dýramynstur. Á næstu árum munu buxur líka verða þrengri, ekki alveg aftur í skinny jeans en það verður fyrirspurn fyrir þrengri buxum. Capri buxurnar verða hluti af því en slíkar buxur voru í miklu uppáhaldi hjá tískudrottningunni Carrie Bradshaw úr Sex and The City.“ Tískudrottningin Julia Fox klæddist Capri buxum í Miami á dögunum.305pics/GC Images „Stærsta trend ársins á svo að vera að kaupendur sjái betur um fötin sín, hætti að kaupa drasl og svona mikið. Eina leiðin til að ná almennilega að þróa sinn fatasmekk og þroskast innan hans er með því að setja sér hömlur og finna út úr því hvernig ein flík getur verið notuð í annað. Árið 2024 ætlum við sem kaupendur að fara vel með fötin okkar.“ Förðun Sunna Björk Erlingsdóttir, förðunarfræðingur stórstjarna: Listræni förðunarfræðingurinn Sunna Björk Erlingsdóttir hefur farðað stórstjörnur á borð við Björk. Hún spáir hér fyrir um förðunartrendin fyrir árið.Vísir/Vilhelm „Á nýju ári sjáum við enn þá meiri áherslu á rjóðar kinnar, fallega og heilbrigða húð og förðunin fer að snúast meira um eitthvað eitt sem grípur augað. Til dæmis falleg, náttúruleg og ljómandi húð í forgrunni pöruð saman með grafískum augnblýanti eða jafnvel sterkum varalit. Grafískur augnblýantur er aftur að koma sterkur inn í nýja árið og því tek ég aldeilis fagnandi. Áberandi og sterkar línur, skemmtileg og frumleg form sjást víða og því er þetta fullkominn tími fyrir tilraunamennsku þegar það kemur að augnblýanti, bæði í formi og lit. Til dæmis fékk ófullkominn og „tússpenna-legur“ augnblýantur alla athyglina á vor 2024 tískusýningu Jil Sander’s.“ Tússpennalegur augnblýantur á vorsýningu Jil Sander 2024 má marka sterkt trend í förðuninni í ár.Ozan Yilmaz/Getty Images „Við erum einnig að sjá „early2000’s“ tískuna meira og meira. Kaldir ljósbláir augnskuggar eða jafnvel silfur, hvítir og frostlegir verða sívinsælli. Við höfum þó ekki alveg sagt skilið við 90’s tískuna, við höldum enn fast í tvítónuðu varirnar, áberandi varablýanturinn paraður saman með ljósari varalit og svo að sjálfsögðu hin svokölluðu „soft-grunge“ augu, þar sem það lítur út fyrir að þú hafir sofnað með maskarann og augnblýantinn á þér.“ @jazzminnk winter makeup series / pt 5 My take on the soft grunge makeup look we ve been seeing all over pinterest lately #softgrungemakeup #smokeyeye #pinterestmakeup art deco lana del rey - L A N A „Fyrr í vetur kom út hinn fullkomni Yves Klein blái litur í formi kremaugnskugga frá merkinu Violette fr og ég sé fyrir mér að hann haldi áfram með miklum vinsældum inn í vorið. Fallegur og sterkur blár, annað hvort sem augnskuggi, maskari eða augnblýantur. Við erum einnig að sjá aukna framleiðslu og enn meiri tilraunamennsku þegar kemur að lituðum maskara. Augnhárin fá virkilega að taka pláss inn í nýju ári. Kóngablár maskari, vínrauður, brúnn og jafnvel rauður eða fjólublár maskari sást prýða tískupallana fyrir vortískuna. Þannig að við getum átt von á spennandi og skemmtilegum tískustraumum á nýju ári.“ Hreyfing og heilsa Gerður Jónsdóttir, íþróttafræðingur og þjálfari: Gerða Jónsdóttir hefur í áraraðir staðið fyrir námskeiðinu IN SHAPE en 2024 taka við ný ævintýri.Aðsend „Fókusinn verður meira á langlífi og heilbrigði 2024. Gæði í hreyfingu og endurheimt af ýmsu tagi heldur áfram að vera vinsælt eins og heitir og kaldir pottar, infrarauðar gufur og fleira sem myndar heildræna mynd af heilsu almennt. Þar kemur tæknin einnig inn með alls kyns mælingum, tækjum, úrum og öppum sem virðast alltaf verða vinsælli með hverju ári. Útivera verður ennþá meiri en áður og fer bara vaxandi þegar kemur að heilsu, enda náttúran eitt það besta sem við höfum. Matarræði er alltaf stór þáttur í heilsu og á eftir að verða ennþá stærri 2024. Fleiri og fleiri eru að átta sig á því að það skiptir sköpum þegar kemur að heilsu almennt og hvaða andlegu og líkamlegu áhrif það hefur á okkur að borða hollan mat.“ Jóga, pílates, barre og aðrar styrktaræfingar njóta mikilla vinsælda í hreyfingu. Getty „Heilsuferðir og viðburðir verða vinsælli og jóga, pílates, hópatímar og almennar styrktaræfingar halda sínu striki. Aðal trendið 2024 verður að fólk hugsi ekki bara að hreyfing sé heilsa heldur að hún sé margþætt og allir þættir jafn mikilvægir. Endurheimt, matarræði, gæði æfinga, bætiefni, svefn, öndun, teygjur og fleira. Ekki bara hvað lætur mér líða vel í dag heldur hvernig get ég lifað betur lengur.“ Myndlist Elísabet Alma Svendsen, eigandi Listval: Elísabet Alma á og rekur Listval ásamt Helgu Björgu Kjerúlf.Anna Kristín Óskars „Áhugi á samtímamyndlist hefur stóraukist og mun halda áfram þetta árið. Það er gaman að sjá hvað málverkið í sínum margbreytileika hefur komið aftur sterkt inn að undanförnu og það verður áfram árið 2024. Fólk verður djarfara en áður við að velja verk sem eru litrík, með merkingu eða setja sterkan svip á rýmin, enda eru listaverk til þess að hafa áhrif á okkur og veita okkur ákveðna upplifun, en ekki einungis til þess að falla inn í litapallettu heimilisins. Galleríveggir verða áfram vinsælir en þó ekki jafn yfirhlaðnir og áður. Fólk mun vanda betur valið á því sem það velur á veggina sína.“ Tónlist Karítas Óðinsdóttir, tónlistarkona, Reykjavíkurdóttir og plötusnúður: Karítas Óðinsdóttir er með puttann á púlsinum í heimi tónlistarinnar.Sunna Ben „Árið 2024 getum við búist við að fleiri munu skora á tónlistarstefnur og tónlistarfólk hefur meira frelsi til að gera tilraunir á mismunandi stílum þar sem að það hefur aldrei verið jafn auðvelt að gefa út tónlist og í dag. Við munum sjá mikið af nýjum „teen popp“ listamönnum sem fá innblástur af árunum 2000-2006, til dæmis frá Britney, NSync, Nelly Furtado o.fl. Rokk mun koma aftur og vera mikill innblástur í meginstraums (e. mainstream) tónlist og fólk verður mjög til í það. Gott dæmi um það er platan hennar Oliviu Rodrigo „GUTS“ sem kom sterk inn með mikil rokk áhrif. Ég held að við munum líka heyra meira af tónlist í anda fyrrum samfélagsmiðilsins Myspace sem gæti verið skemmtileg fortíðarþrá, eins og trance áhrif í popptónlist. Tónlist sem hefur trendað á TikTok hefur verið allsráðandi bæði í útvarpi og á skemmtistöðum, danstónlist hefur verið að eiga sitt móment í meginstraums tónlistarmenningu með tónlistarfólki eins og Fisher, Fred again.., Peggy Gou og fleirum og mun það halda áfram. Laufey hefur gert það gott með að vekja áhuga yngri kynslóðarinnar á jazz tónlist og munum við mögulega sjá mikið af nýjum yngra tónlistarfólki þar.“ „Persónulega langar mig að sjá pródúsera vera aðeins meira skapandi þegar kemur að því að „sampla“ tónlist. Undanfarin ár hefur það verið mikið trend bæði í hip hop og poppi að endurvinna lög frá 1990-2000 til að gera auðvelda hittara. Mig langar líka að sjá lengri útgáfur heldur en tveggja til þriggja mínútna lög og að tónlistarmenn ögri útgáfuforminu sjálfu. Ég er mjög spennt að heyra hvað árið hefur upp á að bjóða og það verður mikil samsuða af ferskri tónlist og nostalgíu.“ Hár Gunnar Malmquist Þórsson, Vikingblendz: Vikingblendz rekur rakarastofurnar Studio 110, Studio 220 og Studio Laugar.Maximus Jimmy „Í dag ótrúlega gaman að sjá hvað strákar í dag velja fjölbreytt þegar kemur að hárstílum sem þeir vilja rokka. Það myndast samt alltaf ákveðnir toppar í hártískunni. Toppurinn 2023 var klipping sem annar hver strákur var með: aflitaður, fade-aður í hliðum og með munstur, tilbúinn að sigra heiminn. 2024 mun bjóða upp á fágaðri hárstíla hjá strákum. Þeir munu færa sig hægt og rólega úr aflitun yfir í strípur og úr stuttum topp og hliðum yfir í meiri sídd, þar sem blásturinn og hvernig þú notar mótunarefnið skiptir öllu. Tölfræðin segir að tískan gangi í hringi, því held ég að við séum að fara að sjá síðari toppa greidda aftur og skipt í miðju, hliðarnar síðar en bartarnir og hnakki vel snyrtir.“ Þessi klipping verður vinsæl í ár að sögn Vikingblendz.Aðsend Íris Lóa Eskin, hársnyrtir stjarnanna: Íris Lóa hársnyrtir spáir í hártískuspilin fyrir árið.Aðsend „Ég spái því að í ár munum við sjá alls konar skemmtilegt og spennandi hár. Í klippingum held ég að við munum halda áfram að sjá alls konar síddir með mikilli hreyfingu og sem rammar andlitið inn. Shag klipping var mikið inn í fyrra og ég hugsa að hún muni lifa áfram út árið. 90's hárblásturs lúkkið er ekki að fara neitt og mun lifa.“ Íris Lóa sér meðal annars um hár stórstjörnunnar Bríetar.Aðsend „French bob/lobs munu koma sterk inn og jafnvel toppar líka. Gardínutoppur svokallaður hefur verið mikið inn undanfarin ár en ég hugsa að styttri útgáfa af honum muni skína 2024. Ekki of síður en ekki of stuttur. Síðan eru pixie dömurnar, þær sem þora og fýla stutt hár, að fara að rokka það í auknum mæli.“ Leikkonan og súperstjarnan Florence Pugh er ein af þeim sem rokkar pixie klippinguna.Samir Hussein/WireImage „Í litum erum við að sjá meiri hlýju og gyllta tóna í stað ískaldra, heilbrigðara hár og mikinn glans. Flestir fýla hár sem þarf að hafa lítið fyrir og þurfa ekki að vera að lita á sér hárið á mánaðarfresti en það fer algjörlega eftir týpum. Ég hugsa líka að fólk fari að dusta rykið af sléttujárnum og slétt hár mun koma svolítið inn á þessu ári ásamt ýmsum töffara greiðslum og fínni greiðslum.“ Drykkir Jakob Eggertsson, sigurvegari í Barþjónn ársins 2023 og meðeigandi baranna Jungle og Bingo: Jakob Eggertsson hefur tekið þátt í barþjónakeppnum úti í heimi. Hann deilir uppskrift af kokteil sem hann telur að muni trenda í ár.Instagram @jakobeggerts „Árið 2024 verður bæði árið fyrir okkur til að prófa nýja hluti og einnig fyrir gömul trend að koma til baka. Með rísandi verðum á koníaki mun brandy loks fá sínar vinældir hér á landi. Bæði sem eitthvað til að fara vel með kaffinu og einnig í alls konar kokteila. Ég spái fleiri brandy kokteilum á drykkjarseðlum hérlendis og einnig munu fleiri kokteilaunnendur uppgvöta klassíska koníaksdrykki eins og Sidecar og Sazerac þar sem oft er notað gott brandy í stað koníaks. Retroið snýr aftur.“ Kokteillinn Sidecar.Jonathan Wong/South China Morning Post via Getty Images „Muniði eftir gömlu líkjörunum eins og Midori og Galliano? Ekki ég heldur en mamma og pabbi muna pottþétt eftir þeim. Hvað með blue Curacao og Malibu? Þeir tröllriðu í gegnum diskó senuna á áttunda áratugnum en þeir eru nú að snúa aftur. Hvaðan að í heimnum má sjá alls konar guilty pleasure diskó líkjöra poppa upp á kokteilaseðlum og ég spái því sama hér á landi árið 2024. Fylgstu með bláum og eiturgrænum drykkjum. Það að nota íslensk hráefni er ekki nýtt en það mun halda áfram að aukast í íslenska barheiminum. Við munum sjá fleiri drykki innihalda t.d. þara úr næstu fjöru, furutoppa, skyr og alls konar íslenskar kryddjurtir og blóm sem þú vissir ekki að væru til. Ég mæli með að prófa allt svona þegar þú sérð það því þessir drykkir geta verið svakalega skemmtilegir.“ Uppskrift fyrir kokteilinn Sidecar: Koníak (eða brandy) 45ml, Sítrónusafi 22.5ml, Triple sec 22.5ml, Sykursíróp 5ml. Hrisst með klökum og síað í coup glas. Skraut: Sítrónubörkur Valfrjálst: Sleppa sykri í drykknum og gera ‘Sugar rim’ (bleyta brúnina á glasinu með sítrónusafa og dýfa í sykur áður en drykknum er hellt í glasið) Samfélagsmiðlar Embla Wigum, TikTok stjarna og förðunarfræðingur: Samfélagsmiðlastjarnan Embla Wigum er með 2,6 milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlinum TikTok. Instagram @emblawigum „Ég held að TikTok haldi áfram að vera vinsælasti samfélagsmiðilinn í ár og hann muni bara stækka, lengri myndbönd verði vinsælli og meira um svona „gerðu þig tilbúna með mér“ (e. get ready with me) stíl af myndböndum þar sem fólk er að spjalla við myndavélina. Smá svona facetime víbrur.“ @emblawigum GRWM day 2 in Paris with @L Oréal Paris #makeup #matteresistance original sound - Embla Wigum „Myndböndin voru alltaf að verða styttri á TikTok en núna held ég að fólk fýli að horfa á aðeins lengri myndbönd, bæði til þess að kynnast manneskjunni betur og einnig til að geta haft myndbandið í bakgrunni án þess að þurfa að skrolla, á meðan maður er til dæmis að þrífa eða gera eitthvað annað. Ég held líka og hef heyrt marga tala um að þeir vilji að Instagram verði meira hrátt og raunverulegt (e. raw & real) eins og við sáum til dæmis með photo dump trendinu þar sem fólk deilir fullt af myndum og þá aðeins minna um lagfærðar og editaðar myndir. Fólk er held ég að kreiva að sjá meira af raunsæju efni.“ Heimili og innanhúshönnun: Hildur Gunnlaugsdóttir, arkítekt og meðeigandi Stúdíó Jæja: Hildur Gunnlaugsdóttir arkítekt.Stella Andrea Guðmundsdóttir „Árið 2024 kveðjum við gráa litinn á veggjunum, svört máluðu húsgögnin, vegglista í nýjum íbúðum og almennan gráma sem á og átti engan veginn rétt á sér í skammdeginu. Á hverju ári gefur Pantone út tilkynningu um lit ársins og árið 2024 er það ferskjulitaður hýjungur (e. Peach Fuzz) en sá litur er skemmtilegur, bjartur en um leið þægilegur. Þessi orð „skemmtilegt, bjart og þægilegt“ einkenna trendin 2024. Lífrænar og ávalar línur halda áfram að vera áberandi í húsgögnum í bland við klassíska og nostalgíska hönnun. Umhverfismeðvitund eykst og við munum leitast eftir því að kaupa aðeins við það sem er úr vottuðum skógum þar sem sjálfbærni er tryggð. Við veljum Svansvottaða málningu, afskurði af stein og kaupum notuðum húsgögn. Meðvitund um innivist eykst líka en við gerum kröfu um eiturefnalausar vörur og náttúruleg efni sem bæta líkamlega og andlega líðan í leiðinni. Ég finn að þetta á ekki síst við á vinnustöðum, en á skrifstofum sem við hjá Stúdíó Jæja erum að hanna er leitast eftir því að nýta náttúruleg efniskennd eins og við og kork í bland við plöntur, sem hefur sýnt sig að hafa streytuminnkandi áhrif á okkur mannfólkið. View this post on Instagram A post shared by Hildur Gunnlaugsdottir (@hvasso_heima) Dópamín tískan verður mjög vinsæl, þar sem fólk vill hafa mikla gleði fyrir augunum, eins og djarfa liti og hluti sem vekja upp í okkur nostalgíu. Það geta verið myndir á veggjum eða jafnvel gamli Bart Simpson síminn, sem sagði „eat my shorts“ þegar hann hringdi. Veggfóður sem eru eins og risastórar veggmyndir verða vinsæl. List verður enn vinsælli en áður, fólk fer meira að leita í skúlptúra, prjónuð verk og verk sem fara aðeins út fyrir ramman. “ View this post on Instagram A post shared by Loji Ho skuldsson (@loji.its.official) Svana Lovísa/Svart á hvítu: Vöruhönnuðurinn og bloggarinn Svana Lovísa er gjarnan umkringd litagleði.Instagram @svana.svartahvitu „Við ættum að vilja skapa okkur heimili þar sem ekki aðeins er gott að búa heldur heimili sem sýnir karakter og sem segir eitthvað um okkur. Heimili sem segja sögur, þar sem finna má bland af hlutum úr ýmsum áttum, handgerða listmuni, antíkmarkaðsgersemar og kannski eitthvað smá skrítið sem aðeins þú skilur. Það í bland við vönduð húsgögn, glæsileg ljós, fallegan textíl og listaverk, hvort sem það er eftir upprennandi listamenn eða börnin þín, og útkoman verður ómótstæðileg. Stefndu að því að finna þinn persónulega stíl og farðu alla leið þangað. Ég held að þetta sé árið þar sem kominn er tími til að sleppa öllum reglum um hvað má og hvað ekki þegar kemur að tísku, bæði varðandi heimilið og fatnað. Ég gæti talið upp ýmsa hluti sem tískuspámenn heimsins hafa sett fram um komandi mánuði og ár en það trompar fátt persónulegan stíl og ekkert heimili er jafn heillandi og það sem sýnir brot af fólkinu sem þar býr. Það getur þó verið stórskemmtilegt að fylgjast með nýjum trendum ásamt helstu straumum og stefnum úr hönnunarheiminum og oft eru það einföldustu hlutirnir sem slá í gegn og eru það sem flestir geta tileinkað sér án mikils tilkostnaðar. Rómantíkin er að eiga sitt móment núna og það var varla hægt að opna Instagram yfir hátíðirnar án þess að sjá silkiborða bundna í slaufur á jólatrjám og greinum, glösum, könnum og síðast en ekki síst í hárinu. Rómantíkin þá í bland við nútímalegri stíl, slaufur, borðar, blóm og jafnvel blúndur en þó án þess að útkoman eigi að verða eins og heima hjá ömmu. Og talandi um blóm, þau verða alls staðar. Á veggjum í formi veggfóðurs, í allskyns heimilistextíl, gólfmottur, skrautpúðar og áklæði á húsgögnum og svo mætti lengi telja áfram. Blóm í hvaða formi sem er líka góð leið til að bjóða náttúruna inn og um leið liti en þetta tvennt er það sem getur haft jákvæð áhrif á líf þitt á einfaldan hátt og skapað vellíðan.“ View this post on Instagram A post shared by Svana Lovísa Kristjánsdóttir (@svana.svartahvitu) „Það eru komin nokkur ár síðan allt hvítt, háglansandi og mínimalískt þótti fremst í flokki þegar kom að smartheitum og það mætti segja að við séum komin hinum megin á pólinn í dag. Spennandi áferðir og litir á veggjum og yfirborði eru að eiga sitt móment og ég elska það. Það á að vera aðeins meira stuð núna og nóg fyrir augað að sjá og njóta. Ef ég ætti að nefna nokkur atriði þá verða áfram áberandi mjúkar línur og lífræn form bæði i húsgögnum og skrautmunum, ferskjulitir í bland við milda jarðliti, náttúruleg efni og djúsí áferðir og mynstur á veggjum og yfirborði ásamt meðvitaðri og umhverfisvænni neyslu sem má fylgja okkur inn í árið 2024.“ Ferskjuliturinn virðist vera vinsæll í ár en ferskjulitaður hýjungur (e. peach fuzz) var valinn litur ársins 2024.Getty Það hefur færst í aukana að nýta sér þann skemmtilega möguleika að leigja sér alls kyns vörur fyrir sérstök tilefni eins og kjóla eða veski. Ég sé fyrir mér að þetta verði enn stærri markaður og mér þætti gaman að sjá anga þess teygja sig inn á einkaheimilið. Þá gætum við í framtíðinni leigt okkur listaverk, borðbúnað, stóla og skreytingar fyrir veislur og fleira. Er ekki óþarfi að öll heimili eigi allt sem þarf til fyrir stærðarinnar matarboð sem aðeins er dregið fram úr skápnum tvisvar sinnum á ári? Það er umhverfisvænna og ég tel að hægt og rólega stefnum við í þá átt að allir þurfa ekki að eiga allt og við annað hvort lánum á milli eða leigjum. Lífið er ekki fullkomið svo afhverju ætti heimilið að vera það? Fögnum smá ófullkomleika og skiljum eftir á gamla árinu þann ósið að afsaka heimilið okkar þegar gesti ber að garði.“ Tíska og hönnun Heilsa Tónlist Matur Drykkir Hár og förðun Menning Myndlist Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Sjá meira
Matur Sindri Guðbrandur Sigurðsson, Kokkur ársins 2023: Sindri Guðbrandur Sigurðsson hreppti titilinn Kokkur ársins 2023.Mummi lú „Heitasta trendið í matargerð verður að nota hráefni úr nærumhverfi. „Beint frà býli“ verður enn vinsælla og bændur á Íslandi eru að gera það mjög vel með því að framleiða hágæða mat sem við eigum að kaupa. Mitt uppáhald hefur lengi verið wasabi og pok choy. Það eru hráefni sem framleidd eru á Íslandi og eru mun betri en í flestum löndum. Svo held ég að það muni trenda enn meira að versla við smáframleiðendur og hætta að flytja svona mikið inn.“ View this post on Instagram A post shared by Nordic Wasabi (@nordicwasabi) Kristjana Steingrímsdóttir, Jana, kokkur, uppskriftahöfundur, jógakennari og heildrænn þjálfari: Kristjana Steingrímsdóttir, Jana, deilir uppskrift að gulrótar- og engiferssúpu.Aðsend „Ég elska nýtt ár, það er svo frábært að gera sér ný markmið og nýja siði. Ég hef voðalega gaman að lesa um stefnur og áherslur í næringu og heilsu. Ég elska mest að elda með alls konar grænmeti, fræjum og hnetum og prófa mig áfram með ýmsa rétti. Mér finnst svo margir í kringum mig vera farnir að spá mikið í heilsunni og hvað þeir geti gert til að bæta hana og hvernig. Ég er mikið fyrir að segja fólki að fylla diskinn sinn af litskrúðugum mat og nota mikið grænmeti, sprettur, ferskar kryddjurtir og neyta sem mest úr plönturíkinu. Mér finnst mjög mikilvægt að elda sem mest heima og nota hreinar afurðir. Einnig er það meltingarheilsa og þarmaflóran okkar sem er svo mikilvæg. Mér finnst mikil vakning í þá átt að fólk er meðvitaðari um meltinguna og leitar sér leiða við að hlúa að heilbriðgði þarmaflórunnar með góðgerlaríkum mat, eins og sýrðum mat og kefir. Það sem ég hvað spenntust yfir er Gull kryddblandan mín sem ég vann í samstarfi við Kryddhusid. Hún inniheldur bragðgóð krydd og er ætluð í heilsudrykkinn Gull mjólk sem er rík af andoxunarefnum. Ég reyndar nota þessa kryddblöndu í nánast allt og mæli með að prófa sig áfram með að nota í ýmsa rétti, súpur, dressingar og smoothie-a. Mér finnst alltaf gaman að koma með áskoranir fyrir mig og aðra og núna í janúar var ég að byrja með súpuáskorun sem allir geta verið með í. Ég gef tvær næringarríkar súpuuppskriftir á viku sem ég pósta á Instagram reikningnum mínum. Allir geta prófað sig áfram og fundið sína uppáhaldssúpu. Súpur eru náttúrulega bara dásamleg fæða, svo næringarríkar og auðmeltanlegar. Góðar fyrir budduna og líkamann. Fátt betra í þessum kulda að eiga til súpu sem tekur enga stund að hita upp og gæða sér á.“ Gulrótar- og engifersúpa Jönu er í miklu uppáhaldi hjá henni.Aðsend Uppskrift fyrir gulrótar- og engifer súpu: 1 msk ólífuolía 2 skallotlaukar saxaðir 1 sellerí stöngull saxaður 1 msk collagen duft (má sleppa) 1/2 tsk sjávarsalt 3 hvítlauksrif 500 gr gulrætur, gróft saxaðar Góður bútur af engifer saxað gróft (fer eftir hversu spæsí þú vilt hafa súpuna) 1 msk sítrónusafi eða eplaedik 750 ml grænmetissoð 1 tsk Gullkryddblanda frá Kryddhúsinu Nýmalaður svartur pipar 1 tsk akasíu hunang (valfrjálst) Skreytið með til dæmis kóríander/ kryddjurtum, goiji berjum og nýmöluðum pipar Setjið olíu í meðalstóran pott og hitið. Bætið svo öllu í pottinn og fáið suðuna upp. Lækkið svo aðeins hitann og leyfið að malla í um 25-30 mínútur, hrærið af og til í. Slökkvið undir súpunni og lofið að kólna áður en þið færið hana yfir í góðan blandara og blandið súpuna vel, það má líka nota töfrasprota við að mauka súpuna. Ef súpan er of þykk skaltu bæta við hana smá meira vatni. Hitið súpuna og hellið í diska - skemmtilegt að toppa hana svo með: ferskum kryddjurtum, goiji berjum og svörtum pipar Hér má finna fleiri uppskriftir á heimasíðu Jönu. Tíska og hönnun Sverrir Ingibergsson, fatahönnunarnemi og einn af best klæddu Íslendingum 2023 samkvæmt álitsgjöfum Lífsins: Sverrir Ingibergsson spáir fyrir um tískutrend ársins 2024.Instagram @sverriringibergss „Það er flókið að benda á eina tískubylgju og segja að þetta muni trenda á nýju ári. Það er of mikið af hlutum, stílum og fjölbreyttri menningu að ekki er hægt að benda á einn hlut og segja að hann springi út í vinsældum. Það er ekkert trendy, því það er allt trendy. En þrátt fyrir að allt sé í tísku núna þá tel ég að það verði smá endurfæðing á gömlum hlutum sem voru vinsælir fyrir nokkrum árum. Má þar nefna tískustefnu sem var mjög vinsæl á forritinu Tumblr og tískudrottningar tímans voru Olsen tvíburarnir, Chloë Sevigny, Kate Moss og fleiri. Stefnan The indie sleaze var mjög vinsæl í kringum 2010. Þessi „út um allt en mjög smart“ partý skvísu stíll. Klíndur augnblýantur, glimmer augnskuggi, kögur, tónlistarhátíðartíska, sokkabuxur, doppur, pelsar og sérstaklega hléparðapelsar.“ Olsen tvíburarnir árið 2010.Eamonn McCormack/WireImage „Hlébarðamunstur er nú þegar orðið áberandi en ég tel að á næsta árinu muni þetta mynstur hoppa frá pelsum og fara yfir á allt annað og sömuleiðis önnur dýramynstur. Á næstu árum munu buxur líka verða þrengri, ekki alveg aftur í skinny jeans en það verður fyrirspurn fyrir þrengri buxum. Capri buxurnar verða hluti af því en slíkar buxur voru í miklu uppáhaldi hjá tískudrottningunni Carrie Bradshaw úr Sex and The City.“ Tískudrottningin Julia Fox klæddist Capri buxum í Miami á dögunum.305pics/GC Images „Stærsta trend ársins á svo að vera að kaupendur sjái betur um fötin sín, hætti að kaupa drasl og svona mikið. Eina leiðin til að ná almennilega að þróa sinn fatasmekk og þroskast innan hans er með því að setja sér hömlur og finna út úr því hvernig ein flík getur verið notuð í annað. Árið 2024 ætlum við sem kaupendur að fara vel með fötin okkar.“ Förðun Sunna Björk Erlingsdóttir, förðunarfræðingur stórstjarna: Listræni förðunarfræðingurinn Sunna Björk Erlingsdóttir hefur farðað stórstjörnur á borð við Björk. Hún spáir hér fyrir um förðunartrendin fyrir árið.Vísir/Vilhelm „Á nýju ári sjáum við enn þá meiri áherslu á rjóðar kinnar, fallega og heilbrigða húð og förðunin fer að snúast meira um eitthvað eitt sem grípur augað. Til dæmis falleg, náttúruleg og ljómandi húð í forgrunni pöruð saman með grafískum augnblýanti eða jafnvel sterkum varalit. Grafískur augnblýantur er aftur að koma sterkur inn í nýja árið og því tek ég aldeilis fagnandi. Áberandi og sterkar línur, skemmtileg og frumleg form sjást víða og því er þetta fullkominn tími fyrir tilraunamennsku þegar það kemur að augnblýanti, bæði í formi og lit. Til dæmis fékk ófullkominn og „tússpenna-legur“ augnblýantur alla athyglina á vor 2024 tískusýningu Jil Sander’s.“ Tússpennalegur augnblýantur á vorsýningu Jil Sander 2024 má marka sterkt trend í förðuninni í ár.Ozan Yilmaz/Getty Images „Við erum einnig að sjá „early2000’s“ tískuna meira og meira. Kaldir ljósbláir augnskuggar eða jafnvel silfur, hvítir og frostlegir verða sívinsælli. Við höfum þó ekki alveg sagt skilið við 90’s tískuna, við höldum enn fast í tvítónuðu varirnar, áberandi varablýanturinn paraður saman með ljósari varalit og svo að sjálfsögðu hin svokölluðu „soft-grunge“ augu, þar sem það lítur út fyrir að þú hafir sofnað með maskarann og augnblýantinn á þér.“ @jazzminnk winter makeup series / pt 5 My take on the soft grunge makeup look we ve been seeing all over pinterest lately #softgrungemakeup #smokeyeye #pinterestmakeup art deco lana del rey - L A N A „Fyrr í vetur kom út hinn fullkomni Yves Klein blái litur í formi kremaugnskugga frá merkinu Violette fr og ég sé fyrir mér að hann haldi áfram með miklum vinsældum inn í vorið. Fallegur og sterkur blár, annað hvort sem augnskuggi, maskari eða augnblýantur. Við erum einnig að sjá aukna framleiðslu og enn meiri tilraunamennsku þegar kemur að lituðum maskara. Augnhárin fá virkilega að taka pláss inn í nýju ári. Kóngablár maskari, vínrauður, brúnn og jafnvel rauður eða fjólublár maskari sást prýða tískupallana fyrir vortískuna. Þannig að við getum átt von á spennandi og skemmtilegum tískustraumum á nýju ári.“ Hreyfing og heilsa Gerður Jónsdóttir, íþróttafræðingur og þjálfari: Gerða Jónsdóttir hefur í áraraðir staðið fyrir námskeiðinu IN SHAPE en 2024 taka við ný ævintýri.Aðsend „Fókusinn verður meira á langlífi og heilbrigði 2024. Gæði í hreyfingu og endurheimt af ýmsu tagi heldur áfram að vera vinsælt eins og heitir og kaldir pottar, infrarauðar gufur og fleira sem myndar heildræna mynd af heilsu almennt. Þar kemur tæknin einnig inn með alls kyns mælingum, tækjum, úrum og öppum sem virðast alltaf verða vinsælli með hverju ári. Útivera verður ennþá meiri en áður og fer bara vaxandi þegar kemur að heilsu, enda náttúran eitt það besta sem við höfum. Matarræði er alltaf stór þáttur í heilsu og á eftir að verða ennþá stærri 2024. Fleiri og fleiri eru að átta sig á því að það skiptir sköpum þegar kemur að heilsu almennt og hvaða andlegu og líkamlegu áhrif það hefur á okkur að borða hollan mat.“ Jóga, pílates, barre og aðrar styrktaræfingar njóta mikilla vinsælda í hreyfingu. Getty „Heilsuferðir og viðburðir verða vinsælli og jóga, pílates, hópatímar og almennar styrktaræfingar halda sínu striki. Aðal trendið 2024 verður að fólk hugsi ekki bara að hreyfing sé heilsa heldur að hún sé margþætt og allir þættir jafn mikilvægir. Endurheimt, matarræði, gæði æfinga, bætiefni, svefn, öndun, teygjur og fleira. Ekki bara hvað lætur mér líða vel í dag heldur hvernig get ég lifað betur lengur.“ Myndlist Elísabet Alma Svendsen, eigandi Listval: Elísabet Alma á og rekur Listval ásamt Helgu Björgu Kjerúlf.Anna Kristín Óskars „Áhugi á samtímamyndlist hefur stóraukist og mun halda áfram þetta árið. Það er gaman að sjá hvað málverkið í sínum margbreytileika hefur komið aftur sterkt inn að undanförnu og það verður áfram árið 2024. Fólk verður djarfara en áður við að velja verk sem eru litrík, með merkingu eða setja sterkan svip á rýmin, enda eru listaverk til þess að hafa áhrif á okkur og veita okkur ákveðna upplifun, en ekki einungis til þess að falla inn í litapallettu heimilisins. Galleríveggir verða áfram vinsælir en þó ekki jafn yfirhlaðnir og áður. Fólk mun vanda betur valið á því sem það velur á veggina sína.“ Tónlist Karítas Óðinsdóttir, tónlistarkona, Reykjavíkurdóttir og plötusnúður: Karítas Óðinsdóttir er með puttann á púlsinum í heimi tónlistarinnar.Sunna Ben „Árið 2024 getum við búist við að fleiri munu skora á tónlistarstefnur og tónlistarfólk hefur meira frelsi til að gera tilraunir á mismunandi stílum þar sem að það hefur aldrei verið jafn auðvelt að gefa út tónlist og í dag. Við munum sjá mikið af nýjum „teen popp“ listamönnum sem fá innblástur af árunum 2000-2006, til dæmis frá Britney, NSync, Nelly Furtado o.fl. Rokk mun koma aftur og vera mikill innblástur í meginstraums (e. mainstream) tónlist og fólk verður mjög til í það. Gott dæmi um það er platan hennar Oliviu Rodrigo „GUTS“ sem kom sterk inn með mikil rokk áhrif. Ég held að við munum líka heyra meira af tónlist í anda fyrrum samfélagsmiðilsins Myspace sem gæti verið skemmtileg fortíðarþrá, eins og trance áhrif í popptónlist. Tónlist sem hefur trendað á TikTok hefur verið allsráðandi bæði í útvarpi og á skemmtistöðum, danstónlist hefur verið að eiga sitt móment í meginstraums tónlistarmenningu með tónlistarfólki eins og Fisher, Fred again.., Peggy Gou og fleirum og mun það halda áfram. Laufey hefur gert það gott með að vekja áhuga yngri kynslóðarinnar á jazz tónlist og munum við mögulega sjá mikið af nýjum yngra tónlistarfólki þar.“ „Persónulega langar mig að sjá pródúsera vera aðeins meira skapandi þegar kemur að því að „sampla“ tónlist. Undanfarin ár hefur það verið mikið trend bæði í hip hop og poppi að endurvinna lög frá 1990-2000 til að gera auðvelda hittara. Mig langar líka að sjá lengri útgáfur heldur en tveggja til þriggja mínútna lög og að tónlistarmenn ögri útgáfuforminu sjálfu. Ég er mjög spennt að heyra hvað árið hefur upp á að bjóða og það verður mikil samsuða af ferskri tónlist og nostalgíu.“ Hár Gunnar Malmquist Þórsson, Vikingblendz: Vikingblendz rekur rakarastofurnar Studio 110, Studio 220 og Studio Laugar.Maximus Jimmy „Í dag ótrúlega gaman að sjá hvað strákar í dag velja fjölbreytt þegar kemur að hárstílum sem þeir vilja rokka. Það myndast samt alltaf ákveðnir toppar í hártískunni. Toppurinn 2023 var klipping sem annar hver strákur var með: aflitaður, fade-aður í hliðum og með munstur, tilbúinn að sigra heiminn. 2024 mun bjóða upp á fágaðri hárstíla hjá strákum. Þeir munu færa sig hægt og rólega úr aflitun yfir í strípur og úr stuttum topp og hliðum yfir í meiri sídd, þar sem blásturinn og hvernig þú notar mótunarefnið skiptir öllu. Tölfræðin segir að tískan gangi í hringi, því held ég að við séum að fara að sjá síðari toppa greidda aftur og skipt í miðju, hliðarnar síðar en bartarnir og hnakki vel snyrtir.“ Þessi klipping verður vinsæl í ár að sögn Vikingblendz.Aðsend Íris Lóa Eskin, hársnyrtir stjarnanna: Íris Lóa hársnyrtir spáir í hártískuspilin fyrir árið.Aðsend „Ég spái því að í ár munum við sjá alls konar skemmtilegt og spennandi hár. Í klippingum held ég að við munum halda áfram að sjá alls konar síddir með mikilli hreyfingu og sem rammar andlitið inn. Shag klipping var mikið inn í fyrra og ég hugsa að hún muni lifa áfram út árið. 90's hárblásturs lúkkið er ekki að fara neitt og mun lifa.“ Íris Lóa sér meðal annars um hár stórstjörnunnar Bríetar.Aðsend „French bob/lobs munu koma sterk inn og jafnvel toppar líka. Gardínutoppur svokallaður hefur verið mikið inn undanfarin ár en ég hugsa að styttri útgáfa af honum muni skína 2024. Ekki of síður en ekki of stuttur. Síðan eru pixie dömurnar, þær sem þora og fýla stutt hár, að fara að rokka það í auknum mæli.“ Leikkonan og súperstjarnan Florence Pugh er ein af þeim sem rokkar pixie klippinguna.Samir Hussein/WireImage „Í litum erum við að sjá meiri hlýju og gyllta tóna í stað ískaldra, heilbrigðara hár og mikinn glans. Flestir fýla hár sem þarf að hafa lítið fyrir og þurfa ekki að vera að lita á sér hárið á mánaðarfresti en það fer algjörlega eftir týpum. Ég hugsa líka að fólk fari að dusta rykið af sléttujárnum og slétt hár mun koma svolítið inn á þessu ári ásamt ýmsum töffara greiðslum og fínni greiðslum.“ Drykkir Jakob Eggertsson, sigurvegari í Barþjónn ársins 2023 og meðeigandi baranna Jungle og Bingo: Jakob Eggertsson hefur tekið þátt í barþjónakeppnum úti í heimi. Hann deilir uppskrift af kokteil sem hann telur að muni trenda í ár.Instagram @jakobeggerts „Árið 2024 verður bæði árið fyrir okkur til að prófa nýja hluti og einnig fyrir gömul trend að koma til baka. Með rísandi verðum á koníaki mun brandy loks fá sínar vinældir hér á landi. Bæði sem eitthvað til að fara vel með kaffinu og einnig í alls konar kokteila. Ég spái fleiri brandy kokteilum á drykkjarseðlum hérlendis og einnig munu fleiri kokteilaunnendur uppgvöta klassíska koníaksdrykki eins og Sidecar og Sazerac þar sem oft er notað gott brandy í stað koníaks. Retroið snýr aftur.“ Kokteillinn Sidecar.Jonathan Wong/South China Morning Post via Getty Images „Muniði eftir gömlu líkjörunum eins og Midori og Galliano? Ekki ég heldur en mamma og pabbi muna pottþétt eftir þeim. Hvað með blue Curacao og Malibu? Þeir tröllriðu í gegnum diskó senuna á áttunda áratugnum en þeir eru nú að snúa aftur. Hvaðan að í heimnum má sjá alls konar guilty pleasure diskó líkjöra poppa upp á kokteilaseðlum og ég spái því sama hér á landi árið 2024. Fylgstu með bláum og eiturgrænum drykkjum. Það að nota íslensk hráefni er ekki nýtt en það mun halda áfram að aukast í íslenska barheiminum. Við munum sjá fleiri drykki innihalda t.d. þara úr næstu fjöru, furutoppa, skyr og alls konar íslenskar kryddjurtir og blóm sem þú vissir ekki að væru til. Ég mæli með að prófa allt svona þegar þú sérð það því þessir drykkir geta verið svakalega skemmtilegir.“ Uppskrift fyrir kokteilinn Sidecar: Koníak (eða brandy) 45ml, Sítrónusafi 22.5ml, Triple sec 22.5ml, Sykursíróp 5ml. Hrisst með klökum og síað í coup glas. Skraut: Sítrónubörkur Valfrjálst: Sleppa sykri í drykknum og gera ‘Sugar rim’ (bleyta brúnina á glasinu með sítrónusafa og dýfa í sykur áður en drykknum er hellt í glasið) Samfélagsmiðlar Embla Wigum, TikTok stjarna og förðunarfræðingur: Samfélagsmiðlastjarnan Embla Wigum er með 2,6 milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlinum TikTok. Instagram @emblawigum „Ég held að TikTok haldi áfram að vera vinsælasti samfélagsmiðilinn í ár og hann muni bara stækka, lengri myndbönd verði vinsælli og meira um svona „gerðu þig tilbúna með mér“ (e. get ready with me) stíl af myndböndum þar sem fólk er að spjalla við myndavélina. Smá svona facetime víbrur.“ @emblawigum GRWM day 2 in Paris with @L Oréal Paris #makeup #matteresistance original sound - Embla Wigum „Myndböndin voru alltaf að verða styttri á TikTok en núna held ég að fólk fýli að horfa á aðeins lengri myndbönd, bæði til þess að kynnast manneskjunni betur og einnig til að geta haft myndbandið í bakgrunni án þess að þurfa að skrolla, á meðan maður er til dæmis að þrífa eða gera eitthvað annað. Ég held líka og hef heyrt marga tala um að þeir vilji að Instagram verði meira hrátt og raunverulegt (e. raw & real) eins og við sáum til dæmis með photo dump trendinu þar sem fólk deilir fullt af myndum og þá aðeins minna um lagfærðar og editaðar myndir. Fólk er held ég að kreiva að sjá meira af raunsæju efni.“ Heimili og innanhúshönnun: Hildur Gunnlaugsdóttir, arkítekt og meðeigandi Stúdíó Jæja: Hildur Gunnlaugsdóttir arkítekt.Stella Andrea Guðmundsdóttir „Árið 2024 kveðjum við gráa litinn á veggjunum, svört máluðu húsgögnin, vegglista í nýjum íbúðum og almennan gráma sem á og átti engan veginn rétt á sér í skammdeginu. Á hverju ári gefur Pantone út tilkynningu um lit ársins og árið 2024 er það ferskjulitaður hýjungur (e. Peach Fuzz) en sá litur er skemmtilegur, bjartur en um leið þægilegur. Þessi orð „skemmtilegt, bjart og þægilegt“ einkenna trendin 2024. Lífrænar og ávalar línur halda áfram að vera áberandi í húsgögnum í bland við klassíska og nostalgíska hönnun. Umhverfismeðvitund eykst og við munum leitast eftir því að kaupa aðeins við það sem er úr vottuðum skógum þar sem sjálfbærni er tryggð. Við veljum Svansvottaða málningu, afskurði af stein og kaupum notuðum húsgögn. Meðvitund um innivist eykst líka en við gerum kröfu um eiturefnalausar vörur og náttúruleg efni sem bæta líkamlega og andlega líðan í leiðinni. Ég finn að þetta á ekki síst við á vinnustöðum, en á skrifstofum sem við hjá Stúdíó Jæja erum að hanna er leitast eftir því að nýta náttúruleg efniskennd eins og við og kork í bland við plöntur, sem hefur sýnt sig að hafa streytuminnkandi áhrif á okkur mannfólkið. View this post on Instagram A post shared by Hildur Gunnlaugsdottir (@hvasso_heima) Dópamín tískan verður mjög vinsæl, þar sem fólk vill hafa mikla gleði fyrir augunum, eins og djarfa liti og hluti sem vekja upp í okkur nostalgíu. Það geta verið myndir á veggjum eða jafnvel gamli Bart Simpson síminn, sem sagði „eat my shorts“ þegar hann hringdi. Veggfóður sem eru eins og risastórar veggmyndir verða vinsæl. List verður enn vinsælli en áður, fólk fer meira að leita í skúlptúra, prjónuð verk og verk sem fara aðeins út fyrir ramman. “ View this post on Instagram A post shared by Loji Ho skuldsson (@loji.its.official) Svana Lovísa/Svart á hvítu: Vöruhönnuðurinn og bloggarinn Svana Lovísa er gjarnan umkringd litagleði.Instagram @svana.svartahvitu „Við ættum að vilja skapa okkur heimili þar sem ekki aðeins er gott að búa heldur heimili sem sýnir karakter og sem segir eitthvað um okkur. Heimili sem segja sögur, þar sem finna má bland af hlutum úr ýmsum áttum, handgerða listmuni, antíkmarkaðsgersemar og kannski eitthvað smá skrítið sem aðeins þú skilur. Það í bland við vönduð húsgögn, glæsileg ljós, fallegan textíl og listaverk, hvort sem það er eftir upprennandi listamenn eða börnin þín, og útkoman verður ómótstæðileg. Stefndu að því að finna þinn persónulega stíl og farðu alla leið þangað. Ég held að þetta sé árið þar sem kominn er tími til að sleppa öllum reglum um hvað má og hvað ekki þegar kemur að tísku, bæði varðandi heimilið og fatnað. Ég gæti talið upp ýmsa hluti sem tískuspámenn heimsins hafa sett fram um komandi mánuði og ár en það trompar fátt persónulegan stíl og ekkert heimili er jafn heillandi og það sem sýnir brot af fólkinu sem þar býr. Það getur þó verið stórskemmtilegt að fylgjast með nýjum trendum ásamt helstu straumum og stefnum úr hönnunarheiminum og oft eru það einföldustu hlutirnir sem slá í gegn og eru það sem flestir geta tileinkað sér án mikils tilkostnaðar. Rómantíkin er að eiga sitt móment núna og það var varla hægt að opna Instagram yfir hátíðirnar án þess að sjá silkiborða bundna í slaufur á jólatrjám og greinum, glösum, könnum og síðast en ekki síst í hárinu. Rómantíkin þá í bland við nútímalegri stíl, slaufur, borðar, blóm og jafnvel blúndur en þó án þess að útkoman eigi að verða eins og heima hjá ömmu. Og talandi um blóm, þau verða alls staðar. Á veggjum í formi veggfóðurs, í allskyns heimilistextíl, gólfmottur, skrautpúðar og áklæði á húsgögnum og svo mætti lengi telja áfram. Blóm í hvaða formi sem er líka góð leið til að bjóða náttúruna inn og um leið liti en þetta tvennt er það sem getur haft jákvæð áhrif á líf þitt á einfaldan hátt og skapað vellíðan.“ View this post on Instagram A post shared by Svana Lovísa Kristjánsdóttir (@svana.svartahvitu) „Það eru komin nokkur ár síðan allt hvítt, háglansandi og mínimalískt þótti fremst í flokki þegar kom að smartheitum og það mætti segja að við séum komin hinum megin á pólinn í dag. Spennandi áferðir og litir á veggjum og yfirborði eru að eiga sitt móment og ég elska það. Það á að vera aðeins meira stuð núna og nóg fyrir augað að sjá og njóta. Ef ég ætti að nefna nokkur atriði þá verða áfram áberandi mjúkar línur og lífræn form bæði i húsgögnum og skrautmunum, ferskjulitir í bland við milda jarðliti, náttúruleg efni og djúsí áferðir og mynstur á veggjum og yfirborði ásamt meðvitaðri og umhverfisvænni neyslu sem má fylgja okkur inn í árið 2024.“ Ferskjuliturinn virðist vera vinsæll í ár en ferskjulitaður hýjungur (e. peach fuzz) var valinn litur ársins 2024.Getty Það hefur færst í aukana að nýta sér þann skemmtilega möguleika að leigja sér alls kyns vörur fyrir sérstök tilefni eins og kjóla eða veski. Ég sé fyrir mér að þetta verði enn stærri markaður og mér þætti gaman að sjá anga þess teygja sig inn á einkaheimilið. Þá gætum við í framtíðinni leigt okkur listaverk, borðbúnað, stóla og skreytingar fyrir veislur og fleira. Er ekki óþarfi að öll heimili eigi allt sem þarf til fyrir stærðarinnar matarboð sem aðeins er dregið fram úr skápnum tvisvar sinnum á ári? Það er umhverfisvænna og ég tel að hægt og rólega stefnum við í þá átt að allir þurfa ekki að eiga allt og við annað hvort lánum á milli eða leigjum. Lífið er ekki fullkomið svo afhverju ætti heimilið að vera það? Fögnum smá ófullkomleika og skiljum eftir á gamla árinu þann ósið að afsaka heimilið okkar þegar gesti ber að garði.“
Tíska og hönnun Heilsa Tónlist Matur Drykkir Hár og förðun Menning Myndlist Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Sjá meira