Virkjum tækifærin sem nýsköpun færir heilbrigðismálum Freyr Hólm Ketilsson skrifar 2. janúar 2024 08:31 Nýsköpun á Íslandi er í blóma. Fjöldi fyrirtækja hafa bæði fengið inn erlenda fjárfestingu og verið seld með manni og mús til erlendra fjárfesta. Hröð nýsköpun og þróun í heilbrigðismálum á síðustu árum hér á landi eru að veita ný tækifæri sem stofnanir ríkisins geta gripið þegar unnið er með íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum. Frá árinu 2017 hefur undirritaður unnið með embætti landlæknis við að vinna með ytri aðilum í nýskapandi verkefnum. Frá árinu 2020 hafa síðan bæði Landspítali og Heilsugæslan á Höfuðborgarsvæðinu gengið til liðs við verkefnið Lausnarmót Heilsutækniklasans. Verkefni sem hefur það meginmarkmið að auka nýsköpun í heilbrigðiskerfinu. Mikill ávinningur hefur verið af Lausnamótinu. Þá hafa tveir kandídatar frá Landspítalanum tekið þátt í heilsuhakkaþoni sem Nordic Innovation, embætti Landlæknis og fleiri stóðu að. Án þess að vera með nokkra forritunarþekkingu unnu læknarnir hakkaþonið og skiluðu á 48 klst virkri frumgerð að kerfinu Niðurtröppun er í notkun meðal lækna í dag. Hakkaþonið varð kveikjan að því að þessir læknar Kjartan Þórsson og Árni Johnsen stofnuðu fyrirtæki, sem í dag gengur undir nafninu Prescriby , sem hefur 6 manns á launaskrá og vinnur að því að koma lausn sinni á markað í Kanada. Á síðasta ári bárust okkur 20 umsóknir í Lausnamótið og hlutu 6 verkefni framgang sem tóku á 13 ólíkum áskorunum í heilbrigðiskerfinu. Teymin unnu í nánu samstarfi við sérfræðinga innan hverrar stofnunar fyrir sig og hafa fjögur verkefni nú raungerst með sínum samstarfsaðila með einum eða öðrum hætti. Tvö af þessum verkefnum Proency og DataLab fengu úthlutaðan Fléttustyrk í ár, sem veittir eru til nýsköpunarfyrirtækja sem skapað hafa áhugaverðar lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista og auka skilvirkni innan kerfisins. Fimm af þeim tólf aðilum sem fengu úthlutað úr Fléttunni í ár hafa tekið þátt í Lausnarmóti Heilsutækniklasans í ár eða á síðasta ári. Við sjáum því skýrt að með því að opna á tækifæri til samstarfs frumkvöðla og heilbrigðisstofnanna, að lausnir sem skila árangri verða til og þeim er fundið stað í kerfinu. Reglulega heyrist gagnrýni á stofnanir ríkisins fyrir að kunna eða geta ekki unnið með íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum. Margt og mikið er til í því. Það verður þó að hafa í huga að það getur tekið stofnanir og heilt heilbrigðiskerfi tíma að læra að vinna með ytri aðilum, hvað þá í nýsköpun enda í eðli sínu mjög varfærin og íhaldsöm kerfi. Einmitt þess vegna eru frumkvæði eins og Lausnamót og Hakkaþon mikilvæg. Þau skapa ný tækifæri til samstarfs og samtals milli stjórnvalda og frumkvöðla. Þau byggja nauðsynlega brú á milli þessara tveggja ólíku heima. Heilsutækniklasinn er staðsettur á krossgötum þessara aðila og getur opnað á samtalið og hafist handa. Opið er fyrir umsóknir í Lausnarmótið 2024 til 1. febrúar og fyrir heilsuhakkaþon Heilsutækniklasans til 25. janúar. Höfundur er stofnandi Heilsutækniklasans og framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Nýsköpun á Íslandi er í blóma. Fjöldi fyrirtækja hafa bæði fengið inn erlenda fjárfestingu og verið seld með manni og mús til erlendra fjárfesta. Hröð nýsköpun og þróun í heilbrigðismálum á síðustu árum hér á landi eru að veita ný tækifæri sem stofnanir ríkisins geta gripið þegar unnið er með íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum. Frá árinu 2017 hefur undirritaður unnið með embætti landlæknis við að vinna með ytri aðilum í nýskapandi verkefnum. Frá árinu 2020 hafa síðan bæði Landspítali og Heilsugæslan á Höfuðborgarsvæðinu gengið til liðs við verkefnið Lausnarmót Heilsutækniklasans. Verkefni sem hefur það meginmarkmið að auka nýsköpun í heilbrigðiskerfinu. Mikill ávinningur hefur verið af Lausnamótinu. Þá hafa tveir kandídatar frá Landspítalanum tekið þátt í heilsuhakkaþoni sem Nordic Innovation, embætti Landlæknis og fleiri stóðu að. Án þess að vera með nokkra forritunarþekkingu unnu læknarnir hakkaþonið og skiluðu á 48 klst virkri frumgerð að kerfinu Niðurtröppun er í notkun meðal lækna í dag. Hakkaþonið varð kveikjan að því að þessir læknar Kjartan Þórsson og Árni Johnsen stofnuðu fyrirtæki, sem í dag gengur undir nafninu Prescriby , sem hefur 6 manns á launaskrá og vinnur að því að koma lausn sinni á markað í Kanada. Á síðasta ári bárust okkur 20 umsóknir í Lausnamótið og hlutu 6 verkefni framgang sem tóku á 13 ólíkum áskorunum í heilbrigðiskerfinu. Teymin unnu í nánu samstarfi við sérfræðinga innan hverrar stofnunar fyrir sig og hafa fjögur verkefni nú raungerst með sínum samstarfsaðila með einum eða öðrum hætti. Tvö af þessum verkefnum Proency og DataLab fengu úthlutaðan Fléttustyrk í ár, sem veittir eru til nýsköpunarfyrirtækja sem skapað hafa áhugaverðar lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista og auka skilvirkni innan kerfisins. Fimm af þeim tólf aðilum sem fengu úthlutað úr Fléttunni í ár hafa tekið þátt í Lausnarmóti Heilsutækniklasans í ár eða á síðasta ári. Við sjáum því skýrt að með því að opna á tækifæri til samstarfs frumkvöðla og heilbrigðisstofnanna, að lausnir sem skila árangri verða til og þeim er fundið stað í kerfinu. Reglulega heyrist gagnrýni á stofnanir ríkisins fyrir að kunna eða geta ekki unnið með íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum. Margt og mikið er til í því. Það verður þó að hafa í huga að það getur tekið stofnanir og heilt heilbrigðiskerfi tíma að læra að vinna með ytri aðilum, hvað þá í nýsköpun enda í eðli sínu mjög varfærin og íhaldsöm kerfi. Einmitt þess vegna eru frumkvæði eins og Lausnamót og Hakkaþon mikilvæg. Þau skapa ný tækifæri til samstarfs og samtals milli stjórnvalda og frumkvöðla. Þau byggja nauðsynlega brú á milli þessara tveggja ólíku heima. Heilsutækniklasinn er staðsettur á krossgötum þessara aðila og getur opnað á samtalið og hafist handa. Opið er fyrir umsóknir í Lausnarmótið 2024 til 1. febrúar og fyrir heilsuhakkaþon Heilsutækniklasans til 25. janúar. Höfundur er stofnandi Heilsutækniklasans og framkvæmdastjóri.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun