Sara þakkar meiðslunum fyrir að ná að endurnýja kynnin við vinina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2024 08:31 Sara Sigmundsdóttir segir að meiðslin hafi verið smá lán í óláni. @sarasigmunds Verður árið 2024 árið sem við sjáum íslensku CrossFit konuna Söru Sigmundsdóttur komast aftur á heimsleikana og í hóp bestu kvenna í sinni íþróttagrein? Fáar íþróttakonur hafa glímt við erfiðari tíma en Suðurnesjamærin frá því að hún meiddist alvarlega nánast kvöldið fyrir 2021 tímabilið. CrossFit aðdáendur eru búnir að bíða lengi eftir endurkomu Söru enda langt síðan við sáum hana meðal þeirra bestu. Meiðsli hafa einkennt feril hennar síðustu ár en í nýju viðtali sá Sara jákvæðu hliðar þess að geta ekki æft og keppt í íþróttinni sinni. Sara var komin alla leið til Ástralíu í lok síðasta árs þegar hún meiddist á æfingu og ákvað á endanum að hætta við það keppa. Hún hafði ferðast hálfan hnöttinn og ætlaði að stimpla sig aftur inn með góðri frammistöðu á Down Under Championship. Ekkert varð af því og næst á dagskrá er að ná sér góðir fyrir nýtt tímabil. Sara nýtti ferðina samt vel og kynnti sér helstu náttúruperlur Ástralíu. Hún hefur nú sýnt frá ævintýrum sínum í Ástralíu í myndbandi á Youtube síðu sinni. Sýnir frá ferðlaginu Sara sýnir ekki aðeins frá ferðalögum sínum í Youtube þættinum heldur lítur hún líka um öxl. Sara hefur fulla ástæðu til að kvarta og kveina yfir erfiðum síðustu árum en hún vill samt horfa jákvætt á þessa krefjandi tíma. Sara Sigmundsdóttir fer yfir málin í nýjast þættinum sínum á Youtube.Skjámynd/Youtube Sara ræðir nefnilega meiðslatímann í viðtali í þættinum. „Hérna erum við komnar og að byrja endurhæfingu númer 354. Þetta snýst um þolinmæði en við munum komast til baka,“ sagði Sara. „Ég var að hugsa um það um daginn að ef ég gæfist upp núna, hvað færi ég þá að gera. Þér líður eins og þú hafi klúðrað öllu en þetta er bara hluti af þér sjálfri. Þú skilgreinir bara allt lífið þitt út frá þessu því þú ert svo staðráðin að ná langt í íþróttinni. Þegar þú ert ekki að komast þangað sem þú ætlar þér þá líður þér svolítið eins og þú getir ekki afrekað neitt það sem eftir er,“ sagði Sara hreinskilin. Hún hefur alla tíð valið brosið og jákvæðnina yfir fýlusvipinn og vonda skapið. Hún breytir því heldur ekki núna. Lán í óláni „Meiðsli eru kannski eins og lán í óláni því þú lærir svo mikið af þeim. Þegar ég sleit krossbandið þá áttaði ég mig á því að ég var búin að gleyma öllum vinunum mínum sem og því að hafa eitthvað jafnvægi í mínu lífi,“ sagði Sara. „Þetta lærði ég af þessum stóru meiðslum mínum að ég endurnýjaði kynnin við alla góðu vinina mína. Þetta voru tvö af bestu árum ævinnar því ég var laus við alla pressu og svoleiðis,“ sagði Sara. „Svo hugsaði ég að nú yrði ég að reyna að komast til baka. Ég var á mikilli uppleið og þá kom annars skellur,“ sagði Sara niðurlút. Hún ætlar þó ekki að gefast upp og verður vonandi upp á sitt besta þegar The Open byrjar í febrúar. Það má horfa á allan þáttinn hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=07lYD1hNCl8">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjá meira
CrossFit aðdáendur eru búnir að bíða lengi eftir endurkomu Söru enda langt síðan við sáum hana meðal þeirra bestu. Meiðsli hafa einkennt feril hennar síðustu ár en í nýju viðtali sá Sara jákvæðu hliðar þess að geta ekki æft og keppt í íþróttinni sinni. Sara var komin alla leið til Ástralíu í lok síðasta árs þegar hún meiddist á æfingu og ákvað á endanum að hætta við það keppa. Hún hafði ferðast hálfan hnöttinn og ætlaði að stimpla sig aftur inn með góðri frammistöðu á Down Under Championship. Ekkert varð af því og næst á dagskrá er að ná sér góðir fyrir nýtt tímabil. Sara nýtti ferðina samt vel og kynnti sér helstu náttúruperlur Ástralíu. Hún hefur nú sýnt frá ævintýrum sínum í Ástralíu í myndbandi á Youtube síðu sinni. Sýnir frá ferðlaginu Sara sýnir ekki aðeins frá ferðalögum sínum í Youtube þættinum heldur lítur hún líka um öxl. Sara hefur fulla ástæðu til að kvarta og kveina yfir erfiðum síðustu árum en hún vill samt horfa jákvætt á þessa krefjandi tíma. Sara Sigmundsdóttir fer yfir málin í nýjast þættinum sínum á Youtube.Skjámynd/Youtube Sara ræðir nefnilega meiðslatímann í viðtali í þættinum. „Hérna erum við komnar og að byrja endurhæfingu númer 354. Þetta snýst um þolinmæði en við munum komast til baka,“ sagði Sara. „Ég var að hugsa um það um daginn að ef ég gæfist upp núna, hvað færi ég þá að gera. Þér líður eins og þú hafi klúðrað öllu en þetta er bara hluti af þér sjálfri. Þú skilgreinir bara allt lífið þitt út frá þessu því þú ert svo staðráðin að ná langt í íþróttinni. Þegar þú ert ekki að komast þangað sem þú ætlar þér þá líður þér svolítið eins og þú getir ekki afrekað neitt það sem eftir er,“ sagði Sara hreinskilin. Hún hefur alla tíð valið brosið og jákvæðnina yfir fýlusvipinn og vonda skapið. Hún breytir því heldur ekki núna. Lán í óláni „Meiðsli eru kannski eins og lán í óláni því þú lærir svo mikið af þeim. Þegar ég sleit krossbandið þá áttaði ég mig á því að ég var búin að gleyma öllum vinunum mínum sem og því að hafa eitthvað jafnvægi í mínu lífi,“ sagði Sara. „Þetta lærði ég af þessum stóru meiðslum mínum að ég endurnýjaði kynnin við alla góðu vinina mína. Þetta voru tvö af bestu árum ævinnar því ég var laus við alla pressu og svoleiðis,“ sagði Sara. „Svo hugsaði ég að nú yrði ég að reyna að komast til baka. Ég var á mikilli uppleið og þá kom annars skellur,“ sagði Sara niðurlút. Hún ætlar þó ekki að gefast upp og verður vonandi upp á sitt besta þegar The Open byrjar í febrúar. Það má horfa á allan þáttinn hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=07lYD1hNCl8">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjá meira