Rússíbanareið sem fylgir því að eignast þríbura Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 1. janúar 2024 07:00 Hanna og Arnar með Ingiberg, Þorra, Írenu og Bjart. Árið 2023 var ár þríbura hér á landi, þá fæddust þrennir þríburar á Landspítalanum á einni viku. Nokkurs konar heimsmet hjá smáþjóð að mati sérfræðinga. Þríburafæðingar á Íslandi eru sjaldgæfar en samkvæmt tölum frá Hagstofunni hafa 57 þríburafæðingar átt sér stað síðustu 33 ár af 143 þúsund fæðingum alls. Dagskrárgerðarkonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir hefur skyggnst inn í líf þríbura og þríburaforeldra síðustu þrjú ár ásamt Eiríki Inga Böðvarssyni kvikmyndagerðarmanni. Afrakstur þeirrar vinnu má sjá á RÚV í kvöld þegar heimildarmyndin Þríburar verður sýnd. Tvíeggja þríburar. Bríet Karítas, Brynjar Kári og Bergdís Kara. Fædd 2017. „Það má í rauninni segja að myndin Þríburar sé rúsínan í pylsuendanum á þáttaröðinni Tvíburar sem við Eiríkur gerðum. Í kvöld fá landsmenn að fylgjast með Hönnu Björk Hilmarsdóttur og Arnari Long Jóhannssyni takast á við þá áskorun að eignast þríbura en fyrir eiga þú rúmlega eins og hálfs árs dreng. Þetta er rússíbanareið og Hanna og Arnar leggja öll spilin á borðið,“ segir Ragnhildur Steinunn. Áhorfendur fá líka innsýn í líf annarra þríbura og þríburaforeldra en Ragnhildur segir að henni hafi þótt mikilvægt að hafa sem mesta breidd í efnistökum. Þríeggja þríburar. Þorri, Bjartur og Írena eru aðalsöguhetjur myndarinnar. „Þríburasambandið er margslungið og auðvitað upplifa ekki allir þríburar það með sama hætti. Margir þeirra sem við ræddum við töluðu þó um tímabil þar sem þeim fannst erfitt að vera þríburi. Að þurfa að deila afmælisdögum og athygli foreldra og ættingja. Flestir minntust þó líka á að því eldri sem þeir urðu því þakklátari yrðu þeir fyrir þríburatengslin. Það væri einstaklega dýrmætt að eiga bandamenn í gegnum súrt og sætt. Að vissu leyti er þetta svolítið ólíkt tvíburasambandinu því það getur oft verið erfiðara að vera þrír,“ segir Ragnhildur. Hún bendir á að til séu þrjár gerðir að þríburum; þríeggja þríburar sem eru ekkert líkari erfðafræðilega en venjuleg systkini, eineggja þríburar sem eru erfðafræðilega nánast eins og svo tvíeggja þríburar þar sem tveir þríburanna eru með eins erfðaefni en hinn þriðji er öðruvísi. Arnar Long með þríburana sína í fanginu í fyrsta sinn. „Stundum fæðast engir þríburar árum saman hér á landi en svo koma ár þar sem þríburafæðingar eru tíðar. Ég held að árið 1994 eigi metið en þá voru sex þríburafæðingar á Íslandi. Árin 2018-2020 fæddust engir þríburar og samkvæmt mínum heimildum er ekki von á neinum þríburum árið 2024 en það getur auðvitað breyst á næstu mánuðum. Kannski fær einhver heppinn Íslendingur fréttir um þrefaldan lottóvinning í byrjun árs. Hver veit,“ segir Ragnhildur að lokum. Ríkisútvarpið Bíó og sjónvarp Ástin og lífið Frjósemi Tengdar fréttir Misstu aldrei vonina þegar stelpurnar veiktust Margrét Finney Jónsdóttir og Ástrós Pétursdóttir, nýbakaðar þríburamæður, segjast hiklaust hafa óttast um dætur sínar fyrstu vikurnar eftir fæðinguna í vor. Stelpurnar braggast þó ótrúlega vel eftir fyrirburaáskoranirnar sem þær glímdu við fyrst um sinn. Við heimsóttum Margréti, Ástrós og trillurnar þrjár í Íslandi í dag í fyrradag. 5. október 2023 09:00 Þrennir þríburar á einni viku mögulega heimsmet Snjólaug Sveinsdóttir nýburalæknir á vökudeild Landspítala segir að fæðing þrennra þríbura á Landspítala um páskana gæti verið heimsmet. Hún fagnar tíðindunum en segist ekki vita af fleiri væntanlegum þríburafæðingum hér á landi. 21. apríl 2023 19:58 Þrennir þríburar fæddust um páskana Þrennir þríburar fæddust á fæðingardeild Landspítalans um páskana í ár. Tvö ár eru frá því að þríburar fæddust hér á landi. Frá árinu 2006 hafa átján þríburafæðingar orðið á Íslandi, að meðaltali ein á ári. 20. apríl 2023 22:36 Mest lesið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann Lífið Fleiri fréttir Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Sjá meira
Dagskrárgerðarkonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir hefur skyggnst inn í líf þríbura og þríburaforeldra síðustu þrjú ár ásamt Eiríki Inga Böðvarssyni kvikmyndagerðarmanni. Afrakstur þeirrar vinnu má sjá á RÚV í kvöld þegar heimildarmyndin Þríburar verður sýnd. Tvíeggja þríburar. Bríet Karítas, Brynjar Kári og Bergdís Kara. Fædd 2017. „Það má í rauninni segja að myndin Þríburar sé rúsínan í pylsuendanum á þáttaröðinni Tvíburar sem við Eiríkur gerðum. Í kvöld fá landsmenn að fylgjast með Hönnu Björk Hilmarsdóttur og Arnari Long Jóhannssyni takast á við þá áskorun að eignast þríbura en fyrir eiga þú rúmlega eins og hálfs árs dreng. Þetta er rússíbanareið og Hanna og Arnar leggja öll spilin á borðið,“ segir Ragnhildur Steinunn. Áhorfendur fá líka innsýn í líf annarra þríbura og þríburaforeldra en Ragnhildur segir að henni hafi þótt mikilvægt að hafa sem mesta breidd í efnistökum. Þríeggja þríburar. Þorri, Bjartur og Írena eru aðalsöguhetjur myndarinnar. „Þríburasambandið er margslungið og auðvitað upplifa ekki allir þríburar það með sama hætti. Margir þeirra sem við ræddum við töluðu þó um tímabil þar sem þeim fannst erfitt að vera þríburi. Að þurfa að deila afmælisdögum og athygli foreldra og ættingja. Flestir minntust þó líka á að því eldri sem þeir urðu því þakklátari yrðu þeir fyrir þríburatengslin. Það væri einstaklega dýrmætt að eiga bandamenn í gegnum súrt og sætt. Að vissu leyti er þetta svolítið ólíkt tvíburasambandinu því það getur oft verið erfiðara að vera þrír,“ segir Ragnhildur. Hún bendir á að til séu þrjár gerðir að þríburum; þríeggja þríburar sem eru ekkert líkari erfðafræðilega en venjuleg systkini, eineggja þríburar sem eru erfðafræðilega nánast eins og svo tvíeggja þríburar þar sem tveir þríburanna eru með eins erfðaefni en hinn þriðji er öðruvísi. Arnar Long með þríburana sína í fanginu í fyrsta sinn. „Stundum fæðast engir þríburar árum saman hér á landi en svo koma ár þar sem þríburafæðingar eru tíðar. Ég held að árið 1994 eigi metið en þá voru sex þríburafæðingar á Íslandi. Árin 2018-2020 fæddust engir þríburar og samkvæmt mínum heimildum er ekki von á neinum þríburum árið 2024 en það getur auðvitað breyst á næstu mánuðum. Kannski fær einhver heppinn Íslendingur fréttir um þrefaldan lottóvinning í byrjun árs. Hver veit,“ segir Ragnhildur að lokum.
Ríkisútvarpið Bíó og sjónvarp Ástin og lífið Frjósemi Tengdar fréttir Misstu aldrei vonina þegar stelpurnar veiktust Margrét Finney Jónsdóttir og Ástrós Pétursdóttir, nýbakaðar þríburamæður, segjast hiklaust hafa óttast um dætur sínar fyrstu vikurnar eftir fæðinguna í vor. Stelpurnar braggast þó ótrúlega vel eftir fyrirburaáskoranirnar sem þær glímdu við fyrst um sinn. Við heimsóttum Margréti, Ástrós og trillurnar þrjár í Íslandi í dag í fyrradag. 5. október 2023 09:00 Þrennir þríburar á einni viku mögulega heimsmet Snjólaug Sveinsdóttir nýburalæknir á vökudeild Landspítala segir að fæðing þrennra þríbura á Landspítala um páskana gæti verið heimsmet. Hún fagnar tíðindunum en segist ekki vita af fleiri væntanlegum þríburafæðingum hér á landi. 21. apríl 2023 19:58 Þrennir þríburar fæddust um páskana Þrennir þríburar fæddust á fæðingardeild Landspítalans um páskana í ár. Tvö ár eru frá því að þríburar fæddust hér á landi. Frá árinu 2006 hafa átján þríburafæðingar orðið á Íslandi, að meðaltali ein á ári. 20. apríl 2023 22:36 Mest lesið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann Lífið Fleiri fréttir Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Sjá meira
Misstu aldrei vonina þegar stelpurnar veiktust Margrét Finney Jónsdóttir og Ástrós Pétursdóttir, nýbakaðar þríburamæður, segjast hiklaust hafa óttast um dætur sínar fyrstu vikurnar eftir fæðinguna í vor. Stelpurnar braggast þó ótrúlega vel eftir fyrirburaáskoranirnar sem þær glímdu við fyrst um sinn. Við heimsóttum Margréti, Ástrós og trillurnar þrjár í Íslandi í dag í fyrradag. 5. október 2023 09:00
Þrennir þríburar á einni viku mögulega heimsmet Snjólaug Sveinsdóttir nýburalæknir á vökudeild Landspítala segir að fæðing þrennra þríbura á Landspítala um páskana gæti verið heimsmet. Hún fagnar tíðindunum en segist ekki vita af fleiri væntanlegum þríburafæðingum hér á landi. 21. apríl 2023 19:58
Þrennir þríburar fæddust um páskana Þrennir þríburar fæddust á fæðingardeild Landspítalans um páskana í ár. Tvö ár eru frá því að þríburar fæddust hér á landi. Frá árinu 2006 hafa átján þríburafæðingar orðið á Íslandi, að meðaltali ein á ári. 20. apríl 2023 22:36