„Ég þarf að sjá vegabréfið hans“ Smári Jökull Jónsson skrifar 30. desember 2023 11:15 Luke Littler fagnar hér sigrinum gegn Matt Campbell. Vísir/Getty Luke Littler hefur slegið í gegn á heimsmeistaramótinu í pílukasti. Þessi 16 ára strákur er kominn í 16-manna úrslit og leikur í kvöld gegn fimmfalda heimsmeistarnum Raymond van Barneveld. „School in the morning, you´ve got school in the morning...“ er sungið í Alexandra Palace þessa dagana þegar hinn 16 ára Luke Littler spilar. Littler hefur unnið þrjár viðureignir á heimsmeistaramótinu í pílukasti en þetta er í fyrsta sinn sem hann tekur þátt á mótinu. Strax eftir fyrsta sigur Littler var talað um bestu byrjun nýliða í þrjátíu ár en nú er hann kominn í 16-manna úrslit. Littler mætir í kvöld Raymond van Barneveld sem hefur unnið heimsmeistaratitilinn fimm sinnum, síðast árið 2007. Þegar Van Barneveld vann sinn síðasta heimsmeistaratitil voru enn 20 dagar í fæðingu Luke Littler en aldur hans hefur verið umræðuefnið síðustu daga. Þrefaldi heimsmeistarinn Michael van Gerwen er einn af þeim sem rætt hefur um Littler í viðtölum. „Hann lítur út fyrir að vera 64 ára gamall. Ég trúi því ekki að hann sé 16 ára, ég þarf að sjá vegabréfið hans,“ grínaðist Van Gerwen með en hann er einnig kominn í 16-manna úrslit og af mörgum talinn sigurstranglegastur á mótinu. „Ég læt pílurnar tala,“ sagði Littler sjálfur en hann hefur nú þegar unnið sér inn rúmar 6 milljónir í verðlaunafé fyrir árangur sinn á mótinu. Heimsmeistarinn vinnur sér inn hvorki meira né minna en rúmar 80 milljónir króna. Útsending frá heimsmeistaramótinu í pílukasti hefst á Vodafone Sport klukkan 12:25 Pílukast Tengdar fréttir Íslenskir pílufarar í sérhönnuðum sparifötum í Ally Pally Eins og síðustu ár hefur sannkallað píluæði gripið um sig á Íslandi í kringum jólin. Hópur Íslendinga fór skrefinu lengra en flestir og situr í þessum rituðu orðum í höllinni í sérhönnuðum íslenskum sparifötum. 29. desember 2023 21:01 Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Heimaliðin byrja vel á EM Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Sjá meira
„School in the morning, you´ve got school in the morning...“ er sungið í Alexandra Palace þessa dagana þegar hinn 16 ára Luke Littler spilar. Littler hefur unnið þrjár viðureignir á heimsmeistaramótinu í pílukasti en þetta er í fyrsta sinn sem hann tekur þátt á mótinu. Strax eftir fyrsta sigur Littler var talað um bestu byrjun nýliða í þrjátíu ár en nú er hann kominn í 16-manna úrslit. Littler mætir í kvöld Raymond van Barneveld sem hefur unnið heimsmeistaratitilinn fimm sinnum, síðast árið 2007. Þegar Van Barneveld vann sinn síðasta heimsmeistaratitil voru enn 20 dagar í fæðingu Luke Littler en aldur hans hefur verið umræðuefnið síðustu daga. Þrefaldi heimsmeistarinn Michael van Gerwen er einn af þeim sem rætt hefur um Littler í viðtölum. „Hann lítur út fyrir að vera 64 ára gamall. Ég trúi því ekki að hann sé 16 ára, ég þarf að sjá vegabréfið hans,“ grínaðist Van Gerwen með en hann er einnig kominn í 16-manna úrslit og af mörgum talinn sigurstranglegastur á mótinu. „Ég læt pílurnar tala,“ sagði Littler sjálfur en hann hefur nú þegar unnið sér inn rúmar 6 milljónir í verðlaunafé fyrir árangur sinn á mótinu. Heimsmeistarinn vinnur sér inn hvorki meira né minna en rúmar 80 milljónir króna. Útsending frá heimsmeistaramótinu í pílukasti hefst á Vodafone Sport klukkan 12:25
Pílukast Tengdar fréttir Íslenskir pílufarar í sérhönnuðum sparifötum í Ally Pally Eins og síðustu ár hefur sannkallað píluæði gripið um sig á Íslandi í kringum jólin. Hópur Íslendinga fór skrefinu lengra en flestir og situr í þessum rituðu orðum í höllinni í sérhönnuðum íslenskum sparifötum. 29. desember 2023 21:01 Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Heimaliðin byrja vel á EM Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Sjá meira
Íslenskir pílufarar í sérhönnuðum sparifötum í Ally Pally Eins og síðustu ár hefur sannkallað píluæði gripið um sig á Íslandi í kringum jólin. Hópur Íslendinga fór skrefinu lengra en flestir og situr í þessum rituðu orðum í höllinni í sérhönnuðum íslenskum sparifötum. 29. desember 2023 21:01