Mál Guðmundu þyngra en tárum taki Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. desember 2023 18:11 Helga Arnardóttir segir mikilvægt að viðurkennt verði að brotið hafi verið á Guðmundu. Vísir/Samsett Helga Arnardóttir, kvikmyndagerðarkona, segir mál Guðmundu Tyrfingsdóttur sem var vörslusvipt búfénaði sínum og honum ólögmætt slátrað, vera þyngra en tárum tekur í færslu sem hún birti á Facebook í dag. Guðmunda Tyrfingsdóttir er bóndi í Lækjartúni í Ásahreppi og í desember í fyrra fór hún úr axlarlið og var flutt á sjúkrahús. Þá svipti Matvælastofnun hana vörslu allra gripa sinna þar sem enginn, að mati MAST, gat fengist til að sinna búfénaðinum í fjarveru hennar. Hallgerður Kolbrún fjallaði ítarlegar um málið á Vísi. Matvælaráðuneytið úrskurðaði fyrr í mánuðinum að MAST hafi ekki verið heimilt að slátra dýrunum. Í úrskurðinum kemur fram að engin staðfesting hafi verið í gögnum MAST að dýrin hafi orðið fyrir varanlegum skaða vegna vanrækingar eða slæms aðbúnaðar. Ástand dýranna hafi þá verið í lagi þegar ákvörðun var tekin um að slátra þeim. „Dýravinur og fyrirmyndarbóndi frá því hún man eftir sér sem þurfti að enda sinn búskap á þennan sorglega hátt,“ skrifar Helga í færslunni. Helga segir að Guðmunda hafi í rauninni misst mannréttindi sín við það að fara úr axlarlið. Hún segir að þó hún fái dýrin aldrei aftur sé mikilvægt að viðurkennt verði að brotið hafi verið á Guðmundu. „Ég var svo heppin að hitta Guðmundu skömmu fyrir jól árið 2011 þegar hún var tæplega áttræð. Ég varði næstum heilum degi með henni ásamt tökumanni Stöðvar 2: Friðriki Þór Halldórsson og viðtalið við Guðmundu var eitt það eftirminnilegasta á mínum fjölmiðlaferli. Fyrir utan þá staðreynd að Guðmunda sjálf er ógleymanleg persóna,“ bætir Helga við. Matvælaframleiðsla Landbúnaður Ásahreppur Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Guðmunda Tyrfingsdóttir er bóndi í Lækjartúni í Ásahreppi og í desember í fyrra fór hún úr axlarlið og var flutt á sjúkrahús. Þá svipti Matvælastofnun hana vörslu allra gripa sinna þar sem enginn, að mati MAST, gat fengist til að sinna búfénaðinum í fjarveru hennar. Hallgerður Kolbrún fjallaði ítarlegar um málið á Vísi. Matvælaráðuneytið úrskurðaði fyrr í mánuðinum að MAST hafi ekki verið heimilt að slátra dýrunum. Í úrskurðinum kemur fram að engin staðfesting hafi verið í gögnum MAST að dýrin hafi orðið fyrir varanlegum skaða vegna vanrækingar eða slæms aðbúnaðar. Ástand dýranna hafi þá verið í lagi þegar ákvörðun var tekin um að slátra þeim. „Dýravinur og fyrirmyndarbóndi frá því hún man eftir sér sem þurfti að enda sinn búskap á þennan sorglega hátt,“ skrifar Helga í færslunni. Helga segir að Guðmunda hafi í rauninni misst mannréttindi sín við það að fara úr axlarlið. Hún segir að þó hún fái dýrin aldrei aftur sé mikilvægt að viðurkennt verði að brotið hafi verið á Guðmundu. „Ég var svo heppin að hitta Guðmundu skömmu fyrir jól árið 2011 þegar hún var tæplega áttræð. Ég varði næstum heilum degi með henni ásamt tökumanni Stöðvar 2: Friðriki Þór Halldórsson og viðtalið við Guðmundu var eitt það eftirminnilegasta á mínum fjölmiðlaferli. Fyrir utan þá staðreynd að Guðmunda sjálf er ógleymanleg persóna,“ bætir Helga við.
Matvælaframleiðsla Landbúnaður Ásahreppur Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira