Ekki er langt síðan þau tvö fóru að rugla saman reytum en hafa þó sést út um hvippinn og hvappinn, nú síðast að snæðingi á Þorláksmessu ásamt LXS-skvísum.
Sex ára aldursmunur er á þeim Páli og Hildi, hann er fæddur árið 1999 og hún 1993.
Hildur Sif er sálfræðingur að mennt og starfar sem sérfræðingur hjá SaltPay. Auk þess hefur hún getið sér gott orð á samfélagsmiðlum og mætti flokkast sem áhrifavaldur. Þá er hún eins og áður segir innmúruð í fyrrnefndan LXS-vinahóp sem gerði garðinn frægann með samnefndri raunveruleikaseríu á Stöð 2.
Páll Orri nam lög við Háskólann í Reykjavík og stundar nú nám í verðbréfamiðlun við sama skóla. Verðbréfin hefur hann lagt fyrir sig hjá Íslandsbanka en auk þess þykir mikið til hans koma í hlutverki þáttastjórnanda Veislunnar, útvarpsþáttar á FM957. Páll Orri hefur verið virkur í ungliðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins en laut í lægra haldi í formannskosningu Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, í apríl á þessu ári.