Brjálað að gera í Skeifunni: „Alltaf eitthvað sem vantar“ Bjarki Sigurðsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 24. desember 2023 14:41 Margt var um manninn í verslun Hagkaupa í Skeifunni í dag. Vísir Þrátt fyrir að flestir reyni að klára jólaundirbúninginn tímanlega gerist það jafnan að eitthvað gleymist, sem þarf svo að redda á síðustu stundu. Margir eru eflaust í slíkum erindagjörðum í Skeifunni einmitt núna. Fréttamaður leit við í Hagkaup í Skeifunni um hádegi í dag og náði tali af Sigurði Reyndalsson framkvæmdastjóra Hagkaupa og nokkrum viðskiptavinum. „Þetta er svona hluti af jólunum hjá okkur kaupmönnum, þegar menn eru búnir að fara yfir uppskriftirnar á Þorláksmessu, þá er alltaf eitthvað sem vantar. Það gleymdist eitthvað eitt og tvennt og það rjúka allir út í búð,“ segir Sigurður. Hann segir sjaldan eins mikið að gera og á aðfangadag. En körfurnar eru þó ekki stórar. „Þetta er oft svona þrjú, fjögur atriði sem vantar í ísskápinn til þess að allt smelli saman,“ segir Sigurður. „Þannig að þetta er alltaf mikill hasar á þessum degi hjá okkur.“ Hvað er fólk einna helst að setja í körfurnar sínar? „Þetta er nú alls konar. Stundum vantar aðeins meiri rjóma. Og það gleymdist einhver kryddstaukurinn og einhver var búinn að klára laufabrauðið sem átti að vera með matnum á jóladag og svona. Þannig að þetta er öll flóran í því sem vantar á listann.“ Hvernig hafa jólin gengið hjá ykkur í ár? „Jólin eru búin að vera mjög, mjög góð. Þau eru sérstök á hverju ári eftir því hvernig vikudagarnir raðast. Núna eru Þorláksmessa og aðfangadagur á laugardegi og sunnudegi. Þannig að verslunin var svolítið sterkari fyrri part viku hjá okkur núna. Eins og í gærkvöldi var ekki alveg dæmigerð Þorláksmessustemning þar sem að menn, greinilega af því að það er laugardagur, kláruðu innkaupin snemma og áttu rólegra kvöld.“ Skúringadót og súkkulaði Fréttamaður ræddi við nokkra viðskiptavini í Hagkaupum í dag og rýndi í innkaupakörfur þeirra. Ekki bar á miklu jólastressi og voru flestir þeirra búnir að kaupa síðustu jólagjöfina. „Við vorum nú reyndar bara ost og smá jógúrt,“ segir Andrea Guðmundsdóttir viðskiptavinur. Hún ætlar að bjóða upp á kalkúnabringu með góðri fyllingu og meðlæti í kvöld. Innkaup Bjarna Einarssonar voru heldur frábrugðin öðrum sem lögðu sér leið í Hagkaup í dag. „Ég var að kaupa skúringastöff og súkkulaði,“ segir hann. Aðspurður segir hann ekki möst að kaupa skúringadót á aðfangadegi. „Ég bara vakna snemma og gott að fá sér frískt loft. Það er svo gott veður úti.“ Hvað ertu með í matinn í kvöld? „Tengdó ræður þessu. Ég held það sé hamborgarhryggur. Hún er búin að vera með það í þrjátíu ár. En þetta eru síðustu jólin sem hún fær að ráða. Nú fæ ég að ráða. Nei!“ segir Bjarni og hlær. Loks náði fréttamaður tali af Svala Kaldalóns, fyrrverandi útvarpsmanni og núverandi leiðsögumanni. Hann var að ljúka við að kaupa síðustu jólagjöfina. „Það er alltaf ein sem er eftir, alltaf ein. Og smá pappír til þess að klára þegar maður uppgötvar á síðustu stundu að hann vantar. Þá fer maður á aðfangadag í Hagkaup.“ Og hvað er í matinn hjá ykkur? „Við ætlum að fara í naut og geyma saltaða kjötið þangað til síðast.“ Jól Matvöruverslun Verslun Reykjavík Mest lesið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Bitin Bachelor stjarna Lífið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Sjá meira
Fréttamaður leit við í Hagkaup í Skeifunni um hádegi í dag og náði tali af Sigurði Reyndalsson framkvæmdastjóra Hagkaupa og nokkrum viðskiptavinum. „Þetta er svona hluti af jólunum hjá okkur kaupmönnum, þegar menn eru búnir að fara yfir uppskriftirnar á Þorláksmessu, þá er alltaf eitthvað sem vantar. Það gleymdist eitthvað eitt og tvennt og það rjúka allir út í búð,“ segir Sigurður. Hann segir sjaldan eins mikið að gera og á aðfangadag. En körfurnar eru þó ekki stórar. „Þetta er oft svona þrjú, fjögur atriði sem vantar í ísskápinn til þess að allt smelli saman,“ segir Sigurður. „Þannig að þetta er alltaf mikill hasar á þessum degi hjá okkur.“ Hvað er fólk einna helst að setja í körfurnar sínar? „Þetta er nú alls konar. Stundum vantar aðeins meiri rjóma. Og það gleymdist einhver kryddstaukurinn og einhver var búinn að klára laufabrauðið sem átti að vera með matnum á jóladag og svona. Þannig að þetta er öll flóran í því sem vantar á listann.“ Hvernig hafa jólin gengið hjá ykkur í ár? „Jólin eru búin að vera mjög, mjög góð. Þau eru sérstök á hverju ári eftir því hvernig vikudagarnir raðast. Núna eru Þorláksmessa og aðfangadagur á laugardegi og sunnudegi. Þannig að verslunin var svolítið sterkari fyrri part viku hjá okkur núna. Eins og í gærkvöldi var ekki alveg dæmigerð Þorláksmessustemning þar sem að menn, greinilega af því að það er laugardagur, kláruðu innkaupin snemma og áttu rólegra kvöld.“ Skúringadót og súkkulaði Fréttamaður ræddi við nokkra viðskiptavini í Hagkaupum í dag og rýndi í innkaupakörfur þeirra. Ekki bar á miklu jólastressi og voru flestir þeirra búnir að kaupa síðustu jólagjöfina. „Við vorum nú reyndar bara ost og smá jógúrt,“ segir Andrea Guðmundsdóttir viðskiptavinur. Hún ætlar að bjóða upp á kalkúnabringu með góðri fyllingu og meðlæti í kvöld. Innkaup Bjarna Einarssonar voru heldur frábrugðin öðrum sem lögðu sér leið í Hagkaup í dag. „Ég var að kaupa skúringastöff og súkkulaði,“ segir hann. Aðspurður segir hann ekki möst að kaupa skúringadót á aðfangadegi. „Ég bara vakna snemma og gott að fá sér frískt loft. Það er svo gott veður úti.“ Hvað ertu með í matinn í kvöld? „Tengdó ræður þessu. Ég held það sé hamborgarhryggur. Hún er búin að vera með það í þrjátíu ár. En þetta eru síðustu jólin sem hún fær að ráða. Nú fæ ég að ráða. Nei!“ segir Bjarni og hlær. Loks náði fréttamaður tali af Svala Kaldalóns, fyrrverandi útvarpsmanni og núverandi leiðsögumanni. Hann var að ljúka við að kaupa síðustu jólagjöfina. „Það er alltaf ein sem er eftir, alltaf ein. Og smá pappír til þess að klára þegar maður uppgötvar á síðustu stundu að hann vantar. Þá fer maður á aðfangadag í Hagkaup.“ Og hvað er í matinn hjá ykkur? „Við ætlum að fara í naut og geyma saltaða kjötið þangað til síðast.“
Jól Matvöruverslun Verslun Reykjavík Mest lesið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Bitin Bachelor stjarna Lífið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Sjá meira