UEFA og FIFA í órétti gegn Ofurdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2023 10:30 Mörg af stærstu félögum Evrópu vildu stofna Ofurdeild Evrópu árið 2021. Getty/Visionhaus Evrópudómstóllinn hefur tekið fyrir baráttuaðferðir Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, og Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, gegn þeim sem reyna að stofna nýjar knattspyrnukeppnir eins og hina umdeildu Ofurdeild Evrópu. Evrópska ofurdeildin virðist hafa lögin með sér í liði því Evrópudómstóllinn úrskurðaði að FIFA og UEFA hafi brotið lög með því að hóta því að refsa leikmönnum og félögum sem gengu til liðs við Ofurdeildina. Bakjarlar Ofurdeildarinnar leituðu réttar síns og þrátt fyrir mótlæti í byrjun virðast þeir nú hafa fagnað sigri í þessu máli. Úrskurður Evrópudómstólsins er að UEFA og FIFA séu að misnota sterka stöðu sína með slíkum hótunum. Uefa and Fifa rules banning clubs joining breakaway competitions like the European Super League are unlawful, the European Court of Justice has ruled.#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) December 21, 2023 Áður hafði dómstóll komist að því að stóru knattspyrnusamböndin væru að fylgja evrópskum lögum með því að verja stöðu sína og þessi nýi úrskurður er því áfall fyrir knattspyrnuforystuna. Vorið 2021 ætluðu nokkur af stærstu fótboltafélögum Evrópu að stofna nýja ofurdeild og hætta í staðinn að taka þátt í Meistaradeild Evrópu. Hörð viðbrögð voru við þessum fréttum ekki síst frá knattspyrnuforystunni sjálfri. Upphaflega ætluðu Arsenal, Chelsea, Liverpool, Manchester City, Manchester United, Tottenham, Internazionela, AC Milan, Juventus, Atlético Madrid, Barcelona, og Real Madrid að stofna Ofurdeildina. Á endanum drógu flest félögin sig út úr Ofurdeildinni nema spænsku félögin Barcelona, og Real Madrid sem stóðu ein eftir. Þessi úrskurður segir ekkert um það hvort Ofurdeildin verði samþykkt eða ekki heldur aðeins um það að UEFA og FIFA hafi verið í órétti með að segja það nýjar keppnir þurfi sérstakt leyfi frá þeim. Bakjarlar Ofurdeildarinnar fagna aftur á móti sigri, segjast hafa unnið sér réttinn til að vera til og að fótboltinn sé nú frjáls og laus undan einokun UEFA. Þetta er einn sigur en það er þó langt í það enn þá að Ofurdeildin verði að veruleika. "There are still some very significant hurdles for people who want to set up a European Super League to overcome"Kaveh Solhekol on the prospect of a future European Super League pic.twitter.com/FikuILMFSU— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 21, 2023 UEFA Ofurdeildin Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira
Evrópska ofurdeildin virðist hafa lögin með sér í liði því Evrópudómstóllinn úrskurðaði að FIFA og UEFA hafi brotið lög með því að hóta því að refsa leikmönnum og félögum sem gengu til liðs við Ofurdeildina. Bakjarlar Ofurdeildarinnar leituðu réttar síns og þrátt fyrir mótlæti í byrjun virðast þeir nú hafa fagnað sigri í þessu máli. Úrskurður Evrópudómstólsins er að UEFA og FIFA séu að misnota sterka stöðu sína með slíkum hótunum. Uefa and Fifa rules banning clubs joining breakaway competitions like the European Super League are unlawful, the European Court of Justice has ruled.#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) December 21, 2023 Áður hafði dómstóll komist að því að stóru knattspyrnusamböndin væru að fylgja evrópskum lögum með því að verja stöðu sína og þessi nýi úrskurður er því áfall fyrir knattspyrnuforystuna. Vorið 2021 ætluðu nokkur af stærstu fótboltafélögum Evrópu að stofna nýja ofurdeild og hætta í staðinn að taka þátt í Meistaradeild Evrópu. Hörð viðbrögð voru við þessum fréttum ekki síst frá knattspyrnuforystunni sjálfri. Upphaflega ætluðu Arsenal, Chelsea, Liverpool, Manchester City, Manchester United, Tottenham, Internazionela, AC Milan, Juventus, Atlético Madrid, Barcelona, og Real Madrid að stofna Ofurdeildina. Á endanum drógu flest félögin sig út úr Ofurdeildinni nema spænsku félögin Barcelona, og Real Madrid sem stóðu ein eftir. Þessi úrskurður segir ekkert um það hvort Ofurdeildin verði samþykkt eða ekki heldur aðeins um það að UEFA og FIFA hafi verið í órétti með að segja það nýjar keppnir þurfi sérstakt leyfi frá þeim. Bakjarlar Ofurdeildarinnar fagna aftur á móti sigri, segjast hafa unnið sér réttinn til að vera til og að fótboltinn sé nú frjáls og laus undan einokun UEFA. Þetta er einn sigur en það er þó langt í það enn þá að Ofurdeildin verði að veruleika. "There are still some very significant hurdles for people who want to set up a European Super League to overcome"Kaveh Solhekol on the prospect of a future European Super League pic.twitter.com/FikuILMFSU— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 21, 2023
UEFA Ofurdeildin Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira