Telja alvarleg brot hafa verið framin varðandi samruna N1 og Festi Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2023 09:09 Festi hafnar því að hafa brotið gegn ákvæðum sáttarinnar. Vísir/Vilhelm Samkeppniseftirlitið hefur sent Festi andmælaskjal vegna ætlaðra brota á skilyrðum sem fram koma í ákvörðun frá árinu 2019 um samruna N1 og Festi. Það sé mat Samkeppniseftirlitsins að hin meintu brot séu alvarleg og að til álita komi að beita viðurlögum. Festi hafnar því að hafa brotið gegn ákvæðum sáttarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Festi til Kauphallar, en þar segir að andmælaskjalið hafi borist félaginu eftir lokun markaða í gær. Í tilkynningunni segir að andmælaskjalið sé liður í málsmeðferð rannsóknar sem hafi hafist með tilkynningu Samkeppniseftirlitsins til Festi í desember 2020. Í andmælaskjali Samkeppniseftirlitsins sé gerð grein fyrir því frummati að Festi hafi í nokkrum liðum brotið gegn ákvæðum sáttar félagsins við Samkeppniseftirlitið sem gerð var 30. júlí 2018 vegna samruna N1 og Festi, auk þess að vísað er til ætlaðra brota gegn samkeppnislögum. „Andmælaskjal SE felur hvorki í sér stjórnvaldsákvörðun né er það á nokkurn hátt bindandi. Svo sem greinir í andmælaskjalinu er það ritað í þeim tilgangi að auðvelda Festi að nýta andmælarétt sinn samkvæmt stjórnsýslulögum og stuðla að því að rétt ákvörðun verði tekin í málinu. Þá er því lýst að ef athugasemdir, skýringar eða ný gögn þykja gefa tilefni til, geti frummat SE tekið breytingum. Festi er enn þeirrar skoðunar að félagið hafi ekki brotið gegn ákvæðum sáttarinnar við SE og er vinna hafin við að bregðast við tilgreindu andmælaskjali og því frummati sem þar er lýst,“ segir í tilkynningunni. Myndi raska samkeppni Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá árinu 2019 var fjallað um að N1 væri stærsti smásali eldsneytis á Íslandi og Festi næststærsti smásali dagvöru á landinu og sem reki meðal annars verslanir Krónunnar. „Rannsókn málsins leiddi í ljós að samruninn, án skilyrða, væri til þess fallinn að raska samkeppni með umtalsverðum hætti. Nánar tiltekið var það mat eftirlitsins að samruninn myndi leiða til brotthvarfs Krónunnar sem mögulegs keppinautar á eldsneytismarkaði, leiða til staðbundinnar röskunar á samkeppni á tilteknum landsvæðum, hafa skaðleg áhrif á heildsölu- og birgðastigi og hafa í för með sér aukin og skaðleg eignatengsl á milli keppinauta á bæði eldsneytis- og dagvörumarkaði. Rannsókn málsins lauk með undirritun sáttar á milli Samkeppniseftirlitsins og N1, dags. 30. júlí 2018. Með sáttinni skuldbatt N1 sig til aðgerða sem miða að því að efla og vernda virka samkeppni á eldsneytis- og dagvörumörkuðum og bregðast við framangreindri röskun á samkeppni sem samruninn hefði annars leitt til. Skilyrði sáttarinnar fólu m.a. í sér sölu eigna á eldsneytismarkaði til nýs aðila þar sem Krónan taldist líklegur keppinautur N1 á markaðnum. Að undangenginni sölumeðferð og athugun óháðs kunnáttumanns, sem skipaður var í ágúst 2018 til að hafa eftirlit með framkvæmd sáttarinnar, samþykkti Samkeppniseftirlitið kaupendur hinna seldu eigna í febrúar og mars 2019,“ segir um ákvörðunina á vef Samkeppniseftirlitsins. Samkeppnismál Festi Bensín og olía Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Festi til Kauphallar, en þar segir að andmælaskjalið hafi borist félaginu eftir lokun markaða í gær. Í tilkynningunni segir að andmælaskjalið sé liður í málsmeðferð rannsóknar sem hafi hafist með tilkynningu Samkeppniseftirlitsins til Festi í desember 2020. Í andmælaskjali Samkeppniseftirlitsins sé gerð grein fyrir því frummati að Festi hafi í nokkrum liðum brotið gegn ákvæðum sáttar félagsins við Samkeppniseftirlitið sem gerð var 30. júlí 2018 vegna samruna N1 og Festi, auk þess að vísað er til ætlaðra brota gegn samkeppnislögum. „Andmælaskjal SE felur hvorki í sér stjórnvaldsákvörðun né er það á nokkurn hátt bindandi. Svo sem greinir í andmælaskjalinu er það ritað í þeim tilgangi að auðvelda Festi að nýta andmælarétt sinn samkvæmt stjórnsýslulögum og stuðla að því að rétt ákvörðun verði tekin í málinu. Þá er því lýst að ef athugasemdir, skýringar eða ný gögn þykja gefa tilefni til, geti frummat SE tekið breytingum. Festi er enn þeirrar skoðunar að félagið hafi ekki brotið gegn ákvæðum sáttarinnar við SE og er vinna hafin við að bregðast við tilgreindu andmælaskjali og því frummati sem þar er lýst,“ segir í tilkynningunni. Myndi raska samkeppni Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá árinu 2019 var fjallað um að N1 væri stærsti smásali eldsneytis á Íslandi og Festi næststærsti smásali dagvöru á landinu og sem reki meðal annars verslanir Krónunnar. „Rannsókn málsins leiddi í ljós að samruninn, án skilyrða, væri til þess fallinn að raska samkeppni með umtalsverðum hætti. Nánar tiltekið var það mat eftirlitsins að samruninn myndi leiða til brotthvarfs Krónunnar sem mögulegs keppinautar á eldsneytismarkaði, leiða til staðbundinnar röskunar á samkeppni á tilteknum landsvæðum, hafa skaðleg áhrif á heildsölu- og birgðastigi og hafa í för með sér aukin og skaðleg eignatengsl á milli keppinauta á bæði eldsneytis- og dagvörumarkaði. Rannsókn málsins lauk með undirritun sáttar á milli Samkeppniseftirlitsins og N1, dags. 30. júlí 2018. Með sáttinni skuldbatt N1 sig til aðgerða sem miða að því að efla og vernda virka samkeppni á eldsneytis- og dagvörumörkuðum og bregðast við framangreindri röskun á samkeppni sem samruninn hefði annars leitt til. Skilyrði sáttarinnar fólu m.a. í sér sölu eigna á eldsneytismarkaði til nýs aðila þar sem Krónan taldist líklegur keppinautur N1 á markaðnum. Að undangenginni sölumeðferð og athugun óháðs kunnáttumanns, sem skipaður var í ágúst 2018 til að hafa eftirlit með framkvæmd sáttarinnar, samþykkti Samkeppniseftirlitið kaupendur hinna seldu eigna í febrúar og mars 2019,“ segir um ákvörðunina á vef Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppnismál Festi Bensín og olía Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Sjá meira
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent