Fjölmargir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu á árinu 2023 sem senn er á enda. Í hópi þeirra sem létust á árinu má meðal annars nefna einn merkasta rithöfund þjóðarinnar, fyrrverandi ráðherra, fyrrverandi þingkonur, einn ástsælasti leikari þjóðarinnar og einn áhrifamesti maður íslensks samfélags um margra áratuga skeið. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug, en þegar hefur birst frétt um fræga einstaklinga úti í heimi sem féllu frá á árinu. Úr heimi stjórnmála Anna Kolbrún Árnadóttir sat á þingi fyrir Miðflokkinn á árunum 2017 til 2021.Aðsend/Rut Sigurðardóttir Anna Kolbrún Árnadóttir , varaþingmaður og fyrrverandi þingmaður, lést í maí, 53 ára að aldri. Anna Kolbrún sat á þingi fyrir Miðflokkinn í Norðausturkjördæmi árin 2017 til 2021. Árni Johnsen , fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lést í Vestmannaeyjum í júní. Hann var 79 ára. Árni starfaði lengi sem kennari og blaðamaður en var þingmaður Suðurlands á árunum 1983 til 1987, 1991 til 2001 og 2007 til 2013. Bjarni Guðnason , fyrrverandi alþingmaður og prófessor, lést í október, 95 ára að aldri. Bjarni sat á þingi fyrir Samtök frjálslyndra og vinstrimanna á árunum 1971 til 1974, en hann var landskjörinn þingmaður Reykvíkinga. Á árunum 1963 til 1998 gegndi hann stöðu prófessor í íslenskri bókmenntasögu við Háskóla Íslands. Ellert Eiríksson , fyrrverandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar, lést í nóvember, 85 ára að aldri. Ellert var Sjálfstæðismaður og var sveitarstjóri í Gerðahreppi á árunum 1982 til 1990 og svo bæjarstjóri Keflavíkur 1990 til 1994. Ellert varð svo fyrsti bæjarstjóri sameinaðs sveitarfélags Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna sem fékk nafnið Reykjanesbær árið 1994 og gegndi embættinu til 2002. Jóhannes Nordal, sem gegndi embætti seðlabankastjóra á árunum 1961 til 1993, lést í mars, 98 ára að aldri. Jóhannes var einn atkvæðamesti maður í íslensku efnahagslífi á síðustu öld, en hann var sömuleiðis stjórnarformaður Landsvirkjunar frá 1965 til 1995. Jón Ármann Héðinsson , viðskiptafræðingur og fyrrverandi alþingismaður, lést í júli, 96 ára að aldri. Jón Ármann sat á þingi fyrir Alþýðuflokkinn 1967 til 1978. Jón Gunnar Stefánsson, fyrrverandi bæjarstjóri og útgerðarmaður, lést í júlí, 92 ára að aldri. Á yngri árum starfaði hann við sjávarútveg en varð bæjarstjóri í Grindavík árið 1983 og gegndi starfinu til ársins 1998. Hann var svo bæjarstjóri í Vesturbyggð á árunum 1998 til 2002. Ólafur G. Einarsson , fyrrverandi ráðherra og þingmaður, er látinn, níræður að aldri. Ólafur var sveitarstjóri í Garðahreppi á árunum 1960 til 1972. Hann varð kjörinn þingmaður Reyknesinga fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 1971 og lét af þingmennsku árið 1999. Hann gegndi meðal annars embætti formanns þingflokks Sjálfstæðisflokksins, menntamálaráðherra og forseta Alþingis. Sigurlaug Bjarnadóttir , fyrrverandi borgarfulltrúi, þingmaður og kennari, lést í apríl, 96 ára að aldri. Hún var borgarfulltrúi í Reykjavík á árunum 1970 til 1974, en tók eftir það sæti á þingi sem landskjörinn Alþingismaður Vestfirðinga. Hún var í hópi tíu fyrstu kvenna sem tóku sæti á þingi. Þar sat hún fyrir Sjálfstæðisflokkinn til 1978. Menning og listir Árni Tryggvason í hlutverki í Þjóðleikhúsinu á níunda áratugnum.Þjóðleikhúsið Árni Tryggvason , einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, lést í apríl, 99 ára að aldri. Á löngum leiklistarferli fór Árni með ótal hlutverk en hann er mögulega þekktastur fyrir túlkun sína á Lilla Klifurmús í uppsetningu Þjóðleikhússins á Dýrunum í Hálsaskógi 1977. Einar Júlíusson söngvari lést í janúar, 78 ára gamall. Einar var einn af stofnendum Hljóma og var fyrsti söngvari hljómsveitarinnar. Eva María Daníels.Kvikmyndamiðstöð Eva María Daniels kvikmyndaframleiðandi lést í júlí, 43 ára að aldri. Eva kom að framleiðslu fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta og stofnaði meðal annars sitt eigið framleiðslufyrirtæki, Eva Daniels Productions, árið 2010. Garðar Cortes, óperusöngvari með meiru, lést í maí, 82 ára að aldri. Garðar var söngvari, kórstjóri, hljómsveitarstjóri, óperustjóri, söngskólastjóri auk þess sem hann stofnaði hljómsveitir, kóra, tónlistarskóla og óperu. Þá fór hann með aðalhlutverk í kvikmyndinni Karlakórinn Hekla frá árinu 1992. Gísli Þór Guðmundsson , umboðsmaður fjölda þekktra hljómsveita og tónlistarmanna, lést í júlí, 62 ára að aldri. Hann notaði nafnið Gis Von Ice á erlendri grundu og var meðal annars umboðsmaður íslensku hljómsveitanna Vök og For a Minor Reflection og tónlistarkonunnar Lay Low. Þá var hann lengi umboðsmaður Hatara. Guðbergur Bergsson rithöfundur lést í september, 91 árs að aldri. Guðbergur var einn þekktasti rithöfundur landsins og sendi frá sér fjölda bóka af ýmsum toga, smásögur, skáldsögur, barnabók, skáldævisögur og greinar um bókmenntir, listir og þjóðfélagsmál. Eitt af hans þekktustu verkum var skáldsaga hans, Tómas Jónsson, metsölubók sem hann gaf út árið 1966. Guðbjörg Magnúsdóttir söngkona lést af völdum krabbameins í september, 49 ára gömul. Guðbjörg lést í Osló í Noregi þar sem hún hafði verið búsett með fjölskyldu sinni undanfarin ár. Hún lét víða til sín taka á tónlistarferlinum. Halla Haraldsdóttir gler- og myndlistarkona, betur kunn sem Halla Har, lést í nóvember, 89 ára að aldri. Halla starfaði á ferli sínum með fjölda listamanna og þróaði bréf-mósaíklist sína sem átti eftir að verða hennar helsta vörumerki. Halla varð fyrst íslenskra kvenna til að halda einkasýningu á Kjarvalsstöðum 1975. Hjörtur Howser tónlistarmaður lést í apríl, 61 árs að aldri. Hjörtur varð bráðkvaddur við Gullfoss en hann starfaði sem leiðsögumaður síðustu ár. Hjörtur var hljómborðsleikari og lék með mörgum og ólíkum hljómsveitum í gegnum tíðina. Meðal annars Grafík, Mezzoforte, Fræbblunum, Kátum piltum og Vinum Dóra. Ísak Harðarson , ljóðskáld og þýðandi, lést í maí, 66 ára að aldri. Fyrsta bók Ísaks, ljóðabókin Þriggja orða nafn, kom út árið 1982. Og fylgdu í kjölfarið margar fleiri ljóðabækur, smásagnasöfn, skáldsaga og endurminningabók. Jón Sigurpálsson , myndlistarmaður og menningarfrumkvöðull, lést í júní, 68 ára að aldri. Jón lærði myndlist á Íslandi og síðar í Hollandi og hélt hann fjölda myndlistarsýninga bæði hérlendis og erlendis. Jónas Friðrik Guðnason , texta- og ljóðskáld frá Raufarhöfn, lést í júní, 77 ára að aldri. Jónas Friðrik var einna þekktastur fyrir samstarf sitt við Ríó Tríó en hann fékkst lengi við smíði söngtexta og hafa um tvö hundruð textar eftir hann verið hljóðritaðir. Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir leikkona lést í nóvember, 73 ára að aldri. Fyrsta hlutverk Lilju í Þjóðleikhúsinu var hlutverk Mörtu í Stundarfriði eftir Guðmund Steinsson árið 1979 en hún starfaði í leikhúsinu allt til sjötugs. Síðustu tvo áratugina lék hún svo fjölda aðal- og aukahlutverk í bíómyndum og sjónvarpsþáttum. Páll Pampichler Pálsson , hljómsveitarstjóri og tónskáld, lést í Graz í Austurríki í febrúar, 94 ára að aldri. Páll starfaði um árabil sem stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur og þátt í stofnun og uppbyggingu Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Þá starfaði hann lengi við tónlistarkennslu við Tónlistarskólann í Reykjavík og stjórnandi Karlakórs Reykjavíkur. Sigríður Ragnarsdóttir, tónlistarkona og skólastjóri Tónlistarskólans á Ísafirði til þrjátíu ára, lést í ágúst, 73 ára að aldri. Hún var mjög virk í menningarlífi Ísfirðinga og var einn af stofnendum Kvennaframboðsins og Kvennalistans. Stefán Reynir Gíslason , kórstjóri og organisti í Skagafirði, lést í október, 68 ára gamall. Stefán hafði verið í fararbroddi í tónlistarlífinu í Skagafirði um árabil. Hann var stjórnandi karlakórsins Heimis í Skagafirði frá árinu 1985. Stefán Grímsson , tónlistarmaður og skáld, lést í apríl, 73 ára að aldri. Stefán var einna best þekktur sem andlit plötunnar Goð með hljómsveitinni Svarthvítum draumi. Stefan Grygelko , betur þekktur sem dragdrottningin Heklína, lést í apríl, 54 ára að aldri. Grygelko var vel þekkt í hinsegin samfélaginu í San Francisco, rak sinn eigin klúbb og kom fram í mörgum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Grygelko átti íslenska móður, og bjó á Íslandi á níunda áratugnum. Þóra Dungal leikkona lést í maí, 47 ára að aldri. Hún lék aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa: 810551 árið 1997. Skólar og vísindi Björn Sigurbjörnsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri og forstjóri hjá Matvæla- og landbúnaðarstofnuninni (FAO) og Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni, lést í maí, 91 árs að aldri. Hann var forstjóri Rannsóknastofnunar landbúnaðarins 1974 til 1983, forstjóri hjá FAO 1983 til 1995 og ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðuneytinu 1995 til 2000. Hann var sæmdur fálkaorðunni árið 1990. Guðni A. Jóhannesson , fyrrverandi orkumálastjóri, lést í janúar, 71 árs að aldri. Hann gegndi embætti orkumálastjóra á árunum 2008 til 2021. Gunnhildur Óskarsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og formaður styrktarfélagsins Göngum saman, lést í mars, 65 ára að aldri. Gunnhildur var sæmd fálkaorðunni fyrir störf í þágu brjóstakrabbameinsrannsókna á Íslandi og fyrir að hvetja til heilbrigðra lífshátta árið 2017. Jón Hjartarson , fyrrverandi skólastjóri á Kirkjubæjarklaustri, fræðslustjóri Suðurlands, forstöðumaður skólaskrifstofu Suðurlands og framkvæmdastjóri Fræðslunets Suðurlands, lést í janúer, 78 ára að aldri. Jón Gunnar Ottósson , fyrrverandi forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands, lést í september, 72 ára að aldri. Jón hóf störf sem forstjóri Náttúrufræðistofnunar árið 1994 og gegndi stöðunni til ársins 2020. Jónas Elíasson , prófessor emeritus pog verkfræðingur, lést í janúar, 84 ára að aldri. Jónas starfaði í Danmörku þar til eftir að hann lauk doktorsprófi að hann var ráðinn prófessor við Verkfræði- og raunvísindadeild Háskóla Íslands hvar hann starfaði fram að eftirlaunum árið 2008. Sigmundur Guðbjarnason , efnafræðingur, prófessor emeritus og fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, lést í nóvember, 92 ára að aldri. Sigmundur gegndi rektorsstöðunni í Háskóla Íslands á árunum 1985 til 1991. Sigurður Líndal , fyrrverandi lagaprófessor, lést í september, 92 ára að aldri. Hann starfaði hjá dómstólum framan af og varð svo lektor við lagadeild Háskóla Íslands 1967, og var prófessor í lögfræði á árunum 1972 til 2001. Þá var hann dómari við Félagsdóm frá 1974 til 1980 og forstöðumaður Lagastofnunar Háskóla Íslands frá 1976 til 2001. Auk þess var hann forseti Hins íslenzka bókmenntafélags um áratugaskeið. Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur lést í nóvember, 88 ára að aldri. Þorsteinn stundaði nám í stjörnufræði í Lundúnum og hélt svo til Íslands árið 1963 þar sem hann hóf störf við Eðlisfræðistofnun Háskólans, síðar Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Hann var forstöðumaður jarðeðlisfræðistofu en svo deildarstjóri háloftadeildar og sá um rekstur segulmælingastöðvar Háskóla Íslands frá 1963 og allt til starfsloka. Íþróttir Bjarni Felixson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta og íþróttafréttamaður, lést í september, 86 ára gamall. Bjarni spilaði lengi fótbolta með KR og vann marga titla með félaginu. Hann lýsti lengi enska boltanum í útvarpi og í sjónvarpi en hætti því árið 2010. Boris Bjarni Akbachev , goðsögn í handboltaþjálfun á Íslandi, lést í apríl, 89 ára gamall. Boris kom að þjálfun margra af bestu handboltamönnum Íslandssögunnar. Boris kom fyrst til Íslands frá Sovétríkjunum árið 1980 til að þjálfa hjá Val í um tvö ár. Hann kom svo aftur til Íslands árið 1989 og þjálfaði hjá Val og varð svo aðstoðarmaður Þorbjörns Jenssonar með íslenska landsliðið. Hrönn Sigurðardóttir , fitness-drottning og eigandi verslunarinnar BeFit, lést af völdum krabbameins í júní, 44 ára að aldri. Hrönn vann á ferlinu sínum til fjölda Íslandsmeistaratitla í fitness og keppti meðal annars á stærsta fitness-móti heims, Arnold Classic. Jón Baldursson bridgemeistari og einn besti bridgespilari Íslandssögunnar lést í september. Jón, sem fæddur var 1954, spilaði um sexhundruð landsleiki í bridge fyrir hönd Íslands. Hann varð heimsmeistari í bridge þegar íslenska sveitin vann titilinn Bermudaskálina í Yokohama árið 1991. Ólafur Hrafn Ásgeirsson , kerfisstjóri og fyrrum hnefaleikakappi, lést í janúar, sextugur að aldri. Ríkharður Sveinsson , formaður Taflfélags Reykjavíkur og margreyndur skákdómari, lést í desember, 56 ára að aldri. Ríkharður kom ungur inn í stjórn Taflfélags Reykjavíkur og átti þar sæti með hléum í fjörutíu ár. Þá hafi enginn setið lengur sem formaður TR en hann. Sævar Jóhann Bjarnason, alþjóðlegur skákmeistari, lést í júlí, 69 ára að aldri. Auk þess að vinna við skák vann hann einnig að málefnum geðfatlaðra. Hann varð alþjóðlegur skákmeistari árið 1985, vann mikinn fjölda mótssigra á ferlinum og átti skráðar flestar kappskákir íslensks skákmanns, rúmlega þúsund talsins. Honum var veitt heiðursmerki Skáksambandsins árið 2021. Fjölmiðlar, dómstólar, félagsstörf og fleira Auður Þorbergsdóttir, fyrrverandi héraðsdómari, lést í janúar, 89 ára að aldri. Auður stundaði nám í lögfræði og átti eftir að verða skipuð borgardómari árið 1972, fyrst kvenna. Því embætti gegndi hún til ársins 1992 þegar hún var skipuð héraðsdómari í Reykjavík þar sem hún starfaði til ársins 2002. Sr. Bernharður Guðmundsson lést í september, 86 ára að aldri. Bernharður starfaði víða sem prestur og lét mikið að sér kveða í félagsmálum. Hann hlaut fálkaorðuna fyrir störf í þágu þjóðkirkjunnar og alþjóðlegs kirkjustarfs árið 2006. Einar Guðberg Jónsson , lögreglufulltrúi hjá lögregunni á höfuðborgarsvæðinu, lést í september, 45 ára að aldri. Einar Guðberg lauk námi frá Lögregluskóla ríkisins árið 2000 og starfaði lengst af hjá lögreglunni í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu þar sem hann leiddi meðal annars starfið í ofbeldisrannsóknum og síðan manssals- og vændisrannsóknum sem lögreglufulltrúi. Greta Baldursdóttir , fyrrverandi hæstaréttardómari, lést á nýársdag, 68 ára að aldri. Hún varð fjórða konan til að verða skipuð hæstaréttardómari árið 2011 og starfaði við réttinn til 2020. Halla Kristín Guðmundsdóttir Linker Aguirre, fyrrverandi aðalræðismaður Íslands í Los Angeles, lést í Los Angeles í ágúst, 93 ára að aldri. Hún vann ásamt eiginmanni sínum að gerð heimildarþátta um ferðalög þeirra hjóna, en þættirnir voru sýndir í sjónvarpi í Bandaríkjumum í átján ár. Jóhannes Jónasson , betur þekktur sem Jói á hjólinu, féll í október, 81 árs að aldri. Jóhannes var eins og viðurnefni hans gefur til kynna alltaf á ferðinni og þar lék hjól hans lykilhlutverk. Kynslóðir íbúa í gamla hluta Kópavogs hafa orðið varar við Jóhannes, átt við hann samtöl og rætt daginn og veginn. Kristján Jóhannsson útgefandi lést í október, 81 árs að aldri. Hann starfaði lengi í fjölmiðlum og stofnaði Prentsmiðjuna Nes á Seltjarnarnesi og síðar eigin útgáfu þegar hann hóf að gefa út bæjarblaðið Nesfréttir árið 1988. Hann annaðist líka útgáfu ýmissa borgarblaða eins og Vesturbæjarblaðsins, Breiðholtsblaðsins og Kópavogsblaðsins. Kristján Þorvaldsson , ritstjóri og fjölmiðlamaður, lést í ágúst, 61 árs að aldri. Kristján starfaði í fjölmiðlum nær allan sinn starfsaldur, mest við prentmiðla. Hann var einn af stofnendum og ritstjórum tímaritsins Séð og heyrt. Þá ritstýrði hann miðlum á borð við Pressunni, Mannlífi og Vikunni, auk þess að starfa sem útvarpsmaður á Rás 2. Nanna Magnadóttir héraðsdómari lést af völdum heilablóðfalls í október, fimmtug að aldri. Nanna starfaði víða erlendri grundu áður en hún sneri til Íslands árið 2014 og tók þá verið sem forstöðumaður og formaður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Hún var skipaður héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavík árið 2022 og gegndi því starfi til dauðadags. Oddur F. Helgason , ættfræðingur og fyrrverandi sjómaður, lést í desember, 82 ára að aldri. Oddur var einn þekktasti ættfræðingur landsins og stundaði rannsóknir undir merkjum ættfræðiþjónustunnar ORG ehf. Ólafur Þ. Jónsson , fyrrverandi vitavörður í Hornbjargsvita og betur þekktur sem Óli kommi, lést í nóvember, 89 ára gamall. Ólafur var einn af stofnendum Vinstri grænna sem bauð fyrst fram í kosningum til Alþingis árið 1999. Sigurður Þorkell Árnason , fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, lést í október, 95 ára að aldri. Hann hóf fyrst störf á varðskipum Landhelgisgæslunnar árið 1947 og varð skipherra árið 1959. Hann var síðasti skipherra Gæslunnar sem tók þátt í að verja útfærslu fiskveiðilögsögunnar, í fjórar mílur 1952, í 12 mílur 1958, í 50 mílur 1972 og í 200 mílur árið 1975. Stefanía María Pétursdóttir, húsfreyja og fyrrverandi forseti Kvenfélagasambands Íslands, lést í nóvember, 92 ára að aldri. Hún hlaut fálkaorðuna árið 1993 fyrir félagsstörf sín. Viðskipti Ámundi Ámundason , umboðsmaður, plötuútgefandi og auglýsingastjóri, lést í júní, 78 ára að aldri. Ámundi var á sínum tíma umboðsmaður Hljóma frá Keflavík og þá stofnaði hann hljómplötufyrirtækið ÁÁ-records og komu alls fjörutíu titlar út undir þeim merkjum, þeirra á meðal Stuðmenn þegar þeir voru að hasla sér völl. Eiríkur Tómasson, útgerðarmaður og forstjóri Þorbjarnar í Grindavík, lést í ágúst, sjötugur að aldri. Hann gegndi forstjórastöðunni um árabil en lét af störfum árið 2018. Gunnþórunn Jónsdóttir.Aðsend Gunnþórunn Jónsdóttir , hárgreiðslumeistari og athafnakona, lést í desember, 77 ára að aldri. Gunnþórunn rak um tíma Hárgreiðslustofu Vesturbæjar og stofnaði síðar Sænsk-íslenska verslunarfélagið með Óla Kristjáni Sigurðssyni, betur þekktur síðar sem Óli í Olís. Þau stofnuðu innflutningsfyrirtækið Sund hf. árið 1983 og árið 1986 keyptu þau Vörumarkaðinn á Seltjarnarnesi sem varð svo Nýi bær. Á sama ári keyptu þau Olís en kaupin vöktu mikla athygli. Hörður Sigurbjarnarson , stofnandi Norðursiglingar á Húsavík, lést í október, 71 árs að aldri. Hörður stofnaði fjölskyldufyrirtækið Norðursiglingu árið 1995 og hefur fyrirtækið verið með heimahöfn á Húsavík og um árabil boðið upp á hvalaskoðun og ævintýrasiglingar. Jafet S. Ólafsson var meðal annars liðtækur bridgespilari Bridgesambandið Jafet S. Ólafsson framkvæmdastjóri lést í október, 72 ára að aldri. Hann starfaði meðal annars sem útvarpsstjóri Íslenska útvarpsfélagsins á árunum 1994 til 1996. Hann var áberandi álitsgjafi um verðbréfaviðskipti um árabil en hann var löggiltur verðbréfamiðlari. Hann stofnaði Verðbréfastofuna ásamt öðrum árið 1997 og var þar framkvæmdastjóri en seldi sinn hlut í henni 2006 og stýrði eftir það Veig, sem var fjárfestingarfélag. Ólafur Grétar Laufdal Jónsson veitingamaður lést í júní, 78 ára að aldri. Ólafur var einn þekktasti veitingamaður landsins og rak Hótel Grímsborgir við Sogið í Grímsnesi. Áður hafði hann unnið í Glaumbæ, en hann rak svo Hollywood og Broadway. Hann byggði Hótel Ísland í Ármúla og rak Hótel Borg í þrettán ár. Páll Breiðdal Samúelsson , fyrrverandi forstjóri Toyota, lést í október, 94 ára að aldri. Páll stofnaði ásamt fjölskyldu sinni P. Samúelsson ehf., Toyota-umboðið, árið 1970, en seldi reksturinn árið 2005. Sigurbergur Sveinsson , kaupmaður sem lengstum var kenndur við Fjarðarkaup í Hafnarfirði, lést í nóvember, 90 ára að aldri. Hann var í hópi þeirra sem stofnuðu verslunina Fjarðarkaup árið 1973. Stefán Eysteinn Sigurðsson , framkvæmdastjór og fyrrverandi útvarpsmaður, lést í júlí, 51 árs að aldri. Hann var eigandi GynaMEDICA sem sérhæfir sig í heilsuþjónustu kvenna, en hann hafði áður starfað hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP og flugfélaginu WOW Air. Um langt skeið stýrði Stefán útvarpsþættinum Rólegt og rómantískt á stöðinni FM957. Samantektin var unnin upp úr andlátsfréttum sem birst hafa á Vísi og í Morgunblaðinu. Andlát Fréttir ársins 2023 Tengdar fréttir Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2022 Fjölmargir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu á árinu 2022 sem senn líður undir lok. 30. desember 2022 10:00 Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2021 Þjóðþekktir Íslendingar kvöddu margir á árinu 2021 sem senn líður undir lok. 30. desember 2021 09:00 Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2020 Fjöldi þjóðþekktra Íslendingar kvaddi á árinu sem senn er á enda. Í hópi þeirra eru meðal annarra einhver ástsælasti söngvari þjóðarinnar, einhver vinsælasti skemmtikraftur landsins, frumkvöðull á sviði líkamsræktar á Íslandi, fyrrverandi ráðherrar og höfundur bókanna um Maxímús Músíkús. Þá þögnuðu einhverjar af þekktustu útvarpsröddum landsins. 31. desember 2020 09:00 Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2019 Margir þjóðþekktir Íslendingar sögðu skilið við þennan heim á árinu sem senn er á enda. 31. desember 2019 11:30 Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2018 Margir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda, þar á meðal einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, heimsfrægt tónskáld, fyrrverandi ráðherra og eitt fremsta ljóðskáld þjóðarinnar. 31. desember 2018 10:00 Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2017 Margir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu þennan heim á árinu. 31. desember 2017 11:00 Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2016 Fyrrverandi ráðherra og nokkrir af ástsælustu listamönnum þjóðarinnar eru í hópi þeirra þjóðþekktu Íslendinga sem kvöddu á árinu sem senn er á enda. 30. desember 2016 11:00 Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2015 Margir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu þennan heim á árinu. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug. 28. desember 2015 11:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent
Í hópi þeirra sem létust á árinu má meðal annars nefna einn merkasta rithöfund þjóðarinnar, fyrrverandi ráðherra, fyrrverandi þingkonur, einn ástsælasti leikari þjóðarinnar og einn áhrifamesti maður íslensks samfélags um margra áratuga skeið. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug, en þegar hefur birst frétt um fræga einstaklinga úti í heimi sem féllu frá á árinu. Úr heimi stjórnmála Anna Kolbrún Árnadóttir sat á þingi fyrir Miðflokkinn á árunum 2017 til 2021.Aðsend/Rut Sigurðardóttir Anna Kolbrún Árnadóttir , varaþingmaður og fyrrverandi þingmaður, lést í maí, 53 ára að aldri. Anna Kolbrún sat á þingi fyrir Miðflokkinn í Norðausturkjördæmi árin 2017 til 2021. Árni Johnsen , fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lést í Vestmannaeyjum í júní. Hann var 79 ára. Árni starfaði lengi sem kennari og blaðamaður en var þingmaður Suðurlands á árunum 1983 til 1987, 1991 til 2001 og 2007 til 2013. Bjarni Guðnason , fyrrverandi alþingmaður og prófessor, lést í október, 95 ára að aldri. Bjarni sat á þingi fyrir Samtök frjálslyndra og vinstrimanna á árunum 1971 til 1974, en hann var landskjörinn þingmaður Reykvíkinga. Á árunum 1963 til 1998 gegndi hann stöðu prófessor í íslenskri bókmenntasögu við Háskóla Íslands. Ellert Eiríksson , fyrrverandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar, lést í nóvember, 85 ára að aldri. Ellert var Sjálfstæðismaður og var sveitarstjóri í Gerðahreppi á árunum 1982 til 1990 og svo bæjarstjóri Keflavíkur 1990 til 1994. Ellert varð svo fyrsti bæjarstjóri sameinaðs sveitarfélags Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna sem fékk nafnið Reykjanesbær árið 1994 og gegndi embættinu til 2002. Jóhannes Nordal, sem gegndi embætti seðlabankastjóra á árunum 1961 til 1993, lést í mars, 98 ára að aldri. Jóhannes var einn atkvæðamesti maður í íslensku efnahagslífi á síðustu öld, en hann var sömuleiðis stjórnarformaður Landsvirkjunar frá 1965 til 1995. Jón Ármann Héðinsson , viðskiptafræðingur og fyrrverandi alþingismaður, lést í júli, 96 ára að aldri. Jón Ármann sat á þingi fyrir Alþýðuflokkinn 1967 til 1978. Jón Gunnar Stefánsson, fyrrverandi bæjarstjóri og útgerðarmaður, lést í júlí, 92 ára að aldri. Á yngri árum starfaði hann við sjávarútveg en varð bæjarstjóri í Grindavík árið 1983 og gegndi starfinu til ársins 1998. Hann var svo bæjarstjóri í Vesturbyggð á árunum 1998 til 2002. Ólafur G. Einarsson , fyrrverandi ráðherra og þingmaður, er látinn, níræður að aldri. Ólafur var sveitarstjóri í Garðahreppi á árunum 1960 til 1972. Hann varð kjörinn þingmaður Reyknesinga fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 1971 og lét af þingmennsku árið 1999. Hann gegndi meðal annars embætti formanns þingflokks Sjálfstæðisflokksins, menntamálaráðherra og forseta Alþingis. Sigurlaug Bjarnadóttir , fyrrverandi borgarfulltrúi, þingmaður og kennari, lést í apríl, 96 ára að aldri. Hún var borgarfulltrúi í Reykjavík á árunum 1970 til 1974, en tók eftir það sæti á þingi sem landskjörinn Alþingismaður Vestfirðinga. Hún var í hópi tíu fyrstu kvenna sem tóku sæti á þingi. Þar sat hún fyrir Sjálfstæðisflokkinn til 1978. Menning og listir Árni Tryggvason í hlutverki í Þjóðleikhúsinu á níunda áratugnum.Þjóðleikhúsið Árni Tryggvason , einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, lést í apríl, 99 ára að aldri. Á löngum leiklistarferli fór Árni með ótal hlutverk en hann er mögulega þekktastur fyrir túlkun sína á Lilla Klifurmús í uppsetningu Þjóðleikhússins á Dýrunum í Hálsaskógi 1977. Einar Júlíusson söngvari lést í janúar, 78 ára gamall. Einar var einn af stofnendum Hljóma og var fyrsti söngvari hljómsveitarinnar. Eva María Daníels.Kvikmyndamiðstöð Eva María Daniels kvikmyndaframleiðandi lést í júlí, 43 ára að aldri. Eva kom að framleiðslu fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta og stofnaði meðal annars sitt eigið framleiðslufyrirtæki, Eva Daniels Productions, árið 2010. Garðar Cortes, óperusöngvari með meiru, lést í maí, 82 ára að aldri. Garðar var söngvari, kórstjóri, hljómsveitarstjóri, óperustjóri, söngskólastjóri auk þess sem hann stofnaði hljómsveitir, kóra, tónlistarskóla og óperu. Þá fór hann með aðalhlutverk í kvikmyndinni Karlakórinn Hekla frá árinu 1992. Gísli Þór Guðmundsson , umboðsmaður fjölda þekktra hljómsveita og tónlistarmanna, lést í júlí, 62 ára að aldri. Hann notaði nafnið Gis Von Ice á erlendri grundu og var meðal annars umboðsmaður íslensku hljómsveitanna Vök og For a Minor Reflection og tónlistarkonunnar Lay Low. Þá var hann lengi umboðsmaður Hatara. Guðbergur Bergsson rithöfundur lést í september, 91 árs að aldri. Guðbergur var einn þekktasti rithöfundur landsins og sendi frá sér fjölda bóka af ýmsum toga, smásögur, skáldsögur, barnabók, skáldævisögur og greinar um bókmenntir, listir og þjóðfélagsmál. Eitt af hans þekktustu verkum var skáldsaga hans, Tómas Jónsson, metsölubók sem hann gaf út árið 1966. Guðbjörg Magnúsdóttir söngkona lést af völdum krabbameins í september, 49 ára gömul. Guðbjörg lést í Osló í Noregi þar sem hún hafði verið búsett með fjölskyldu sinni undanfarin ár. Hún lét víða til sín taka á tónlistarferlinum. Halla Haraldsdóttir gler- og myndlistarkona, betur kunn sem Halla Har, lést í nóvember, 89 ára að aldri. Halla starfaði á ferli sínum með fjölda listamanna og þróaði bréf-mósaíklist sína sem átti eftir að verða hennar helsta vörumerki. Halla varð fyrst íslenskra kvenna til að halda einkasýningu á Kjarvalsstöðum 1975. Hjörtur Howser tónlistarmaður lést í apríl, 61 árs að aldri. Hjörtur varð bráðkvaddur við Gullfoss en hann starfaði sem leiðsögumaður síðustu ár. Hjörtur var hljómborðsleikari og lék með mörgum og ólíkum hljómsveitum í gegnum tíðina. Meðal annars Grafík, Mezzoforte, Fræbblunum, Kátum piltum og Vinum Dóra. Ísak Harðarson , ljóðskáld og þýðandi, lést í maí, 66 ára að aldri. Fyrsta bók Ísaks, ljóðabókin Þriggja orða nafn, kom út árið 1982. Og fylgdu í kjölfarið margar fleiri ljóðabækur, smásagnasöfn, skáldsaga og endurminningabók. Jón Sigurpálsson , myndlistarmaður og menningarfrumkvöðull, lést í júní, 68 ára að aldri. Jón lærði myndlist á Íslandi og síðar í Hollandi og hélt hann fjölda myndlistarsýninga bæði hérlendis og erlendis. Jónas Friðrik Guðnason , texta- og ljóðskáld frá Raufarhöfn, lést í júní, 77 ára að aldri. Jónas Friðrik var einna þekktastur fyrir samstarf sitt við Ríó Tríó en hann fékkst lengi við smíði söngtexta og hafa um tvö hundruð textar eftir hann verið hljóðritaðir. Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir leikkona lést í nóvember, 73 ára að aldri. Fyrsta hlutverk Lilju í Þjóðleikhúsinu var hlutverk Mörtu í Stundarfriði eftir Guðmund Steinsson árið 1979 en hún starfaði í leikhúsinu allt til sjötugs. Síðustu tvo áratugina lék hún svo fjölda aðal- og aukahlutverk í bíómyndum og sjónvarpsþáttum. Páll Pampichler Pálsson , hljómsveitarstjóri og tónskáld, lést í Graz í Austurríki í febrúar, 94 ára að aldri. Páll starfaði um árabil sem stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur og þátt í stofnun og uppbyggingu Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Þá starfaði hann lengi við tónlistarkennslu við Tónlistarskólann í Reykjavík og stjórnandi Karlakórs Reykjavíkur. Sigríður Ragnarsdóttir, tónlistarkona og skólastjóri Tónlistarskólans á Ísafirði til þrjátíu ára, lést í ágúst, 73 ára að aldri. Hún var mjög virk í menningarlífi Ísfirðinga og var einn af stofnendum Kvennaframboðsins og Kvennalistans. Stefán Reynir Gíslason , kórstjóri og organisti í Skagafirði, lést í október, 68 ára gamall. Stefán hafði verið í fararbroddi í tónlistarlífinu í Skagafirði um árabil. Hann var stjórnandi karlakórsins Heimis í Skagafirði frá árinu 1985. Stefán Grímsson , tónlistarmaður og skáld, lést í apríl, 73 ára að aldri. Stefán var einna best þekktur sem andlit plötunnar Goð með hljómsveitinni Svarthvítum draumi. Stefan Grygelko , betur þekktur sem dragdrottningin Heklína, lést í apríl, 54 ára að aldri. Grygelko var vel þekkt í hinsegin samfélaginu í San Francisco, rak sinn eigin klúbb og kom fram í mörgum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Grygelko átti íslenska móður, og bjó á Íslandi á níunda áratugnum. Þóra Dungal leikkona lést í maí, 47 ára að aldri. Hún lék aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa: 810551 árið 1997. Skólar og vísindi Björn Sigurbjörnsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri og forstjóri hjá Matvæla- og landbúnaðarstofnuninni (FAO) og Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni, lést í maí, 91 árs að aldri. Hann var forstjóri Rannsóknastofnunar landbúnaðarins 1974 til 1983, forstjóri hjá FAO 1983 til 1995 og ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðuneytinu 1995 til 2000. Hann var sæmdur fálkaorðunni árið 1990. Guðni A. Jóhannesson , fyrrverandi orkumálastjóri, lést í janúar, 71 árs að aldri. Hann gegndi embætti orkumálastjóra á árunum 2008 til 2021. Gunnhildur Óskarsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og formaður styrktarfélagsins Göngum saman, lést í mars, 65 ára að aldri. Gunnhildur var sæmd fálkaorðunni fyrir störf í þágu brjóstakrabbameinsrannsókna á Íslandi og fyrir að hvetja til heilbrigðra lífshátta árið 2017. Jón Hjartarson , fyrrverandi skólastjóri á Kirkjubæjarklaustri, fræðslustjóri Suðurlands, forstöðumaður skólaskrifstofu Suðurlands og framkvæmdastjóri Fræðslunets Suðurlands, lést í janúer, 78 ára að aldri. Jón Gunnar Ottósson , fyrrverandi forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands, lést í september, 72 ára að aldri. Jón hóf störf sem forstjóri Náttúrufræðistofnunar árið 1994 og gegndi stöðunni til ársins 2020. Jónas Elíasson , prófessor emeritus pog verkfræðingur, lést í janúar, 84 ára að aldri. Jónas starfaði í Danmörku þar til eftir að hann lauk doktorsprófi að hann var ráðinn prófessor við Verkfræði- og raunvísindadeild Háskóla Íslands hvar hann starfaði fram að eftirlaunum árið 2008. Sigmundur Guðbjarnason , efnafræðingur, prófessor emeritus og fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, lést í nóvember, 92 ára að aldri. Sigmundur gegndi rektorsstöðunni í Háskóla Íslands á árunum 1985 til 1991. Sigurður Líndal , fyrrverandi lagaprófessor, lést í september, 92 ára að aldri. Hann starfaði hjá dómstólum framan af og varð svo lektor við lagadeild Háskóla Íslands 1967, og var prófessor í lögfræði á árunum 1972 til 2001. Þá var hann dómari við Félagsdóm frá 1974 til 1980 og forstöðumaður Lagastofnunar Háskóla Íslands frá 1976 til 2001. Auk þess var hann forseti Hins íslenzka bókmenntafélags um áratugaskeið. Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur lést í nóvember, 88 ára að aldri. Þorsteinn stundaði nám í stjörnufræði í Lundúnum og hélt svo til Íslands árið 1963 þar sem hann hóf störf við Eðlisfræðistofnun Háskólans, síðar Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Hann var forstöðumaður jarðeðlisfræðistofu en svo deildarstjóri háloftadeildar og sá um rekstur segulmælingastöðvar Háskóla Íslands frá 1963 og allt til starfsloka. Íþróttir Bjarni Felixson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta og íþróttafréttamaður, lést í september, 86 ára gamall. Bjarni spilaði lengi fótbolta með KR og vann marga titla með félaginu. Hann lýsti lengi enska boltanum í útvarpi og í sjónvarpi en hætti því árið 2010. Boris Bjarni Akbachev , goðsögn í handboltaþjálfun á Íslandi, lést í apríl, 89 ára gamall. Boris kom að þjálfun margra af bestu handboltamönnum Íslandssögunnar. Boris kom fyrst til Íslands frá Sovétríkjunum árið 1980 til að þjálfa hjá Val í um tvö ár. Hann kom svo aftur til Íslands árið 1989 og þjálfaði hjá Val og varð svo aðstoðarmaður Þorbjörns Jenssonar með íslenska landsliðið. Hrönn Sigurðardóttir , fitness-drottning og eigandi verslunarinnar BeFit, lést af völdum krabbameins í júní, 44 ára að aldri. Hrönn vann á ferlinu sínum til fjölda Íslandsmeistaratitla í fitness og keppti meðal annars á stærsta fitness-móti heims, Arnold Classic. Jón Baldursson bridgemeistari og einn besti bridgespilari Íslandssögunnar lést í september. Jón, sem fæddur var 1954, spilaði um sexhundruð landsleiki í bridge fyrir hönd Íslands. Hann varð heimsmeistari í bridge þegar íslenska sveitin vann titilinn Bermudaskálina í Yokohama árið 1991. Ólafur Hrafn Ásgeirsson , kerfisstjóri og fyrrum hnefaleikakappi, lést í janúar, sextugur að aldri. Ríkharður Sveinsson , formaður Taflfélags Reykjavíkur og margreyndur skákdómari, lést í desember, 56 ára að aldri. Ríkharður kom ungur inn í stjórn Taflfélags Reykjavíkur og átti þar sæti með hléum í fjörutíu ár. Þá hafi enginn setið lengur sem formaður TR en hann. Sævar Jóhann Bjarnason, alþjóðlegur skákmeistari, lést í júlí, 69 ára að aldri. Auk þess að vinna við skák vann hann einnig að málefnum geðfatlaðra. Hann varð alþjóðlegur skákmeistari árið 1985, vann mikinn fjölda mótssigra á ferlinum og átti skráðar flestar kappskákir íslensks skákmanns, rúmlega þúsund talsins. Honum var veitt heiðursmerki Skáksambandsins árið 2021. Fjölmiðlar, dómstólar, félagsstörf og fleira Auður Þorbergsdóttir, fyrrverandi héraðsdómari, lést í janúar, 89 ára að aldri. Auður stundaði nám í lögfræði og átti eftir að verða skipuð borgardómari árið 1972, fyrst kvenna. Því embætti gegndi hún til ársins 1992 þegar hún var skipuð héraðsdómari í Reykjavík þar sem hún starfaði til ársins 2002. Sr. Bernharður Guðmundsson lést í september, 86 ára að aldri. Bernharður starfaði víða sem prestur og lét mikið að sér kveða í félagsmálum. Hann hlaut fálkaorðuna fyrir störf í þágu þjóðkirkjunnar og alþjóðlegs kirkjustarfs árið 2006. Einar Guðberg Jónsson , lögreglufulltrúi hjá lögregunni á höfuðborgarsvæðinu, lést í september, 45 ára að aldri. Einar Guðberg lauk námi frá Lögregluskóla ríkisins árið 2000 og starfaði lengst af hjá lögreglunni í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu þar sem hann leiddi meðal annars starfið í ofbeldisrannsóknum og síðan manssals- og vændisrannsóknum sem lögreglufulltrúi. Greta Baldursdóttir , fyrrverandi hæstaréttardómari, lést á nýársdag, 68 ára að aldri. Hún varð fjórða konan til að verða skipuð hæstaréttardómari árið 2011 og starfaði við réttinn til 2020. Halla Kristín Guðmundsdóttir Linker Aguirre, fyrrverandi aðalræðismaður Íslands í Los Angeles, lést í Los Angeles í ágúst, 93 ára að aldri. Hún vann ásamt eiginmanni sínum að gerð heimildarþátta um ferðalög þeirra hjóna, en þættirnir voru sýndir í sjónvarpi í Bandaríkjumum í átján ár. Jóhannes Jónasson , betur þekktur sem Jói á hjólinu, féll í október, 81 árs að aldri. Jóhannes var eins og viðurnefni hans gefur til kynna alltaf á ferðinni og þar lék hjól hans lykilhlutverk. Kynslóðir íbúa í gamla hluta Kópavogs hafa orðið varar við Jóhannes, átt við hann samtöl og rætt daginn og veginn. Kristján Jóhannsson útgefandi lést í október, 81 árs að aldri. Hann starfaði lengi í fjölmiðlum og stofnaði Prentsmiðjuna Nes á Seltjarnarnesi og síðar eigin útgáfu þegar hann hóf að gefa út bæjarblaðið Nesfréttir árið 1988. Hann annaðist líka útgáfu ýmissa borgarblaða eins og Vesturbæjarblaðsins, Breiðholtsblaðsins og Kópavogsblaðsins. Kristján Þorvaldsson , ritstjóri og fjölmiðlamaður, lést í ágúst, 61 árs að aldri. Kristján starfaði í fjölmiðlum nær allan sinn starfsaldur, mest við prentmiðla. Hann var einn af stofnendum og ritstjórum tímaritsins Séð og heyrt. Þá ritstýrði hann miðlum á borð við Pressunni, Mannlífi og Vikunni, auk þess að starfa sem útvarpsmaður á Rás 2. Nanna Magnadóttir héraðsdómari lést af völdum heilablóðfalls í október, fimmtug að aldri. Nanna starfaði víða erlendri grundu áður en hún sneri til Íslands árið 2014 og tók þá verið sem forstöðumaður og formaður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Hún var skipaður héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavík árið 2022 og gegndi því starfi til dauðadags. Oddur F. Helgason , ættfræðingur og fyrrverandi sjómaður, lést í desember, 82 ára að aldri. Oddur var einn þekktasti ættfræðingur landsins og stundaði rannsóknir undir merkjum ættfræðiþjónustunnar ORG ehf. Ólafur Þ. Jónsson , fyrrverandi vitavörður í Hornbjargsvita og betur þekktur sem Óli kommi, lést í nóvember, 89 ára gamall. Ólafur var einn af stofnendum Vinstri grænna sem bauð fyrst fram í kosningum til Alþingis árið 1999. Sigurður Þorkell Árnason , fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, lést í október, 95 ára að aldri. Hann hóf fyrst störf á varðskipum Landhelgisgæslunnar árið 1947 og varð skipherra árið 1959. Hann var síðasti skipherra Gæslunnar sem tók þátt í að verja útfærslu fiskveiðilögsögunnar, í fjórar mílur 1952, í 12 mílur 1958, í 50 mílur 1972 og í 200 mílur árið 1975. Stefanía María Pétursdóttir, húsfreyja og fyrrverandi forseti Kvenfélagasambands Íslands, lést í nóvember, 92 ára að aldri. Hún hlaut fálkaorðuna árið 1993 fyrir félagsstörf sín. Viðskipti Ámundi Ámundason , umboðsmaður, plötuútgefandi og auglýsingastjóri, lést í júní, 78 ára að aldri. Ámundi var á sínum tíma umboðsmaður Hljóma frá Keflavík og þá stofnaði hann hljómplötufyrirtækið ÁÁ-records og komu alls fjörutíu titlar út undir þeim merkjum, þeirra á meðal Stuðmenn þegar þeir voru að hasla sér völl. Eiríkur Tómasson, útgerðarmaður og forstjóri Þorbjarnar í Grindavík, lést í ágúst, sjötugur að aldri. Hann gegndi forstjórastöðunni um árabil en lét af störfum árið 2018. Gunnþórunn Jónsdóttir.Aðsend Gunnþórunn Jónsdóttir , hárgreiðslumeistari og athafnakona, lést í desember, 77 ára að aldri. Gunnþórunn rak um tíma Hárgreiðslustofu Vesturbæjar og stofnaði síðar Sænsk-íslenska verslunarfélagið með Óla Kristjáni Sigurðssyni, betur þekktur síðar sem Óli í Olís. Þau stofnuðu innflutningsfyrirtækið Sund hf. árið 1983 og árið 1986 keyptu þau Vörumarkaðinn á Seltjarnarnesi sem varð svo Nýi bær. Á sama ári keyptu þau Olís en kaupin vöktu mikla athygli. Hörður Sigurbjarnarson , stofnandi Norðursiglingar á Húsavík, lést í október, 71 árs að aldri. Hörður stofnaði fjölskyldufyrirtækið Norðursiglingu árið 1995 og hefur fyrirtækið verið með heimahöfn á Húsavík og um árabil boðið upp á hvalaskoðun og ævintýrasiglingar. Jafet S. Ólafsson var meðal annars liðtækur bridgespilari Bridgesambandið Jafet S. Ólafsson framkvæmdastjóri lést í október, 72 ára að aldri. Hann starfaði meðal annars sem útvarpsstjóri Íslenska útvarpsfélagsins á árunum 1994 til 1996. Hann var áberandi álitsgjafi um verðbréfaviðskipti um árabil en hann var löggiltur verðbréfamiðlari. Hann stofnaði Verðbréfastofuna ásamt öðrum árið 1997 og var þar framkvæmdastjóri en seldi sinn hlut í henni 2006 og stýrði eftir það Veig, sem var fjárfestingarfélag. Ólafur Grétar Laufdal Jónsson veitingamaður lést í júní, 78 ára að aldri. Ólafur var einn þekktasti veitingamaður landsins og rak Hótel Grímsborgir við Sogið í Grímsnesi. Áður hafði hann unnið í Glaumbæ, en hann rak svo Hollywood og Broadway. Hann byggði Hótel Ísland í Ármúla og rak Hótel Borg í þrettán ár. Páll Breiðdal Samúelsson , fyrrverandi forstjóri Toyota, lést í október, 94 ára að aldri. Páll stofnaði ásamt fjölskyldu sinni P. Samúelsson ehf., Toyota-umboðið, árið 1970, en seldi reksturinn árið 2005. Sigurbergur Sveinsson , kaupmaður sem lengstum var kenndur við Fjarðarkaup í Hafnarfirði, lést í nóvember, 90 ára að aldri. Hann var í hópi þeirra sem stofnuðu verslunina Fjarðarkaup árið 1973. Stefán Eysteinn Sigurðsson , framkvæmdastjór og fyrrverandi útvarpsmaður, lést í júlí, 51 árs að aldri. Hann var eigandi GynaMEDICA sem sérhæfir sig í heilsuþjónustu kvenna, en hann hafði áður starfað hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP og flugfélaginu WOW Air. Um langt skeið stýrði Stefán útvarpsþættinum Rólegt og rómantískt á stöðinni FM957. Samantektin var unnin upp úr andlátsfréttum sem birst hafa á Vísi og í Morgunblaðinu.
Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2022 Fjölmargir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu á árinu 2022 sem senn líður undir lok. 30. desember 2022 10:00
Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2021 Þjóðþekktir Íslendingar kvöddu margir á árinu 2021 sem senn líður undir lok. 30. desember 2021 09:00
Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2020 Fjöldi þjóðþekktra Íslendingar kvaddi á árinu sem senn er á enda. Í hópi þeirra eru meðal annarra einhver ástsælasti söngvari þjóðarinnar, einhver vinsælasti skemmtikraftur landsins, frumkvöðull á sviði líkamsræktar á Íslandi, fyrrverandi ráðherrar og höfundur bókanna um Maxímús Músíkús. Þá þögnuðu einhverjar af þekktustu útvarpsröddum landsins. 31. desember 2020 09:00
Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2019 Margir þjóðþekktir Íslendingar sögðu skilið við þennan heim á árinu sem senn er á enda. 31. desember 2019 11:30
Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2018 Margir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda, þar á meðal einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, heimsfrægt tónskáld, fyrrverandi ráðherra og eitt fremsta ljóðskáld þjóðarinnar. 31. desember 2018 10:00
Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2017 Margir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu þennan heim á árinu. 31. desember 2017 11:00
Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2016 Fyrrverandi ráðherra og nokkrir af ástsælustu listamönnum þjóðarinnar eru í hópi þeirra þjóðþekktu Íslendinga sem kvöddu á árinu sem senn er á enda. 30. desember 2016 11:00
Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2015 Margir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu þennan heim á árinu. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug. 28. desember 2015 11:00