Sá besti á árinu bjó til jólalag með Ladda Sindri Sverrisson skrifar 20. desember 2023 14:01 Már Gunnarsson og Laddi spreða seðlum í Kringlunni í myndbandi við nýja jólalagið þeirra. Skjáskot/Youtube Sundmaðurinn fjölhæfi Már Gunnarsson var í gær útnefndur íþróttamaður ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Hann sinnir jafnframt tónlistinni og gaf nýverið út jólalag sem þeir Laddi syngja saman. Már og Sonja Sigurðardóttir voru í gær heiðruð sem íþróttafólk ársins hjá ÍF við hátíðlega athöfn á Grand Hótel. Þau ræddu við Stefán Árna Pálsson í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær þar sem Már var meðal annars spurður út í nýja jólalagið, sem sjá má hér að neðan. „Ég og vinur minn Laddi ákváðum að taka saman upp lagið „Mér finnst ég bara eiga það skilið“. Lag eftir mig og texti eftir góðan vin minn Tómas Eyjólfsson. Það hefur gengið ótrúlega vel,“ sagði Már á Grand Hótel í gær. „Við gáfum út tónlistarmyndband fyrir tveimur vikum og það er gaman að segja frá því að þetta var þriðja mest spilaða tónlistarmyndbandið á YouTube á Íslandi í síðustu viku,“ benti Már á. Már og Sonja hafa svo sannarlega átt gott ár og náðu bæði góðum árangri á HM í 50 metra laug í Manchester, sem skapaði þeim góða möguleika á að komast á Ólympíumótið í París næsta sumar. „Maður er bara smá skjálfandi,“ sagði Sonja eftir viðurkenninguna í gær, sem hún hlaut þá í fjórða sinn á löngum og farsælum ferli í sundinu. „Mér finnst ég vera á góðum stað núna. Að toppa kannski,“ sagði Sonja. Már segir ljóst að markmið sitt sé núna að styrkja stöðuna á heimslista til að auka líkurnar á að komast til Parísar: „Ég var búinn að lýsa því yfir að ég væri hættur. Ég hætti í rúmt ár, en er núna búinn að vera að æfa í rúmt ár aftur. Íþróttasambandið er í raun að segja við mig: „Hey Már, við erum ánægð að hafa þig hérna áfram. Þú ert að standa þig vel.“ Mér finnst það bara æðislegt,“ sagði Már og bætti við: „Ég náði þeim markmiðum að ná lágmarki inn á Ólympíuleika. Ég lenti í 6. sæti á heimsmeistaramótinu í Manchester í ágúst, og var sekúndubrotum frá Íslandsmetinu sem ég setti í Tókýó 2021. Mér finnst það bara magnað.“ Sund Jólalög Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sjá meira
Már og Sonja Sigurðardóttir voru í gær heiðruð sem íþróttafólk ársins hjá ÍF við hátíðlega athöfn á Grand Hótel. Þau ræddu við Stefán Árna Pálsson í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær þar sem Már var meðal annars spurður út í nýja jólalagið, sem sjá má hér að neðan. „Ég og vinur minn Laddi ákváðum að taka saman upp lagið „Mér finnst ég bara eiga það skilið“. Lag eftir mig og texti eftir góðan vin minn Tómas Eyjólfsson. Það hefur gengið ótrúlega vel,“ sagði Már á Grand Hótel í gær. „Við gáfum út tónlistarmyndband fyrir tveimur vikum og það er gaman að segja frá því að þetta var þriðja mest spilaða tónlistarmyndbandið á YouTube á Íslandi í síðustu viku,“ benti Már á. Már og Sonja hafa svo sannarlega átt gott ár og náðu bæði góðum árangri á HM í 50 metra laug í Manchester, sem skapaði þeim góða möguleika á að komast á Ólympíumótið í París næsta sumar. „Maður er bara smá skjálfandi,“ sagði Sonja eftir viðurkenninguna í gær, sem hún hlaut þá í fjórða sinn á löngum og farsælum ferli í sundinu. „Mér finnst ég vera á góðum stað núna. Að toppa kannski,“ sagði Sonja. Már segir ljóst að markmið sitt sé núna að styrkja stöðuna á heimslista til að auka líkurnar á að komast til Parísar: „Ég var búinn að lýsa því yfir að ég væri hættur. Ég hætti í rúmt ár, en er núna búinn að vera að æfa í rúmt ár aftur. Íþróttasambandið er í raun að segja við mig: „Hey Már, við erum ánægð að hafa þig hérna áfram. Þú ert að standa þig vel.“ Mér finnst það bara æðislegt,“ sagði Már og bætti við: „Ég náði þeim markmiðum að ná lágmarki inn á Ólympíuleika. Ég lenti í 6. sæti á heimsmeistaramótinu í Manchester í ágúst, og var sekúndubrotum frá Íslandsmetinu sem ég setti í Tókýó 2021. Mér finnst það bara magnað.“
Sund Jólalög Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sjá meira