Sigurður G. braut persónuverndarlög Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. desember 2023 06:45 Þórhildur Gyða tald eina tilgang Sigurðar með færslu sinni vera að niðurlægja hana. Vísir Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður braut persónuverndarlög þegar hann birti upplýsingar úr lögregluskýrslu vegna kæru Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur á hendur knattspyrnumanninum Kolbeini Sigþórssyni fyrir ofbeldi. Þetta er niðurstaða Persónuverndar. Birtingin vakti mikla athygli í september árið 2021. Hann sagðist við tilefnið ekki hafa brotið á neinum með því að birta upplýsingar úr skýrslu lögreglu. Með birtingu gagnanna skrifaði Sigurður auk þess langa færslu á samfélagsmiðlinn Facebook. Þar fór hann yfir víðan völl og rifjaði meðal annars upp Twitter-færslu Þórhildar Gyðu um samskipti hennar við hitt kynið á svipuðum tíma og hún hitti Kolbein Sigþórsson á skemmtistaðnum b5 í miðbæ Reykjavíkur. Eini tilgangurinn verið að niðurlægja hana Þórhildur Gyða kvartaði til Persónuverndar vegna málsins. Sagði hún í erindi sínu til persónuverndar að málið lyti að tjáningu hans samhliða birtingu skráa úr gagnagrunni lögreglu sem hafi að geyma mjög viðkvæmar persónuupplýsingar. Birting færslunnar hafi haft þann eina tilgang að vera tilraun til að niðurlægja hana og villa um fyrir almenningi með því að draga úr trúverðugleika hennar og gefa í skyn að hún hafi logið til um málavexti kvöldið sem leiðir þeirra Kolbeins lágu saman. Hún hafi auk þess ekki vitað hvernig Sigurður hafi komist yfir umrædd gögn. Sigurður G. sagði í svari til Persónuverndar að hann hafi ekki unnið með persónuupplýsingar kvartanda heldur einungis nýtt sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til að tjá sig um mál sem Þórhildur hafi sjálf sett kastljósið á opinberlega sannleikann og varðaði meint ofbeldi gegn henni. Hann hafi tjáði sig sem almennur borgari en ekki lögmaður. Ekki er um að ræða fyrsta skiptið sem Sigurður tjáir sig um mál sem varða hann ekki beint á Facebook. Mikla athygli vakti í janúar í fyrra þegar hann birti mynd af Vítalíu Lazarevu á Facebook síðu sinni. Hann kannaðist þó ekkert við það þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum á sínum tíma. Brotlegur fyrir myndirnar en ekki færsluna Persónuvernd hefur eftir Sigurði að hann hafi verið að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn sem borgari landsins til þess að segja sannleikann í opinberri umræðu um sakamálið. Í úrskurði sínum segir Persónuvernd hins vegar að ekki sé hægt að líta svo á að þeir hagsmunir vegi þyngra en hagsmunir Þórhildar af því að upplýsingarnar yrðu ekki birtar. Birting myndanna af skrám lögreglu hafi ekki samrýmst lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Vísar Persónuvernd til þess að það skipti máli hver tengsl einstaklingsins sem birtir gögn eða upplýsingar um mál séu við það mál sem upplýsingarnar varða. Þannig sé líklegra að slík birting yrði talin fela í sér tjáningu ef gögnin varða hann sjálfan frekar en ef hann hefur engin bein tengsl við efni gagnanna. Ljóst sé að umrædd gögn sem Sigurður birti hafi ekki verið opinberar upplýsingar eða hluti gagna sem almenningur á almennt rétt á aðgangi að, auk þess sem Þórhildur hafi verið mótfallin birtingunni. Beinir stofnunin þeim tilmælum til Sigurðar að hann fjarlægi af Facebook síðu sinni myndir af gögnum lögreglu og bréfum sem vörðuðu rannsókn málsins. Staðfesting skuli berast Persónuvernd eigi síðar en 15. janúar 2024. Persónuvernd vísaði frá kvörtunum Þórhildar sem vörðuðu sjálfan textann í færslu Sigurðar. Ljóst sé að textinn feli í sér tjáningu Sigurðar á skoðunum hans og sannfæringu. Hefur stofnunin litið svo á að hún sé ekki bær til þess að leggja mat á hvort aðili hafi farið út fyrir stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsi sitt gagnvart friðhelgi einkalífs einstaklings. Það sé dómstóla að skera úr um hvar mörkin liggi á milli stjórnaskrárvarinna réttinda. Persónuvernd Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Fleiri fréttir Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi Sjá meira
Þetta er niðurstaða Persónuverndar. Birtingin vakti mikla athygli í september árið 2021. Hann sagðist við tilefnið ekki hafa brotið á neinum með því að birta upplýsingar úr skýrslu lögreglu. Með birtingu gagnanna skrifaði Sigurður auk þess langa færslu á samfélagsmiðlinn Facebook. Þar fór hann yfir víðan völl og rifjaði meðal annars upp Twitter-færslu Þórhildar Gyðu um samskipti hennar við hitt kynið á svipuðum tíma og hún hitti Kolbein Sigþórsson á skemmtistaðnum b5 í miðbæ Reykjavíkur. Eini tilgangurinn verið að niðurlægja hana Þórhildur Gyða kvartaði til Persónuverndar vegna málsins. Sagði hún í erindi sínu til persónuverndar að málið lyti að tjáningu hans samhliða birtingu skráa úr gagnagrunni lögreglu sem hafi að geyma mjög viðkvæmar persónuupplýsingar. Birting færslunnar hafi haft þann eina tilgang að vera tilraun til að niðurlægja hana og villa um fyrir almenningi með því að draga úr trúverðugleika hennar og gefa í skyn að hún hafi logið til um málavexti kvöldið sem leiðir þeirra Kolbeins lágu saman. Hún hafi auk þess ekki vitað hvernig Sigurður hafi komist yfir umrædd gögn. Sigurður G. sagði í svari til Persónuverndar að hann hafi ekki unnið með persónuupplýsingar kvartanda heldur einungis nýtt sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til að tjá sig um mál sem Þórhildur hafi sjálf sett kastljósið á opinberlega sannleikann og varðaði meint ofbeldi gegn henni. Hann hafi tjáði sig sem almennur borgari en ekki lögmaður. Ekki er um að ræða fyrsta skiptið sem Sigurður tjáir sig um mál sem varða hann ekki beint á Facebook. Mikla athygli vakti í janúar í fyrra þegar hann birti mynd af Vítalíu Lazarevu á Facebook síðu sinni. Hann kannaðist þó ekkert við það þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum á sínum tíma. Brotlegur fyrir myndirnar en ekki færsluna Persónuvernd hefur eftir Sigurði að hann hafi verið að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn sem borgari landsins til þess að segja sannleikann í opinberri umræðu um sakamálið. Í úrskurði sínum segir Persónuvernd hins vegar að ekki sé hægt að líta svo á að þeir hagsmunir vegi þyngra en hagsmunir Þórhildar af því að upplýsingarnar yrðu ekki birtar. Birting myndanna af skrám lögreglu hafi ekki samrýmst lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Vísar Persónuvernd til þess að það skipti máli hver tengsl einstaklingsins sem birtir gögn eða upplýsingar um mál séu við það mál sem upplýsingarnar varða. Þannig sé líklegra að slík birting yrði talin fela í sér tjáningu ef gögnin varða hann sjálfan frekar en ef hann hefur engin bein tengsl við efni gagnanna. Ljóst sé að umrædd gögn sem Sigurður birti hafi ekki verið opinberar upplýsingar eða hluti gagna sem almenningur á almennt rétt á aðgangi að, auk þess sem Þórhildur hafi verið mótfallin birtingunni. Beinir stofnunin þeim tilmælum til Sigurðar að hann fjarlægi af Facebook síðu sinni myndir af gögnum lögreglu og bréfum sem vörðuðu rannsókn málsins. Staðfesting skuli berast Persónuvernd eigi síðar en 15. janúar 2024. Persónuvernd vísaði frá kvörtunum Þórhildar sem vörðuðu sjálfan textann í færslu Sigurðar. Ljóst sé að textinn feli í sér tjáningu Sigurðar á skoðunum hans og sannfæringu. Hefur stofnunin litið svo á að hún sé ekki bær til þess að leggja mat á hvort aðili hafi farið út fyrir stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsi sitt gagnvart friðhelgi einkalífs einstaklings. Það sé dómstóla að skera úr um hvar mörkin liggi á milli stjórnaskrárvarinna réttinda.
Persónuvernd Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Fleiri fréttir Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi Sjá meira