Fréttir af andlátinu dreifðust manna á milli á spjallrásinni 112 á Telegram, sem mikið er notuð meðal Rússa. Talið er að Krasilov hafi veikst á leið heim frá vinnu en hann fannst látinn í íbúð sinni í gær. Orsök andlátsins er ekki kunn en ýjað hefur verið að því að Krasilov hafi glímt við hjartasjúkóm.
Krasilov hefur verið áberandi í listasenunni í Rússlandi og tekið þátt í uppsetningu sjónvarps- og vefþátta. Hann var leikari og dansari og er hvað þekktastur í Vestur-Evrópu fyrir að hafa dansað við Uno, lag Little Big í Eurovision eins og áður segir.
Sveitin minntist Krasilov á samfélagsmiðlum í dag og sendi ættingjum hans og vinum samúðarkveðjur.